Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Enn eru allmörg félög eftir með lausa samninga ENN er eftir aó Ijúka samninnum viO allmorx fól<>x. sem staúiú hafa utan hcildarkjarasamniniíanna. sem undirritaúir voru í fyrrakvóld. í jja'r stóðu yfir hjá sáttasemjara sáttafundir með prenturum. hokurum ok þjónum. f>au félö(í, sem eftir er að semja við eru Rafiðnaðarsambami Islands (>H öl! aðildarfélöK |>ess, Samhand íslenzkra hankamanna <>g aðildarfé- lön þess, liókatierðarfélönin þrjú, Hið íslenzka prentarafélan, Grafiska sveinafélanið ou Bókbindarafélaíi ís- lands, Farmanna- oji fiskimanna- samband íslands o(i aðildarfélön þess, Félan framreiðslumanna, Bak- arasveinaféiau íslands, Félan leið- sö(iumanna, Félad íslenzkra hljóm- listarmanna, Múraraféla)! Reykja- víkur, Múrarasamband íslands od aðildarfélod þess, Veddfóðrarafélad Reykjavíkur, Sveinafélad pípuladn- indarmanna, Málarafélad Reykja- víkur, Mjólkurfræðindafélad ís- lands, Verkalýðsféladið Randæindur (>d þar með starfshóparnir við Hrauneyjarfoss, starfsfólk ríkis- verksmiðjanna od Blaðamannafélad Islands. Meðal þeirra félada, sem að ofan eru talin er Randa>indur, sem boðað hafði verkfall hinn 29. október næstkomandi od var því allt útlit fyrir að vinna félli niður við virkjun- arframkvæmdirnar við Hrauneyj- arfoss þann dad- Við undirritun samninda í fyrrakvöld dendust for- ystumenn Randæinds inn á að bera undir fulltrúaráð féladsins afboðun verkfalls, ef tryddt yrði, að viðræður hefðust við féladið hið fvrsta. Mun sáttasemjari ríkisins hafa heitið því að boða til viðræðufundar mjöd bráðleda. Fulltrúaráð féladsins af- lýsti því verkfallinu í gær í trausti þess, að viðræður við féladið færu í ííaptí- I d*r bárust skrifstofu Vinnuveit- endasambands íslands allmardar af- boðanir verkfalla hinn 29. október, en stjórnir stéttarféladanna er nú umhverfis allt land með féladsfundi um þessar mundir, þar sem nýderðir kjarasamnindar eru teknir fyrir. Háhyrningurinn hress og kátur' 95 .46 „HÁIIYRNINGURINN er hress on kátur. syndir um alla laudina. en etur ekkert ennþá“ södðu starfs- menn Sa’dýrasafnsins sunnan við llafnarfjörð í samtali við Mordun- hlaðið í daT er spurst var fyrir um líðan háhyrnindsins sem þar er nú. — Hann var sem kunnudt er fandaður fyrir suð-austurlandi fyrir heldi. Að södn starfsmanna Sædýra- safnsins fást dýrin yfirleitt ekki til að taka við mat fyrst eftir að þau koma, en fyrr en þau gera það er ekki unnt að selja þau úr landi. Þau dýr sem veiðast kunna í haust mun bandaríski umboðsmaðurinn Brian Hunt sem kaupir dýrin, selja, en hann hefur ekki defið upp hvert þau síðan fara. Líklega verður það þó á söfn i Bandaríkjunum. Pétur Thorsteinsson sendiherra tók i gær á móti formanni drænlensku landsstjórnarinnar og atvinnumálaráðherra hennar, við komu þeirra hingað til lands i stutta heimsókn. Talið frá vinstri: Pétur. Johansen og Motzfeldt. l.joNm: Kmilía Bj. Bjömsd. Grænlenskir ráða- menn í heimsókn GRÆNLENSKIR ráðamenn komu hingað til lands i gær, i kynnisferð <>d til viðræðna við íslenska aðila. Þeir sem komu eru Lars F.mil Johansen atvinnu- málaráðherra Grænlands. og Jonathan Motzfeldt formaður drænlensku landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra hennar. Pétur Thorsteinsson sendiherra tók á móti þeim, en hér á landi munu Grænlendindar dvelja til föstudags. í ferð sinni, sem er kynnis- og kurteisisheimsókn, að nokkru leyti til að endurgjalda heim- sóknir Péturs Thorsteinssonar til Grænlands, munu þeir hitta fjöl- marga íslenska ráðamenn og frammámenn í íslenskum atvinnumálum. Þeir munu til dæmis ræða við starfsmenn Landsvirkjunar og Orkustofnunar um orkumál, þeir munu ræða við aðila í landbúnaði og sjávarútvegi, kynna sér menntamálaráðuneytið og eiga viðræður við fulltrúa Verslunar- ráðs Islands. Þá munu þeir skoða raforkuver, snæða kvöldverð í boði Óiafs Jóhannessonar utan- ríkisráðherra og sitja boð sendi- herra Dana á íslandi í danska sendiráðinu. Héðan halda Grænlendingarn- ir sem fyrr segir á föstudag, og fara þá til Kaupmannahafnar. Hingað komu þeir í gær frá Grænlandi, með þotu frá SAS- flugfélaginu. Lagafrumvarp Halldórs Blöndal: Byrjað að nið- ursjóða saltfisk fyrir Spánverja FYRIR nokkru var undirritaður samningur við Spánverja um kaup á niðursoðnum saltfiski héðan. Er hér um frumsamning að ræða, en er eigi að síður upp á nokkra tugi milljóna. Reiknað er með að frekari samningar verði gerðir við þessa kaupendur að því er Heimir Ilannesson sagði í samtali við Mbl. Framleiðsla er þegar byrjuð í einni verksmiðju og er saltfisk- urinn unnin í sérstakar neyt- endaumbúðir, þannig að spænsk- ar húsmæður þurfa ekki annað en setja þennan hátíðamat þeirra beint á pönnuna. Saltfisk- urinn er settur í ýmiss konar sósur og má í því sambandi nefna sinneps- og tómatsósu. Þegar reynsla verður komin á þá frumframleiðslu, sem nú er hafin, verður tekin ákvörðun um framhaldið og þá m.a. hvar þessi vara verður framleidd. Meira saltað á Fáskrúðsfirði, en í f jölda ára Fáskrúðsfirði, 28. október. NÚ ÞEGAR síldarsöltun úr rekneta- bátum er lokið, en hér var saltað úr siðasta bátnum í dag, er heildarsölt- un hjá Pólarsíld 22.500 tunnur. Auk þess hefur fyrirtækið fryst 100 tonn. Á seinni síldarárunum hefur ekki verið saltað í annan eins tunnufjölda og í haust hér á Fáskrúðsfirði. Söltun er þó engan veginn lokið hér, því Pólarsíld á eftir að fá síld úr fimm nótabátum, en mikill hörgull er á tunnum. Unnið er af fullum krafti við að koma síldinni í hús, en ekki vannst tími til þess að setja hana inn meðan törnin stóð sem hæst. — Albert. Barnaskattar verði afnumdir 80 milljónir hafa safnast 80 MILLJ. kr. hafa nú safnast á vegum Rauða kross íslands til hjálpar bágstóddum á hörmungar- sva'ðunum í Austur-Afríku. Þó er enn ekki lokið talningu þeirra peninga sem söfnuðust á höfuðborgarsvæðinu sl. miðvikudag, en á Akureyri söfnuðust um 7,2 millj., á Ólafsfirði 1,8 millj. kr., í Vestmannaeyjum um 3 millj., á Patreksfirði 0,8 millj., á Dalvík um 2,6 millj. og á Siglufirði um 1,5 millj. kr. í gær afhentu starfsmenn Álvers- ins í Straumsvík Rauða kross deild- inni í Garðabæ 1,4 millj. kr. IIALLDÓR Blöndal hefur ásamt tveimur öðrum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um niður- fellingu á opinberum gjnldum harna á árinu 1980. Segir i frum- varpi llalldórs. að „álagður tekju- skattur, útsvar. sjúkratrygginga- gjald og kirkjugarðsgjald á börn, sem voru innan 16 ára aldurs á tekjuárinu 1979, falla niður á skattaárinu 1980 og koma til endur- greiðslu. þar sem þau hafa verið greidd.“ í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars á þessa leið: Með sérsköttun hjóna hefur sú breyting verið gerð, að tekjur barna, sem eru innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, eru nú skattlagðar sér- staklega og þeim sendur álagningar- seðill, að þessu sinni þegar komið var undir árslok. I sumum tilvikum er hér um verulegar fjárhæðir að tefla og raunar nær alltaf tilfinnan- legar, ef litið er til greiðslugetu viðkomandi ungmennis, sem ekki átti von á þessari haustglaðningu. Það mun líka vera svo, að þessir álögðu skattar lenda jafnaðarlega á foreldrunum með einum eða öðrum hætti. Voru þeir þó þrautpíndir áður, en ráðstöfunarfé síminnkandi eins og forsvarsmenn heimilanna hafa fengið að kenna á. Fróðlegt væri t.a.m. að fá uppgefið hjá fræðsluyfirvöldum, hversu hár inn- kaupareikningur 16 ára unglings hefur verið á þessum haustdögum eftir að upp hefur verið talið allt það sem honum hefur þegar verið gert að kosta til vegna skólahaldsins í vetur. Það hlýtur að vera álitamál, hvort rétt sé að skattleggja vinnutekjur barna innan 16 ára aldurs. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að hið opin- Sigfinnur Karlsson form. Alþýðusambands Austurlands: „Stjórnin hefur ekkert gert fyrir verkalýðinn64 Er algerlega mótfallinn henni MBL. leitaði til Sigfinn.s Karls- sonar, formanns alþýðusam bands Austurlands. og spurði hann álits á nýgerðum kjara- samningum. Ilann hafði þetta að segja: „Þjóðhagslega þurfum við að vera ánægðir með þessa samn- inga, því slæmir samningar eru betri en engir samningar. En þegar ég horfi yfir mína braut, viðurkenni ég, að ég hef aldrei stigið erfiðara skref heldur en að skrifa undir þennan samning. Þó ég hafi gert það mótj sannfær- ingu minni, vona ég samt að samningurinn verði landsbyggð- inni til heilla. Margir halda að ég sé dyggur stuðningsmaður þessarar stjorn- ar, en það er ekki rétt, ég var það og er algerlega mótfallinn henni orðið. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert fyrir verkalýð- inn, og svo kórónar hún allt með því að leggja meira að segja skatt á 14 ára börn,“ sagði Sigfinnur Karlsson í Neskaup- stað. Sigfinnur Karlsson. bera eigi að minna á sig með hóflegri skattlagningu, ekki í tekjuöflunar- skyni, heldur til að barnið fái tilfinningu fyrir skyldum sínum við þjóðfélagið, — að enginn geti aðeins verið þiggjandi, heldur verði menn líka að leggja eitthvað af mörkum. Forsenda þess, að þessu markmiði verði náð, er augljóslega að um staðgreiðslu verði að ræða, en skatt- arnir komi ekki eftir á eins og „þjófur úr heiðskíru lofti", eins og einu sinni var sagt. Það má ekki gleymast í þessu sambandi, að börn- um innan 16 ára aldurs er bannað að stofna til fjárskuldbindinga. Eftirá- greiddum skatti svipar að því leyti til þeirra, að viðbúið er að fénu hafi verið eytt þegar kemur að skulda- dögum. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er sem fyrr segir Halldór Blön- dal, en meðflutningsmenn eru þeir Pétur Sigurðsson og Matthías Bjarnason. Lézt af völd- um brunasára I GÆR lézt 48 ára gamall maöur á gjörgæzludeild Landspítalans af völdum brunasára, sem hann hlaut i vinnuslysi á Keflavikur- flugvelli 6. október sl. Maðurinn hét Kristmundur Sæmundsson til heimilis að Kópavogsbraut 106, Kópavogi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og 4 dætur. Slysið varð þegar unnið var við gangsetningu á benzínvél á véla- verkstæði, sem tilheyrir varnar- liðinu. Þegar benzíni var hellt á vélina kviknaði skyndilega í því og skvettist benzín yfir þrjá menn, sem voru við vélina. Kristmundur heitinn, sem var vélstjóri að mennt var ekki að vinna við vélina heldur átti leið þarna framhjá í þann mund er slysið varð. Kom mest af benzíninu á hann svo hann skaðbrenndist. Hann var þegar fluttur á gjörgæzludeild Landspítalans en brunasárin voru svo mikil að hann lézt af völdum þeirra rúmum þremur vikum eftir slysið. Kristmundur Sæmundsson. UtfórStefáns Jóhanns í dag ÚTFÖR Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar fyrrum forsætisráð- herra og formanns Alþýðu- flokksins verður gerð í dag, klukkan 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Útvarpað verður frá athöfninni, en jarðarförin er gerð á vegum ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.