Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Minning: Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra Nú þegar Stefán Jóhann Stef- ánsson, fyrrv. forsætisráðherra, er kvaddur hinstu kveðju, vil é« fyrir hönd okkar, sem vorum honum samtíða hjá BrunabótafélaKÍ ís- lands, minnast þeirra ára, sem hann var forstjóri félaKsins, en hann var skipaður í það starf 1. júní 1945. Stefán Jóhann var þá í blóma lífsins, rúmlena fimmtujjur að aldri. Hafði stundað hin marf{- breytileKustu störf allt frá unga aldri. Tekið til höndum við sveita- ok sjávarstörf á un(ílinKsárunum, brotist til mennta ok lokið lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands. Stundað lö);fræðistörf í félafji og samstarfi við færa lögmenn um árabil og á þeim tíma öðlast réttindi hæstaréttarlögmanns. Okkur, sem kynntumst Stefáni, var þó Ijóst, að þjóðmálin áttu hug hans allan, a.m.k. er hér var komið sögu. Enda hafði hann tekið virk- an þátt í stjórnmálum um langt árabil, sem fulltrúi jafnaðar- manna í bæjarstjórn Reykjavíkur, alþingismaður og ráðherra oftar en einu sinni. Okkur, sem ekki þekktum Stef- án Jóhann áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá félaginu, lék að sjálfsögðu nokkur forvitni á því, hvern mann þessi nýskipaði forstjóri okkar hefði að geyma. Það hafði ekki farið fram hjá neinum, sem fylgdist með blaða- skrifum þessara ára, að ekki var örgrannt um, að á hann væri allhart deilt á stundum. Það þarf ekki að orðlengja hér, að maður- inn Stefán Jóhann féll okkur vel í geð og því betur, sem kynnin urðu lengri og nánari. Hann bar hag Brunabótafélagsins mjög fyrir brjósti alla tíð og vildi veg þess sem mestan. í formálsorðum, sem hann rit- aði í 40 ára afmælisrit félagsins, kemst hann m.a. svo að orði: „Eins og að líkindum lætur, var þekking mín á starfsemi Brunabótafélags- ins þó ekki ýkja mikil, er ég gekk í þjónustu þess. En þegar ég fór að kynnast sögu þess og starfshátt- um nánar, varð mér ljóst, hve merkilegt og farsælt brautryðj- andastarf félagið hefði unnið í íslenzkum tryggingamálum og hve margir góðir og gegnir menn hefðu lagt þar hönd að verki, með fyrirhyggju, þrautseigju og dugn- aði. Eg varð þess brátt var, að ekki bæri aðeins brýna nauðsyn til þess að halda vel í horfinu, heldur sækja fram, eftir því sem ástæður frekast leyfðu.“ Þrátt fyrir það, að Stefán Jó- hann ætti ekki langa viðstöðu hjá félaginu og þyrfti jafnframt að sinna margvíslegum störfum á opinberum vettvangi, markaði hann djúp og heilladrjúg spor í sögu félagsins, ekki síst í sam- bandi við undirhúning að breyt- ingu þeirri, sem gerð var á lögum félagsins 1955. Stefán Jóhann lét af forstjórastörfum 1. september 1957, er hann var skipaður sendi- herra íslands í Danmörku. Við kveðjum hinn látna með virðingu og vottum sonum og oðrum aðstandendum innilega samúð. Asgeir Ólaísson Við andlát Stefáns Jóh. Stef- ánssonar á ísland á bak ao sjá mætum syni og Danmörk goðutn vini. Frá unga aldri lét Stefán Jó- hann Stefánsson sér ann um tengsl íslendinga og Dana og á árum sínum í embætti uianr.'kis- ráðherra og síðar forsæti-ráð- herra var honurn kappsmal að óhjákvæmileg framvinda stjórn- málanna spillti ekki vináttu þjóð- anna. Því var það til heilla fyrir sambúð ríkjanna er Helga og Stefán Jóh. Stefánsson komu til Danmerkur sem sendiherrahjón. Sem stjórnmálamaður og leiðtogi jafnaðarmanna um árabil var Stefán Jóhann þá vel kunnur dönskum stjórnmálamönnum. Al- úð hans og hjartahlýja ruddu honum braut þar sem máli skipti í dönsku þjóðfélagi, en þessar per- sónulegu vinsældir höfðu sérstaka þýðingu þar sem handritamálið var einmitt að komast á lokastig um þetta leyti. í endurminningum Stefáns Jó- nanns og í hinni yfirgripsmiklu Danmerkurkróníku Paul Hamme- richs greinir frá því hvern skerf Stefán Jóhann lagði fram til lausnar þessu mikilvæga máli. Hér skal einungis áréttað að með sínu pólitíska innsæi og miklum mannkostum lagði hann fram stóran skerf. Um árabil áttum viö náið sam- starf, m.a. vegna handritamálsins. Ávöxturinn varð náin og, hvað mig snerti, dýrmæt vinátta rosk- ins diplómats og ungs ritstjóra, sem síðan hélt áfram að dafna. Við andlát Stefáns Jóhanns hvarflar hugurinn til þeirra ára er þau frú Helga bjuggu í Kaup- mannahöfn. Þau voru myndarhjón og vnðuleg í sjón og raun, enda áttu þau sérstókum vinsældum að fagna. Það segir sína sögu að þogir 'tkveðið var að gefa þeim persómilega skilnaðargjof við brottfórina t'rá Danmörku árið 1965 safnaðis' : vo mikið fé, að ekki nægði einungis til kaupa á þeim hlut, sen. upphaflega var ætlunin, enskri gólfklukku, heldur einnig persnesku teppi. Það segir líka sína sögu að í nefndinni, sem stóð að gjöfinni, áttu sæti ein- staklingar með mjög mismunandi stjórnmálaskoðanir, svo sem ráð- herrafrú úr Jafnaðarflokknum og íhaldssamur iðnrekandi. En fyrst og fremst hvarflar hugurinn til mannsins og vinarins Stefáns Jóhanns. Eins og svo margir aðrir hér í Danmörku finn ég að heimurinn er kaldari og lífið fátæklegra nú þegar hans stóra hlýja hjarta er hætt að slá. Bent A. Koch í hugljúfum bernsku- og æsku- minningum greinir Stefán Jóhann Stefánsson frá fyrstu kynnum sínum af Skandinövum. í Dagverðareyrarvtk tóku Norð- menn að sér að byggja litla síldarbryggju. Þar stundaði Stef- án Jóhann vinnu um skeið. „Æfði mig í því að tala við Norðmennina og þóttist vissulega vera þar maður með mönnum" eins og hann kemst að orði. Alla sína ævi var Stefán Jóhann mikill áhugamaður um norræna samvinnu og sýndi það í verki. Á aðalfundi Norræna félagsins í febrúarmánuði 1935 er hann kjör- inn í stjórn þess. Árið eftir er Sigurður Nordal óskar að láta af störfum sem formaður félagsins er Stefán Jó- hann kjörinn í hans stað. Hann sinnir því starfi á miklu blóma- skeiði félgsins og starfssömu tímabili í rúman hálfan annan áratug eða fram til ársins 1952. Hann átti margar greinar í tímariti félagsins Norrænum jól- um, sem það gaf út með mynd- arskap um árabil á stjórnarárum hans. Hann lét ennfremur til sín taka á oðrum vettvangi. í norræn blöð og tímarit skrif- aði hann töluvert um norræn ináléfni og sótti fjölmarga fundi á vegum Norræna félagsins. Fyrir öll störf hans í þágu félagsins og norrænnar samvinnu í heild þakk- ar Norræna félagið af heilum hug. Árið 1962 var Stefán Jóhann kjorinn heiðursfélagi Norræna fé- lagsins í þakklætisskyni fyrir langa þjónustu í þágu þess. Stefán Jóhann kom við sögu er unnið var að stofnun Norður- landaráðs og sótti fyrsta fund þess í Kaupmannahöfn árið 1953. Sem sendiherra í Kaupmanna- höfn frá haustnóttum 1957 og fram til vors 1965 átti hann m.a. mikinn þátt að lausn handrita- málsins. Var þá ekki ónýtt að vera vinur valdamanna Dana og hand- genginn þeim. Stefán Jóhann lét sér annt um málefni íslenskra stúdenta og annarra námsmanna í Höfn og sótti samkomur þeirra þegar því varð við komið. Minnist undirritaður ánægju- legra stunda á heimili þeirra hjóna í Danmörku á þessum árum, rausnar þeirra og gestrisni. I upphafi þessa greinarkorns var vitnað í Minningar Stefáns Jóhanns. Þær lýsa manninum. I síðara bindi kemst hann svo að orði: „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á norrænni samvinnu, þó allt of litlu hafi ég áorkað þar sem annars staðar." Hógværð Stefáns Jóhanns og lítillæti og ekki síður fúsleiki hans á að viðurkenna að velja hefði mátt aðrar leiðir og úrræði en hann gerði, sú áhersla sem hann leggur á að sér kynni að geta skjátlast í ákvörðunum á langri lífsleið, bera sannmenntuðum manni fagurt vitni. „Líf sérhvers einstaklins og líðan er öllum viðkomandi. Engan má troða niður í skarnið. Otal hendur ættu að vera á lofti til þess að reisa hvern fallinn félaga." Þannig mælist Stefáni Jóhanni í bókarlok Minninga sinna og eru þau ummæli verðugur minnis- varði um þá heiðríkju sem ríkti í huga dugmikla en efnalitla drengsins, er fæddist á Dagverð- areyri við undurfagran Eyjafjörð undir lok síðustu aldar. Norræna félagið mun lengi minnast starfa hans í þágu þess og biður börnum Stefáns Jóhanns og venslafólki öllu Guðs blessunar. Hjálmar Ólafsson Stefán Jóhann fæddist að Dag- verðareyri við Eyjafjörð 20. júlí 1894. Faðir hans, Stefán Ágúst Oddsson bóndi þar, dó úr lungna- bólgu 10. júní 1894, eða rúmum mánuði áður en sonur hans fædd- ist, svo að hann fékk hann aldrei augum litið. Fyrri maður Olafar, móður Stefáns Jóhanns, hét Jó- hann og var bróðir síra Árna Jóhannssonar, er síðast sat prestsetrið Glæsibæ. Þeir bræður drukknuðu báðir saman á Eyja- firði 3. nóv. 1880 á heimleið frá Akureyri. Þetta er tekið hér sér- staklega fram vegna missagnar, er skýrt var frá láti Stefáns Jóhanns í Álþingi, en í blöðum má lesa, að þar hafi verið sagt, að faðir Stefáns Jóhanns hafi drukknað. Svo var eigi, og er líklega ruglað saman atburði, sem varð 14 árum fyrr, er fyrri maður Ólafar drukknaði. Ólöf hafði átt 4 börn með Jóhanni, en aðeins ein dóttir lifði, Katrín, sem giftist Haraldi Pálssyni, er um langt skeið var organisti í Glæsibæ. Þeirra son var m.a. Jóhann Ólafur tónskáld, er dó árið 1966, en síðari kona hans var María Kristjánsdóttir frá Ytri-Skjaldarvík, nú til heim- ilis á Akureyri. Stefán Jóhann átti eina alsystur, er Kristín hét, og giftist hún Jóni Jónssyni frá Ytri-Skjaldarvík. Þau eru nú bæði látin. Þessi voru börn Odds Jónssonar og Arnbjargar Sigurðardóttur, er lengi bjuggu á Dagverðareyri: Jón, Daníel, Stefán Ágúst, faðir Stef- áns Jóhanns, Sigurður, síðar bóndi á Dagverðareyri, Guðrún móðir mín, er giftist Kristjáni Jónssyni smið og bónda í Glæsibæ, og Rósa, sem giftist Ole Hövring, norskum fiskimanni, og fluttist með honum til Noregs. Dagverðareyrarætt, af- komendur Odds og Arnbjargar, er nú orðinn mikill ættbálkur. Af barnabörnum þeirra hjóna eru nú, við lát Stefáns Jóhanns, tvö á lífi, Ludvik í Noregi og undirritaður. Stefán Jóhann var mjög ætt- rækinn og dáður af skyldmennum sínum. Einn var sá staður og sýsla hér á landi, er hann hafði mest dálæti á, fæðingarstaður hans, Dagverðareyri og Eyjafjörðurinn fagri. Til síðustu stundar mun hann hafa hugsað heim til Dag- verðareyrar og skyldmenna þar. Stefán Jóhann var hjartahlýr og gestrisinn. Voru þau samhuga í því sem öðru, hann og hans glæsilega kona, Helga, en hún dó árið 1970. Meðan hún og kona mín, Sigríður, lifðu báðar, myndaðist með okkur öllum innileg vinátta. Þeim hjartahlýju gleðistundum, er við áttum saman, mun ég aldrei gleyma. Fari frændi minn heill á þeirra fund. Stefán Ágúst Einstöku menn, sem við kynn- umst á lífsleiðinni, verða okkur sérstaklega minnisstæðir. Oft hef ég hugleitt hvað því valdi. Ég held það séu þeir, sem ósjálfrátt vekja traust, velvilja og hlýjar tilfinn- ingar. Ég var svo heppinn að kynnast Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ekki þó fyrst og fremst sem stjórn- mála- eða embættismanni, heldur sem heimilisföður og manni. En á námsárum var ég tíður gestur á heimili hans og hinnar ágætu konu hans, Helgu Björnsdóttur, sem Iátin er fyrir nokkru. Ekki skal ég rekja æfisögu Stefáns né störf, en langar til að minnast hans og votta virðingu mína og þökk. Það sem einkenndi Stefán var sérstök ljúfmennska, róleg yfir- vegun og hjálpsemi. Það var ávallt þægilegt að vera í návist hans og oft gaf hann sér tíma til að ræða við námsmann, sem kom óvænt til að hitta systur sína, en hún starfaði hjá þeim hjónum. Af samtali við Stefán varð maður alltaf andlega auðugri, hvort sem umræðuefni var þjóðmál, bók- menntir, liðin atvik og lífsreynsla eða annað. Athugasemdir hans voru skarplegar, hann sá vel aðalatriði og sagði þau í stuttu máli. Hann var því gott að spyrja ráða. Sem námsmaður bjó Stefán sjálfur við erfið kjör og náði marki með ósérhlífni og dugnaði, hann skildi því vel vanda þeirra alþýðumanna, sem erfiðar aðstæð- ur höfðu, en höfðu áhuga á að afla sé menntunar. Stefán Jóhann var jafnaðar- maður, ekki bara í flokksstarfi, heldur var lífsviðhorf hans hin sanna jafnaðarmennska. Hann vildi bæta aðstöðu þeirra sem minna máttu sín og helgaði þeirri hugsjón æfistarf sitt. í einkalífi og samskiptum við aðra var hann líka hinn sanni jafnaðarmaður. Slíkum monnum er gott að kynnast. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Kristinn Björnsson. Espigerði 4. Dagur Leifs Eiríkssonar FORSETI Bandaríkjanna gefur út tilkynningu um það árlega hvenær dagur Leifs Eiríksson- ar skuli haldinn hátíðlegur. Var ákveðið að það yrði 9. októher að þessu sinni. í Philadelfiu fór athöfn fram við styttu Þorfinns karlsefnis. Hans G. Andersen, sendiherra, flutti þar ræðu og ennfremur í kvöldverðarboði læif Ericson Society. Hátíðarmessa var hald- in 11. október. Þar predikaði Bragi Friðriksson, [trestur í Garðabæ, og Ingveldur Hjalte- sted söng við messuna. íslandskvöld var nýlega haldið í University Club í Washington. Ingveldur Hjaltested söng þar við frábærar undirtektir áheyr- enda. (Fréttatilkynninu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.