Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 36

Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Minning: Ólína Ingibjörg Björnsdóttir Fædd 23. maí 1903 Dáin 13. október 1980 Þegar mér barst sú fregn að frú Óiína Björnsdóttir væri dáin flugu mér í hug ljóðlínur Hannesar Péturssonar skálds um föður hans látinn: „FjalliA sem þóKult Íylífdi mér eftir hvert skreí. hvert fótmál sem éK steitc. nú er þaó horfiA. A heru svæói leita auttu mín athvarfs. I m eilifó á hurtu fjallið sem íyljfdi mér eftir til fja-rstu ve>ca. Knæfói traust mér aó baki. Ilorfió mitt skjól og hreinu. svalandi skuKKar. Nú hélar kuldinn hár mitt þexar é« sef ok hvarmar mínir hrenna þexar éjf vaki.** Hún gnæfði einmitt traust að baki fjölskyldu sinnar, ættingja og vina. Hún var ætíð hinn sterki stofn sem ■ bognaði aldrei en var mörgum skjól og hlíf. — Ávallt var hægt að treysta því að hún væri nákvæmlega á þeim stað sem skyldan bauð hverju sinni. Það var henni lífsfylling. Hún leyfði sér jafnvel ekki þann munað að verða veik. Eg man aldrei til þess að hún lægi í rúminu og þó hefur hún óefað oft fundið til lasleika. Þegar Ólína veiktist í júní í sumar og þurfti að leggjast á spítala setti okkur sem þekktum hana hijóð. — Var hugsanlegt að hún gæti orðið veik, hún sem ætíð hafði spurt um líðan annarra en lítið hugsað um sjáifa sig? Það tók mig að minnsta kosti drjúga stund að átta mig á því. Sú var þó raunin. Hún var alvarlega veik og kvaddi þennan heim 13. október siðastliðinn. Frú Ólína Ingibjörg Björnsdótt- ir var fædd á Skefilsstöðum á Skaga 23. maí 1903. Foreldrar hennar voru hjónin Björn ólafs- son og Guðrún Björnsdóttir sem þar bjuggu. Hún ólst upp í for- eldrahúsum við mikið ástríki. Þó að hún þyrfti, eins og önnur börn á þeim tíma, að taka til hendi á unga aldri átti hún mjög ljúfar minningar frá uppvaxtarárum sínum á Skefilsstöðum. Ung að árum giftist hún Snæ- birni Sigurgeirssyni, bakarameist- ara á Sauðárkróki, er hafði starf- rækt þar bakari og veitingasölu um árabil. Hefur trúlega verið vandasamt fyrir unga stúlku úr afskekktri sveit að taka að sér heimili Snæbjarnar en þar var mjög gestkvæmt. Þann vanda leysti hún af hendi með stakri prýði. — Snæbjörn missti hún árið 1932 frá stórum barnahópi. — En Ólína bugaðist ekki. Hún hélt áfram rekstri bakarísins. Skrifað var til Guðjóns Sigurðssonar, sem numið hafði bakaraiðn hjá Snæ- birni en var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann brá skjótt við, sigldi heim og tók við störfum í bakaríinu. — Nokkrum árum síðar gengu þau svo í hjónaband, Ólína og Guðjón. Ólína eignaðist 9 börn, 6 með fyrri manni sínum og 3 með seinni manninum. Náðu þau öll fullorð- insaldri nema þriðja barn hennar og Snæbjarnar en það dó í frum- hernsku. Elsta dóttirin, Ólöf, lést 22 ára og varð mikill harmdauði öllum sem til þekktu. Man ég ekki jafndjúpa hluttekningu við nokkra jarðarför sem útför hennar. Önn- ur börn hennar og Snæbjarnar eru: Guðrún, húsfreyja í Reykja- vík; Sigurgeir, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Eva, skólastjóri Tón- listarskólans á Sauðárkróki; og Snæbjörg söngvari og stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar. Börn Ólínu og Guðjóns eru: Elma Björk, nudd- og snyrtisérfræðingur í Reykjavík; Gunnar, bakari á Sauðárkróki og Birna, húsfreyja á Sauðárkróki. Þó að börnin væru mörg og heimilið stórt lét Ólína sig ekki muna um að bæta í hópinn fjölda annars fólks. Var þar um að ræða bæði skyldfólk og vandalausa. Og þar að auki var hús hennar opið gestum og gangandi og matur og gisting flestum heimil um lengri eða skemmri tíma. Sérstaklega skal hér minnst þess að tengda- móðir hennar frá fyrra hjóna- bandi. Ólöf Jónsdóttir, dvaldist á heimili hennar til æviloka 1940, og var mjög kært með þeim Ólöfu og Guðjóni, seinni manni ólínu. Þá tók hún á heimili sitt foreldra sína og voru þeir þar til dánardægurs. Það lýsir Ólínu vel hvernig hún brást við þegar stóð til að móður- bróðir hennar, Pétur frá Gauks- stöðum, flyttist til Akureyrar með dóttur sinni. Pétri var ekki um það gefið að fara úr Skagafirði og þá munaði Ólínu ekki um að taka aldraðan móðurbróður sinn á heimili sitt. — Nokkru síðar fluttist Pétur þó til Akureyrar. Þó að heimilið „á bakaríinu" væri stórt og umsvifamikið sinnti Ólína einnig umfangsmikilli veit- ingastarfsemi utan heimilis, bæði á Sauðárkróki og annars staðar í Skagafirði. Um áratugaskeið hafði hún á hendi alla veitingasölu í félagsheimilinu Bifröst á Sauðár- króki. Á sæluviku var t.d. starf- semi í Bifröst alla daga vikunnar. Má gera sér í hugarlund að þá hefur verið í ýmis horn að líta. Veitingar voru seldar á öllum leiksýningum og danssamkomum. — Allar árshátíðir voru haldnar í Bifröst og sá Ólína um veitingar á þeim öllum. — Þá stóð hún fyrir flestum erfidrykkjum á Sauðár- króki og fjölmörgum veislum. — Lengst af sá hún um veitingar á fundum Rótarýklúbbs Sauðár- króks. Voru fundirnir um skeið á heimili hennar. Menn skyldu nú ætla að allt væri talið. En svo er ekki. Auk þeirra starfa, sem að framan er greint frá, tók Ólína virkan þátt í félagsmálum. Hún starfaði vel og lengi í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar löngum í forystusveit. Að leiklistarmálum unnu þau hjón áratugum saman. Eiga margir góðar minningar um þau frá þeim tíma. Eftir að Sjálfstæðiskvenna- félag Sauðárkróks var stofnað starfaði hún þar af dugnaði og elju og var formaður félagsins nú síðustu árin. Þá er rétt að geta þess að hún stjórnaði um langan aldur Minningarsjóði Sigurbjarg- ar Gunnarsdóttur í Ási en tilgang- ur þess sjóðs er að kaupa tæki fyrir sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Eflaust mætti margt fleira nefna í sambandi við félagsstörf Ólínu en hér verður látið staðar numið. Fyrstu minningar mínar um ólínu eru tengdar því hve rausn- arleg hún var og barngóð. Ég ólst upp í næsta húsi við bakaríið gamla. Móðir mín hjálpaði Ólínu stundum við hreingerningar. Vor- um við bræðurnir þá oft með henni. Aldrei amaðist hún við okkur en vék jafnan einhverju góðu að okkur. Kynni okkar urðu enn nánari þegar ég hóf ungur nám í bakara- iðn hjá manni hennar. Öll námsár mín var ég í fæði hjá þeim hjónum. Kynntist ég þá af eigin raun heimilisháttum þeim sem ég lýsti fyrr í þessari grein og einkenndust af greiðasemi og stór- brotinni rausn. Trúlega hafa þessi kynni mín af heimili þeirra orðið mér gott veganesti. í vor sá ég Ólínu í síðasta sinn á heimili sínu. Þar var sama rausn- in og höfðingsskapurinn og fyrr. — Svo stóð á að verið var að stækka bakaríið og garðurinn hennar lagöur undir bygginguna. Séð var að rabbarbarinn hennar ætti ekki langt líf í vændum þar sem hann var. Því var ekki við annað komandi en ég tæki hann í bílinn suður og nú dafnar hann vel á Akranesi. En hinsti fundur okkar var ekki langt undan. í sumar heimsótti ég hana helsjúka á Borgarspítalann í Reykjavík. Kveðjustundinni þar gleymi ég ekki. Bros hennar, milt og hlýtt, geymi ég sem dýrmætan fjársjóð í huga mínum. Þar kvaddi ég eina bestu konu sem ég hef kynnst. Nú hafa orðið mikil umskipti í lífi Guðjóns, vinar míns. Hann sér nú á bak mikilhæfum og góðum lífsförunaut. En minningasjóður- inn er mikill og dýrmætur og á eflaust eftir að ylja honum á ókomnum árum. Ég og fjölskylda mín sendum honum og ástvinum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Hörður Pálsson Að morgni mánudagsins 13. október sl. lést á Sjúkrahúsi Skag- firðinga, Ólína Björnsdóttir, Aðal- götu 5 á Sauðárkróki. Síðustu mánuði átti hún við mikla van- heilsu að stríða og hafði reynt að fá bót meina sinna á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Sauðárkróki. En sjúkdómurinn var kominn á það stig, að ekki varð við ráðið og þessi sterka og dugmikla kona var þrotin kröftum, þegar dauðinn knúði dyra. Hvíldin var því kær- komin. Með Ólínu er gengin merk kona, sem sakir mannkosta og dugnaðar naut virðingar allra er henrri kynntust. Ólína Ingibjörg, en svo hét hún fullu nafni, var fædd á Skefils- stöðum á Skaga 23. maí 1903. Foreldrar hennar voru Björn Ólafsson bóndi þar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Ólína var næst yngst fjögurra systkina, yngstur var Gunnar, ræðismaður Islands í Kaupmannahöfn, en hann lést fyrr á þessu ári. Eru þau systkinin nú öll látin. Hér verður aðeins lauslega vikið að ætterni Ólínu, einungis dvalist við tvær greinar og veldur þar þekkingarleysi þess, er ritar. Björn faðir hennar þótti greindar- maður, „léttur í máli, fróður og minnugur." Foreldrar hans, Ólafur Rafnsson og kona hans, Sigríður Gunnarsdóttir, bjuggu í Kálfárdal í Skörðum. Sigríður var dóttir Gunnars hreppstjóra Gunnars- sonar á Skíðastöðum í Laxárdal og konu hans, Ingibjargar Björns- dóttur. Er það hin alkunna og afar fjölmenna Skíðastaðaætt; talin mörgum og miklum hæfileikum búin, þótt sumum þeirra ætt-. manna reyndist lítt af. Vel voru þeir viti þornir, Skíðastaðamenn, elskir á söng og kveðskap, dug- miklir þar, sem þeir hösluðu sé völl, en marglyndir. Á þeim var hofmannabragur. Guðríður Ingibjörg, móðir Ólínu, var dóttir hjónanna á Ytra-Mallandi, Björns Guð- mundssonar og Sigríðar Péturs- dóttur á Reykjum á Reykjaströnd, Bjarnasonar útvegsbónda á Hraunum í Fljótum og Reynistað, Þorleifssonar. Þeir voru albræður Jón bóndi í Eyhildarholti, síðar bóndi og alþm. í Ólafsdal, og Pétur á Reykjum. Bjarni, faðir þeirra, og forfeður langt í ættir aftur, þóttu garpar miklir. Sjálfur var Bjarni stórbrotinn, sævíkingur með yfir- burðum, afspyrnumaður til verka, harðfengur og ófyrirlátssamur. Vinur mikill vina sinna. Pétri og Jóni kippti á ýmsan veg í kynið. Þeir urðu fyrstir Skagfirðinga til að gera út þilskip og fórst svo stórmannlega útgerðin, að frægt varð, er þeir lögðu undir helft fjármuna sinna. Skip þeirra, Ey- hildarholtsduggan, fórst í aftaka- veðri á öðru ári útgerðarinnar (1847). Þeir bræður reyndust vin- margir og var skotið saman all- miklu fé þeim til styrktar, „en engvan skilding vildi Pétur á Reykjum ... af þeirri gjöf þiggja, átti hann þó þriðjung skips þess, er týndist." Lýsir þetta Pétri nokkuð. Ólína Björnsdóttir hlaut í arf ýmsa beztu eðlisþætti forfeðra sinna. Ólína var í foreldrahúsum til ársins 1922. Það ár réðst hún til starfa á heimili Snæbjarnar Sig- urgeirssonar bakarameistara er þá bjó með móður sinni í Bakarí- inu á Sauðárkróki. Þessi vista- skipti urðu Ólínu örlaga- og ham- ingjurík því að þau leiddu til hjúskapar með Snæbirni og henni. Þau voru gefin saman í Hvammi í Laxárdal 20. apríl 1924. Snæbjörn Sigurgeirsson var fæddur á Grunnasundsnesi í Snæ- fellsnessýslu 22. marz 1886. For- eldrar hans voru Sigurgeir Snæ- björnsson og Ólöf Jónsdóttir bú- andi hjón þar. Föður sinn missti Snæbjörn á unga aldri, og fylgdi móður sinni upp frá því. Voru kærleikar miklir með þeim mæðg- inum, enda Snæbjörn eina barn hennar, er komst á legg. ólöf lést árið 1940. Snæbjörn lærði bakaraiðn í Reykjavík og síðar í Kaupmanna- höfn og lauk þar meistaraprófi í iðn sinni. Til Sauðárkróks fluttist hann frá Þingeyri við Dýrafjörð haustið 1913, ráðinn að brauðgerð- arhúsi Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Síðar keypti Snæbjörn brauðgerð- ina og starfrækti hana til dauða- dags, en hann lést 3. september 1932, aðeins 46 ára gamall. Snæbjörn var með afbrigðum vinsæll maður og vel látinn. Hann var félagshyggjumaður mikill, frumkvöðull skáklífs á Sauðár- króki, tók auk þess mikinn þátt í starfsemi Ungmennafélagsins Tindastóls og fleiri félaga. Hann unni leik- og sönglist og starfaði mikið að þeim málum og mætti svo lengi telja. Enn minnast eldri Sauðárkróksbúar Snæbjarnar með mikilli vinsemd og virðingu. Ólína og Snæbjörn eignuðust sex börn. Þau eru talin í aldursröð: Ólöf, Guðrún, Geirlaug, Sigurgeir, Eva og Snæbjörn. Ólöf lést 1947 aðeins 23 ára að aldri, mikil efnisstúlka, sem var öllum harm- dauði. Geirlaug lést í frum- bernsku. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum hvílíkur vandi hinni ungu ekkju var á höndum með fjögur smábörn á framfæri og það fimmta undir belti. Efna- hagur heimilisins var þröngur eins og flestra annarra á Sauð- árkróki á þessum árum, enda kreppa í landi og almenn fátækt. Snæþjörn var þannig gerður, að hann gat engum manni neitað, sem bað hann bónar, en var að sama skapi slakur innheimtumað- ur, lét oftast kyrrt liggja, þótt viðskiptamenn hans söfnuðu skuldum. Við þessar erfiðu aðstæður komu eðliskostir Ólínu skýrt í ljós. Ekkert var henni fjær skapi en að leggja hendur í skaut og gefast upp. Kjarkur hennar var óbugaður og með bjartsýni og fádæma atorku stóðst hún hið þunga áfall, sem lát eiginmanns hennar var. En Ólína stóð ekki ein. Hjá Snæbirni hafði ungur maður, Guðjón Sigurðsson, numið bak- araiðn. Hann fór síðar til Kaup- mannahafnar til frekara náms. Með Guðjóni og Snæbirni var góð vinátta, og þegar sá síðarnefndi kenndi heilsubrests, skrifaði hann Guðjóni, gerði honum grein fyrir aðstæðum og bað hann koma til starfa. Þetta var árið 1932. Sneri Guðjón þá heim frá Höfn og hóf störf við brauðgerðina þegar um sumarið. Snæbjörn lést um haust- ið, sem fyrr segir. Guðjón varð síðari maður Ólínu. Hann tók við forstöðu brauðgerð- arinnar að Snæbirni látnum, og í félagi störfuðu þau æ síðan að henni undir nafninu Sauðárkróks- bakarí. Guðjón reyndist börnum Snæ- björns og Ólínu frábærlega vel. Hann var þeim félagi og vinur, hjálparhella, sem þau gátu ætíð treyst á. Guðjón hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á Sauð- árkróki m.a. setið í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn í áratugi. Börn Ólínu og Guðjóns eru þrjú, talin í aldursröð: Elma, Birna og Gunnar. Ólína studdi eiginmann sína í starfi, lagði hönd á plóginn og fylgdist með öllu. Hún starfrækti veitingasölu í eigin nafni í tugi ára og allt til dánardægurs. Greiða- sala var fyrrum í Bakaríinu, gisting fyrir ferðamenn og oft voru þar nokkrir kostgangarar. Húsmóðir hafði því ærið umhend- is, en dugnaður hennar og þrek var með fádæmum. Um langt árabil höfðu Ólína og Guðjón veitingasölu í samkomuhúsinu Bifröst. Þar sá hún um margar stórveislur, erfisdrykkjur og minni samkvæmi. Allt fórst henni það svo vel, að á orði var haft. Ólína lét félagsmál mjög til sín taka. Hún starfaði mikið í Kvenfé- lagi Sauðárkróks, Sambandi Skag- firskra kvenfélaga og var fulltrúi á þingum sambands norðlenskra kvenna. Auk þess lagði hún ýms- um öðrum samtökum drjúgt lið- sinni, s.s. Leikfélagi Sauðárkróks. Fyrr á árum tók hún og þátt í leikstarfi, enda hafði hún einstakt yndi að sjónleikum. Ólína var unnandi tónlistar, einkum söngs, hafði sjálf góða rödd og sótti tónleika, þegar færi gafst. Þjóð- mál voru henni mjög hugleikin, og skipaði hún sér í raðir sjálfstæð- ismanna. Þar sem annars staðar munaði ekki lítið um liðveislu hennar. Ólína sat marga lands- fundi flokksins og var ein af stofnendum Sjálfstæðiskvennafé- lags Sauðárkróks og formaður þess mörg síðustu árin. Þegar litið er yfir æviferil Ólínu Björnsdóttur koma í hugann orðin kjarkur, dugnaður, þrek. Á öllu þessu þurfti hún að halda í lífi sínu. Hún varð fyrir áföllum, og sár sorgin knúði dyra á heimili hennar oftar en einu sinni, en hún stóð alla storma af sér og kom sterkari úr hverri raun. Þrátt fyrir mótbyr á stundum taldi hún sig gæfukonu. Beiskju varð aldrei vart í fari hennar. í dagfari var Ólína glaðleg og ræðin, hláturmild og undi sér vel í hópi vina og kunningja. Hún var dul um eigin hag, en hreinskiptin og einörð í tali, hikaði ekki við að segja vinum sínum og öðrum til synd- anna, ef svo bar undir. Slíkt aflaði henni ekki óvinsælda, því að allir vissu, að hún gerði það af góðum hug. Hún þoldi ekki undirferli eða óhreinskilni. Snarasti þátturinn í fari Ólínu var umhyggjan fyrir fjölskyld- unni. Með vakandi auga fylgdist hún með hverjum einstaklingi og lá hvergi á liði sínu teldi hún aðstoðar þörf. Ekki síst nutu barnabörnin stakrar umhyggju hennar. I þeim hópi eru tveir synir mínir, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp við hlið ömmu sinnar og njóta í ríkum mæli ástar hennar og öðlingslund- ar. Fyrir það er nú þakkað af heilum hug. Ólína Björnsdóttir var mikil til geðs og gerðar, lagði góðum mál- um iið og rétti mörgum hjálpar- hönd, en fór eigin leiðir í hvívetna. Hamingjan var henni hliðholl á ýmsa lund. Hún eignaðist góða og ástríka eiginmenn, sem voru henni samhentir í öllu, og fjöl- skylda hennar dáði hana og virti. Kvöldið áður en Ólína lést sagði hún við þá, sem stóðu við sjúkra- beð hennar: „Ég ætla að hvíla mig, ég er orðin þreytt." Slík orð voru fáheyrð af hennar munni. Nú þótti augljóst, að hvíldar væri þörf. Miklu og góðu dagsverki var skilað með sæmd. Þökk sé Ólínu Björnsdóttur. Hún var heiðurskona í þess orðs fyllstu og bestu merkingu. Kári Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.