Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980
sem við erum nú að leggja í, og
óskiljanlegt hvernig það tókst. Af
brúnum liggur leið okkar áfram
niður Kollumúlann, þar sem Víði-
dalsfeðgar beittu fé og urðu að
liggja við í allt að 2—3 vikur á
vetrum, því of langt var að ganga
til fjárins. Við sneiðum múlann,
sem efst er úr blágrýti og móbergi,
og höldum svo niður litfagrar
líparítskriður milli gilja. Spurnir
hafa borist af þvi, að Jökulsá hafi
í Leiðatungum breytt farvegi og
liggi nú alveg uppi við móbergs-
klöpp, Brenniklett, þar sem hægt
var áður að fara fyrir framan með
aðstoð kaðals, sem þar hefði verið
strengdur til hagræðis fyrir ferða-
fólk. Venjulega leiðin því lokuð,
þar sem snarbrött líparítskriða
tekur við upp af móbergshausn-
um. Við paufumst því niður snar-
brattar skriðurnar, sem eru lausar
í sér og skríða undan fæti. En bót
er í máli, að þar eru víða leifar af
birkiskógi og grípa má i hríslurn-
ar til að ná jafnvægi, þegar laust
er undir fæti og jafnvægi í hættu
við að bakpokinn tekur slink.
Þótt betra sé að gæta fóta sinna,
er ekki hægt að hafa augun af
litadýrðinni í skriðunum og af
háum fjöllunum, sem gnæfa með
klettum og tindum í kringum
þennan djúpa dal. I kvöldsólinni
glóir allt í ljósu, rauðu, gulu, gráu
og grænu bergi. Skortir mig orð til
að lýsa slíkri dýrð.
Það liggur við, að hægt sé að
líkja för okkar niður skriðurnar
að eyrum Jökulsár við hrap, því
dalurinn er í aðeins 150—300 m
hæð. Þessi djúpi, lokaði dalur
milli hárra fjalla er mótaður af
jöklum og vatnsaga. Kolmórauð
jökulsáin byltist í dalbotninum og
í hlíðum samfellt birkikjarr.
Leitarkofi Lónsbænda er á góðri
grund, skammt neðan við, þar sem
við komum niður. Ferðafólk víkur
úr húsinu, svo við getum hitað
okkur mat í rólegheitum, áður en
tjaldað er á flötinni. Húsið í Nesi
er lítið og þrifalegt. Þar er eins
gott að hafa skjól, þvi Lónsbænd-
ur nota það í smalamennskum.
Fara stundum inn eftir þegar
komið er fram yfir áramót, því fé
gengur þar langt fram á vetur.
Skammt frá kofanum í Nesi er
göngubrú yfir ána, sem Lóns-
bændur komu sér upp 1953. Fluttu
allt efni til hennar að vetri. En
áður hafði verið kláfur á ánni.
Brúna tók af í vatnavöxtum 1964.
Þeir komu þá bara fyrir annarri
hærri 1967 og er hún þar enn.
Bæði brúin og leitarmannakofinn
eru til mikils gagns og öryggis
fyrir göngufólk, sem nú er farið að
sækja mjög á þenna dýrðarstað í
Lónsöræfum. Hópur á vegum
Ferðafélags íslands var nú þarna
utar í dalnum, undir Ulakambi.
Hafði maður látist í svefni hjá
þeim fyrstu nóttina, en til að ná í
aðstoð björgunarsveitarinnar í
Höfn til að koma líkinu til byggða,
urðu fararstjórinn, Ingvar Teits-
son læknir, og hinn aldni ferða-
garpur, Páll Jónsson, að ganga í 7
tíma og vaða Skyndidalsárkvíslar
í mitti, áður en þeir náðu sam-
bandi við byggðamenn. Má segja,
að ekki hafi það sakað í það sinn,
þótt boðin tækju tíma, enda farar-
stjórinn læknir. En fyrir nokkrum
árum brenndist þarna stúlka og
tók langan tíma að ná í hjálp. Við
Náttúruverndarráðsmenn áttum
því umræður við bændur úr Lóni
og sýslumann í Höfn um nauðsyn
þess að hafa neyðarstöð í leitar-
kofanum og fyrirkomulag á slíku.
Áður hafði þetta komið til tals og
nú mun Náttúruverndarráð,
björgunarmenn og bændur leggj-
ast á eitt um að bæta úr. Lóns-
bændur mundu þá líta eftir og
prófa reglulega talstöðina, sem
yrði í kofa þeirra. Vonandi verður
hún látin í friði og ekki notuð
nema í neyðartilfellum.
Þegar við vöknuðum í tjöldun-
um í Nesi morguninn eftir, heyrist
í næsta tjaldi, að Brynhildur eldri
er að láta systkinabörn sín velja
sér ljóð og les þau upphátt. Meðan
við hin vorum að telja grömmin í
burðarpokum okkar, hefur hún
ekki látið sig muna um að stinga
niður ljóðabók.
Leiðin liggur yfir göngubrúna
góðu, en handan hennar er há,
sleip móbergsklöpp óg nokkuð
örðugt upp að komast, ekki síst nú
í bleytunni. Nú skil ég hvers vegna
Austfirðingarnir okkar, Magnús
og Bragi, hafa borið með sér kaðal.
Þeir hafa hann á milli sín og láta
okkur ganga innan við hann til
öryggis, meðan við paufumst upp
skorninginn. Það veitir öryggis-
tilfinningu. Nú eru fleiri komnir
til aðstoðar. Leiðin liggur inn með
jökulsánni og að Illakambi. Upp
þennan háa, bratta rana verður að
ganga, því miður, Illakamb
komast ekki einu sinni bestu
torfærubílar.
Illikambur! Hvílíkt heiti! Kamb-
urinn sá ber nafn með rentu.
Framan í kambsnefinu liggur
tæpur götuslóði. Maður fetar sig
upp eftir honum úr 150—200 m
hæð yfir sjávarmáli upp á Kjarr-
dalsheiðina, sem hæst er í 720 m
hæð. Þó er sú hækkun ekki tekin
öll í þessum áfanga. Göngufólki
nægir að taka um 200 m hækkun í
næstum lóðréttri brekku. En þótt
vissara sé að hafa hugann við að
sjá fótum sínum — og hjarta —
forráð, þá freistar þetta stórkost-
lega útsýni til að líta í kringum sig
yfir í líparítskriðurnar fögru,
hrikaleg gljúfrin beggja vegna,
fjallasýnina norður af til Kollu-
múlans, sem við komum niður
daginn áður, og niður á Jökulsá á
dalbotninum. Það er því vel þegið
að losna við bakpokann sinn upp
kambinn þann og geta um frjáls-
ara höfuð strokið á göngunni.
Formaður Reykjanesfólkvangs,
sem var á teið upp lausbeislaður,
tekur bakpokann. Árni Reynisson
bendir mér á, að þarna geti ég séð
að alltaf fái maður fyrr eða síðar
umbun erfiðis sins. Ef ég hefði
ekki á sínum tíma lagt svo mikið
amstur, tíma og fyrirhöfn í að ná
saman Reykjanesfólkvangi, hefði
ég vísast nú þurft að paufast með
þungar byrðar upp slíka torfæru.
Þótt ég sé alls ekki sammála
þessari skýringu á riddaraskap
Vilhelms Andersen, er kenningin
uppörvandi. Þykist jafnvel í
sjálfsánægjunni yfir að hafa
sloppið úr þessari öræfagöngu
tiltölulega ósár — aðeins með
blöðru hér og blöðru þar á fótum
— viss um að hafa haft þetta upp
síðustu brekkuna, líka með fyrir-
ferðamikla farangurinn á bakinu,
þótt brekkan sú sé vissulega há.
En það er óþarfi að vera að sýna
meiri hetjuskap en ítrasta nauð-
syn krefur.
Uppi á Kambinum bíða Lóns-
bændur ferðafélagsfólksins með
jeppa og hann Óskar Valdimars-
son, landvörður Friðlandsins í
Lónsöræfum eftir okkur náttúru-
verndarráðsfólki, Eyþóri Einars-
syni, Svandísi konu hans, Árna
Reynissyni og Elínu Pálmadóttur.
Óskar hefur sumarsetu í Þórisdal,
handan vatna og veitir ferðafólki,
sem ætlar inn á friðlandið leið-
beiningar. Stofnað var til Frið-
landsins í Lónsöræfum í janúar
1977, sem nær allt norðan frá
vatnaskilum, vestur í Grendil í
Vatnajökli og að ármótum Jökuls-
ár og Skyndidalsár, og suður fyrir
Illakamb semsagt yfir það svæði,
sem sagt er frá í þessari grein. En
einn tilgangur gönguferðarinnar
var einmitt að skoða með Völundi
Jóhannessyni, formanni Ferðafé-
lags Austurlands möguleikana á
að gera göngufólki og fjallafólki
auðveldara að fara um og njóta
þessa stórkostlega landsvæðis
með því að koma upp gönguskál-
um á hæfilegum stöðum, sem
mætti tryggja sér og losna við að
bera tjöld, og með göngubrúm yfir
erfiðar ár. Um friðlandið gilda
m.a. þær reglur, að umferð
Víða er hrikalegt við austurbrún Vatnajökuls.
Brynhildur Stefánsdóttir ijósmóðir tekur upp tjald sitt með
systkinabornun sinum Brynhildi og Trausta.
11
vélknúinna farartækja er bönnuð
nema á ógronum áreyrum, vegum
og öðrum merktúm slóðum innan
svæðis, en að heimilt er að ganga
um svæðið og fara um með hesta,
þó þannig að ekki sé spillt gróðri,
raskað dýralífi, minjum, mann-
virkjum né öðrum verðmætum og
gengið sé frá sorpi og rusli. En
svæðinu annars stjórnað í sam-
vinnu við landeigendur. Svo segir:
Náttúruverndarráð skal í sam-
vinnu við aðra er í hlut eiga, sjá
um að haldið sé við vegaslóðum,
göngubrún, gömlum götum og
vörðum eftir nánara skipulagi. Á
sama hátt skal tryggð önnur
lágmarksaðstaða fyrir ferðafólk,
svo sem afmörkun tjaldsvæða með
hreinlætisaðstöðu samkvæmt
skipulagi og í samráði við landeig-
endur. Þá skal nátturuverndarráð
tryggja vörslu og eftirlit á svæð-
inu.
Síðan 1966 þegar vegarslóð var
rudd upp Kjarrdalsheiðina, hefur
úrrennsli verið lagfært að vorinu
og henni haldið færri yfir hásum-
arið. Jeppalestin ekur nú niður
Kjarrdalsheiðina. Vegurinn liggur í
bröttum sneiðingum og gljúfrin
beggja megin. En nú er komin
þoka og rigning, sú fyrsta á 5 dága
ferð okkar, svo við verðum af
útsýninu, sem mun vera ákaflega
fagurt suður yfir. En brattinn
leynir sér ekki. Við erum að vísu
réttu megin við Jökulsá í Lóni eða
vestan hennar, en í hana rennur
ofan úr skriðjöklum Vatnajökuls
Skyndidalsá, sem flæmist yfir
eyrar, viðsjál og oft illfær. Þarf
því kunnuga á góðum jeppum eða
torfærubílum til að þræða kvísl-
arnar. Ætti enginn ókunnugur að
leggja í árnar og inn yfir nema
hafa tala af Óskari í Þórisdal og fá
leiðbeiningar, því farvegirnir
breyta sér mjög.
Skyndidalsá liggur á kafla norð-
ur undir Eskifelli og við leggjum
lykkju á leið okkar til að líta á
leyfarnar af býli einu austan í
fellinu, þar sem Jón Markússon og
Valgerður kona hans byggðu á
tíma landleysis í bröttu klifi, milli
jökulsánna og beittu þar fé. Jón
stundaði jafnvel sjó, þótt sjávar-
gatan hans væri 25 km löng og
yfir Jökulsá í Lóni að fara, því
hann réri í Hvalneskróki. Segir
sagan að Jón hafi eitt sinn orðið
svo seinn í róður að skipsfélagar
hans voru rónir, þegar hann kom.
Hafði einhver orð á því að skaði
væri að hann missti róður. Jón
svaraði: Það er nú ekkert skaðinn
hjá skömminni!
í Þórisdal þiggjum við góðar
veitingar hjá Óskari og konu hans
í hjólhýsinu, sem þau búa í meðan
þau gæta friðlandsins á sumrin.
Að því loknu fer Óskar beint til
starfa á hafnarvigtinni í Höfn, en
sem kunnugt er hefur hann ekki
síður lagt fram krafta sína á sjó
en landi. Var lengi með Gissur
hvita. Við höfðum ætlað að tjalda
á tjaldstæðinu i Þórisdal, því þar
er eitt dýrðlegasta tjaldstæði á
landinu. Aðstaða góð og meira að
segja hægt að koma sér fyrir í
afmörkuðum réttum uppi undir
háum klettum, þar sem klettafrú-
in — sú merka friðaða blómaprýði
Austurlands — hangir niður úr
klettaveggjunum. En þar sem við
höfum komist yfir hálendið án
þess að bleyta farangur og tjöld,
þykir okkur óþarfi að vera að því
nú og Óskar ekur okkur niður á
Höfn.
Þó rétt gjóum við augunum á
einn dýrgripinn enn, klettaborg-
ina Dímu, sem er friðað náttúru-
vætti þarna á söndunum, sem hafa
fengið nokkurn frið til að gróa
eftir að varnargarður var gerður
við jökulsána fyrir nokkrum ár-
um. Díma gnæfir upp af sandinum
fagurlega gróin og afgirt með
merktum gönguleiðum. Hana þarf
að skoða í góðu tómi. Raunar er ég
ákveðin í að gera sérstaka ferð í
Þórisdal, sem er rétt við hringveg-
inn, dvelja þar um stund og skoða
þau mörgu undur náttúrunnar,
sem þar er að finna. En það bíður
seinni tíma. — E. Pá.