Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 240. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Afganistan: Engar framkvæmdir nema í þágu Rússa Islamahad. 28. okt. — AP. HÁTTSKTTUR omba‘ttismaður stjórnar Babrak Karmals í Kahul hofur flúið iand í mótmadaskyni við hornám Rússa og er kominn til Pakistan. að þvi er haft er eftir emha'ttismönnum þar. Afsanski emba'ttismaðurinn. Abdul Áli að nafni, var áður yfirmaður verk- logra framkvæmda i landi sinu. I viðtali við fréttamenn sagði Ali, að Rússar væru allsráðandi í opinberri stjórnsýslu í Afganistan ok að landsmenn sjálfir fengju engu ráðið. Ali hafnaði algjörlega þeim fullyrðingum Karmal- stjórnarinnar, að víða væri unnið að framkvæmdum og efnahags- legum framförum. „Ekki hefur verið sinnt neinum framkvæmdum síðan Rússar réðust inn í Afganist- an öðrum en þeim, sem koma sovéska innrásarliðinu að gagni," sagði Ali. Afganski sendimaðurinn á þingi Unesco í Belgrað, sem í síðustu viku fordæmdi innrás Sovétmanna í Afganistan og leppstjórn Karm- als, hefur formlega beðist hælis í Vestur-Þýskalandi. Hann er nú í gæslu lögreglunnar vegna ótta við hefndaraðgerðir gegn honum. Stjórnin í'Pakistan mótmælti því í dag mjög harðlega við fulltrúa stjórnarinnar í Kahul, að herþyrlur hefðu gert árás á flóttamannabúðir Afgana í Pakistan. Ekki er vitað hvort það voru Afganir eða Rússar sem flugu þyrlunum en það er þó haft eftir leyniþjónustuheimildum, að afgönskum stjórnarhermönnum sé ekki lengur treyst fyrir slíkum tækjum. Talið er að með árásinni, sem er sú þriðja á einum mánuði, séu Rússar að reyna að fá Pakist- ani til að loka landamærum Afgan- istan og Pakistans, sem þeir segja að séu alfaraleið afganskra frelsis- sveita. UNESCQ-þingið í Belgrað: Embættismanni SÞ beðið griða BelKrad. 28. okt. — AP. í DAG var samþykkt á þingi Monningar- og framfarastofnun- ar Samoinuðu þjóðanna i Bolgrað tillaga þar sem Austur-bjóðverj- ar eru hvattir til að sleppa úr haldi yfirmanni austur-þýskrar menningarmálastofnunar. Hann hafði verið fangelsaður, sakaður um njósnir og þar með brotin á honum lög um friðholgi sendi- manna. sem hann naut sem starfsmaður SÞ. Austur-Þjóðverjinn Percy Stulz, sem m.a. hefur séð um varðveislu menningarverðmæta í Egypta- landi fyrir SÞ, var kvaddur til Austur-Berlínar sl. vor til við- ræðna við stjórnvöld. Austur- þýskir embættismenn sögðu seinna frá því, að hann hefði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir njósnir. Kona hans og dóttir eru nú í París. Sem háttsettur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna naut Stulz friðhelgi sendimanna og yfirmað- ur UNESCO, Menningar- og fram- farastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, Amadou Mahtar, hefur margsinnis farið fram á það við a-þýsk stjórnvöld, að þau haldi í heiðri þau lög, sem þau hafi sjálf samþykkt, en án árangurs. Khomeini þvertekur fyrir frið við íraka Beirut. 28. okt. - AP. AYATOLLAH Khomeini, hinn andlegi og veraldlegi loiðtogi ír- ana. sagði i dag. að „friður væri útilokaður* við íraka vegna „glæpaverka“ þeirra í íran. í ræðu, sem var útvarpað, minntist byltingarleiðtoginn ekkert á mál bandarísku gíslanna. Khomeini flutti ræðu sína fyrir þingmönnum, háttsettum embætt- ismönnum og klerkum og sneri máli sínu til Husseins íraksforseta og sagði: „Hvaða ástæðu hafðir þú fyrir öllum þessum glæpaverkum úr því að þú biður nú um frið? Hvernig getum við fallist á frið? Frið við hvern?" þæfa málið svo lengi sem þeir geti. Sjónvarpsstöð í Hamborg í V-Þýskalandi flutti þær fréttir í dag, að íranir ætluðu að setja það sem skilyrði fyrir frelsun gíslanna, að þeir fengju aðgang að banda- rísku sjónvarpi á besta tíma, í þrjár stundir, til að tala máli sínu frammi fyrir bandarísku þjóðinni. Talsmaður íranska þingsins hefur þó neitað þessum fréttum. Jimmy Carter prilar hér upp í bifreið til að geta betur veifað til fólksins. sem fagnaði honum i franska hverfinu i New Orleans i sl. viku þegar hann var þar á kosningaferðalagi. Kl. 2.30 i nótt að ísl. tima munu þeir Carter og Reagan heyja með sér einvígi í sjónvarpi og er talið að frammistaða þeirra þar geti skorið úr um hver verður næsti forseti Bandarikjanna. (AP-simamyad) Saudi-Arabar slíta sambandi við Líbýu Hiyadh. 28. okt. - AP. SAUDI-ARABAR slitu í dag stjórnmálasamhandi við Líbýu- menn vegna deilna rikjanna um ratsjárflugvélarnar fjórar. sem Randarikjamenn sendu Saudi- Aröbum. Tilkynningin um stjórnmálasambandsslitin var lesin í útvarpið í Itiyadh. höfuð- borg Saudi-Árabíu. í síðustu viku vísaði Khaled, konungur Saudi-Arabíu, ein- dregið á bug þeim kröfum Kha- dafys, Líbýuforseta, að Saudi- Arabar endursendu ratsjárflug- vélarnar, sem þeir höfðu fengið frá Bandaríkjamönnum snemma á dögum Persaflóastríðsins. Ráðamenn í Saudi-Arabíu hafa alla síðustu viku gert harða orrahríð að Khadafy og sagt hann standa í „fylkingarbrjósti í baráttunni gegn íslam". í ræðu, sem Khadafy hélt, hvatti hann til heilagrar baráttu til að „frelsa" helga dóma mú- hameðstrúarmanna frá „her: námi Bandaríkjamanna". I skeyti, sem Khaled konungiir sendi Khadafy sem svar við ræðunni, sagði hann, að Kha- dafy vildi, að Saudi-Arabía „væri varnarlaus gegn óvinum íslams, kommúnistum og zíon- istum". Árásir Khadafys á Saudi- Araba eru þáttur í herferð sem hann hefur hafið gegn auknum flotastyrk Bandaríkjamanna á Indlandshafi vegna átakanna milli írana og íraka. Pólland: Ráðherrar ræða við leiðtoga verkamanna Varsjá. 28. okt. — AP. MIECZYSLAW Jagielski, vara- forsætisráðherra. kom til Gdansk i dag til viðræðna við leiðtoga Samstöðu. hins óháða verkalýðssambands. sem láta sér ekki lynda þær breytingar, sem stjórnvöld hafa gert á stofnskrá samtakanna. Þessar upplýsingar voru i dag hafðar eftir starfs- manni Samstöðu. sem sagði einn- ig, að Josef Pinkowski forsætis- ráðherra hefði staðfest. að hann ætlaði að hitta forystumenn Sam- stöðu að máli nk. fimmtudag. Pólsk stjórnvöld hafa ekki stað- fest fund forsætisráðherranna með leiðtogum Samstöðu en litið er svo á, að ef af honum verður sé það til marks um að þeim sé hugleikið að lækka öldurnar, sem risið hafa síðustu daga. Á fundi, sem leiðtog- ar hins óháða verkalýðssambands áttu með sér í gær, skarst í odda með þeim, sem vildu hóta verkföll- um, og þeim, sem vildu halda áfram samningaviðræðum við stjórnvöld. Undirrót átakanna eru þær breytingar, sem borgardóm- stóllinn í Varsjá hefur gert á stofnskrá samtakanna þar sem verkfallsrétturinn er takmarkaður og viðurkennt er ótvírætt forystu- hlutverk kommúnistaflokksins í pólsku þjóðlífi. Jan Fojtik, ritari miðstjórnar tékkneska kommúnistaflokksins, sagði í Austur-Berlín í síðustu viku, að ástandið í Póllandi væri í mörgu áþekkt ástandinu í Tékkó- slóvakíu árið 1968 og varaði pólsk stjórnvöld eindregið við því að hafa ekki „taumhald á smáborgara- legum tilfinningum“ almennings. Áður hefur Vasil Bilak, einn helsti hugsjónafræðingur tékkneskra kommúnista, komið með svipaðar viðvaranir. Jan Mayen: Norðmenn fallast á fund með Rússum Fyrirhugað hafði verið að ír- anska þingið hæfi aftur umræðu um mál bandarísku gíslanna á morgun, miðvikudag, en áreiðan- legar heimildir í Teheran telja, að umræðan geti dregist á langinn vegna óeiningar um þær kröfur sem gera eigi fyrir lausn gíslanna. Sömu heimildir segja, að ýmsir þingmannanna vilji draga gíslana fyrir rétt og séu staðráðnir í að Ósló. 28. «kt. Frá (róttaritara Mhl. NORÐMENN hafa ákveðið að eiga fund með Rússum um fiskveiðar við Jan Mayen þó að þeim sé það þvert um geð. í blaðinu Aftenposten í dag seg- ir. að Rússar hafi vísað til ársgamals loforðs. sem Jens Evensen. ráðunautur norsku stjórnarinnar í hafréttarmál- um, gaf þeim áður en fullljóst var um viðræðurnar við íslend- inga. Afstaða Norðmanna er sú, að ákvörðun um efnahagslögsögu við Jan Mayen hafi verið tekin fyrir löngu og að Rússar eigi ekki heimtingu á sérviðræðum um fiskveiðar við eyna. Slíkar um- ræður eigi heima í norsk-rússn- esku fiskveiðinefndinni. Þrátt fyrir það verður efnt til sérstaks fundar um þessi mál, liklega 11. nóv., vegna loforðsins sem Even- sen gaf Rússum á sínum tíma. Knut Frydenlund utanríkisráð- herra fullyrðir þó, að aðeins verði um könnunarviðræður að ræða, ekki verði samið um neitt. Rússar veiða allt að 500.000 tonn af kolmunna við Jan Mayen og hafa Norðmenn viljað semja um þær veiðar samhliða samn- ingum um þorskveiðar í Barents- hafi. Nú er fundað um þau mál í Ósló og um tíma leit út fyrir að viðræðurnar væru að sigla í strand vegna kröfu Rússa um sérstakar viðræður um Jan May- en, sem Norðmenn hafa nú fallist á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.