Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 23 Minning: Gunnar Sveinn Hallgrímsson Fæddur 14. nóvember 1947. Dáinn 17. október 1980. I dag verður minningarathöfn míns kæra mágs og vinar Gunnars Sveins Hallgrímssonar sem nú er horfinn okkur svo sviplega yfir móðuna miklu í blóma lífsins. Þó erfitt sé að sætta sig við tilhugsunina um að Gunnars njóti ekki lengur við, langar mig að minnast þess góða drengs með nokkrum orðum. Gunnar var fæddur Reykvíking- ur, sonur hjónanna Hallgríms Magnússonar múrarameistara frá Múlakoti í Lundarreykjadal og konu hans Björnýar Hall úr Garð- inum. Gunnar lauk gagnfræðaprófi frá Vesturbæjaskólanum 1964 en hóf síðan múraranám hjá föður sínum og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum 1968 og síðan prófi frá meistaraskólanum í Reykjavík 1972. Arið 1969 kvæntist Gunnar Margréti Eiríksdóttur og áttu þau tvær dætur saman, Önnu Mar- gréti f. 21.9.70 og Dagbjörtu Erlu f. 13.8.72. Enda þótt leiðir þeirra Gunnars og Margrétar skildu, voru þau ávallt góðir vinir og létu velferð barnanna ráða gerðum sínum. Gunnar vann mikið með föður sínum í múrverki, voru þeir mjög samrýndir og stofnuðu saman múrverktakafyrirtæki sem þeir ráku í nokkur ár. Gunnar var afburða laginn múrari og ein- kenndust verk hans af vandvirkni og smekkvísi, bera því vitni fjöl- margir mannabústaðir sem hann vann við. Gunnar var einstaklega lund- góður maður, mannblendinn og hafði til að bera mikinn lífsþrótt, þannig að hvar sem hann kom saman með öðrum mönnum var hann miðpunktur í sínum hópi. Fráfall Gunnars er mikill miss- ir ungum dætrum hans og fjöl- skyldu. Verður sæti hans í hugum þeirra sem hann þekktu seint fyllt. Ég færi ástvinum hans hlýjar samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar. Sæþór L. Jónsson Mig langar að minnast ástkærs frænda míns, Gunnars Sveins Hallgrímssonar, er lést af slysför- um 17. október sl. Gunnar var fæddur 14. nóvem- ber 1947 og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans eru þau mætu hjón Björný Hall og Hallgrímur Magnússon. Gunnar var fæddur tvíburi og hinn hét Þorleifur Þór en dó 6 mánaða. Gunnar ólst upp í stórum systkinahópi og unnu hon- um bæði systkini og allir sem kynntust honum, hans framkomu og glaðværð stóðst enginn. Arið 1965 kynntist hann Mar- gréti Eiríksdóttur og gengu þau í hjónaband í desember 1969. Þau eignuðust Önnu Margréti f. 21. september 1970 og síðan Dagbjört Erlu f. 13. ágúst 1972. Gunnar var fágætur maður, aldrei hef ég þekkt metnaðarlaus- ari mann sjálfum sér til handa en t Elsku sonur okkar og bróöir HAFSTEINN RAGNARSSON, varö bráökvaddur á heimili sínu laugardaginn 25.10.1980. Ragnar Gíslason, Kristín Kristjánsdóttir og systkini. t Minningarathöfn um móöur mína og tengdamóður, STEINUNNI SIGURDARDOTTUR, Laugalæk 1, veröur fimmtudaginn 30. október í Laugarneskirkju kl. 15.00. Jaröaö verður aö Hofi í Öræfum, laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00. Sigrún Þorsteinsdóttir, Viggó Jósefsson. t Minningar- og kveöjuathöfn um móöur mína, GUÐRÚNU GUDMUNDSDOTTUR, fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 13.30. Útför hennar veröur gerö frá Seyöisfjaröarkirkju laugardaginn 1. nóvember og hefst kl. 13.30. Fyrir hönd systkina minna, Hólmfríður Gísladóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra fjær og nær er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróður, GÍSLA M. GÍSLASONAR, stórkaupmanns, Höfðavegi 20, Vestmannaeyjum. Guðrún V. Sveinbjarnardóttir, Haraldur Gíslason, ólöf Óskarsdóttir, Rannveig Gisladóttir, Hjörtur Hermannsson, Kristin Gísladóttir, Gunnlaugur Ólafsson, Helga Gísladóttir, Geir Sigurlásson, og barnabörn, Bertha Gísladóttir. Helga Ingibjörg Briem — Minning engum var meiri fögnuður af velferð annarra, hann var í senn hreinskiptinn og réttsýnn. Þykir mér sem öll samsætin muni gerast dauflegri er hann er horfinn og svo mun öllum þykja er þekktu hann. Það má segja að þetta nútíma kapphlaup sem alla ætlar að sliga hafi ekki passað honum. Lífsgleði hans var svo mikil að þetta hversdagslega strit og amst- ur var honum mjög erfitt. Gunnar elskaði dætur sínar ofar öllu og það veit guð að þar misstu þær mjög mikið. Margrét og Gunnar slitu sam- vistum i byrjun árs 1977 og sömdu þannig um sín börn að saman skyldu þær vera og hjá honum yfir skólatímann. Erla systir Gunnars hefur reynst dætrum bróður síns sem besta móðir og hennar heimili sem þeirra heimili. Guð blessi hana. Aður en Gunnar lést var henn enn sami glaðværi og góði drengurinn og bjartsýnn á fram- tíðina. Allt lýtur tímans rás í lífi manna, en. misjafnan sjó siglir hver og einn og með ólíku hugar- fari. Arna Björný Arnardóttir Nú er hann vinur okkar farinn yfir móðuna miklu. Við stöndum eftir höggdofa. Ungur maður í blóma lífs síns hrifinn burtu frá ungum dætrum sínum. En við verðum að trúa að þetta eigi sinn tilgang. Gunnar var fæddur 14. nóvember 1947 og var því tæplega 33 ára gamall. Foreldrar hans eru hjónin Hall- grímur Magnússon múrarameist- ari og Björný Hall. Hann var alinn upp í stórum systkinahópi. Gunn- ar var tvíburi, bróðir hans lést nokkurra mánaða gamall. Þau eru fimm systkinin sem horfa á eftir góðum bróður sínum. Hann fetaði í fótspor föður síns og lærði múraraiðn. Þeir feðgar störfuðu mikið saman. Leiðir okkar mættust fyrst þeg- ar hann kynntist konu sinni árið 1965. Við höfum því þekkt hann í 15 ár. Þau kynni okkar voru á allan hátt mjög ánægjuleg. Hann var góður félagi, léttur í lund og hrókur alls fagnaðar. Hann giftist árið 1969 Margréti Eiríksdóttur og þau eignuðust dæturnar Önnu Margréti sem nú er 10 ára og Dagbjört Erlu sem er 8 ára. Nú eiga þær um sárt að binda. Gunnar var einstakur faðir. Svo þolinmóður og natinn að orð fór af. Leiðir þeirra Margrétar skildu árið 1977. En dæturnar voru látnar finna eins lítið fyrir skiln- aðinum sem verða mátti. Það ætti að vera mörgum fyrirmynd sem skilja að skiptum, einingin um börnin. Þær voru ekki skildar að. Þær dvöldu því saman jafnt hjá föður sínum með móður. Við hjónin áttum því láni að fagna að umgangast Gunnar bæði með dætrunum og án þeirra. Alltaf var hann í léttu skapi, hvernig sem á stóð. Börnin okkar munu sakna hans. Hann hafði alltaf tíma fyrir börn. „Já vina mín,“ var algengt orðalag er hann svaraði dætrum sínum. Guð lýsi honum leiðina, Guð varðveiti dætur hans og þerri tár þeirra. Við biðjum líka fyrir for- eldrum hans, systkinum og öðrum vandamönnum. Far þú í friði — friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurbjörg Eiríksdóttir, Gunnar Sigfússon. I dag þegar kveðjubæn og minn- ingarorð verða flutt við líkkistu Helgu Ingibjargar Briem í Dóm- kirkjunni í Reykjavík fylgja þakk- arorð eftirlifandi bróður, ættingja vina og fjölmargra fyrrverandi starfsfélaga fyrir samfylgd lið- inna ára. Helga Ingibjörg Briem fæddist í Borgarnesi 7. marz 1898 og varð lífsferill hennar rösk 82 ár, er hún andaðist 18. október síðastliðinn í sjúkrahúsi hér í borg. Móðir hennar var Sigríður Eggertsdóttir Briem. Hennar faðir var Eggert Briem sýslumaður Skagfirðinga, síðast með aðsetur að höfuðbólinu Reynistað. Faðir Helgu Ingibjargar var Helgi Eyjólfur Jónsson verzlunar- stjóri, fyrst í Vestmannaeyjum í 8 ár, síðan kaupmaður í Reykjavík í 5 ár og verzlunarstjóri síðan í Borgarnesi unz hann fluttist til Reykjavíkur og var síðustu ár ævinnar bankaritari í Landsbanka íslands. Helga Ingibjörg stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1914 til 1917. Hóf síðan verzlunarnám í Kaupmannahöfn 1919 til 1923. Réðist hún þá til skrifstofu- starfa hjá Heildverzlun Garðars Gíslasonar í Reykjavík og vann þar til 1930. Þá stundaði hún um eins árs skeið nám í Heinrich Pollack’s skóla í Berlín og lagði stund á þýzk verzlunarbréf. Eftir það vann hún um skeið í skrifstofu hjá R. Bostrom í Leith í Skotlandi. Þann 1. marz 1934 réðist hún í þjónustu Útvegsbanka íslands og starfaði í útibúi bankans í Vest- mannaeyjum til 30. marz 1937. Sama ár 1. apríl hóf hún störf í aðalbankanum í Reykjavík og vann þar allt til þess að hún lét af störfum af heilsufarsástæðum 1. október 1958. I Útvegsbankanum starfaði Helga Ingibjörg í bréfritunardeild bankans, enda hafði hún aflað sér góðrar menntunar og reynslu í þeirri starfsgrein áður hún kom til starfa í bankanum. Helga Ingibjörg var skylduræk- in og kappsöm við vinnu og gekk ávallt heilshugar til starfa. Hún ávann sér með góðri framkomu traust yfirboðara og starfsfélaga. Hún tók mikinn og trúverðugan þátt í félagsstörfum bankamanna af sönnum áhuga og ósérhlífni. Helga Ingibjörg var trygg í vináttu og velhugsandi í garð þeirra, er hún hafði kynni af og naut hún þess ríkulega á síðustu æviárum sínum. Nágrannar hennar, frú Ingveld- ur og Steingrímur Thorsteinsson, reyndust henni tryggðartröll í síðustu og sárustu veikindum hennar. Avallt með útréttar hend- ur til hjálpar og aðstoðar hvenær sem þörf var. Með slíkri alúð annaðist Ing- veldur um velferð Helgu Ingi- bjargar að hún sat við sóttarsæng hennar þegar skilnaðarstundin rann upp. Af tólf systkinum er einn bróðir Helgu Ingibjargar á lífi, Páll Helgason, 76 ára, fyrrum veitinga- maður í Stykkishólmi. Með þeim systkinum var ávallt góð og heil- steypt vinátta. Eldra starfsfólk Útvegsbanka Islands á margar bjartar og hugljúfar minningar frá sam- starfi við Helgu Ingibjörgu í bankanum og áframhaldandi kynnum síðar. Þær minningar verða ekki afmáðar. Ég votta eftirlifandi bróður, ættingjum og vinum Helgu Ingi- bjargar Briem hluttekningu og innilega samúð. Adolf Björnssön. GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrir hægri eða vínstri opnun, frauðfyllt og níðsterk - og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr mólmi og laus box fyrir smjör. ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorðl dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmól. einangrunargildi, kæli- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. Margar stærðir og litir þeir sömu og ó VOSS eldavélum og viftum: hvítt-gulbrúnt-grænt-brúnt. Einnig hurðarammar fyrir lita- eða viðarspjöld að eigin vali. GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERDIR AF FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM JFOniX HATÚNI 6A • SIMI 24420 WIKA Allar stæröir og geröir. SfiiuHfflawuisojio' Vesturgotu 16 sími 13280 t Lokaö vegna jarðarfarar Skrifstofur okkar veröa lokaöar eftir hádegi í dag, miövikudaginn 29. október vegna minningarathafnar um GUNNAR HALLGRÍMSSON, múrarameistara. EIGNAVER SF. MALFLUTNINGS- OG LÖGFRÆÐISTOFA, SUÐURLANDSBRAUT 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.