Morgunblaðið - 25.10.1980, Síða 44

Morgunblaðið - 25.10.1980, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 HÖGNI HREKKVÍSI ást er... um aö sýna sér þann stóra TM R«o u S Pat Off — aN rights reserv»d • 1978 Los AogaMs Tim«s Syndicats Með morgunkaffinu Svona til Kamans spyr ég hann Einn disk af skrúfum, annan af endrum og eins um hans álit! tú-tommu og rakblöð í ábæti! COSPER Frúin uppi er nýlega búin að fá torfæruryksugu, held ég! \ ^ 'fl' ^ fp í A % | \ \ ?s \ . ! S! % Hvar er Dýravernd- unarfélagið? Indiana Albertsdóttir skrifar: „Það er tvennt sem mig langar til að vekja máls á. Hið fyrra er varðandi kyrkislönguna sem ný- komin er í Sædýrasafnið. Skýrt hefir verið frá að þeir láti lifandi smádýr og kjúklinga inn í búrið til hennar sem fæðu. Og ef hún skyldi nú taka við sér og fara að éta: á þá að bjóða börnum og fuliorðnum sem koma í safnið upp á þá skemmtun að horfa á hana rífa í sig þessi litlu og varnarlausu dýr — lifandi? Hvar er Dýraverndunarfélag íslands? spyr ég. Hvað gerir það til verndar málleysingjunum? Blessuð rjúpan Og svo er það blessuð rjúpan, sem skotglaðir sportveiðimenn elta nú og skjóta og limlesta þessa mánuði sem hún er ekki friðuð. Hvers vegna er ekki bannað að nota haglabyssur við fuglaveiðar? Eg skora á Dýraverndunarfélag Islands að láta þessi mál til sín taka, ef það vill vera eitthvað meira en nafnið tómt.“ Eins og stór fjölskylda Róbert Sigmundsson skrifar: „Þegar maður les blöðin, sér í lagi fréttir, er undantekningalítið skrif- að um það sem miður fer, minna um hitt sem vel er gjört. Þess vegna pára ég þessar línur. Síðastliðin tíu ár hef ég verið hér á Borgarspítalanum að jafnaði einu sinni á ári, nærri alltaf á háls-, nef- og eyrnadeild. Þegar ég hugsa til baka til þessara ára, er mér efst í huga þakklæti fyrir þá frábæru þjónustu sem ég hef notið. Frábær þjónusta og hlýtt viðmót Núna, þegar talað er um þá miklu óeiningu innan Flugleiða meðal starfsmanna, væri hollt að taka starfsfólkið hér á spítalanum til fyrirmyndar, allt frá Stefáni Skaftasyni yfirlækni til þeirra kvenna sem þvo gólfin. Þetta er eins og stór fjölskylda sem er Sjálfsbjargarsundlaugin: Ljúkum verkinu f yrir áramót Maria Skagan skrifar: „Heill og sæll, Velvakandi. Get því miður ekki vélritað þetta þar sem ég ligg í kröm og neyð á handlækningadeild Borgarspít- alans. — Og hvers vegna? Gamalt slys — margir hryggskurðir, allir gerðir of seint. Og nú örvefir og kölkun sem orsakar vítiskvalir á köflum — sífellda verki, krampa og máttleysi í fótum, þótt þeim frábæra snillingi doktor Kristni Guðmundssyni, takist að lappa upp á mig í lengri eða skemmri tíma að vissu marki. Maria Skagan Eina lífs- vonin mín Samt þyrfti ég ekki að vera svona slæm. Árið 1965 sagði endurhæfingarlæknir í Horn- bæk í Danmörku við mig: „Sjúkralaug á staðnum er það eina sem getur hjálpað þér.“ Það sannreyndi ég þar. Eftir heim- komuna dröslaðist ég útafliggj- andi í sendiferðabíl fyrst á Sjafnargötuna og síðar á Háa- leitisbrautina, þá í plastbelti sem ég gat í fyrstu setið í stutta leið. Svo kom þar, að mér var það ekki lengur fært. Það er nefnilcga til fóik sem ekki getur setið — og fyrir sam- göngumálum þess fólks er ekk- ert hugsað. Til dæmis er ekkert legupláss í Kiwanisbílnum. En það sem er eina lífsvonin mín núna — því mér fer sífellt hrakandi — það er Sjálfsbjarg- arsundlaugin. Sýnið okkur ennþá áhuga Góðir Islendingar, gerum nú verulegt átak til að ljúka verkinu fyrir áramót. Ástand mitt tek ég aðeins sem dæmi, því að við erum svo mörg sem þessi laug getur bjargað. Góðu vel- unnarar, sýnið okkur ennþá áhuga og framrétta hönd, uns laugin er tekin til starfa. Með einlægum kveðjum til allra hinna fjölmörgu gefenda, sem lagt hafa lauginni lið.“ Sjálfsbjargarsundlaugin LjÓHRi. Mbl. Rax sérstaklega vel samhent. Sem dæmi vil ég nefna hina frábæru einingu meðal lækna sem starfa með Stef- áni. Ég vil nefna þá Daníel Guðna- son, en honum á ég persónulega mest að þakka, og Ólaf Björnsson. Ef slíkur andi væri alls staðar á vinnustöðum á okkar landi, þá er ég viss um að ástandið hér hjá okkur væri öðru vísi nú. Það er sama hvaða deild er, göngudeild, gjör- gæsludeild eða A3, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Alls staðar er frábær þjónusta innt af hendi og hlýtt viðmót mætir manni. Hvers geta sjúklingar óskað sér frekar? Ég ætla ekki að teygja lopann, en ég vona að andi sá sem hér ríkir nú megi vara um ókomin ár. Með kærri þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.