Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 18

Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Hermenn í búningum, sem vernda þé gegn úrfalli frá kjarnorkuaprengjum setja eldflaugar á Phantom-þotu. Stórskotaliössveit landhersins aó asfingu. „Landamæri" Atlantshafsbandalagsins breytast ekki vegna átaka við Persaflóa Átökin milli írana og íraka fyrir botni Persaflóa eru neisti viö olíu- lindir Vesturlanda. Hann getur hæglega breyst í miklu alvarlegra ófriöarbál, ekki síst ef Hormuz- sundinu miili írans og Omans yröi lokaö. Þar meö yröu siglingar olíuskipanna til og frá Persaflóa stöövaöar og Vesturlönd neyddust til aö grípa til gagnráöstafana. Hávær pólitísk mótmæli yröu höfö í frammi —_ en hvaö um beitingu hervalds? Á aö rýmka varnarsvæð- iö, sem fellur undir herstjórnir Atlantshafsbandalagsins og fela þeim aö gera sameiginlegar áætl- anir um herför á svæöinu? Á aö breyta „landamærum" Atlantshafs- bandalagsins, þannig aö þau tak- markist ekki viö hvarfbaug krabb- ans á Suöur-Atlantshafi heldur mótist af siglingaleiöum olíuskip- anna? í utanríkisráöuneyti og varnar- málaráöuneyti Breta eru menn þeirrar skoöunar, aö ekki eigi aö breyta „landamærum" Atlantshafs- bandalagsins. í samtölum viö hátt- setta embættismenn þessara ráöu- neyta á dögunum kom fram, aö innan Atlantshafsbandalagsins væru engar pólitískar forsendur fyrir því, aö bandalagiö taki aö sér aö samræma varnaraögeröir á sígl- ingaleiöum olíuskipanna frá Persa- flóa. Hins vegar vísuöu embættis- mennirnir til þess, sem kallaö hefur veriö „verkaskipting“ meöal banda- lagsþjóöanna. í hugtakinu felst, aö þau NATO-ríki, sem eru' nægilega hernaöarlega öflug til aö senda herafla til aögeröa utan banda- lagssvæöisir.s, verði aö vera undir þaö búin og önnur bandalagsríki samhliöa því tilbúin til aö taka aö sér að fylla þaö skarö, sem kann aö skapast vegna hinna brottkvöddu herja á raunverulegu varnarsvæöi NATO. Ýmsir þættir slíkrar „verkaskiptingar" hafa þegar veriö æfðir og ráðstafanir geröar til aö hrinda henni íframkvæmd, svo sem meö því aö vestur-þýski flotinn taki aö sér varnir á svæöinu milli íslands og Bretlandseyja, en hann er nú nær einvöröungu bundinn viö varnir Eystrasalts og dönsku sundanna. Aöeins þrjú NATO-ríki geta meö góöu móti beitt herafla sínum utan bandalagssvæöisins eins og málum er nú háttaö: Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Raunar eru Banda- ríkjamenn einir meö áform um aö senda meiriháttar liösafla til Persa- Yfir 50 milljaröar kr. á ári og 1100 menn vildu íslendingar standa sig á viö Breta Francis Pym varnarmálaráöherra Breta. flóa, ef nauðsyn krefst. Frakkar halda stööugt úti herafla á Kyrra- hafi og Indlandshafi, en þeir eru ekki aöilar aö sameiginlegu varn- arkerfi NATO. Bretar ákváöu fyrir um þaö bil áratug aö flytja til Evrópu hersveitir sínar fyrir austan Súez, eins og þaö var oröaö. Þeir geta ekki sent meiriháttar liösafla til hernaöarátaka utan Evrópu. Bretar fylgja engu síöur stefnu, sem miöar aö því, aö þeir geti látiö til sín taka meö herafla utan NATO-svæðisins. Til dæmis hefur tveimur breskum herskipum nú verið skipaö aö vera stööugt í nágrenni Persaflóa og fleiri eru einmitt þessa dagana aö sameiginlegum æfingum með Bandaríkjamönnum á Indlandshafi. Bretar sendu á síöasta vetri herliö til Zimbabwe til aö halda þar aftur af mönnum fyrir sjálfstæöistökuna og fyrir nokkrum vikum voru bresk- ir hermenn sendir til New Hebri- des-eyja undan ströndum Ástralíu til aö skakka leikinn meöal inn- fæddra og gæta lífs og lima breskra þegna þar. Þá hafa Bretar sent herforingja til annarra landa í því skyni aö þjálfa þar hermenn og er til dæmis 130 manna sveit frá breska hernum í Oman um þessar mundir í því skyni. Þótt breski herinn hafi veriö fluttur vestur fyrir Súez eru sveitir úr honum þó enn í krúnunýlendunni Hong Kong og smáríkinu Brunei á Borneo-eyju, en þaöan munu Bret- ar hverfa 1983 §amkvæmt sam- komulagi viö stjórnvöld. Utan NATO-svæðisins viö Miðjaröarhsf eru Bretar með herafla á Kýpur og Gíbraltar. í Miö-Ameríkuríkinu Bel- Freigátur fá eldsneyti á hafi úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.