Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Umræðu um skýrslu samKönguráðherra, varðandi FluKleiðamál, var fram haldið í Sameinuðu þin>íi í gær. Umræðan verður lauslega rakin hér á eftir. Alþýðubandalagið vill ríkisrekstur \rni Gunnarsson (A) sasði vanda Flugleiða drana dám af þeim vanda, sem ríkti í flugheiminum öilum, og þá fyrst og fremst á N-Atlantshafsflunleiðinni. Árni sanði þetta fluK hafa fært í þjóðar- húið, á liðnum áratUKum, mikinn auð, eins o({ samKönKuráðherra hefði réttileKa komist að orði; og svo miklir hajjsmunir væru í húfi fyrir einstaklinjja ok heildina, að nauðsynleKt væri að koma FIuk- leiðum til aðstoðar við ríkjandi aðstæður. Vonandi fá sjónarmið sam(;ön(furáðherra að ráða í ríkari mæli ferð í ríkisstjórninni, sa(jði Friðrik Sophusson: sem hann sagði sýna, að Alþýðu- bandalagið hefði séð fyrir það, er nú væri á daginn komið. Ólafur Ragnar gagnrýndi for- ystumenn Flugleiða fyrir að liggja á upplýsingum og láta í té rangar upplýsingar, er vörðuðu stöðu og hag félagsins. Hann endurtók í því sambandi margt af því, sem hann hafði sagt í efri deild í fyrradag, og rakið er á þingsíðu Mbl. í gær. M.a. upplýsingar tímaritsins Flight um verðmæti flugvéla, sem hann sagði ganga þvert á upplýsingar Flug- leiða um verðmæti flugkosts fé- lagsins. Annaðhvort skortir upp- lýsingar frá félaginu, sagði Ólafur, eða þær eru rangar. Hvar er nú pólitík Alþýðuflokks um rannsókn- arnefndir þingsins og rannsóknar- blaðamennsku, spurði hann. Þá sagði ÓlRGr að samband Flugleiða við Seabord World flug- Ein af vélum Flugleiða. sem byggt hafa loftbru milli eylands okkar og umheimsins. Framtíð millilandaflugsins heíur verið umfangsmesta umra-ðuefni á Alþingi undanfarna daga — og raunar framtíð Flugleiða. í Ijósi breyttra rekstraraðsta-ðna. Eyland og umheimur: Hversvegna var Flugleiðafrumvarp- ið lagt fram i efri deild? Árni, en ekki Alþýðubandalagið, sem stefnir að því að standa á rústum Flugleiða og reisa þar ríkisflugfélag. Menn geta rétt gert sér í hugarlund í hvers konar álögur á skattborgara verður stefnt, ef Alþýðubandalaginu tekst að koma öllum flugrekstri í hendur ríkisins. Árni Gunnarsson sagði stöðu Flugleiða það alvarlega, að aðeins skjót viðbrögð ríkisvaldsins kæmu að gagni. Ef ekki verður hægt að gera hreint fyrir dyrum gagnvart viðskiptaaðilum F'lugleiða, varð- andi skuldir vegna eldsneytis og samskipta við önnur flugfélög, má búast við, að millilandaflug okkar eigi skammt í lyktir sínar. Þess- vegna er seinagangur sá, sem Alþýðubandalagið á fyrst og fremst sök á, alls ekki verjanlegur. Árni sagðist þó andvígur því að Atlantshafsflugi í þeirri mynd, sem verið hefði, yrði haldið áfram. Olíukostnaður myndi að líkindum hækka um 25 til 30% á næsta ári. Fyrrum samstarfsaðilar í Luxem- borg hygðust sjálfir taka upp þetta flug á næsta ári, ef aðstæður leyfðu, og þá með blandað farm- og farþegaflug. Stór og ríkisst.vrkt samkeppnisfélög fjölmennari þjóða hefðu þá samkeppnisaðstöðu, sem erfitt yrði að mæta. Bjarga þyrfti öðrum þáttum i starfsemi félags- ins. Árni sagði það brigðir á þeim stjórnvaldafyrirheitum, sem gefin hefðu verið, er sameining flugfé- laganna var knúin fram, að veita Iscargo samkeppnisflug á leiðinni Holland-ísland. Sameining flugfé- laganna á sumri til væri og e.t.v. upphafið að þeim innanhússvanda, sem búið hefði um sig innan Flugleiða. Við getum deilt um þetta mál í hið óendanlega, sagði Árni, en við skulum gæta að því, að sú hjálp, sem veita á, þarf að koma í tæka tíð, ef að gagni á að verða. Okkur er treyst til þess að leggja okkar af mörkum til að tryggja nauðsyn- legar flugsamgöngur innanlands og við umheiminn. Við sjáum hættuna fyrir Ólafur Ragnar Grimsson (Abl) sagði að ofstæki í garð Alþýðu- bandalagsins að bera það sök í Flugleiðamálum. Talsmenn þess hefðu þvert á móti bent á hættuna sem nú er komin á daginn, þegar fyrir tveimur árum. Rangt væri að Alþýðubandalagið stefndi að því að koma öllum flugrekstri undir ríkið. Síðan las Ólafur Ragnar kafla úr ræðum sínum fyrir tveimur árum, Alþýðubandalagið vill ríkisrekstur á rústum Flugleiða, sagði Árni Gunnarsson fram ákveðna aðstoð í því sam- bandi, sem kæmi fram í frumvarpi, sem lagt hefði verið fram í efri deild. En af hverju velur fjármála- ráðherra að leggja málið fram í efri deild en ekki neðri deild? Nú er það vitað að formaður þeirrar þingnefndar, sem fær málið til meðferðar í efri deild, Ólafur Ragnar Grímsson, er ekki líkleg- asti maðurinn til að hraða af- greiðslu málsins, ef skoðuð er afstaða hans til Flugleiða fyrr og síðar. Hversvegna lagði fjármála- ráðherra þá ekki málið fram í neðri deild? (Hér kallaði ÓlRGr fram í: Það eru miklu gáfaðri menn í efri deild). Ég efa það ekki, sagði FrSop, að það er skoðun ákveðins þingmanns í efri deild á sjálfum sér. En fjármálaráðherra valdi af einhverjum ástæðum torfæruleið fyrir frumvarpið. ÓIRGr hefur nú þegar talað í þrjár klukkustundir samtals um þetta mál, væntanlega til að flýta fyrir afgreiðslu þess. En hann hefur ekki einu orði sagt, hvern veg hann vill koma Flugleiðum til aðstoðar. Hann hefur heldur ekki talað út um það, hver sé afstaða hans til þess stjórnarfrumvarps, sem fram er koihið. Það hafa Alþýðubandalagsþingmenn yfir- leitt ekki gert. FrSóp sagði Evrópuflugið hafa skilað ágóða. Það væri hinsvegar Atlantshafsflugið sem væri orsök skuldasöfnunar Flugleiða og þeirr- ar fjárhagsstöðu, sem fyrirtækið væri komið í. Þá vék Fr.Sóp. að eignastöðu félagsins, m.a. upplýs- ingum endurskoðenda, sem eftir- litsmenn núverandi ríkisstjórnar hefðu kvatt til, sem hann taldi sýna, að staðhæfingar ÓlRGr hér að lútandi væru ekki á traustum grunni byggðar. FrSóp sagði sjálfstæðismenn fylgjandi því, að veita Flugleiðum þá fyrirgreiðslu til eins árs, sem stjórnarfrumvarpið fæli í sér. Þennan tíma á síðan að nýta vel, m.a. til að móta flugmálastefnu, er þjónar alþjóðahagsmunum, og ger- ir okkur kleift að nýta þá menntun, þekkingu og hæfni, sem flugfólk okkar býr yfir. Þá spurðist FrSóp fyrir um, hvort viðræður utanríkis- ráðherra — á ríkisstjórnargrund- velli — við Bandaríkjamenn um hugsanlegan farmflutning Flug- leiða frá Bandaríkjunum til varn- arliðsins hér, væru með vitund og vilja Alþýðubandalagsins, og hvað út úr þeim viðræðum hefði komið. Samanburður Ólafs Ragnars rangur Árni Gunnarsson (A) vék að samanburði Ólafs Ragnars á mati tiltekinna flugvéla, annarsvegar í tímaritinu Flight, hinsvegar hjá Flugleiðum. Sagði Árni að Ólafur Ragnar bæri ekki saman sambæri- legar vélar eöa tölur. í fyrra tilfellinu væri talað um B-727-200. í því tilfelli væri vél Flugleiða búin öðrum og fullkomnari tækjum, en samanburðarvélin, m.a. tölvustýri- tækjum, sem gerði verðmæti henn- ar mun meira. í síðara tilfellinu, um Fokkervélar, væri Flugleiðavél- in stærri, kraftmeiri og betur búin tækjuum. Hér væri því verið að bera saman ósambærilega hluti af annarlegum ástæðum. Þá sagði Árni að Ólafur Ragnar vildi „frjálsa samkeppni" um áhættuflugið, sem verulegt tap væri á, en ríkisítök á svökölluðu „grundvallarflugi", sem skilaði hagnaði. En þar komi og fram ósamræmi því Iscargo hefði verið veitt samkeppnisflug á Evrópuleið. Árni endurtók að hann væri andvígur stuðningi við Atlants- hafsflugið, sem fælist í því að greiða niður fargjöld fyrir útlend- inga. Hann skoraði hinsvegar á forsætisráðherra og samgönguráð- herra að sjá svo um, að aðstoðin við Flugleiðir kæmi í tæka tíð, þrátt fyrir þversumhátt Alþýðubanda- lagsins í málinu. Of margir ættu of mikið í húfi til þess að þversum- hátturinn mætti ráða gangi mála. Beiðni kom frá Flugleiðum Steingrímur Ilermannsson. samgönguráðherra, ber af sér sak- ir varðandi flugleyfi Iscargo til Hollands. Iscargo hefði flogið í mörg ár á þessari leið fragtflug og arðsemi þess flugs mætti auka með blönduðu farm- og farþegaflugi. Fugleiðir hefðu hinsvegar ekki nýtt þessa leið um langt árabil. Hann ber og sakir af stjórnarliðum, þess efnis, að afgreiðsla á málum Flug- leiða gengi of seint. Landsbankinn hefði dregizt á að hlaupa undir bagga með Flugleiðum, ef ríkis- ábyrgð myndi fást. Stjórnarfrum- varp um þessa ábyrgð og stuðning- ur stjórnarandstöðu við það felur það í si r, að slík ábyrgð muni fást. Þá mótmælti ráðherra því, að ríkisstjórnin hefði að fyrra bragði óskað þess, að Atlantshafsfluginu yrði haldið áfram. Það voru Flug- leiðir sem fóru fram á aðstoð á fundi 23. marz sl. sem Örn Johnsen, stjórnarformaður þeirra sat, sagði ráðherra. Ólafur Ragnar tók aftur til máls. Hann leiðrétti fyrri tölur um verð- mæti flugvéla. Ennfremur GarAar Sigurðsson (ABL), fyrrum flug- ráðsmaður, sem sagði m.a., að hann væri andvígur þeirri stefnubreyt- ingu, sem fælist í farþegaieyfi Iscargo, og gengi á það, sem ákveðið var með sameiningu Loft- leiða og Flugfélags íslands. félagið væri skuggamál, sem e.t.v. fengist aldrei upplýst. ÓIRGr sagði, að ef réttar væru upplýsingar Árna Gunnarssonar um hugsanlegt Atlantshafsflug Flugleiða í Luxemborg, væri sú aðstoð, sem nú væri ráðgerð við Atlantshafsflug F'lugleiða „bara grín“. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til að svara fyrri ræðu Friðriks Sóph- ussonar (S), sem hann hefði að vísu ekki hlustað á, en samkvæmt endursögn Mbl. hefði hann talað meira um sig, Ólaf Ragnar, en málefni Flugleiða. ÓIRGr sagði stefnu Alþýðu- bandalagsins í þessu máli fjór- þætta: „1. að tryggja Islendingum móguleika á ódýru flugi tii útlanda, 2. að skilja á milli áhættuflugsins og svokallaðs grundvallarflugs (Evrópuflugs og innanlandsflugs), 3. að almannavaldið fái meiri ítök í flugrekstrinum og 4. að starfsfólk Flugleiða fengi meiri eignarhlut í félaginu. Atlantshafsflugið orsök vandans Guðmundur Þórarinsson (F) sagði m.a. að hafa yrði í huga nokkur meginatriði. í fyrsta lagi að Flugleiðir hefðu búið við vaxandi vanda í rekstri á sl. 2 til 3 árum, vegna breyttra rekstraraðstæðna. Þetta væri ekki bundið við íslensk- an flugrekstur, enda færu vélar á degi hverjum yfir Atlantshafið með samtals 17.000 auð sæti. í öðru lagi væru heimatilbúin vandamál, átök starfshópa innan Flugleiða, þai sern jafnvel hálaunahópar hefðu virst reiðubúnir að taka „fyrirtækið kverkataki". í þriðja lagi væru uppi efasemdir um rétt- mæti sumra ákvarðana, sem stjórnendur hefðu tekið, en auðvelt væri að vísu að vera vitur eftir á. Allt þetta, einkum þó olíuhækkun og breyttar rekstraraðstæður, hefðu valdið gífurlegum halla á rekstri félagsins sl. þrjú ár. Guðmundur sagði, að ef ráðgerð- ur styrkur frá Luxemborg og Is- landi dygði til að komast yfir vandann, væri sjálfsagt að halda þessu flugi áfram. Hinsvegar væri ljóst að Flugleiðir væru ekki í stakk búnar til að búa við áfram- haldandi hallarekstur. Guðmundur sagði gagnrýni á óáreiðanleika í áætlunum Flug- leiða ekki sanngjarnan í öllum tilfellum. Erfitt væri að meta fyrirfram tekjur félagsins, þ.e. eft- irspurn á flugleið, sem væri háð svo mikilli óvissu sem Atlantshafs- flugið. Hann sagði Evrópuflugið skila verulegum hagnaði, innan- landsflugið stæði í halla og hann aftur erfiðri fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Guðmundur varaði við því að aðstoðin við Flugleiðir yrðu dregin um of, þó sjálfgefið væri að nauðsynlegar upplýsingar væru til staðar. Sjálfstæðismenn samþykkir Friðrik Sóphusson (S) sagði rangt hjá Ólafi Ragnari að fyrri ræða sín hefði einkum fjallað um persónu hans, þ.e. Ólafs Ragnars. Hitt væri líklegra að Ólafur Ragn- ar hefði ekki séð annað í endursögn Mbl. en það, sem fjallaði um hann sjálfan. Friðrik sagði að það hefði verið að frumkvæði ríkisvaldsins að Flugleiðir endurskoðuðu afstöðu sína um að hætta við Atlantshafs- flugið, en það flug hefði orsakað núverandi fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins. Ríkisstjórnin hefði boðið Ragnhildur á Alþingi Ragnhildur Helgadóttir, fyrsti varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, tók í gær sæti Geirs Hall- grímssonar á Alþingi, sem er á förum utan í opinberum erindagjörðum. Þá sitja 8 varaþingmenn á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.