Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 13

Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 13 Minning um prófessor Delargy Falls er von að fernu tré. Á þessu sumri spurðist að fallinn sé í Dyflinni öldungur írskra þjóðfræða og arfborinn sonur írskrar þjóðmenningar, Séamus Ó Diulearga prófessor, eða próf- essor James H. Delargy eins og hann einnig nefndist upp á enskan máta, til mikils hægðar- auka þeim sem ekki var tungu- tamt hið gelíska nafn hans. Ef svo vill verkast má reyndar leggja í það táknrænan skilning að hann skyldi bera nöfnin tvö, hvort af sinni tungu, þótt ekki sé fátítt með írum, því hann var sagnameistari einn hinn mesti og orðlagður málagarpur og gat brugðist í ýmis líki í orðsins list. Meðal annars kunni hann tals- vert fyrir sér í íslensku, hafði oft verið hér á landi og eignast marga vini. Gerðist hann mikill pg ósérplæginn vinur íslands og íslendinga. Þess munu margir minnast nú með þakklátum huga, þegar sú fregn berst að hann sé allur, eftir langan og annasaman ævidag. Lífsstarf Delargys var helgað þjóðsagnaauði og öðrum þjóð- fræðaarfi írlands, enda var hann lengi forstöðumaður Þjóðfræði- stofnunarinnar þar í landi (The Irish Folklore Commission), átti reyndar sjálfur drjúgan þátt í tilkomu hennar og viðgangi. Sú stofnun er víðfræg um heiminn, og það var Delargy sjálfur einn- ig, víðförull maður og allsstaðar aufúsugestur sakir lærdóms síns, fjörugra gáfna og skemmti- legrar og háttvíslegrar fram- komu í hópi fræðimanna og vina. Ekki er það ætlun mín að skrifa hér nein eftirmæli sem að gagni koma um þennan merkis- mann og góðvin, og ætti hann það þó að vísu margfaldlega skilið af mér. En þegar ég frétti lát hans kom mér í hug að ég hafði, fyrir nokkrum árum, hrip- að niður ofurlitla frásögn eða minningu sem varðaði hann og geymst hafði í hugskoti mínu lengi. Ég dró þetta litla ritverk fram og sleppi því lausu í góðrar minningar skyni og þykist þess fullviss að vorum látna vini hefði áreiðanlega enst umburð- arlyndi og kímnigáfa til að taka mér það heldur vel en illa upp, ef smáskrif þetta hefði birst meðan hann var enn ofar moldu. Mér er sem ég sjái kankvíst blik í auga hans. Shanachie Sumarið 1961 gafst mér kostur á að dveljast nokkra daga á írlandi. í Dyflinni þekkti ég fáa, en þó átti ég þar einn hauk í horni sem um munaði, James H. Delargy prófessor, sem hvað eftir annað hafði komið hingað til lands og mörgum íslending- um var að góðu kunnur. Delargy var lengi forstöðumaður írsku þjóðsagnastofnunarinnar og safnaði til hennar ógrynnum af sögum og kvæðum þjóðar sinnar. Mun það mikla starf lengi halda minningu þessa ágæta vísinda- manns og húmanista á loft. Delargy vildi allt gera mér til geðs og þægðar. Eitt kvöldið tók hann mig með sér til kunningja- fólks síns, og hjá því góða fólki sátum við lengi í góðu yfirlæti og þágum góðgerðir af írskum hætti. Menn voru málhressir í besta lagi og fóru mjög með sögur. Lítt lagði ég til þeirra mála, en hlutur Islands var þó ekki fyrir borð borinn, því þar var Delargy að mæta. Hann tók til að segja sögur frá íslandi, og jafnt og þétt dróst meiri og meiri athygli að honum, eftir því sem hann færðist í aukana. Fór svo að lokum að hann máti heita einn um orðið og var hrókur alls fagnaðar. Ég varð þess fljótlega var að hann krítaði býsna liðugt í þessar íslensku sögur, en það man ég að þá tók fyrst steininn úr þegar hann fór að segja þann hluta Laxdælu sem fjallar um Höskuld og Melkorku og son þeirra Ólaf pá, allt þangað til Ólafur fer til írlands og sannar sig í ætt Mýrkjartans afa síns. Ekki hafði Delargy lengi rakið söguna þegar ég tók eftir því að hann fór að bregða allmjög út af frásögn Laxdælu. Kom mér sem snöggvast í hug að leiðrétta hann, en lét það þó vera sem eins gott var, því að áfram leið sagan og fleiri og stærri urðu frábrigð- in og stílfæringarnar, með til- heyrandi látbragði og tilburðum. Ekki gat ég ráðið af einu orði eða svipbrigði Delargys að hann kenndi hinnar minnstu feimni við að láta mig. íslendinginn, heyra þessa útgáfu af sögunni. Hann hlaut þó að gera ráð fyrir að ég kynni þessa frægu sögu og mundi taka eftir hversu frjáls- lega hann fór með hana, svo ekki sé meira sagt. Eða gat það verið að hann myndi söguna ekki betur en þetta? Ekki var það trúlegt, enda svo sem auðheyrt að það var síður en svo í fyrsta sinn sem hann sagði hana í heyranda hljóði. Ég var á báðum áttum. Annaðhvort var þetta furðulegt minnisleysi minnugs manns á sögu sem hann dáðist að og hafði til skemmtunar fólki, ellegar þá svo lausbeisluð, með- ferð á góðri sögu að einhverjum 11 tlfl * I xr «>. i;ri IV 4 1 I flk. A frikiLsöínunin gekk vel í Stykkishólmi Stykkisholmi, 19. október. AFRÍKUSÖFNUNIN er mikið í svíðsljósinu hér um þessar mund- ir. Grunnskólinn 4. bekkur og 6. bekkur stóðu fyrir fjársöfnun í gær og fyrradag. Hafði 6. bekkur kökusölu í Hólmkjöri hf. og gekk vel salarTfcða allt seldist á rúmum klukkutíma og komu inn um 40 þúsundir. 4. bekkur hafði svo gæti fundist það vafasöm hátt- vísi. En hvort heldur sem var, eða þá eitthvað enn annað, tókst honum hið besta upp og sýnilega féll sagan í góðan jarðveg hjá hinum írsku áheyrendum hans. „Og ló víða frá,“ hugsaði ég í fávísi minni, en hafði þó gaman af og lét allt sem vendilegast kyrrt liggja. Oft hefur þetta atvik komið í huga minn, og ögn meira þykist ég nú vita um ýmis tilbrigði alþýðlegrar sagnaskemmtunar en ég vissi 1961 og þær kröfur sem gerðar eru til sagnamanna hjá hinum og þessum þjóðum. Til dæmis að taka var ég nýlega að lesa fyrirlestur, sem kunningi minn H.M. Heinrichs, prófessor í Berlín, hélt á fimmta alþjóðlega germanistaþinginu í Cambridge 1975 og prentaður er í Jahrbuch Fur Internationale Germanistik (Reihe A, Band 2, 1). Erindi þetta heitir Miindlichkeit und Schriftlichkeit: ein Frobiem der Sagaforschung og er prýðisgóð hugvekja um hlutdeild munn- legrar geymdar annarsvegar og bókmenntalegrar iðju hinsvegar í íslendingasögum, gamalkunn- ugt og síungt umræðuefni (sagn- festa — bókfesta). Meðal annars dregur Heinrichs fram mörg dæmi úr ýmsum menningum um hartnær yfirnáttúrlegt minni manna og hæfileika til að segja sögur og þylja kvæði, sem nema mundu mörghundruð blaðsíðum ef prentuð væru. Þá greinir hann einnig frá mismunandi meðferð efnis af hálfu flytjanda og ólík- um kröfum hlustenda til þeirra. Sumsstaðar er krafan sú að hvergi skuli orði hallað, allt skuli vera hárrétt, annars fær flytjandinn bágt hjá áheyrendum, sem þegar kunna kvæðið eða söguna fyrir. Á hinn bóginn getur krafan verið sú, að sóma síns vegna megi flytjand- inn ekki fara með sögu eða kvæði orðrétt eins og einhver annar hefur gert, heldur beri honum að auka í eða feila niður, gera tilbreytingu og færa í stílinn eftir því sem honum endist orðfimi og andagift til. Við þetta myndast merkileg spenna milli flytjanda og áheyr- enda, því að þrátt fyrir breyt- ingar og skreytingar verða meg- inatriði að haldast eins og allir vita að þau eiga að vera. Þann eiginleika sem flytjandi ræktar með sér í frásögn eða kveðskap af þessu tagi kallar Heinrichs „Kreatives Gedachtn- is“, skapandi minni, og þarf það hugtak varla frekari skýringa við. Fyrirbrigðið hefur verið vel þekkt meðal ýmissa Miðasíu- þjóða og hefur mikið verið rann- sakað þar. En þessi íþrótt hefur verið vel þekkt einnig annars- staðar, og víkur nú sögunni aftur til írlands. írskir sagnaþulir munu hafa sagt ævintýri sín og sögur einmitt á þennan hátt. Ætlast var til þess af þeim að þeir bindu sig ekki við hefð- bundna frásögn frá orði til orðs, heldur var talið eðlilegt og sjálfsagt, ef ekki skylt, að þeir legðu eitthvað til frá sjálfum sér hverju sinni, til tilbreytingar og skemmtunar. írskur sagnaþulur af þessu tagi — og þeir voru margir — nefndist shanachie á gelísku, og má þó vel vera að þetta sé ensk afbökun úr seana- chaidh. mér sýnist það af orða- bókum. Ég þykist nú skilja betur en ég gerði þegar ég þurfti mest á að halda, að sá sem sagði sögu Ólafs þá í stofunni í Dyflinni sumarið 1961 var ekki sá lærði og nútímalegi prófessor Delargy sem ég þekkti, heldur önnur persóna sem einnig bjó i honum og hann sleppti lausri þegar við átti. Þetta var írskur shanachie fyrri tíðar, kannski úr fornöld, sem þarna var ljóslifandi að flytja mál sitt eins og honum var rétt og skylt, ekki þræll sögu sinnar, heldur herra hennar, sem sveigði hana að vilja sínum með fjörugum og frjálslegum tilbrigðum úr skapandi minni sínu. Engu máli skipti að meðal áhorfenda hans var einn sem ekki hafði menningarleg skilyrði til að átta sig þegar i stað á list hans. Hann fór eftir óskráðu lögmáli aldanna, sem var honum í blóð borið og enginn þekkti betur en hann. Kristján Eldjárn. ÁRGERÐ 1981 VERÐUR SÝND í VOLVOSALNUM, SUÐURLANDSBRAUT 16, LAUGARDAGINN 25.10. KL. 14-19, OG SUNNUDAGINN 26.10. KL. 10-19. NYIR LITIR hlutaveltu og naut til þess velvilja bæjarbúa og hjálpar barnanna. Einnig létu börnin sjálf af mörk- um talsverða fjárhæð og nam sú söfnun í allt kr. 270.400 - svo að í allt hafði safnast eftir þessa herferð yfir 300 þúsundir. Var áhugi mikill hjá börnunum og sýndi hversu samtök og góður vilji er sigursæll og drjúgur. NTÝ gós, NÝTT GRILL NÝTT MÆLABORÐ NYIR STUÐARAR NÝVÉL Nýju Volvolitirnir, sem bætast i hóp peirra sem fyrir eru. veröa Ijósbrúnn. grænn metallic og vinrauöur metalhc Auk þess má sérpanta kolsvartan, dókkbláan eöa appelsinugulan lit Alls veröa litirnir 14 talsins Nyjar framljósasamstæöur meö innbyggöum stefnu- Ijósum, stoöuljósum og okuljosum Samstæöan sveigist fyrir horniö, og sést þanmg betur frá hliö Ljósasamstæöan og nýja grilliö móta aöalsvip nýja utlitsins Splunkunytt mælaborö. sem áeftiraövekjaaödauneöa og eftirtekt Piass fyrir fleifi mæla. fyrir smáhluti. fyrir hillu. Hanskahólfiö er meira aö segja breytt Fastamælar eru álesanlegri og fallegri. klukkan er á nýjum og betri staö. - allt til aö auka þægindin Stuöarar hafa breyst Þeir eru ekki eins fyrirferöamiklir og áöur Þeir gefa nú bilnum fallegra utlit um leiö og þeir vernda hann betur frá hliöinni Þyngd og lengd minnka fyrir bragöiö Meö nyju ári bætir Volvo viö tveim nýjum vélum B 21 E Turbo og B 23 A Bilar meö M46 girkassa veröa afgreiddir meö yfirgir til viöbótar viö fjóöra gir Yfir- girinn aftengist sjálfvirkt viö skiptingu niöur i 3 gir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.