Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 25 fólk í fréttum Forseta- íþrótt (?) + Hann Ronald litli Rea- gan er alltíður gestur á þessari síðu, um þessar mund- ir, en minna mæðir á ekta- kvinnu hans Nancy. Þessi fréttamynd var tekin fyrir skömmu um borð í einkaflug- vél forsetaefnisins, sem hann flcngist í landshorna á milli í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. A myndinni er frú Nancy að leika nokkurs konar „app- elsínu-keiluspil". Hún fann upp á þessari íþrótt fyrir skömmu, svona til að drepa tímann. Lætur hún appel- sínur bruna eftir gangi flugvélarinnar. Ef Nancy er ekki með á kosningaferða- lögunum, sem Ronald Rea- gan fer í þotunni, þá ku hann sjálfur leika þessa nýju íþrótt um borð í flugvélinni. 517 gramma barn! + Þetta reifabarn í fangi móður sinnar er minnsta barn, sem fæðst hefur í Japan til þessa. Barnið sem er stúlkubarn vóg 517 grömm er hún fæddist, í janúarmánuði sl. Tvíburasystir hennar dó. Tvíburarnir fæddust fyrir tímann og var litla 517 gramma stúlkan, sem nú hefur hlotið nafnið Haruka Suzuki, strax sett í hitakassa. Þar var hún samfleytt í 181 dag, en þá var hún talin úr allri hættu, fékk að fara heim og tekur nú daglegum framförum. „Gömlu mennirnir“ + Það hefur oft verið sagt að Sovétríkin séu „ríki gömlu mannanna". Þá er átt við að ráðamenn séu allir vel við aldur. Þessi mynd, sem var tekin við atkvæðagreiðslu í Æðstaráðinu fyrir skömmu, virðist líka staðfesta þessi ummæli. Allir eiga þessir menn sæti í „Politburoi“ (Stjórnmálaráð- inu). Fyrir þá sem áhuga hafa skulu kapparnir upp taldir. í fremstu röð frá vinstri til hægri: Andrei P. Kirilenko ritari „flokksins" og aðal aðstoðarmaður Brezhnevs, Mikhail A. Suslov hugmyndafræðingur og þá sjálfur Leonid I. Brezhnev forseti. I röðinni í miðju frá vinstri til hægri eru: Viktor V. Grishin, formaður kommúnistaflokks Moskvuborgar, Arvid V. Pelshe formaður framkvæmdanefndar flokksins og Nikolai A. Tikhonov aðstoðarforsætisráðherra. í efstu röð frá vinstri Dmitri F. Ustinov (þó varla skyldur Pétri) varnarmálaráðherra, Yuri V. And- ropov yfirmaður KGB leyniþjónustunnar og And- rei A. Gromyko utanríkismálaráðherra. Þessar vinkonur eiga heima í Breiðholtinu. Þær héldu nýlega hlutaveltu að Hálsaseli 56 og söfnuðust 7.500 krónur sem þær hafa afhent Rauða krossi Islands í Afríkuhjálpina. Þær heita talið frá vinstri. Rakel Þóra Finnbogadóttir, Ásdís Margrét Finnbogadóttir og Laufey Stefánsdóttir. Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra bárust nýlega 12.000 krónur frá þessum strákum, sem héldu hlutaveltu að Bakkaseli 34, Breiðholts- hverfi. Þeir heita talið frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson, Sigurður Jóhannsson, Magnús Þór Jóhannsson og Hallgrímur Sveinn Sveinsson. Þessir strákar heita Arnar Jónsson, Rögnvaldur Jónsson og Bjarni Árnason og eiga heima í Breiðholti. Þeir félagar héldu nýlega hlutaveltu og söfnuðu 13 þúsund krónum, vegna Afríkusöfnunar RKÍ. Hlutaveltan var haldin að Kríuhólum 6. Þessar skólatelpur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Afríkuh.iálp Rauða krossins. Þær söfnuðu rúmlega 18.400 krónum. Þær heita Guðrún Ásgeirsdóttir, Helga Finnsdóttir og Kolbrún Pálsdóttir. •j. - Þrír krakkar, einn vantar á myndina, efndu til hlutaveltu fyrir Afríkuhjálp Rauða krossins. Á myndinni eru þær Hafdís Ingadóttir og Sigrún Jóna Sigurðardóttir. Þann sem vantar er Jón Helgi Sigurðsson. — Krakkarnir söfnuðu alls 20.000 krónum. ! « Þær Guðbjörg Dögg Emilsdóttir og Theódóra Emilsdóttir efndu . | hlutaveltu til ágóða fyrir Afríkusöfnun Rauða krossins og söfnuðn | þær rúmlega 7.000 krónum. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.