Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 13 hárgreiðslu fyrir keppnina. Þang- að komu svo bílar úr fornbíla- klúbbnum og við vorum sóttar. Hver ók í eigin bíl til Hollywood. Þenar þangað kom var allt skín- andi bjart, ljósadýrðin gífurleK og Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Herr- ar tóku á móti okkur og mér leið eins og drottningu þegar ég gekk inn í Hollywood. Það var sérstök tilfinning að ganga inn í Holly- wood í allri þessari ljósadýrð. Við gengum síðan í salinn og að borðum okkar. Síðan vorum við kynntar og þá færðum við Ólafi Laufdal skjal frá okkur stelpun- um. Síðan voru skemmtiatriði og um ellefuleytið vorum við kallaðar upp á svið. Nafn sigurvegarans var í lokuðu umslagi og Magnús Kristjánsson, sem tilkynnti úrslit- in tók sér góðan tíma til að opna það. Ég var ósköp róleg, hugsaði með mér: hann ætlar að verða lengi að þessu. Þá var nafn mitt lesið, það var stórkostlegt og ég táraðist. Sjálfsagt af því ég varð klökk." Valgerður verður tvílug í næsta mánuði og hún stundar nám í Flensborg. „Ég er á viðskiptabraut og reikna með að ljúka stúdents- prófi eftir tvö ár. Eftir það er ég alveg ákveðin hvað ég tek mér fyrir hendur. Nei, mig langar ekki í tískusýningarstörf. Eg á ekki von á því að þetta breyti neinu um framtíðina. Læt bara hlutina ráð- ast.“ Hver eru helstu tómstunda- mál er sígild spurning og Valgerð- ur svaraði: „Ég reikna með að fara á skíði þegar snjórinn kemur. Þegar ég var yngri þá fór ég mikið á skíði en hef gert minna af því nú í seinni tíð. Þá hef ég gaman að kvikmyndum og eins fer ég oft í Hollywood, að sjálfsögðu." Valgerður Gunnarsdottir. — unKÍrú IIollyw(H)d. Keppendurnir frá vinstri eru: Unndís Ólafsdútt- ir. Bryndís Stef- ánsdóttir. Heið- rún Ólafsdóttir. Asta Sóllilja Freys- dóttir og Bjórk Eiríksdóttir. Ljósmynd Mhl. AS. „Hef verið að reyna nýja bílinn í dag“ „ÉG HEF verið að reyna nýja bílinn í dag,“ sagði Valgerður Gunnarsdóttir, sem á mánu- dagskvöldið var krýnd ungfrú Hoílywood með pompi og pragt. Valgerður fékk þar bíl í verð- laun — Mitsubishi Colt. glæsi- legan bíl — og óhætt er að fuilyrða að aldrei á íslandi hafi verið glæsilegri verðlaun en einmitt í fegurðarsamkeppn- inni á mánudaginn. sem Ilolly- wood og timaritið Samúel stóðu fyrir. Það var fráfarandi ungfrú Hollywood, Auður Elísabet Guð- mundsdóttir, sem krýndi Valgerði. Alls tóku sex stúlkur þátt í keppninni, auk Valgerðar voru það Ásta Sóllilja Freysdóttir, sem varð önnur, Unndís Ólafsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Björk Eiríksdóttir. Ásta Sóllijja hlaut titilinn „sól- arstúlka Úrvals" og í verðlaun hlaut hún þriggja vikna ferð til Ibiza. Hinar stúlkurnar fjórar hlutu allar vikuferð til Ibiza með ferðaskrifstofunni Úrval. Glæsileg verðlaun, sem samtals nema um 9 milljónum króna. Það var mikið um dýrðir í Hollywood. Fjöldi gesta og skemmtiatriði glæsileg. Þannig lék Lúðrasveit Reykjavíkur bæði utanhúss og innan og Haukur Morthens, Rut Reginalds og Bald- ur Brjánsson komu fram. Sér- staklega var gerður góður rómur að söng Hauks og sýndi hann að lengi lifir í gömlum glæðum. Þá var snyrtivörukynning, tískusýn- ing, öllum var boðið upp á dubonn- et-kokteil og SS-pylsur. „Þetta var ævintýri líkast," sagði Valgerður í samtali við Mbl. og hélt áfram. „Við stelpurnar hittumst hjá Brósa, sem sá um ValgerAur Gunnarsdóttir — brosmild i nýja Coltinum sínum. Ljósmynd Mbl. Kristján. Rætt við Valgerði Gunnarsdóttur. sem á mánudagskvöldið var krýnd ungfrú Hollyw(H)d og í verðlaun hlaut hún nýjan Mitsubishi Colt ÞEIR HIÁ PHIUPS GERA MEIRA EN AD HANNA NÝ KERFI. ÞEIRKOMA AFSTAÐBYLTINGUM! Nýtt myndsegulband Philips hefur nú fullhannað nýtt myndsegulbandskerfi, sem margir álíta vera gjörbyltingu á þessu sviði. Philips 2000 er kerfí, sem býður upp á kosti, sem aðrir hafa ekki: - Myndkassettu, sem spila má báðu- megin, með - 8 klukkustunda sýningar/upptöku- tima Upphitaðir upptökuhausar, sem • aðeins þekkjast á stærstu tækjum í upptökusölum (studiotækjum) vama sliti á segulbandinu, auk þess, sem svonefndir fljótandi hausar gera stillingu þeirra óþarfa. Þannig er hægt að taka upp á eitt tæki og sýna á örðum án truflana. Philips vann stríðið Þegar Philips hljóðkassettan kom á markaðinn fyrir tæplega tuttugu árum, voru fáir sem spáðu henni bjartri framtíð. Margir töldu Philips hafa gert regin-mistök með gerð litillar hljóð- kassettu, sem þyrfti að snúa við og spila báðum megin. Reyndin varð önnur. Philips hljóðkassettan er einráð á markaðinum. Aílir hinir tóku hana í notkun. Nú hefur Philips sett mynd- kassettu á markaðinn. Hún er byggð á sömu grundvallarhugmynd og reynslu, sem fengist hefur með hljóð- kassettunni. Árangurinn er líka frábær. Sextán daga upptökutimi Einn af höfuðkostum nýja Philips myndsegulbandskerfisins er upp- tökutíminn. Philips 2000 með nýju 8 klst. myndkasettunni, gefur kost á , innstillingu á 5 mismunandi sjónvarpsþætti á 16 daga timabili. Nýja kassettan hefur pláss fyrir átta klukkustundir af efni, 4 klst. á hvorri hlið. Þannig getur þú komið fyrir t.d. fjórum 2ja klst. kvikmyndum á einni spólu eða fjórum knattspyrnu leikjum og einni bíómynd. - Þeir hjá Philips gera meira en að hanna ný myndsegulbandskerfi. Þeir koma af stað byltingum. Þess vegna hafa margir af þekktustu framleiðend- um myndsegulbanda, eins og t.d. B og O, ITT, Pye, Luxor og Grundig gert samninga við Philips um notkun þessa nýja kerfis í sinni eigin framleiðslu. Sjálfvirkursnuórari Ein af skemmtilegustu nýjung- unum á Philips 2020 myndsegulbands- tækinu er efnisleitari, sem við köllum „sjálfvirka snuðrarann“. Þettaertakki sem þú notar þegar þú þarft að finna myndefni á myndkassettunni í hasti. Sjálfvirki snuðrarinn finnur réttan stað á spólunni á met-tíma. Snuðrar- inn er tengdur sérstöku tölvuminni, sem gerir þér kleift að finna réttan stað á spólunni á andartaki eða svo. Philips kann svo sannarlega tökin átækninni. Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.