Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 48

Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cSþ Nýborg? O Armúla 23 — Sími 86755 «i ¥ K. 39,5% af benzín- tekjum ríkisins til vegamála — Hlutdeild vegagjalds í benzínverði hefur stöðugt farið minnkandi AF ÞEIM tekjum, sem ríkið hefur af henzínsulu renna 39,46% til vegamála ok hefur hlutdeild vega- tíjalds í henzínverði stöð- UKt farið minnkandi á undanförnum árum, að því er Mbl. fékk upplýst hjá Hafsteini Vilhelmssyni, framkvæmdarstjóra FIB í >fær. Eftir síðustu benzín- hækkun kostar hver benz- ínlítri 515 krónur og af þeirri upphæð fara 112,47 krónur til vegamála. Til samanburðar má nefna að árið 1972 var hlutdeild vegagjalds 73,1% af tekj- um ríkisins af hverjum benzínlítra, 45,8% árið 1975 og 41,4% árið 1979. „Það virðast engin takmörk vera fyrir því hversu mikið ríkis- valdið telur sig geta þjarmað að bifreiðaeigendum og haft þá að féþúfu,“ sagði Hafsteinn Vil- helmsson í gær. „Okkur er reynd- ar ljós tekjuöflunarþörf ríkissjóðs til hinna ýmsu þarfa þjóðfélags- ins, en skattlagning á benzín og olíur er óheyrilega há eða um 55% af heildarbenzínverði. Menn skyldu ætla, að stór hluti þeirra tekna, sem ríkið hefur af benzín- sölu, rynni til vegamála. Sú er þó aldeilis ekki raunin eða aðeins tæplega 40% af tekjum ríkisins af hverjum benzínlítra. Á hinn bóginn nemur söluskatt- urinn einn 121,02 krónum af hverjum benzínlítra og afgangur- inn, sem er um 50 krónur, skiptist í tolla og landsútsvar. Okkur er því spurn hvað líði störfum þeirra þriggja ráðherra, sem skipaðir voru í nefnd, sem ætlað var að endurskoða skattlagningu á benz- íni og olíum. Er ekki tímabært að þeir háu herrar fari senn að láta frá sér heyra?" sagði fram- kvæmdastjóri FÍB að lokum. Stúlkan lét heimsins ys og óróa ekki trufla sig i búðarferð i gær. Á meðan móðir hennar skoðaði varning í Popphúsinu, brá sú litla sér inn i sýningargluggann og kannaði nánar ásjálega skó sem þar voru í hoði. Ljósmynd Mbl.: Emilia Björnsdóttir. Steingrímur HermannSvSon, samgönguráðherra, um aðstoðina við Flugleiðir: Stjórn Flug- leiða ræðir bréf f jár- málaráðherra STJÓRN Flugleiða mun á fundi sínum nk. þriðjudag fjalla um bréf fjármálaráð- herra til stjórnar Flugleiða, en frá bréfinu var sagt í Morgunblaðinu í gaer. Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. „Óhress að f jármála- ráðherra flæki málið Búið að samþykkja afgreiðslu 3 millj. dollara bakábyrgðar í rikisstjórninni „ÞAÐ ,ER búið að sam- þykkja það í ríkisstjórn- inni að opnaður verði vaxtalaus reikningur í Seðlabankanum til þess að greiða til Flugleiða á næstu 6 mánuðum þrjár milljónir dollara sem verð- ur bakábyrgð ríkisstjórn- Tveir ökumenn voru fluttir i slysadeild eftir árekstur á Fálkabakka um hádegisbilið i gær. og tók Emilia meðfylgjandi mynd. þegar annar billinn var fluttur af staðnum. en hinn valt og kviknaði i honum. Kona, sem var i öðrum hílnum. skarst mikið í andliti. arinnar vegna Atlants- hafsflugsins næstu 12 mánuði ef stjórn Flugleiða fellst á þetta fyrirkomulag og síðan verður dæmið gert upp að loknu þessu tímabili, en ég er mjög óhress yfir því að fjár- málaráðherra sé að flækja þetta mál með bréfi sinu til Flugleiða, það á að ganga hreint til verks og þetta mál liggur fyrir af- greitt í ríkisstjórninni,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, samgönguráð- herra, í samtali við Mbl. í gær um bréf fjármálaráð- herra til stjórnar Flug- leiða en það var birt í Mbl. í sær. „Samþykktinni var vísað til mín og fjármálaráðuneytisins og mið- að er við að samgönguráðuneytið gangi síðan endanlega frá þessu," sagði Steingrímur, „en það er ljóst að Flugleiðir þurfa á þessum peningum að halda yfir vetrar- mánuðina." Aðspurður um það hvort ríkis- stjórnin vissi um einhvern kaup- anda að eigum Flugleiða á næstu vikum eða væri tilbúin í lánafyr- irgreiðslu til nýrra eigenda, þar sem sala á eignum Flugleiða er skilyrði fyrir ríkisábyrgð sam- Steingrímur Hermannsson kvæmt bréfi fjármálaráðherra, sagði Steingrímur: „Ég tel eðlilegt að Flugleiðir leiti leiða í sínu eigin búri út úr sínum vanda en ég tel að þetta atriði sé ekki skilyrði nema að því leyti að samkomulag náist um að Flugleiðir sýni vilja til þess að selja hluta af sínum eignum sem til greina kemur að selja. Ég tel ekki að það sé nokkur sem vill kaupa Hótel Esju, skrif- stofuhúsnæði Flugleiða, en það væri viðleitni að auglýsa. Mér er kunnugt um að verið er að kanna möguleika á að selja hlut Flug- leiða í Aerogolf í Luxemborg, en persónulega tel ég að félagið eigi ekki að selja hlut sinn í Cargolux sem er líklega einhver verðmæt- asta eign félagsins. Ég hef hins vegar heyrt að bílaleigumenn vilji kaupa bílaleiguna og að starfsfólk Arnarflugs vilji kaupa stærri hlut í því félagi og allt er þetta athugandi. Það er einnig mitt mat að það séu mikil mistök að allt utanlandsflug hér sé á einni hendi, ég treysti engum einum aðila til slíks. Skilyrðið um sölu eigna til þess að fá ríkisábyrgð er óframkvæm- anlegt eins og það er sett fram í bréfi fjármálaráðherra og það er ljóst að Flugleiðir verða að fá þessa ríkisábyrgð mjög fljótt, því ella er mikil hætta á því að félagið verði stopp á næstu vikum. Hins vegar er eðlilegt að kanna veðhæfi eigna. í bréfi fjármálaráðherra er þess krafist að félagið standi við greiðslu opinberra gjalda eins og aðrir og það er allt annað mál og eðlileg krafa, en í heild liggur málið hreint fyrir og það er óþarfi að vera með nokkurn feluleik í því sambandi. Ég harma ef bréf fjár- málaráðherra er misskilið." Sjá ritstjórnargrein á bls. 24. Drengur stór- slasast DRENGUR var fluttur mikið slasaður i slysadeild Borgarspit- alans i gær eftir að hann hafði hjólað í veg fyrir bíl á Vesturgöt- unni. Tveir drengir á hjólum voru samferða um Vesturgötu laust eftir hádegið í gær og skyndilega beygði annar yfir á hinn götu- helminginn og lenti framan á bíl, sem þar kom. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.