Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Á myndinni sést Gauga Lund ásamt forráðamönnum Leikfélagsins. Matsölustaðir: Gjöf til Borg arleikhúss Listakonan Engel Lund hefur fært væntanleKU BorKarleikhúsi að (tjöf tvö Kömul Reykjavíkurmál- verk eftir Jón Ilelgason biskup. og skulu þau varðveitt af leikhús- stjórn Leikfélags Reykjavíkur þar til byggingu Borgarleikhúss lýkur. Engel Lund, eða Gagga Lund, eins og hún er jafnan kölluð, er fædd og uppalin í Reykjavík, í gamla apótek- inu við Austurvöll, dóttir Michael Lunds lyfsala og konu hans. Eftir að hún hafði lokið stúdentsprófi í Dan- mörku, byrjaði hún að laera að syngja, fyrst í Höfn og síðar í París. Eftir að hún lauk námi, gerði hún víðreist á margþættum starfsferli sínum, og meðal annars söng hún og kynnti nokkur -íslensk þjóðlög víða í Evrópu. Þegar hún hætti sjálf að syngja, kom hún aftur til Islands, hámenntuð í list sinni, og hóf að kenna hér söng og raddbeitingu. Gagga Lund er íslendingur með ræturnar djúpt í Reykajvík frá því fyrir fyrra stríð, meðan bæjarbrag- urinn var enn mótaður af dönskum smekk. Málverk Jóns Helgasonar bera þess glöggt vitni, hversu mjög hann unni gömlu Reykjavík, húsum, göt- um og holtunum í kringum byggð- ina. Hann var óþreytandi í áhuga sínum að mála myndir frá Reykja- vík, enda eru þær fyrir löngu viðurkenndar sem ekki einasta ná- kvæmur annáll um breytingar bæj- arins, heldur staðgóðar lýsingar á gamalli byggð og horfnum húsa- kosti. I langri baráttu Leikfélagsins fyrir bættri aðstöðu hefur það jafn- an verið styrkur að finna hlýhug og samkennd borgarbúa og annarra leikhúsgesta. Gjöf Göggu Lund er hvatning, sem Leikfélagi Reykjavík- ur er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir af heilum hug. (Frá L.R.) Meirihlutinn ekkert gert til að örva reksturinn — segir Davíð Oddsson A fundi borgarstjórnar á dogunum spunnust nokkr- ar umræður um lið í fund- argerð borgarráðs, en sá liður fjallaði um rýmkun á vínveitingaleyfi til handa Skrínunni. Erindi þetta hafði verið samþykkt í borgarráði. ingu matsölustaða innan borgar- innar. Davíð hélt síðan áfram og sagði þennan málflutning Guð- rúnar rangan og sagði að núver- andi meirihluti hefði ekkert gert til að örva rekstur matsölustaða. Hins vegar væru það dugmiklir eigendur þessara staða sem hefðu byggt þá upp sjálfir, án aðstoðar frá vinstri meirihlutanum í borg- inni. Aðgát við veitingu leyfa Næstur kom í ræðustól Ólafur B. Thors (S). Hann sagði að ekki Hann sagðist hafa vænst þess að þetta myndi rökstutt nánar. Hann sagði að þessi þögn Guðrúnar sýndi enn betur fram á hvað lítið hefði verið gert til að hlúa að matsölustöðum. Markús fullyrti að leyfi til að bera fram ákveðna sterka drykki, hefði verið veitt á sambærilegum stöðum við þennan sem nú sækti um. Reynslan af því hefði ekki verið neikvæð og því ekki ástæða til afturköllunar. Síð- an sagði Markús að lítið hefði breyst í tíð þessa meirihluta, hins vegar hefði meirihlutinn kapp- kostað að telja fólki trú um, að mikið hefði verið gert í ýmsum málum. Að lokum gat Markús þess Hendur gigtarsjúklings. Happamarkaður hjá Gigtarfélagi Islands Guðrún Helgadóttir (Abl) tók til máls og sagðist setja spurn- ingamerki við þennan lið og kvaðst vilja athuga mál af þessu tagi nánar. Þá gat borgarfulltrú- inn þess að hann væri andvígur sölu sterkra vína á matsölu- stöðum. Þá efaðist Guðrún Helga- dóttir um að aldurstakmörk yrðu virt því erfitt væri fyrir veit- ingamenn að fylgjast nákvæmlega með aldri gestanna. Þá gat Guð- rún þess að núverandi meirihluti hefði með sérstökum ráðstöfunum hlúð að matsölustöðum innan borgarinnar. I lok máls síns lagði Guðrún fram tiliógu þess efnis, að ekki skyldi Skrínunni veitt leyfi til veitingar sterkra drykkja. Meirihlutinn ekkert gert Davíð Oddsson (S) talaði næstur og sagði að ef að tillaga Guðrúnar yrði samþykkt myndi það fela í sér afturköllun á öllum leyfum af þessu tagi. Davíð kvaðst hins vegar ekki muna eftir því að núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefði staðið að því að koma upp matsölustöðum innan borgarinnar. Davíð óskaði síðan eftir því að Guðrún Helgadóttir svaraði því, hvort og á hvaða hátt, mcirihlutinn hefði staðið að aukn- væri ástæða til að álykta á þennan hátt vegna eins matsölustaðar. Hins vegar sagði Ólafur að það yrði að hafa aðgát við veitingu vínveitingaleyfa almennt. Hann taldi að í þessu tilviki væri ekki ástæða tii að taka einn matsölu- stað út fyrir og beina samþykkt- inni gegn honum. Að máli Ólafs loknu kom í pontu Kristján Benediktsson (F). Hann sagðist telja rétt að kanna hvernig þessi mál stæðu og spyrja ætti lögfeglustjóra að því. Síðan lagði Kristján til að málinu yrði frestað, á meðan viðeigandi upp- lýsinga yrði aflað. Þá tók Guðrún Helgadóttir aft- ur til máls. Sagðist hún geta fallist á frestunartillöguna. Hún sagðist ekki hala tekið eftir því að sterk vín væru seld á sumum matsölustöðum. Hún ítrekaði þá skoðun sína að hún teldi rangt að sterk vín væru seld á matsölu- stöðum innan borgarinnar. Saknar svara Guðrúnar Næstur talaði Markús Örn Ant- onsson (S). Hann sagðist hafa átt von á því að Guðrún minntist á hinar sérstöku ráðstafanir meiri- hlutans til handa matsölustöðum. að hann saknaði þess að Guðrún rökstyddi ekki sitt mál. Að máli Markúsar loknu var frestunartillaga Kristjáns borin undir atkvæði og samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. GIGTARFÉLAG íslands var stofnað 1976. Félagarnir eru hasli heilbrigðir og þeir, sem þjást af hinum ýmsu gigtsjúk- dómum. Markmið félagsins er að vinna að rannsóknum á gigtsjúk- um. sem er forsenda þess, að hægt sé að vinna hug á sjúkdómn- um. Ilefur félagið gefið 2 tæki til ónæmisrannsókna. Nú er næsta verkefni að koma á fót alhliða endurhæfingastöð fyrir gigtsjúka. Til þessara fram- kvæmda þarf mikið fé. Næsta fjáröflun félagsins er happamarkaður, sunnudaginn 2. nóvember, í Félagsstofnun stúd- enta við Hringbraut. Hann hefst kl. 2 e.h. velunnara að koma með varning til sölu. Má þar nefna hverskonar sæta- brauð, prjónles af öllum tegund- um, búsáhöld, leikföng, jólaskraut, allskonar bækur, frímerki, hljóm- plötur og allt mögulegt, sem aðra vantar, en þið hafið ekki þörf fyrir. Móttaka verður hjá Guðrúnu Helgadóttur, Bjarkargötu 10, eftir kl. 17 og Guðbjörgu Gísladóttur, Skálagerði 5. Móttaka er einnig í Félagsstofnun stúdenta sunnudag, 2. nóvember, kl. 10—12 f.h. Andvirðið rennur í hið stóra verkefni félgsins, æfinga- og endurhæfingastöð og við trúum því, að þátttakan verði glæsileg hjá einu fjölmennasta félagi sjúkra á íslandi. Félagið heitir á alla félaga og .AMcnÓTTIR JÓNAS EIRIKSSON GUÐLAUG M.JON f i7.6.ibsi D.i9.8.m* F 30.6.1853 D. 26.5.190G k SKÓLASTJÖrAHJÖN Á EIÐUM Minnismerki um Eiðahjón Þrír eftirlifandi synir Jónasar Eiríkssonar, skólastjóra, þeir Gunnlaugur, Emil og Friðrik, hafa látið gera minnismerki um þau Eiðahjón. Það er blágrýtis- stuðull, liggjandi á tveimur höggnum steinum. Skal honum komið fyrir á grafreit þeirra á Breiðavaði. Jónas lærði búfræði á Stend í Noregi og við landbún- aðarskóla Dana. Það var mikið átak á þeim tíma að afla sér menntunar. Varð hann að skilja konuna eftir heima með börnin, elstu synina og búið. Jón Sig- urðsson forseti hvatti hann til náms. Var það hvorttveggja, þörf þjóðarinnar til menntunar og traust hans á Jónasi. Á Eiðum ráku þau skóla og jafnframt skólabúið fyrir báðar Múlasýslurnar um 18 ára skeið. Uppeldisáhrifa þeirra beggja mun lengi verða minnst á Aust- urlandi. Var hlutur Guðlaugar stór í allri framkomu og stjórn. Jónas lét af skólastjórn árið 1906. Þá var hann nýbúinn að byggja að Breiðavaði myndar- legt íbúðarhús. Þangað ætluðu þau að flytja. Hún lést áður en það varð. Á Breiðavaði bjó Jónas þar til Þórhallur sonur hans tók við búinu. Jónas lést árið 1924. Magnea Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.