Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 19 soelueyjar suöur í höfum Kanaríeyjar ganga undir auknefninu saelueyjar — og þær rísa svo sannarlega undir því. Kanaríeyjar eru sá staður, þar sem erill hversdagsins lfður hvað fljótast úr kroppnum ofan í heitan sandinn á sólvermdum baðströndunum. A undanfömum 11 árum hafa þúsundir íslendinga sótt til ,,sælueyja“ endunýjaðan andlegan og líkamlegan þrótt — og stytt um leið svartasta skammdegið. Kanaríeyjabæklinginn og allar frekari upplýsingar fáið þið hjá okkur. FLUGLEIÐIR • URVAL • Samvinnuferdir • ÚTSÝN Sími 27800. Sími 26900 Z.ð/ICfSý/1 Ílf. Sími 27077 Sími 26611 Brottfarir í vetur: 19. des. - 9. jan. - 30. jan. - 20 feb. 13. mars. - 3. apríl - og 24. apríl. Verðfrákr. 495.000,- Hagstæðir greiðsluskilmálar: Utborgun 1/3 fargjalds og eftirstöðvar á 4 mánuðum. Söfnuðu 160 þús. kr. fyrir Afríkusöfnunina I>ossi tcla'siUni hópur harna á myndinni er úr Fossvojfsskóla, en krakkarnir stóóu saman að þvi um síóustu helgi aó halda hluta- vcltu til styrktar hjálparstarfi Rauóa krossins vegna hungurs- neyðarinnar í Afríku. Hér fer á eftir fréttafrásögn einnar stúlk- unnar úr hópnum. Evu Hjarkar: „Við byrjuðum á að tala um ástandið í Afríku. Okkur datt í hug að hjálpa þeim í Afríku. Rauði krossinn sendi okkur bréf og það var lesið fyrir hópinn. Við skrifuð- um bréf og fjölrituðum bréfin og sendum þau í húsin. Sumir teikn- uðu auglýsingaspjöld. Sumir fóru líka í búðir og við fengum rúmlega 700 hluti. Margir komu á tombóluna hjá okkur og við skreyttum krukkur og settum kökur í krukkurnar. Við söfnuðum 160 þús. krónum." Kostnaður við félagsmála- pakkann greiddur af ríkinu ALLMIKLAR tafir urðu á undir- ritun kjarasamninganna milli ASÍ og VSt í fyrrakvöld. Samningarnir voru undirritaðir um miðnætti. þótt aðilar væru boðaðir til sátta- semjara klukkan 18 til undirritun- ar samninga. I>ennan sama dag kom fram yfirlýsing rikisstjórnar- innar um félagsleg atriði. félags- málapakkinn svonefndi og olli birt- ing hans m.a. þessum töfum i hartnær 6 klukkustundir. Eftir að „pakkinn" hafði verið lagður fram, vildu aðilar fá skýr- ingar á ýmsum atriðum hans, m.a. vildu vinnuveitendur fá við því svör, hver yrði látinn borga kostnaðinn við framkvæmd hans. Kom sendi- nefnd þriggja fulltrúa ríkisstjórnar- innar í húsakynni sáttasemjara- embættisins og ræddi bæði við fulltrúa VSÍ og ASÍ um félagsmála- pakkann. Fulltrúarnir voru Þórður Friðjónsson, hagfræðingur forsæt- isráðuneytisins, Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og varaformaður Framsóknar- flokksins. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, lof- uðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar fulitrúum vinnuveitenda því, að atvinnuvegirnir myndu á engan hátt gjalda félagsmálapakkans, heldur myndi kostnaður af framkvæmd hans einungis greiddur af ríkinu. Óskilatöskur í Lödu-Sport? UNGUR menntaskólanemi varð í gær fyrir því óláni, að setja tvær töskur inn í bifreið, er hann hélt vera bifreið foreldra sinna. Svo reyndist þ<> ekki vera. heldur var hifreiðin sömu gerðar, og eru töskurnar því týndar. Bifreiðin sem hér um ræðir, er gulbrún að lit, af gerðinni Lada- Sport. Stóð hún í stæði við Tryggvagötu í Reykjavík um klukkan 15 í gær. Hélt pilturinn bifreiðina vera í eigu fjölskyldu sinnar, og setti því tvær töskur í aftursæti hennar, skólatösku og Hummel-íþróttatösku. Ökumaður eða eigendur bifreið- arinnar eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 71672, eða að hafa samband við miðborgarstöð lög- reglunnar, en töskumissirinn er mjög tilfinnanlegur fyrir hinn unga mann sem skiljanlegt er. Athugasemd frá Guð- rúnu Helgadóttur Á fundi borgarstjórnar 16.10. var til afgreiðslu svohljóðandi tillaga sem ég lagði fram: „Um nokkurt skeið hefur nokkr- um matstofum í borginni, sem fylgt hafa gefnum reglum um aðbúnað og framreiðslu, verið leyft að selja létt vín með mat. Hefur þessi háttur gefist vel og mælst vel fyrir. Nú hefur ein þessara matstofa farið fram á að fá að selja sterka drykki, þ.e. koníak og viský, á þeim forsend- um að margir kjósi að drekka þessar tegundir að máltíð lokinni. Borgarstjórn telur ekki ástæðu til að rýmka leyfisveitingar þeirra veitingastaða, sem fengið hafa leyfi til sölu léttra vína, eða annarra sambærilegra veitingastaða fram- vegis." Tillögunni var vísað frá. Frásögn Morgunblaðsins af með- ferð málsins var á þann veg, að ekki verður við unað. Fyrirsögn fréttar- innar var álit Elínar Pálmadóttur á tillögunni: „Ein allsherjar hringa- vitleysa“. Um það geta menn deilt, en persónulegt skítkast I stjórnmál- um læt ég öðrum eftir. Ég geri ekki kröfu til þess, að störf mín í þágu borgarbúa verði í hávegum höfð í Morgunblaðinu, en einhver takmörk hljóta að finnast fyrir rangfærslum blaðsins á þeim. Þess skal getið til gamans og sem dæmi um val frétta, að á þessum sama fundi borgarstjórnar var sam- þykkt tillaga sem ég talaði fyrir um 300 milljóna framlag borgarsjóðs til verndaðs vinnustaðar, sem Öryrkja- bandalag íslands er að hefja fram- kvæmdir á. Með ágætri viðbótartil- lögu Alberts Guðmundssonar var tillagan samþykkt samhljóða. Þetta þykja fréttamönnum Morgunblað- sins minni fréttir en yfirlýsingar Elínar Pálmadóttur um, að tillaga mín um takmörkun vínveitingaleyfa sé „ein allsherjar hringavitleysa". Ég tel sjálfsagt að borgarbúar fái að sjá þær tillögur, sem Morgunblaðið afgreiðir þessum orðum, svo að þeir geti sjálfir tekið afstöðu með þeim eða móti. Meiri sanngirniskröfu get ég víst ekki gert til Morgunblaðsins. Reykjavík 28.10. 1980 Guðrún Ilelgadóttir borgarfulltrúi. Aths. ritstj.: Þessi athugasemd Guðrúnar Helgadóttur, borgarfulltrua Al- þýðubandalagsins, er furðuleg. Hún sakar Morgunblaðið um „rangfærsl- ur“ og segir að frásögn Morgun- blaðsins af þessu máli sé á þann veg, að „ekkí verði við unað“. Eina efnislega athugasemd Guðrúnar Helgadóttur er sú, að í fyrirsögn á frétt Morgunblaðsins eru sett um- mæli Elínar Pálmadóttur, vara- borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins! Guðrún Helgadóttir ræður ekki fyrirsögnum í Morgunblaðinu og getur ekki gert nokkra kröfu til þess að fyrirsögn sé fremur valin úr hennar ummælum en annarra borg- arfulltrúa. Hún getur verið ósam- mála þeirri skoðun Elínar Pálma- dóttur að tillaga hennar sé „ein allsherjar hringavitleysa", en þótt hún sé því ósammála getur hún ekki haldið því fram, að þessi skoðun varaborgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sé „rangfærsla" á stað- reyndum. Guðrún Helgadóttir segir, að ekki sé hægt að una við meðferð Morgun- blaðsins á þessu máli. Morgunblaðið ver 25 línum til þess að skýra frá sjónarmiðum Guðrúnar Helgadótt- ur. Hún gerir enga athugasemd við þá frásögn. Morgunblaðið ver 12 línum til þess að skýra frá sjónar- miðum Björgvins Guðmundssonar. Hins vegar ver Morgunblaðið aðeins 15 línum til þess að skýra frá skoðunum Davíðs Oddssonar, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og 8 línum til þess að skýra frá sjónar- miðum Elínar Pálmadóttur. Morg- unblaðið veitir Guðrúnu Helgadótt- ur einni meira rými en tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins! Það fer nú að verða álitamál hver getur ekki unað við hvað. Guðrún Helgadóttir kvartar und- an því, að Morgunblaðið meti ekki mikils aðra tillögu, sem hún hafi flutt og verið samþykkt með viðbót- artillögu frá Albert Guðmundssyni. Frétt um þessa samþykkt birtist í Morgunblaðinu hinn 17. október á bls. 12. Athugasemdin almennt vekur hins vegar spurningar um það, hvort ekki sé völ á skýrari hugsun í meirihluta borgarstjórnar Reykja- víkur en þeirri, sem fram kemur í þessari athugasemd Guðrúnar Helgadóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.