Morgunblaðið - 25.10.1980, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980
• Teitur ÞórAarson ásamt eiginkonu sinni fyrir utan hús þeirra i
SviþjóA. Samkvæmt sænskum blöAum fékk hann hátt á fjórAu milljón
íslenskra króna i bónusgreiAslur fyrir síAasta keppnistímabil i
knattspyrnunni sænsku. Öllu meira en viA greindum frá i blaAinu i
gær.
Teitur
fjórðu
OKKUR varA illilega á í mess-
unni i hlaAinu í gær er viA vorum
aA segja frá bónusgreiAslum til
leikmanna Öster og Teits ÞórAar-
sonar. Þar var greint frá þvi aA
leikmenn liAsins hefAu fengiA
6000 krónur sænskar i verAlaun
fyrir aA verAa sænskir meistarar.
ÞaA var rétt en ranglega um-
reiknaA í islenskar krónur. VerA-
laun Teits nema i islenskum
krónum 840 þúsund. Þá fengu
leikmenn 20 þúsund krónur
sænskar fyrir stigin sem þeir
hofAu hlotiA. umreikaA i islensk-
ar krónur eru þaö 2,8 milljónir
fékk á
milljón
króna. Teikur hefur þvi fengiA 3
milljónir 640 þúsund íslenskar
krónur i bónusgreiAslur fyrir
síAasta keppnistímabil en ekki
320 þúsund eins og viö skýröum
ranglega frá i gærdag. ViA biöj-
umst velviröingar á þeim leiöu
mistökum.
Enda væru íslenskir knatt-
spyrnumenn varla aö sækja til
SviþjóAar fyrir ekki stærri
greiöslur þegar hægt er að hafa
allt að einni milljón á viku á
sildinni fyrir austan með þvi að
vera duglegur að vaka salta.
Handknattleikur
um helgina
ÞAR sem landsliöiA í handknatt-
leik er að leika á NorAurlanda-
meistaramótinu f handknattleik
verða ekki leikir í 1. deild ís-
landsmótsins i handknattleik um
helgina. Hins vegar verður leikið
i 1. deild kvenna og 2. og 3. deild
karla. Hér á eftir fara leikir
laugardagsins 25. október. Eins
og skýrt hefur verið frá er
mótabók HSÍ ekki enn komin út
Hafnarfjörður — laugardagur 25. október
kl. 14.00 1. deild kvenna Haukar — ÍA
Varmá — laugardagur 25. október
kl. 15.00 2. fl. karla B HK — Fylkir
Laugardalshöll — laugardagur 25. október
kl. 14.00 2. deild karla ÍR — Týr
kl. 15.15 2. deild karla Ármann — Þór
kl. 16.30 1. deild kvenna Valur — FH
kl. 17.30 1. deild kverna KR — Fram
kl. 18.30 3. deild karla Óðinn — ÍA
Seltjarnarnes — laugardagur 25. október
kl. 15.00 3. deiid karla Grótta — ÍBK
Sandgerði — laugardagur 25. október
kl. 15.00 3. deild karla Reynir — Þór
Akureyri — laugardagur 25. október
kl. 16.00 1. deild kvenna Þór — Víkingur
„Er bjartsýnn
á næstu leiki"
— segir Hilmar Björnsson
nVIÐ tókum okkur saman i and-
litinu. og nú losnaði um það sem
bjó i islenska liðinu" sagði Hilm-
ar Björnsson eftir leikinn við
Finna. — Nú sýndum við vott af
þvi sem býr i liðinu ef menn
vinna saman og leika af skyn-
semi. Eftir leikinn við Svia var
alveg spurning hvort við værum
með nægilega frambærilegt lið.
Úrslit
leikja
og staðan
ÚRSLIT leikja í Norðurlanda-
mótinu i handknattleik til þessa
og staðan í mótinu:
1. umíerð:
Noregur — Færeyjar 23:17
Svíþjóð — ísland 22:14
Danmörk — Finnland 20:11
2. umferð:
Finnland — ísland 12:29
Danmörk — Færeyjar 30:15
Noregur — Svíþjóð 14:22
Staðan:
Danmörk 2 2 0 0 50:26 4
Svíþjóð 2 2 0 0 44:28 4
ísland 2 1 0 1 43:34 2
Noregur 2 1 0 1 37:39 2
Færeyjar 2 0 0 2 32:53 0
Finnland 2 0 0 2 23:49 0
en nú tel ég svo vera. Núna gekk
bæði sóknar- og varnarleikur vel
fyrir sig. Og það er full ástæða til
þess að vera bjartsýnn á næstu
leiki. Vissulega verða það erfið-
ari leikir en leikurinn gegn
Finnum var i dag.
Ég er ekki með neinn sérstakan
undirbúning fyrir leikinn við
Dani. Þeir eru alltaf erfiðir mót-
herjar. Við hvíldum Sigurð
Sveinsson af ásettu ráði í dag gegn
Finnum en hann verður vonandi í
miklu stuði gegn Dönum. Liðið
Hilmar Björnsson landsliðsþjálf-
ari og einvaldur.
sem leikur í dag gegn Dönum er
skipað sömu mönnum og á móti
Finnum nema hvað Steinar fer út
og Sigurður inn. Vonandi er leik-
urinn gegn Finnum það sem koma
skal sagði Hilmar að lokum.
„Dalitið serstakt að
leika landsleik klukkan
níu að morgni dags“
— segir Ólafur Benediktsson
SÉRSTAKT til að leika landsleik
klukkan 9 að morgni, vonandi
aldrei aftur. Fyrir leik á þessum
tima sólarhrings þarf geysilega
upphitun. Engu að siður tel ég að
ísland eigi mikla möguleika,
a.m.k. helmingsmöguleika ef lið-
ið nær að spila yfirvegaðan sókn-
arleik og sýna geysilega grimmd
i vörninni. Það verður að vera
tönn fyrir tönn og auga fyrir
auga. Það verða að vera slagsmál
til þess ef ísland á að ná sigri
gegn Dönum. Danska liðið er
friskt, það notar breiddina vel og
hefur bæði góðar skyttur og góða
linumenn. Við þurfum að ná
algerum toppleik til þess að ná
sigri. Þó ekki sé að búast við
mörgum áhorfendum á þessum
tima verða þeir eflaust á okkar
bandi og það mun auðvitað
skipta miklu máli. Ég var ánægð-
ur með baráttuna i leiknum gegn
Finnum, ég átti reyndar von á
þeim sterkari, sagði óli Ben.
Vetrardagsmót
unglinga
UBK sigraði Týr
LAUGARDAGINN 1. nóv. næst-
komandi verður Vetrardagsmót
unglinga haldið i TBR-húsinu.
Keppt verður í tviliða- og tvennd-
arleik. Þátttökugjöld verða sem
hér segir: í tveimur yngri flokk-
unurn kr. 2.500 í hvorri grein en
kr. 3.000 í hvorri grein eldri
flokkanna.
Hnokkar — tátur (f. 1968 og
siðar)
Sveinar — meyjar (f. 1966 og
1967)
Drengir — telpur (f. 1964 og
1965)
Piltar — stúlkur (f. 1962 og
1963)
Þátttökutilkynningar skulu
hafa borist Unglingaráði TBR
fyrir fimmtudaginn 30. okt.
Einn leikur fór fram i fslands-
mótinu i handknattleik i gær-
kvöldi. Breiðahlik sigraði Týr frá
Vestmannaeyjum í 2. deild með
21 marki gegn 17 eftir að staðan
í hálfleik var 10—9 Breiðablik í
hag. Leikur liðanna var allvel
leikinn á báða bóga. Sigur
Breiðabliks var sanngjarn þeir
voru betri aðilinn í leiknum og
höfðu ávallt frumkvæðið. Er
greinilegt að liðið sem kom upp
úr þriðju deild í fyrra er á réttri
leið og á eftir að ná sér i mörg
stig í vetur ef að líkum lætur.
Fyrri hálfleikur var jafnari en sá
síðari, en þá náðu Blikarnir afger-
andi forystu í leiknum. Var það
mest að þakka frábærri mark-
vörslu hjá Benedikt Guðmunds-
syni sem varði 19 skot í leiknum
og 3 vítaköst. Var hann besti
maður UBK ásamt Stefáni Magn-
ússyni. Sigurlás Þorleifsson var
aðalmaðurinn hjá Týrurum. Hann
stjórnaði öllu spili liðsins og átti
margar góðar línusendingar.
Mörk UBK skoruðu: Björn Jóns-
son 5 3v, Stefán Magnússon 4,
Júlíus Guðnason 3, Kristján
Gunnarsson 3, Ólafur Björnsson 2,
Brynjar Björnsson 2, og Aðal-
steinn Jónsson 1. Mörk Týr. Þor-
varður Þorvaldsson 7 5 v, Magnús
Þorsteinsson 4, Sigurlás Þorleifs-
son 2, Halldór HallgrímsSön 2,
Valþór Sigurðsson 1, og Þorsteinn
Viktorsson 1. —ÞR.
• Það sjást líka mikil tilþrif hjá leikmönnum í 3. deildinni. A þessari mynd sjáum við Karl Jónsson svifa
inn úr teignum og skora i leik óðins og Týs i 3. deild sem leikinn var i Vestmannaeyjum. Týrarar sigruðu
örugglega i leiknum. 1 dag fara fram 3 leikir i 3. deild. Ljósm: Sigurgeir Jónasson.
M