Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 32
ORunoio LITTÆKI 100.000 Kr. staögr afsláttur eða 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littæki. GRUNDIG vagna gæðanna. AKAI HLJÓMTÆKI 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. AKAI er hágaaöa merki á góöu verði. MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 Kyrkislang- an skiptir um ham og fast- ar á meðan KYRKISLANGAN í Sædýra safninu sunnan Hafnarfjarðar fæst enn ekki til að sna“ða mat þann er henni er borinn: lif- andi rottur og annað lostæti. Að sögn starfsmanna safnsins er nú komin skýrinK á þessu háttalaifi slonnunnar. o>f mun huniturdauði ekki vofa yfir henni í bráð. Þannig er nefnilega mál með vexti, að slangan hefur nú hamskipti, og taka þau fimm vikur. — Á þeim tíma hafa eiturslöngur það fyrir sið að fasta algjörlega, og er þar komin skýring á meintri mat- vendni slöngunnar í Sædýra- safninu sem verið hefur í frétt- um að undanförnu. íþróttamaður Reykjavíkur KJÖR íþróttamanns Reykjavíkur 1980 var kunngjört í hófi í Höfða í gærkvöldi. Fyrir valinu varð Steinunn Sæmundsdóttir skíða- og golfkona og sést hún hér taka við hikarnum sem sæmdarheitinu fylgir úr hendi Úlfars bórðarsonar, formanns íþróttabandalags Reykjavík- ur. Ljósm. Mhl. Emilía. Magnús til Dortmund? MÖGULEGT er að Magnús Bergs knattspyrnumaður úr Val gerist leikmaður með vestur-þýzka félag- inu Borussia Dortmund, en með því félagi leikur sem kunnugt er annar íslendingur. Atli Eðvaldsson. Atli staðfesti í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að Magnús hefði komið á æfingu hjá Borussia Dortmund og staðið sig svo vel að þjálfarinn Udi Lattek hefði þegar í stað sýnt mikinn áhuga á að fá hann í liðið. í gær var frétt um málið í dagblaðinu Bild og þar hældi Lattek Magnúsi á hvert reipi fyrir skot- hörku og góða skallatækni. Magnús mun í dag eiga viðræður við forráða- menn Borussia. Magnús hefur einnig verið við æfingar hjá félaginu FC Munster, sem leikur í 2. deild. Þá hafa þeir Ragnar Margeirsson ÍBK og Sigurð- ur Grétarsson Breiðabliki dvalið við æfingar hjá FC Homborg, sem einnig leikur í 2. deild og hefur félagið boðið þeim atvinnusamning. Eru miklar líkur taldar á því að þeir gerist atvinnuknattspyrnumenn í Þýzkalandi, samkvæmt heimildum Mbl. Jón Kjartansson um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar: Kærðir fyr- ir ólögleg- ar veiðar í reknet í landhelgisgæzluflugi á mánu- daginn kum gæzluflugvélin að tveimur hátum sem voru að draga reknet á Lónsbug. Var þetta um klúkkan 15, þrem- ur klukkustundum eftir að bann við reknetaveiðum gekk í gildi. Bátarnir, Otto Wathne NS og Sigurður Jónsson SF verða kærðir til • iðkomandi yfirvalda. Landsfundur Alþýðuflokksins: Verður kosið um öll embættin nema formennskuna? IIVORKI gjaldkeri né varagjald- keri Alþýðuflokksins hyggja á framboð til frekari gjaldkera- starfa á landsfundi Alþýðuflokks- ins um helgina. þannig að svo kann að fara. að kosið verði um öli emhætti flokksstjórnarinnar. nema formennskuna. þar sem mjög ólík- legt er talið að mótframboð komi gegn Kjartani Jóhannssyni. Sem kunnugt er bjóða Magnús H. Magnússon og Vilmundur Gylfason sig fram til varaformannsembættis- ins og Kristín Guðmundsdóttir er frambjóðandi þeirra, sem vilja þá breytingu, að auk varaformanns, sem yrði staðgengill formannsins, verði einnig kosinn varaformaður. sem verði oddviti flokksstarfsins. Nái sú breyting ekki fram að ganga, mun Kristín bjóða sig fram til ritarastarfs gegn Karli Steinari Guðnasyni. Eyjólfur Sigurðsson hyggst ekki gefa kost á sér sem gjaldkeri áfram og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur Ágúst Einarsson fyrrverandi al- þingismaður verið nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi í það embætti. Þá hyggst Guðrún H. Jónsdóttir, varagjaldkeri, ekki held- ur gefa kost á sér til áframhaldandi starfs, en ekki er enn Ijóst, hver eða hverjir verða þar í framboði. Þá stefna stuðningsmenn Kristínar Guðmundsdóttur að því, að Helga Möller gefi kost á sér til embaettis vararitara flokksins. Áform um kjaraskerð- ingu rædd á samráðsfundi Gott ef hægt yrði að ræða tillögur ríkisstjórnarinnar á ASÍ-þingi „ÉG mun að sjálfsögðu heita mér fyrir því að spurzt verði fyrir um þau kjaraskerðingaráform, sem rætt hefur verið um í hlöðum á samráðsfundum verkalýðshreyf- ingarinnar með stjórnvöldum,“ sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í samtali við Morgunhlaðið í gær. Jón kvaðst annars ekki hafa heyrt um þessi áform, nema úr Morgun- blaðinu. „Að sjálfsögðu varðar það verka- lýðshreyfinguna miklu í hverju þessar aðgerðir eru fólgnar," sagði Jón og hann kvað það gæti orðið gott, ef unnt yrði að ræða tillögur ríkisstjórnarinnar á ASÍ-þingi. Þar kvað hann alla jafna mikið rætt um kjaramál. Hins vegar kvað hann ASI-þing ekki hafa haft þann trún- að stjórnvalda, að hann teldi þau þess fýsandi að þar yrði rætt það brall og það fikt við kjör fólks, sem Landaði tvíveg- is sama daginn Eskifirrti. 28. október. ENN ER g(>ð síldveiði hér í Reyðarfirðinum og hefur svo verið síðan fyrir helgi. í dag eru það þó bara nótaskipin, sem fá að veiða. þar sem reknetaflotinn hætti í gær. Það var saltað hér um alla helgina á öllum stöðvunum. Nú er verið að salta úr Akurey, sem kom með 5—600 tunnur í gær, en nú hættir hún veiðum eins og önnur reknetaskip. Nótaskipin eru að veiðum í dag við Grímuna, sem svo heitir, en það er nes sunnanvert í miðjum Reyðarfirði. Sumir hafa reyndar kastað alveg inni í botni á Reyðarfirðinum. Kristinn ÓF kom hingað inn í morgun með 20 tonn og hélt út aftur um ellefuleytið. Ekki leið á löngu þar til Eggert Gíslason, skipstjóri á Kristni, var á ný kominn með bát sinn að bryggju, því um klukkan 14 var hann kominn að með um 50 tonn, sem nægir til að fylla kvóta skipsins. Virðist því ekki hafa orðið mikið tjón á skipinu er það var næstum sokkið við bryggju hér á föstu- dagskvöld. Þá kom Sæljónið inn síðdegis, einnig með um 50 tonn. Ævar. Kristinn ÓF með yfir 100 tonn af síld við hryggju á Eskifirði á laugardag, skipstjóri á bátnum er hin landskunna aflakló Egg- ert Gislason. (Ljósm. Ævar). stjórnvöld hefðu áform um. „Ég hef ekki trú á að ég, lítill karl í Vestmannaeyjum gæti haft þar áhrif á,“ sagði Jón Kjartansson. Jón Kjartansson svaraði spurn- ingu Morgunblaðsins um það, hvort hann myndi berjast gegn kjara- skerðingaráformum ríkisstjórnar- innar nú með sama hætti og 1978, að hann hefði alltaf á öllum stigum undirbúnings Ólafslaga verið á móti því að sá mælikvarði á verðbólgu sem vísitalan er, yrði skekktur, sem sýndi hvaða kaup við ættum að fá miðað við tímabilið næst á undan. „Ég mótmælti Ólafslögunum og varaði forystu ASI og fleiri við því að þau væru mjög hættulegt for- dæmi, en á það var ekki hlustað." Þá sgði Jón að vísitölukerfið væri þrátt fyrir allt meingallað, t.d. væri ekki hægt að hækka hitaveitu í Reykja- vík, vegna þess að það hækki kaup í Vestmannaeyjum. Vísitölufjölskyld- an byggi í Reykjavík og það skapaði því snarvitlaust hagkerfi. „Það er því Ijóst, að það þarf að skera það upp,“ sagði Jón, „en eigi að gera það alfarið á kostnað launafólks, þá er ég jafnmikið á móti því og lögum Geirs Hallgrímssonar á sínum tíma. Ég hef lýst því yfir í þeim flokki, sem ég er merktur, að skerist hagsmunir launafólksins á við hags- muni flokksins, mun ég taka hags- muni launþeganna fram yfir.“ Þrjár góðar ísfisksölur í Bretlandi ÞRJÚ fiskiskip lönduðu afla sínum í Bretlandi í gær og fékkst gott verð fyrir fiskinn, sem af umboðs- mönnum var allur metinn í 1. gæðaflokk. Jón Þórðarson BA seldi 49,8 tonn í Grimsby fyrir 49,9 milljónir króna, meðalverð 1.003 krónur á kíló. Guðmundur Kristinn SU seldi 58,5 tonn í Fleetwood fyrir 48,3 milljónir, meðalverð 826 krón- ur. Bliki EA seldi 28,9 tonn í Hull fyrir 27 milljónir, meðalverð 936 krónur. Flugleiðir: Tafir við að koma pílagrímimum heim ERFIÐLEGA hefur gengið að koma reglulegu llugi af stað í siðari lotunni hjá Flugleiðum i pilagrímafluginu milli Jidda og Nígeríu. Hala miklar tafir orðið á fluginu og háir margs konar skriffinnska og hægagangur þróun mála og einnig það að umboðsmenn Flugleiða i Jidda í Saudi-Arabíu hafa ekki staðið sig sem skyldi í skipulagningu mála samkvæmt upplýsingum Baldurs Mariussonar sem stjórnar fram- kvæmd flugsins í Afríku, en Mbl. átti samtal við hann i gær. „Þetta hefur gengið hálf illa,“ sagði Baldur, „og arabarnir eru erfiðari en nokkru sinni fyrr. Við höfum ákveðið að gera nokkrar breytingar á framkvæmdinni og vonum að þetta fari að ganga betur eftir kvöldið í kvöld þannig að við verðum búnir að koma pílagrímun- um heim til Nígeríu frá Jidda samkvæmt áætlun um 8. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.