Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980
19
Sigurður Þórðarson:
Er nokkur vilji fyrir hendi
að nýta betur f jármuni í
sjúkrahúsþjónustu hér á landi?
ize (Bresku Honduras) er fámennur
breskur herafli og einnig á Falk-
iands-eyjum við suöurodda Suöur-
Ameríku.
★
Ríkisstjórn Margaretar Thatchers
hefur fastmótaöa stefnu í varnar-
málum eins og á flestum öörum
sviöum. Francis Pym, varnarmála-
ráöherra Breta, sagöi, aö ríkis-
stjórnin legöi ríka áherslu á öflugar
varnir Atlantshafsbandalagsins og
mundi gera sitt ýtrasta til aö standa
viö þær skuldbindingar aö auka
fjárframlög sín til varnarmála um
3% umfram veröbólgu.
íhaldsflokkurinn boðaöi aukin út-
gjöld til varnarmála í kosningabar-
áttunni, sem leiddi hann til valda.
Ríkisstjórnin hefur síöan skorið
niður öll opinber útgjöld nema til
hermála. Á síöasta fjárlagaári juk-
ust þau um ?V£% aö raunviröi og
stefnt er aö meiri hækkun nú, þegar
önnur opinber útgjöld eru skorin
niöur um 4000 milljónir punda.
Francis Pym sagöi, aö aukin hern-
aðarumsvif Sovétríkjanna neyddu
NATO-ríkin til aö efla varnarmátt
sinn, um leiö og leitað væri raun-
hæfra leiöa til afvopnunar.
Vegna landfræöilegrar legu sinn-
ar er Bretland eitt mikilvægasta
landiö í öllu varnarsamstarfi Atl-
antshafsbandaiagsins.sem miöar
aö því aö halda óvininum í skefjum
meö öflugum viðbúnaöi og bregö-
ast viö meö liösauka frá Norður-
Ameríku, ef til árásar kæmi. Á
Bretlandseyjum tengjast varnar-
svæði allra þriggja meginherstjórna
NATO. Bretland er framvarnarstöð
Atlantshafsherstjórnarinnar, sem
hefur aösetur í Norfolk í Bandaríkj-
unum; bakhjarl Evrópuherstjórnar-
innar í Mons í Belgíu og aösetur
Ermasundsherstjórnarinnar í
Northwood viö London. Liösstyrk-
ur, sem fluttur yröi til Vestur-
Evrópu frá Noröur-Ameríku á
hættutímum, myndi aö verulegu
leyti fara um Bretland; Bretar halda
úti öflugum her í Vestur-Þýskalandi;
um 40% af flugherstyrk Evrópuher-
stjórnarinnar kæmi frá flugvöllum á
Bretlandi; Bretar leggja bandalag-
inu til kjarnorkuherafla bæöi meö
flugvélum og kafbátum og í landi
þeirra veröur komiö fyrir kjarnorku-
eldflaugum í nýju varnarkerfi
Vestur-Evrópu.
★
Aö ýmsu leyti má bera saman
hernaöarlegt mikilvægi íslands og
Bretlands meö hliðsjón af land-
fræöilegri legu, þegar litiö er til
sívaxandi umsvifa sovéska flotans á
Atlantshafi. ísland kemur tii áiita,
þegar gripiö er til gagnráöstafana
gegn kafbátaflota Sovétmanna,
hugað aö vörnum siglingaleiöanna
yfir Noröur-Atlantshaf og haldiö úti
orrustuflugvélum gegn feröum sov-
éskra flugvéla á ieiö suöur Atlants-
haf. Milli varnarliösins á Keflavíkur-
flugvelli og breska hersins er náin
samvinna á þessum sviðum, eins
og nánar veröur vikiö aö í síöari
grein. Hins vegar er sá mikli munur
á mikilvægi íslands og Bretlands,
aö vegna f jarlægöar dettur engum í
hug aö koma fyrir á íslandi flug-
sveitum eöa öörum liösafla, sem á
stríöstímum yröi beitt í Miö-Evrópu.
Einmitt vegna þessa munar eru á
Bretlandseyjum orrustuflugvélar,
sem bera kjarnorkuvopn en ekki á
íslandi og Bretar leggja mikla
áherslu á aö efla landher sinn og
hafa hann þannig búinn, aö meö
skjótum hætti megi flytja tugi þús-
unda hermanna og mikiö magn
þungavopna til Vestur-Þýskalands.
Bretar afnámu herskyldu fyrir 20
árum. í atvinnuher þeirra eru alls
um 330 þúsund manns, þar af eru
16 þúsund konur. í landhernum eru
167 þúsund manns, í sjóhernum 72
þúsund og í flughernum 89 þúsund.
Á 12 mánaöa tímabili fram til mars
1980 voru 50.652 nýliöar skráöir í
breska herinn, sem er mesti fjöldi í
17 ár, ef frá er taliö áriö 1971/72. í
landhernum starfa menn aö meðal-
tali í 7 ár og jafnlangan tíma í
flotanum en 14 ár í flughernum,
(þjálfun eins orrustuflugmanns
kostar eina og hálfa milljón punda).
Flestir nýliöar koma úr aldurshópn-
um I6-I9 ára og hlutfall manna á
þeim aldri, sem í herinn gengu á
síöasta ári, var 10%. Sé litiö til
íslands myndi sambærilegur fjöldi
karlmanna á aldrinum 15-19 ára
vera um 1100. Bretar verja nú um
sem svarar til 5% þjóöarframleiöslu
sinnar til hermála, sem er ofan viö
meöaltal annarra Vestur-Evrópu-
ríkja, sem nemur um 3.6% af
þjóðarframleiöslunni. Sé þetta hlut-
fall yfirfært yfir á ísland og miöaö
víö meðaltalið í Evrópu utan Bret-
lands, ættum viö aö greiöa um 50
milljaröi króna til hermála, til sam-
anburöar má geta þess, aö sam-
kvæmt nýframlögöu fjárlagafrum-
varpi fyrir áriö 1981 er þá ráögert
aö verja 35 milljöröum króna til
vegamála.
Bretar treysta á atvinnuherinn á
friöartímum, en kæmi til átaka yröi
liösauki kaliaöur út. Um I30 þúsund
fyrrverandi atvinnuhermenn kæmu
þá til sögunnar og samkvæmt
nýjum reglum hafa þeir allan búnaö
til hernaöar nema vopn á heimilum
sínum og styttir þaö viöbragöstím-
ann um helming. Þá myndar svo-
nefndur „Territorial Army“ einnig
varaliössveitir. Þetta er 70 þúsund
manna landher sjálfboöaliöa, sem
hafa áhuga á hermennsku og
stunda hana í tómstundum um
helgar eöa á frídögum. Skipulagöar
heræfingar eru stundaðar 27 daga
á hverju ári. Þessi liösafli var
kallaöur út í nýlegum NATO-
æfingum „Crusader 80“ og voru
nokkrir tugir þúsunda hermanna úr
honum fluttir yfir til Vestur-Þýska-
lands á 48 klukkustundum frá
útkalli.
★
Á stuttri ferö okkar blaöamanna
frá sex evrópskum NATO-löndum
til allra greina breska hersins gafst
okkur tækifæri til aö kynnast bæöi
starfinu í höfuðstöövunum og einn-
ig hjá einstökum herdeildum. Al-
mennt má segja, aö okkur hafi
veriö augljós eldmóöur foringjanna
af sköruglegri framkomu (jeirra.
Þeir voru fullvissir um hæfni manna
sinna til aö gegna því hlutverki, sem
þeir höföu tekið aö sér, og létu
mjög vel af þeirri reynslu, sem
fékkst í nýlegum NATO-heræfing-
um, en þær voru hinar víötækustu
um langt árabil. Ljóst er, aö tækja-
kostur heraflans er aö ýmsu leyti
kominn til ára sinna miöað viö
fullkomnustu og nýjustu vígvélar,
enda er unnið aö endurnýjun hans
bæöi í lofti, á láöi og í legi.
Sé litiö á hlutverk breska hersins
má, í stórum dráttum, skipta því í
fernt:
1) Miö-Evrópa. Bretar hafa
skuldbundiö sig til aö verja 65 km
langan hluta landamæra Austur- og
Vestur-Þýskalands. Til þess hafa
þeir aö jafnaöi 55 þúsund hermenn
undir vopnum í Vestur-Þýskalandi á
friöartímum. Hafa þeir 600 Chief-
tain skriödreka til umráöa og meira
en 2000 önnur brynvarin og vopnuð
farartæki. Á næstu árum munu
skriödrekar af svonefndri Chal-
lenger-gerö veröa teknir þar í
notkun. Þá eru sveitir úr breska
flughernum einnig í Vestur-Þýska-
landi og geta orrustuvélarnar bæöi
flutt venjuleg vopn og kjarnorku-
vopn. Flugherinn mun á næstu
árum endurnýja tækjakost sinn
með orrustuvélum af Tornado-
gerö, en þær eru samsmíöi nokk-
urra Evrópulanda.
2) Austur-Atlantshaf. Meginhluti
breska flotans er á þessu svæöi og
hefur þaö hlutverk aö verja sigl-
ingaleiöir bresku og bandarísku
kjarnorkukafbátanna, sem hafa
höfuöbækistöövar sínar á vestur-
strönd Skotlands. Þá á breski
flotinn einnig aö halda sovéska
flotanum frá Austur-Atlantshafi og
Ermasundi, veita sóknarflota At-
lantshafsbandalagsins aöstoö og
verja siglingaleiöir yfir Noröur-
Atlantshaf í samvinnu viö aöra. Á
næstu árum koma flugvélamóö-
urskip til sögunnar í breska flotan-
um af svonefndri Invincible-gerö.
Um borö í þeim veröa Sea Harrier-
orrustuþotur, sem hefja sig lóörétt
til lofts og lenda.
3) Bresku eyjarnar. Allar þrjár
greinar hersins hafa skyldum aö
gegna til varnar Bretlandseyjum.
4) Kjarnorkuheraflinn. Um hann
veröur fjallaö / næstu grein.
Björn Bjarnason
Morgunblaðið birti laugardaginn
18. október sl. erindi það, sem Ólafur
Örn Arnarson yfirlæknir á Landa-
kotsspítala flutti á heilbrigðisþingi
daginn áður. Fram kemur hjá yfir-
lækninum að fjármögnun sjúkra-
húsa, hvort heldur er eftir svonefndu
daggjaldakerfi eða föstum fjárlög-
um, hafi sáralítil eða engin áhrif á
rekstrarkostnað og nýtingu sjúkra-
stofnana.
Þá dregur yfirlæknirinn fram
upplýsingar, sem sanna eiga að þær
upplýsingar, sem ég hef lagt fram
um hlutfallsbreytingu á kostnaði og
nýtingu aðstöðu á Landspítala séu
rangar og þar með ekki marktækar.
Er því á þessum vettvangi nauðsyn-
legt, að hér komi fram athugasemdir
við erindi yfirlæknisins.
Ég er sammála yfirlækninum um
mikilvægi þess, þegar gerður er
samanburður, að forsendur séu þær
sömu, bæði er varðar tíma og
umfang. Það er rétt hjá yfirlæknin-
um að helstu breytingar, er varða
legudagafjölda Landspitala milli ár-
anna 1977 og 1979, tengjast Öldrun-
ardeildinni í Hátúni. Jafnframt að
þær breytingar hafa áhrif á hversu
hátt heildardaggjald Landspítala er.
I minni umræðu um þessi mál hef ég
ekki sagt eitt orð um það, hversu
hátt daggjaldið eigi að vera hjá þeim
þremur sjúkrahúsum, sem saman-
burður nær til, miðað við þá þjón-
ustu, sem þau veita. Það sem ég hef
fyrst og fremst lagt áherzlu á, er að
greina frá hvaða hlutfallsbreytingar
á kostnaði og nýtingu virðast hafa
orðið á Landspítala, eftir að fjár-
mögnunarkerfinu var breytt á árinu
1977 og samfara því bætt stjórnun.
Ekkert hefur ennþá komið fram,
sem breytir þeim megin niðurstöð-
um, sem greint hefur verið frá, en
þær eru:
Að hlutfallsleg kostnaðarhækk-
un er minni á Landspítala milli
áranna 1977—1979, en hinna sjúkra-
húsanna.
Að fjölgun sjúklinga. sem notið
hefur þjónustu Landspítalans, er
hlutfallslega helmingi meiri en á
hinum sjúkrahúsunum.
Ég vil leggja áherslu á, að menn
reyni að láta umræður um þessi mál
ekki falla í karp um aukaatriði og
hvort þau dæmi, sem sýnd eru hafi
minniháttar frávik. Þess í stað reyni
menn að sjá megindrætti þeirra
upplýsinga, sem fram eru settar og
draga af þeim ályktanir án þess að
láta eigin aðstöðu ráða of miklu um
afstöðu og túlkun.
Til þess að halda umræðunni um
megin atriði, er rétt að taka tillit til
þeirra athugasemda yfirlæknisins,
sem réttar mega teljast. Þá er
athugandi, hvort þessi atriði hrekja
þá megin niðurstöðu, sem ég hef sett
fram og yfirlæknirinn telur bæði
ranga og ómarktæka.
Kostnaðarbreyting:
Heildarkostnaður við Landspítala
á árinu 1977, var 7,450 milljónir
króna á verðlagi ársins 1979. Þar af
eru 350 milljónir króna vegna Há-
túnsdeildar. Legudagafjöldi á því ári
var í heild um 129 þúsund, þar af 18
þúsund vegna Hátúnsdeilar. Legu-
dagakostnaður er því á Landspítala
um 64,0 þúsund krónur á verðlagi
ársins 1979. Yfirlæknirinn reiknar
hinsvegar með daggjaldinu 59,4 þús-
und krónur á Landspítala án Há-
túnsdeildar, sem þýðir að heildar-
kostnaður hafi verið um 500 milljón-
um króna lægri en niðurstaða árs-
reiknings. Á þessari skekkju byggir
yfirlæknirinn sinn málflutning.
Eins og fram kemur í meðfylgj-
andi töflu (tafla 1), hækkar legu-
dagskostnaður á Landspítala að
raungildi um 5,400 krónur eða um
8,4% milli áranna 1977 og 1979. Á
sama tíma hækkar legudagakostn-
aður á Borgarspítala um 8,300 krón-
ur eða um 14% og á Landa-
kotsspítala um 10.900 krónur eða um
24,8%. Ef kostnaðarhækkanir ann-
arsvegar Borgarspítala og hinsvegar
Landakotsspítala eru yfirfærðar á
rekstur Landspítalans, kemur í ljós
að kostnaður spítalans á árinu 1979
hefði orðið um 315 milljónum króna
hærri miðað við daggjald Borgar-
spítala og um 600 milljónum króna
miðað við daggjald Landakotssítala
samkvæmt töflu 2.
Á tímabilinu 1977—1979 fjölgar
sjúklingum á Landspítala án Há-
túnsdeiídar um 774 eða 9,4%, göngu-
deildarþjónusta eykst um 21% rann-
sóknir 32% og skurðaðgerðir um
16%. Allur viðbótarkostnaður af
þessari auknu starfsemi kemur fram
Sigurður Þórðarson
í legudagakostnaði. Þá fækkar legu-
dögum um 1,600 milli þessara ára.
Af þessu má sjá, þó að Hátúns-
deildin sé tekin út úr rekstri Land-
spítala breytir það engu, um þá
megin niðurstöðu að á Landspítala
hefur orðið minni kostnaðarhækkun,
en á hinum sjúkrahúsunum.
Legutími
Yfirlæknirinn kemst af þeirri
niðurstöðu, að fjármögnunin hafi
engin áhrif á legutíma sjúklinga og
segir, að sú stytting legutíma, sem
orðið hefur á Landspítala sé vegna
þess að Landspitalinn hafi komið
ellisjúklingum fyrir á Hátúnsdeild-
inni. Þannig hafa sjúkrarúm ekki
verið upptekin á Landspítala vegna
þessara sjúklinga. Hér er um mót-
sögn að ræða í málflutningi yfir-
læknis, þar sem hann hefur áður
gagnrýnt þá málsmeðferð að telja
Hátúnsdeild með í útreikningi á
Legudagafjöldi 1979 (í þús.)
Kostnaðarh. vegna aukins legu-
dagakostn. árið 1979 (í m.kr.)
Hlutfall legudaga milli stofnana
(Landsp. = 100)
Kostnaðarh. miðað við legu-
dagafj. Landsp. 1979 (í m.kr.)
Aukning kostn. umfram Landsp.
miðað við rekstrarumhverfi hans.
kostnaði. Að sjálfsögðu er nauðsyn-
legt að samræmi sé í málsmeðferð,
hvort heldur er fjallað um kostnað
eða legutíma sjúklinga. Samkvæmt
athugun, sem gerð hefur verið um
innlagnir á Hátúnsdeildina frá árinu
1977 til ágúst 1980, kemur í ljós að af
Landspítala hafa aðeins verið lagðir
inn 27 sjúklingar á Hátúnsdeildina.
sem er lítið brot af sjúklingafjölda
Landspítalans á þessu tímabili, en
sjúklingafjöldinn er um 20 þúsund á
sama tíma. Tæpast verður því álykt-
að að þetta atriði skýri breytingu á
legutima sjúklinga á Landspítalan-
um. Hvort, sem menn vilja viður-
kenna eða ekki, þá er ljóst, þegar
fjöldi legudaga er ekki lengur
ákvarðandi um fjárstreymi til spít-
alans, hefur átt sér stað sú breyting,
að sjúklingar eru t.d. ekki látnir
liggja á sjúkrahusinu um helgar
aðeins til að ná upp fjölda legudaga.
Á meðfylgjandi töflu (tafla 3) má
sjá þær breytingar, sem hafa orðið á
fjölda sjúklinga á sjúkrahúsunum
þremur. Fram kemur að fjölgunin er
hlutfallslega helmingi meiri á Land-
spítalanum en hinum sjúkrahúsun-
um, þegar tekið hefur verið tillit til
breytinga á legudagaframboði.
Viðurkenning staðreynda
í þessum umræðum hefur aðeins
verið fjallað um áhrif breyttrar
fjármögnunar á rekstur Landspítal-
ans, en ekki hefur verið greint frá
áhrifum breytingana á starfsemi
annarra sjúkrastofnana ríkisspítal-
anna svo sem Kleppsspítala,
Kvennadeild Landspítala, Kópavogs-
hælis og Vífilsstaðaspítala. Á þess-
um stofnunum hafa ekki síður orðið
umtalsverðar breytingar sem hníga í
sömu átt og átt hefur sér stað á
Landspítalanum. Ljóst er ennfrem-
ur, að fjölmargt má enn lagfæra í
rekstri ríkisspítalanna, og að því er
nú unnið. Fjölmargt á því eftir að
koma fram, sem styður gildi þeirrar
breytingar, sem gerð var á árinu
1977.
Af minni hálfu verður ekki meira
ritað um þessi mál á opinberum
vettvangi nú um sinn. Fallist menn
ekki á staðreyndir þessara mála og
viðurkenna þann árangur, sem
breytingin á fjármögnun hefur vald-
ið á ríkisspítölum verður það svo að
vera. Allar tafir, á því, að tekið verði
upp breytt og bætt stjórnunar- og
fjármögnunarkerfi fyrir önnur
sjúkrahús í landinu ber að harma.
Tafla 1:
Samanburður á kostnaði á legudag á Landspítala, Borgarspítala og
Landakotsspítala.
Kostn. á legudag. Breyting
í þús. kr. á verðlagi ársins 1979 1977 1979 Upphæð %
Landspítali (án Hátúns) 64.0 69.4 5.4 8.4
Borgarspítali 59.4 67.7 8.3 14.0
Landakotsspítali 44.0 54.9 10.9 24.8
Tafla 2:
Kostnaðarhækkanir Borgarspítala og Landakotsspítala í hlutfalii við
Landspítala.
Landspítali Borgar- Landakots-
án Hátúns spítali spítali
78
109
590
100,0
590
650
71,5
905
315
62
675
57,0
1.190
600
Tafla 3:
Breyting á fjölda sjúklinga og legudaga á Landspítala, Borgarspítala
og Landakotsspítala.
Fjöldi sjúkl. Fjölgun Br. á legud.-
1977 1979 sjúkl. % fjölda %
Landsp. (án Hátúns) 7.899 8.673 774 9.8 +1.5
Borgarspítali 5.790 6.498 708 12.2” 6.6”
Landakotsspítali 4.580 4.744 164 3.6 +1.4
11 Aukning verður á legudagaframboði er svarar til um 400 sjúklingum,
án aukningar legudagaframboðs er fjölgun sjúklinga 5.2%