Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Fulltrúar þriggja stórra sjómannaiélaga féllu við stjórnarkjör á Sjómannaþingi í lok Sjómannasamhandsþinns- ins sa«ói Oskar VÍBfússon formaft- ur Sjómannasamhandsins. aft það Kæti orðið erfitt að ná «óðri samstoðu innan samhandsins þeg- ar fulltrúar AkurnesinKa. Grind- víkinga ok VestmannaeyinKa ættu ckki fulltrúa í aðalstjórn sam- handsins. en þeir voru allir felldir úr stjórninni við stjórnarkjör. Mbl. bað Óskar Vigfússon að skýra nánar við hvað hann ætti. „Ég lít ekki á starf innan Sjó- mannasambandsins með augum stjórnmálamannsins," sagði Óskar Vigfússon. „Það er tvennt ólíkt, því þetta eru hagsmunasamtök sem eiga að efla einingu sjómannastétt- arinnar og það verður ekki gert með þessum hætti, að fella fulltrúa þessara byggðarlaga úr stjórninni, það er á hreinu. Þarna standa utan stjórnarinnar stór félög sjómanna, sem hafa átt sæti í stjórn Sjó- mannasambandsins meira og minna frá því það var stofnað. Það að fulltrúar þessara félaga falla nú úr stjórn sambandsins hlýtur að hafa neikvæð áhrif á eininguna innan stéttarinnar." Mbl. sncri sér líka til Péturs Sigurðssonar, alþingismanns og þingforseta síðasta Sjómannasam- handsþings og bað um álit hans. Leiðréttingar af Sjómannaþingi í FRÁSÖGN af Sjómannasam- bandsþingi í gær var Guðmundur M. Jónsson ýmist nefndur fráfar- andi varaformaður eða varaforseti Sambandsins og í myndatexta „fráfarandi formaður", en eins og sést af samhenginu er Guðmundur fráfarandi varaformaður Sjó- mannasambandsins og ekkert annað. Og í myndatexta var Sig- finnur Karlsson skrifaður Sig- mundur! Mbl. biður velvirðingar á þessum mistökum. Hefur neikvæÖ áhrif á^eininguna. segir Óskar Vigfússon. Hujísanavilla hjá Óskari, segir Pétur Sijíurðsson Sigfinnur Karlsson um stjórnarkjörið: „Harma að póli- tíkin skuli hafa orðið ofaná ...“ „Ég tel að þessi kosningaúrslit hér á Sjómannasambandsþing- inu, marki leið að því. sem muni gerast á Alþýðusamhandsþing- inu nú í nóvember.“ sagði Sig- finnur Karlsson i spjalli við Mbl. þegar úrslit voru Ijós í stjórnar- kjöri á Sjómannasambandsþingi sl. sunnudag. „Það er sem sé álit mitt að þessi kosning til stjórnar Sjómanna- sambandsins, sýni pólitískt hvað muni gerast í framtíðinni ef menn ugga ekki að sér. Ég harma að pólitík skuli hafa orðið ofaná í þessum kosningum en ekki hagsmunir sjómanna, þó ég dragi ekki í efa hæfni einstakra fulltrúa. Ég mun vinna að því að annar andi ríki á ASÍ- þinginu nú í nóvember," sagði Sigfinnur Karlsson. Óskar Vigfússon: „Málefnalegt þing“ Mbl. spurði óskar Vigfússon, formann Sjómannasambandsins um tólfta þing samhandsins, sem haldið var um helgina. „Þingið var að minni hyggju mjög málefnalegt," sagði Oskar. „Þar voru tekin fyrir þau helstu mál sem sjómenn varða þessa dagana, olíugjaldið og kjaramálin og gerðar ítarlegar tillögur um öryggis- og tryggingamál. Ég vil þakka þingfulltrúum fyrir góða frammistöðu, þeir lögðu sig fram um að vinna skynsamlegar tillög- ur um þessi efni.“ Nú sagðir þú, Óskar, þcgar þú varst fyrst kosinn forseti Sjó- mannasambandsins, að helsta verkefnið væri að efla samtaka- mátt sjómanna. Ilefur það tekist þessi fjögur ár sem þú hefur gegnt formannsstöðu? “Það hefur orðið nokkur árang- ur í réttindabaráttu sjómanna þennan tíma og gildi sjómanna- starfsins hefur verið komið á framfæri við þjóðina. En þetta er mál sem hver og einn verður að meta fyrir sig.“ Hvað er nú framundan í kjaramálum sjómanna? „Strax og nýkjörin stjórn Sjó- mannasambandsins kemur sam- an, verður kosin samninganefnd og kjarakröfur sjómanna kynntar okkar viðsemjendum." Eru þær kröfur fullmótaðar? „Þær eru að miklu leyti mótað- ar, já. Ég held það sé ekki rétt á þessu augnabliki að gera grein fyrir þeim kröfum, en reyndar felur kjaramálaályktun Sjó- mannaþings nokkuð í sér kröf- urnar," sagði Óskar Vigfússort, formaður Sjómannasambands ís- lands. Sjómannaþing um olíugjaldið: Sameiginlegt átak lands- manna allra leysi vandann Tólfta þing Sjómannasam- bands íslands ítrekar fyrri afstóðu sjómannasamtak- anna um að þann vanda. sem hækkun olíuverðs skapar út- gerðinni i landinu. beri að leysa með sameiginleKU átaki landsmanna allra. En það eigi ekki að velta honum yfir á sjómenn eina, svo sem Kert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tímabundið olíu- gjald, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þingið telur að Alþingi eigi að mæta þessum vanda m.a. með því að fella niður þau innflutningsgjöld sem nú eru á olíuvörum og leggur áherslu á að við næstu ákvörðun fiskverðs, verði þessi mál komin í það horf sem sjomenn geta við unað. Með hliðsjón af framan- sögðu leggur 12. þing SSÍ til að umrætt frumvarp verði fellt. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 „Þetta sem Óskar Vigfússon sagði í lok þingsins, er að sjálf- sögðu hugsanavilla," sagði Pétur. „í 13 manna sambandsstjórn er útilokað að 23 félög geti öll átt sinn fulltrúa innan sambandsstjórnar- innar, ef taka á tillit bæði til landshluta og stærðar félaganna. Þeir sem nú fóru úr stjórninni höfðu setið þar um langt árabil og það sem gerðist er það, að það komu fulltrúar frá öðrum félögum og öðrum landshlutum, sem ekki höfðu áður átt sæti í stjórninni. Þarna voru nokkrir menn sem uppstillingarnefnd var sammála um að yrðu kjörnir og þeir voru að sjálfsögðu kjörnir með þorra at- kvæða vegna þess að þeir hafa starfað vel og lengi fyrir sjómenn og verið í fararbroddi, þótt sumir þeirra séu áhrifamenn í pólitík og hafi beitt sér óspart innan laun- þegahreyfingarinnar sem slíkir. Og fulltrúar þessara félaga, sem Óskar Vigfússon nefndi, eru með sam- þykki alls þingsins í varastjórn og þess vegna koma þeir oft inn í stjórnina, því þeir starfandi sjó- menn sem kosnir voru í stjórnina verða meira og minna ekki til staðar þegar þarf að kalla saman sambandsstjórn, sagði Pétur Sig- urðsson. Frá þingi Sjómannasambandsins. Rannsókn mín hefur leitt í ljós að QUIK fæst í lítilli dós, stærri dós og ennþá stærri dós. Með súkkulaði kveðju • Bewu Súkkulaðisérfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.