Morgunblaðið - 25.10.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 *
3
ÞAÐ VORU íleiri á ferðinni á
bókauppboðinu hjá Sothebys i
London sl. mánudaK en Jón
Sólness fyrrv. alþingismaður.
Þar var einnÍK staddur Guð-
mundur Axelsson i Klaustur-
hólum ásamt Bóðvari Kvaran
ok að söKn Guðmundar Kerði
hann þar KÓð kaup ok komst
yfir ýmsar fáK»'tar bækur. Blm.
Mbl. ræddi litilleKa við Guð-
mund um uppboðið ok þær
bækur, sem honum voru sleKn-
ar.
„Já, þetta var mjög skemmti-
Nokkrar bokanna. sem Guðmundur Axelsson keypti i London
„I pakkanum leyndust
fimm SkáJholtsprent“
lptrf nnnhnA “ aaorfti riiiíSmiinHiir
legt uppboð," sagði Guðmundur.
„Allar bækurnar, sem boðnar
voru upp, voru úr safni sænsku
Ihrefjöiskyldunnar, en ættfaðir
hennar mun nú raunar vera skoti.
Uppboðið fór þannig fram, að í
hverju númeri voru aðeins til-
greindar kannski tvær eða þrjár
bækur af nokkrum tugum bóka og
allt upp í hundrað, þannig að þeir,
sem buðu í bækurnar, máttu allt
eins eiga von á því, að þeir væru
að kaupa köttinn í sekknum að
öðru leyti.“
Keyptir þú ekki eitthvað
af bókum á uppboðinu
„Jú, og ég held að ég hafi
sloppið sæmilega frá því þrátt
fyrir þá annmarka, sem á því
voru. Ég keypti t.d. Crymogaeu
eftir Arngrím Jónsson, frá 1610,
Annála Björns á Skarðsá, sem
prentaðir voru í Hrappsey 1774,
og orðabók eftir Guðmund Andr-
ésson, gefin út í Kaupmannahöfn
1683. Sú bók er orðin afar fáséð en
hún þykir nú kannski merkilegust
fyrir það, að hún tekur öllum
öðrum íslenskum bókum fram í
prentvillum og alls kyns misskiln-
ingi. Það var enda danskur mað-
ur, sem sá um útgáfuna og kom
þar hvergi íslendingur nærri.
í einu númerinu var það aðeins
Hrólfs saga kraka, sem ég hafði
áhuga á, af þeim bókum, sem voru
hafðar uppi við, en með í kaupun-
um reyndust svo fylgja Historia
Vinlandia frá 1705, Grönlandia
antiqva frá 1706 og guðsorðabók,
Cythræus, prentuð á Hólum 1600.
Sömu sögu er að segja um annað
númer, þar sem þrjár bækur voru
nefndar, en þess hins vegar ekki
getið, að í pakkanum leyndust
fimm Skálholtsprent. Ég held að
ég hafi ekki tapað á þeim kaup-
um.“
Hverjir eru það, sem
helst sækja svona uppboð?
„Það eru nú einkum bókasafn-
arar og fornbókasalar og að þessu
sinni margir af Norðurlöndum,
eins og líklegt má teljast. Á
uppboðinu voru 537 númer og þau
seldust öll og sá sem var stórtæk-
astur, var Norðmaður, Torgrim
Hannas að nafni, en hann er nú
búsettur í Englandi. Annars voru
það Svíar, sem buðu hvað grimmi-
legast á móti Jóni Sólness í
Guðbrandsbiblíu, og það má
svona geta þess til gamans í lokin,
að ætli það hafi ekki kostað Jón
6—700 þúsund í hvert sinn, sem
hann rétti upp höndina,“ sagði
Guðmundur Axelsson í Klaustur-
hólum.
Benedikt Gröndal:
Stjórnir endurkjöm-
ar í hverfafélögum
sjálfstæðismanna
TVÖ félög sjálfstæðismanna í
hverfum Reykjavíkur héldu aðal-
fundi sina á fimmtudagskvöld, I
Laugarneshverfi og í Langholts-
hverfi og voru stjórnir beggja
endurkjörnar. Einnig var stjórn-
in í félaginu í Vestur- og Miðbæj-
arhverfi endurkjörin á aðalfundi
á þriöjudagskvold. nema hvað
nýr maður kom í stað annars.
sem fluttur var úr hverfinu.
Fundurinn í félagsheimilinu í
Langholtshverfi var fjölmennur,
fundarmenn á annað hundrað,
enda hafði í dagblaði verið gefið í
skyn að áformuð væri stjórnar-
bylting. Það reyndist ekki rétt.
Var formaður Árni Bergur Ei-
ríksson endurkjörinn, svo og aðrir
í stjórn, þ.e. Agnar Jónsson, Berg-
ljót Ingólfsdóttir, Finnbjörn
Hjartarson, Jóhannes Gunnarsson
og Þóroddur Th. Sigurðsson. Var
stungið upp á einum manni í
viðbót, eftir að fundarstjóri hafði
lýst eftir uppástungum, hinkrað
við og lýst þessa réttkjörna. Var
fundurinn beðinn um úrskurð um
hvort endurtaka ætti kosningu og
var því hafnað með 53 atkvæðum
gegn 10. Ræðu kvöldsins flutti
Olafur B. Thors.
Á aðalfundinum í Laugarnes-
hverfi sem var á Háaleitisbraut 1,
flutti Ellert Schram aðalræðuna.
Þar var stjórnin endurkjörin, en
hana skipa Baldvin Jóhannesson,
formaður, Þórður Einarsson,
Halldór Leví Björnsson, Margrét
Ákadóttir, Garðar Ingvarsson,
Pétur B. Magnússon og Elva
Guðbrandsdóttir. Aðrir sem
stungið var upp á, gáfu ekki kost á
sér. Um 40 manns sóttu fundinn.
Aðalfundur félagsins í Vestur-
og Miðbæjarhverfi var haldinn í-
Valhöll 21. okt. Endurkjörnir voru
formaðurinn Jón B. Stefánsson og
aðrir í stjórn Áslaug Cassada,
Ásgeir Bjarnason, Ingimundur
Sveinsson, Jón Ólafsson, Svanur
Þór Vilhjálmsson og Sveinn
Kjartansson, sem var kosinn i
stað Þorkels Sigurbjörnssonar,
sem er fluttur úr hverfinu.
Er aðeins einum fundi ólokið í
hverfafélögum sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Verður aðalfundur fé-
lagsins í Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi 29. október.
Nafn piltsins
sem lézt
PILTURINN, sem beið bana í
vinnuslysinu í Hrauneyjafoss-
virkjun sl. fimmtudag hét
Björgvin Sigvaldason til heimilis
að Öldugerði 19, Hvolsvelli.
Björgvin heitinn var 17 ára
gamall, fæddur 19. nóvember
1962.
Formannskosning myndi
sundra og veikja, hvern-
ig sem úrslitin yrðu
BENEDIKT Gröndal. formaður
Alþýðuflokksins, gaf i gær út
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Það er nú ljóst, að flokksþing
Alþýðuflokksins, sem kemur sam-
an eftir viku, verði að kjósa milli
núverandi formanns og varafor-
manns í stöðu formanns fyrir
næsta tveggja ára kjörtímabil.
Alþýðuflokkurinn hefur langa
reynslu af innri átökum í forustu-
liði, sem ávallt leiða til sundrung-
ar. Hefur þetta valdið flokknum
óbætanlegu tjóni og haldið fylgi
hans og starfi niðri. Hvernig sem
kosning formanns færi nú, mundi
hún draga á eftir sér slóða sund-
urþykkni og vandræða og veikja
flokkinn.
Eftir kosningar síðustu þrjú ár
er Alþýðuflokkurinn fjöldahreyf-
ing og sterkt afl í þjóðmálum.
Flokksþing og flokksforusta bera
þá skyldu gagnvart kjósendum að
standa saman og láta heill flokks-
ins og jafnaðarstefnunnar ganga
fyrir öllu.
Til að forðast flokkadrætti,
sundrungu og deilur hef ég ákveð-
ið að gefa ekki kost á mér til
endurkjörs sem formaður Alþýðu-
flokksins. Ég mun sem alþingis-
maður og flokksstjórnarmaður
vinna áfram að samheldni og
styrk flokksins."
Kjartan Jóhannsson:
Drengskapur og
flokkshollusta af
hálfu Benedikts
„ÉG hef lengi þekkt drengskap
og flokkshollustu Benedikts og
veit að hann vill framar öllu öðru
bera hagsmuni Alþýðuflokksins
fyrir brjósti. YfirlýsinK hans
sýnir Klöggt þessa eðliskosti, sem
allt Alþýðuflokksfólk virðir og
metur,“ saKði Kjartan Jóhanns-
son, varaformaður Alþýðuflokks-
ins, er Mbl. ræddi við hann i gær
eftir að Benedikt Gröndal. for-
maður Alþýðuflokksins. gaf út
yfirlýsingu um það að hann
drægi framboð sitt til áframhald-
andi formennsku til baka.
„Með tilliti til breyttra tíma og
þess, að við höfum tekið upp mjög
lýðræðislega háttu í Alþýðu-
flokknum hef ég talið og tel enn,
að val milli manna myndi ekki
valda klofningi í flokknum. En ég
skil það vel, að yfirlýsing Bene-
dikts stilli kvíða þeirra flokks-
manna, sem eru sama sinnis og
hann,“ sagði Kjartan. „En allir
hljótum við að vera sammála og
samtaka um að gera veg Alþýðu-
flokksins sem beztan."
Mbl. spurði Kjartan, hvort hann
vænti mótframboðs í formanns-
embættið eftir þessa síðustu at-
burði. „Um það hef ég ekki
minnstu hugmynd. Það verður þá
bara að koma í ljós,“ svaraði hann.
Mbl. spurði Kjartan um vara-
formannskjör, en hann kvaðst
ekkert hafa um það mál að segja.
SEJJUM UPP
HATIÐAR-
SVIPINN
itæka tfó
Nýr Htur á stofuvegg, eöa skalann, setur nýjan svip á heimiiió
EFNí- Hin viöurkenda VITRETEX plastmálning.
Clært lakk á tréverkió friskar pað upp
og viöarlitaö lakk gef ur því nýjan svip.
EFNt CUPRINOL coodwood polyurethanelakk.
m
*GOODWOOD: Glæsileg nýjung frá Cuprinol ætluð á húsgögn,
gluggapósta, hvers konar annað tréverk og þilplötur. 3 áferðir í glæru:
glansandi, hálfmatt og matt. 6 viðarlitir, sem viðarmynstrið
sést í gegnum. Dósastærð: allt frá 'A lítra.
GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol.
Sérstaklega ætlað á parkett og korkgólf.
S/ippfé/agið Málningarverksmiðja Sími 33433