Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 35

Morgunblaðið - 25.10.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 35 Þjóðkunnir þingskrifarar III: „Þetta var gott kom- paní allt saman“ Tökum nú til þar sem frá var horfið í þáttum um þjóðkunna þingskrifara. í upphafi þeirra var sagt frá launakröfu skrifaranna er borin var fram af hógværð og kurteisi, svo sem hæfði tíðaranda og árferði. Við geymum andsvör þingforseta og niðurstöðu til seinni tíma, en fjöllum áfram um feril og frægðarorð ávarpsmanna. í upphafi var getið oddvita þeirra, Gústavs A. Jónassonar og greint frá ljóði hans og gamansemi í revýum. Síðan rakinn ferill Einars Sæmundsen skógarvarðar og stiklað á stóru um störf hans. Nú verður vikið að þeim er næstir eru í flokki þingskrifara. Þá rita þar jafnsnemma, hvor eftir annan, þeir Ingimar Jónsson og Sveinn Víkingur. Nöfn þeirra tengjast með ótvíræðum hætti, ekki aðeins Hann setti þessar reglur. Svo stoppar hann allt í einu og segir: Ef það eru nú ekki 12 skref heim að túngarðinum á Gjábakka þá er ég villtur. Svöna var kallinn. Það var talið og reyndist rétt. Freysteinn og Heine Við Freysteinn Gunnarsson vor- um skólafélagar og bjuggum í sama húsi. Það var í súðarher- bergi uppi á fjórðu hæð á Amt- mannsstíg 4. Það bjuggu þarna fleiri á háaloftinu. Mangi í Storm- inum (Magnús Magnússon rit- stjóri, einnig þingskrifari), hann bjó þar í mörg ár. Háaloftið hjá Steingrími .. .það var eiginlega alltaf fyrir stúdenta. Þarna var gestagangur. Ekki kærðum við okkur um nein læti og vín vildum við alls ekki, hvorugur okkar Freysteins. Það háttaði þannig til að það þurfti að fara út á salerni. 55 Þetta var gott á undirskriftarskjali því sem um er rætt, heldur einnig og ekki síður í atburðum er verða á því Herrans ári 1922. Píslarþankar þeir er kveðnir voru um fólkorustu þá er frægust varð í Suðurgötu árið 1921 urðu þeim félögum ágreiningsefni og öðrum þeirra örlagavefur. Ingimar Jónsson fyrrum skóla- stjóri er annar tveggja þingskrif- ara ársins 1922, þeirra er enn lifa. Þjóðkunnur maður í störfum fé- lags- og skólamála. Ferill Ingimars í námi og starfi er dæmigerður um þrek og kjark íslensks bóndasonar er brýst til mennta af miklum vilja, en litlum efnum veraldarauðs. Sex ára gam- all situr hann við sjúkrabeð föður síns og les honum til hughreyst- ingar kafla úr Nýja testamentinu. Fór þar saman um árangur, greind og góður vilji efnispilts, áhrif trúaðrar móður og skýr leturgerð biblíuútgáfunnar 1886. Nú situr Ingimar í hárri elli blindur og bókarlaus, en léttur í máli og ávarpsgóður sem fyrr. Miðvikudaginn í seinustu viku sumars rennum við í hlað að Hrafnistu. Síðdegissólin sindrar á sundum og haustköld hafrænan gárar gömul naust. Ellimóðir öld- ungar stjákla um sali og bera sig eftir kvöldverði er starfsstúlkur skammta þeim. Ingimar fagnar komumönnum og leysir ljúflega úr spurningum um löngu liðna daga og kynni fornra félaga, ætt og uppvöxt. Það voru margir skrítnir menn í mínum ættum upp með hlíðun- um.Einn þeirra, Narfi, taldi spor- in frá Laugarvatni og alla leið út að Gjábakka. í svarta hríð. Það mátti enginn ganga nær honum en svo, að hann bara næði til hans en ekki taka í hann og ekki ávarpa . hann. Alla leið var svarta hríð. Ingimar Jónsson skyndiför Þorleifs freskómynd at- vinnusögu nýrrar aldar. Þarf nokkurn að undra þótt þeir Ingimar og Þórbergur leiddu hug- ann að dýpri rökum tilverunnar, þrældómi vinnandi stétta og frelsi andans undan oki. Saman liggur leið þeirra við ástundan aust- rænna fræða og guðspeki. Þeir vinna saman að þýðingu Yoga- fræða og fá til þess leyfi höfundar er nýlega hafði ritað bók um þau efni. Þar leita þeir sér hug- svölunar er þeir hverfa frá grotta- geimum á síldarplani Holdös í Krossanesi. Andinn svífur frá eimyrju og gúanói til sálubóta og uppreisnar á hærra plani tilver- unnar. Yoga — Ok Ingimar segir í viðali: Þetta var kafli í þekkingarleit okkar. Margt af því notaði ég mér, því ég kannaðist svo vel við orðatiltæki úr þessu sem fylgdu þessum kenn- ingum öllum Sumt af því er tengt íslenskunni, einsog t.d. Yoga, en það er skylt ok í íslensku. Karma eru örlögin. í formáia að útgáfu sinni segja þeir félagar: „Yoga opnar oss leið að heimsskoðun sem heita má óþekkt almenningi hér á landi." í bók höfundarins segir: „Menn fá ekki frelsi með því að hætta að starfa, heldur með því að vera frjálsir í starfinu." Þótt þeir félagar Ingimar og Þórbergur starfi um skeið í Guð- spekifélaginu hneigist hugur kompaní allt saman 66 Það var útikamar. Við Freysteinn komumst að samkomulagi. Meðan ég fór á útikamarinn þá sat hann uppi og átti að þýða Heine og vera búinn að því er ég kæmi að utan. Þá átti ég einnig að hafa lokið minni þýðingu á sama ljóði. Þetta er gamankvæði hjá Heine: Mensch verspotten nicht den Teufel Þýðing Ingimars: llæddu ei (jandann (áráðlinxur. (erð er stutt i graíarreit. (Ielviti er hinum meKÍn hra'ðileKra en nokkur veit. Greiddu maður Kamlar skuldir. Káðu að. lonK er ævin þin. l»ú munt verða að lita á iánum. likt ok áður. kindin min. Þýðing Freysteins var þannig: GerAu ei maAur Ky« að djöfsa. KáÖu aö. stutt er æfin þín. FordæminK um eilífd alla er þó meira en bara xrin. l-attu skuldir Ijúkast þínar. langt er ennþá Krafar til. Þú munt verða að lifa á lánum lákt <»k Kerðist hinKað til. í tíma hjá Ágústi H. Við Arni Sigurðsson síðar frí- kirkjuprestur vorum félagar í guð- fræðideild Háskólans. Agúst H. Bjarnason kenndi okkur heim- speki 1916—17. Hann var góður kennari kallinn, segir Ingimar. Fór vel í þetta allt saman. Hafði bók er hann hafði sjálfur skrifað og við áttum að lesa. Það var vottur af andlegri „gymnastik". Hann var þar að útskýra hvernig sannanir gætu myndast eða verið búnar til, ef á þyrfti að halda. Þá hripaði ég á blað þessa vísu og rétti að Árna vini mínum og félaga: Átti hún að sýna að við skildum niðurstöður kennarans: Þú munt einatt Árni minn. unað holdsins kanna. við að skjóta út ok inn orsök barneÍKnanna. Grottaheimar og guðspeki Ingimar Jónsson verður minnis- stæður hverjum þeim er hafði af honum kynni. Ógleymanlegar eru örstuttar lýsingar tveggja orðsins meistara, Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness. Báðir minn- ast hans er hann gekk að erfiðis- vinnu og átaka á námsárum. Litaspjöld þeirra lifa í minni. Lýsing Þórbergs er frá ævin- týraför hans um Norðurland árið 1912. Með fáum einföldum en áhrifamiklum dráttum málar höf- undurinn stóra stökkið í atvinnu- háttum íslands. Kynslóð Ingimars og Þórbergs og vinar þeirra Stef- áns frá Hvítadal segir skilið við blómabrekkur, valllendisbakka, ýlustrá og eyktamörk bæjarfjalls- ins og leitar athvarfs og afkomu- úrræða í hljómkviðu vélaskrölts, eimpípublásturs stórútgerðar, þar sem gúanóið gnæfir ofar ilmreyr og eyrarrós. En jafnvel hér, á hjara heims, í grútarpest á botni grottageima blundar óskin um „að hefjast til hærri tignar." Vist Ingimars er í svartholi ketilsins hjá Holdö, „þar sem andiitið verður eins og á krímóttum djöfli í miðaldaleikriti og grútarpestin varð samgróin sjálfum líkama hreinsaranna, að þegar þeir komu margþvegnir, prúðbúnir og balsameraðir inn á hótelin á sunnudögum, stappaði nærri að hótelgestir flýðu með andköfum á dyr, einnig þeir, sem gleymt höfðu ömurleik þessa heims yfir krúsunum." Ingimar Jónsson biðst engrar miskunnar er hann aflar sér fjár til frekara náms. En eigi var það allra að feta í fótspor hans um harðræði og þrældómsok. Þórbergur segir um félága sinn Þórleif Gunnarsson: „Brá Þorleifi svo við, er hann sá ásýnd Ingimars birtast í ketilgat- inu, að hann skundaði á fund verkstjórans, sagði honum upp vinnusamningnum og hramsaði saman pjönkur sínar og hélt inn á Akureyri." Þögla myndin á bls. 111 í Islenskum aðli er ein stórfengleg- asta skýrsla um tilkomu nýrra atvinnuhátta. Ásýnd Ingimars í ketilgatinu og þeirra æ meir að hreyfingu al- múga er knýr á um félagslegar breytingar: Þórbergur segir í Bréfi til Láru: „Guðspekifélagsskap- urinn er orðinn smáborgaralegt klíkuverk líkt og aðrar andlegar stefnur, krítiklaust og andlaust. Félagsmenn dekra við sínar eigin tilfinningar og hræsna fyrir sjálf- um sér og öðrum. Þeir nudda sér upp við svokallaða heldri menn og hefðarfrúr, sem eru í félaginu, en aumingjarnir, sem leitað hafa skjóls undir náðarvæng klikunnar, — þeir eru lítilsvirtir og fyrirlitn- ir þar eins og annarsstaðar. Trúin á nöfn og titla er orðin að blindri hjáguðadýrkun. Allt sem einhver meistari eða lærisveinsnefna á að hafa sagt, telja menn góð og gild vísindi, jafnvel þótt þeir fái með engu móti sarruýmt það þekkingu sinni og skynsamlegu viti.“ Ekki verður vikist undan að nefna Rauðhausafélag þeirra fé- laga. I því voru að sögn Þórbergs auk hans, Ingimar, Hallbjörn Halldórsson og Ólafur Friðriks- son. Heitið mun dregið af háralit sumra félagsmanna. Ingimar kveður álit manna á þeim háralit hafa verið annað þá en nú. Hér nemum við staðar að sinni. Enn er margt ósagt af ævintýrum þeirra félaga, Ingimars og vina hans og samstarfsmanna. Að for- fallalausu verður framhald um næstu helgi. Pétur Pétursson þulur. Þetta geröist 25. október Kosygin fær árnaðaróskir 1971 — Kínverska alþýðulýðveldið fær aðild að SÞ og Taiwan rekið. 1%6 — Subandrio, fv. utanríkisráð- herra Indónesiu, dæmdur til dauða. 1%2 — Kúbudeilan nálgast hápunkt með birtingu skýrslu um öra hernað- aruppbyggingu Rússa á Kúbu. 1956 — Sameiginleg herstjórn Egyptalands, Jórdaníu og Sýrlands skipuð. 1948 — Vargas einræðisherra rek- inn frá völdum í Brazilíu. 1944 — Orrustan á Filippseyjahafi. 1941 — Sókn Þjóðverja til Moskvu fer út um þúfur. 1938 — Japanir taka Hankow og kínverska stjórnin fer til Chungking — Líbýa lýst hluti Ítalíu. 1936 — Þjóðverjar og ítalir mynda Öxulinn Róm — Berlín. 1924 — Zinoviev-bréfið um undir- róður Rússa í Bretlandi birt. 1909 — Kóreskir ofstækismenn myrða japanska prinsinn Ito og Japanir taka öll völd i Kóreu. 1900 — Bretar innlima Transvaal formlega. 1874 — Bretar innlima Fiji-eyjar. 1854 — Hetjuáhlaup léttvopnuðu brezku riddaraliðsstórdeildarinnar við Balaklava á Krím. 1794 — Rússar draga sig út úr ófriðnum við Frakka. 1760 — Georg III verður konungur í Bretlandi. 1666 — Holland, Brandenborg, Brúnsvík og Danmörk mynda fjór- veldabandalag. 15% — Spænskur leiðangursher kemur til írlands. 1586 — María Skotadrottning dæmd til dauða. 1415 — Orrustan við Agincourt, þegar Hinrik V sigraði Frakka. Afma'li — Thomas B. Macaulay, brezkur sagnfræðingur (1800—1859) — Johann Strauss yngri, austurrískt tónskáld (1825—1899) — Georges Bizet, franskt tónskáld (1838—1875) — Richard Byrd, bandarískur heimskautafari (1888—1957) — Mikael fv. Rúmeníukonungur (1921-). Andlát — 1400 Geoffrey Chaucer, rithöfundur — 1510 Giorgione, list- málari — 1760 Georg II Bretakon- ungur — 1764 William Hogarth, listmálari. Innlent — 1047 d. Magnús konungur hinn góði Ólafsson — 1299 Árni Helgason vígður biskup — 1%3 Hannes Hafstein útnefndur — 1919 Fyrsta doktorsvörn við Háskóla ís- lands (Páll Eggert Ólason) — 1937 Sogsstöðin tekur til starfa — 1946 íslendingum afhentur Keflavíkur- flugvöllur — 1959 Alþingiskosn- ingar (fyrri dagur) — 1963 d. Björn Þórðarson ráðherra — 1877 f. Helgi Valtýsson. Orð dagsins — Maðurinn er skepna sem lifir ekki af brauði einu saman heldur fyrst og fremst á slagorðum — R.L. Stevenson, skozkur rithöf- undur (1850—1894). Londun. 24. október. AP. ALEXEI Kosygin, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra Sovét- rfkjanna i gær. var nánast kvaddur með virktum í Vestur-Evrópu í dag. Mörg evrópsk blöð óskuðu hinum sovézka leiðtoga velfarnaðar. en hann á við vanhcilsu að striða. Dæmigerð voru ummæli „The Times" í London, sem sagði að Kosygin væri fulltrúi raunsæjari arms sovézkra kommúnista. Stórblaðið „Corriere della Sera“ í Mílanó, sem líka eróháð blað, taldi Kosygin „umbótasinnaðan tækni- krata, sem beið ósigur fyrir skrif- stofubákninu". „Hann var tákn vonar og timabils, sem er alvarlega sjúkt nú í dag — alveg eins og maðurinn sem var fulltrúi þess,“ sagði blaðið. Frjálslynda blaðið „The Guard- ian“ í Bretlandi sagði að Kosygin ætti að baki ævilangt „jákvætt starf“ og bætti við: „Við getum varla látið hjá líða að óska gamla mannin- um ánægjulegrar elli.“ „La Republica" í Róm sagði, að engin breyting yrði í vaidaforystu Rússa. „La Stampa“ í Tórínó sagði að þrjár efnahagsáætlanir Kosygins hefðu siglt i strand. „Frankfurter Allgemeine“ lýsti muninum á Kosygin og Krúsjeff fyrirrennara hans þannig. að Krús- jeff hefði stundum ekki haft stjórn á sér, en Kosygin hefði verið yfirveg- aöur og þurr skrifstofuembættis- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.