Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 17 ilfaKgtlltlllftfrft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiúsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Stórorðasmiðir og þögnin Yfirlýst markmið Alþýðubandalagsins með þátttöku í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens var að tryggja kaupmátt launa. A fyrstu níu mánuðum þessa árs er kaupmáttur kauptaxta rúmlega 5% minni en að meðaltali allt árið 1979. Lítihvon er til þess, að nýgerðir kjarasamningar auki kaupmáttinn svo þessu nemi, hins vegar munu þeir að óbreyttu auka verðbólguna. Fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins Ragnar Arnalds kom í veg fyrir raunhæfa kjarabót með því að þverneita öllum viðræðum um lækkun skatta. Hann má ekki sjá af einni krónu úr ríkissjóði í þessu skyni, þótt frá áramótum til ágústloka í ár hafi tekjur ríkissjóðs aukist um tæplega 61% miðað við sama tíma 1979 og gjöld ekki „nema“ um nær 50%. Ríkisstjórnin hefur setið í níu mánuði af þeim tíu, sem kjaraviðræður hafa staðið. Hún hefur þó ekkert gert til að flýta fyrir gerð kjarasamninganna, þótt Alþýðubandalagið hafi sagt, að með ríkisstjórnarsetu sinni yrði það samningsgerðin auðunnin. Þvert á móti hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar og þó einkum félagsmálaráðherra Alþýðubandalagsins, Svavars Gestssonar, tafið fyrir kjaraviðræðunum. Má þar minna á sérviðræður SÍS og ASI, sem ráðherrarnir stjórnuðu, og ótímabærar bréfaskriftir Svavars Gestssonar. Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við hækkun grunnkaups gerði Ragnar Arnalds kjarasamning við BSRB, sem talinn er jafngilda allt að 11% grunnkaupshækkun. Þessi samningur hlaut að ráða niðurstöðunni í samningum ASÍ og VSÍ. í kjölfar hans er spáð allt að 90% verðbólgu í nóvember 1981, sem gengur þvert á yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar og fjárlaga- frumvarp Ragnars Arnalds. í desember 1978 sögðu Alþýðubandalagsráðherrarnir, sem þá stóðu fyrir 8% skerðingu verðbóta á laun þvert ofan í yfirlýsta stefnu- sína, að þessi kauplækkun væri bætt með „félagsmála- pakka“. Við lyktir nýgerðra samninga gumar félagsmálaráðherra Svavar Gestsson mjög af „pakkanum“ frá sér og ríkisstjórninni, þótt hann hafi ekki enn verið metinn til fjár, enda erfitt. Þegar betur er að gáð, kemur nefnilega í ljós, að „pakkinn“ er lítið annað en skrautlegar umbúðir. Upptalning á fyrirhuguðum félagslegum aðgerðum er fátækleg, þar sem ekki er tekið á brýnustu kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leiðréttingu á misréttinu í lífeyrismálum. í samanburði við það meginmál telst annað léttmeti. Raunar vekur furðu, hvað tíundað er í þessum tólf liða loforðalista. Ýmislegt var ákveðið áður en samningar tókust eins og 5% hækkun tekjutryggingar á næsta ári. Annað er gert að meiru en efni standa til eins og 1100 milljón króna framlag úr ríkissjóði til byggingar dagvistunar- heimila, sem þýðir í raun 300 milljón króna hækkun frá fjárlagafrumvarpi. Kaflinn um orlofsheimili virðist miða að því, að þessi hús verði byggð á allt öðrum forsendum en allar aðrar byggingar í landinu, hvaða tilgangi sem það á að þjóna hjá aðilum, senj segjast vinna samkvæmt jafnréttishugsjón. Og þannig mætti áfram telja ýmislegt smælki, sem flýtur með sjálfsögðum réttlætismálum eins og fæðingarorlofi og breyting- um á eftirlaunaaldri sjómanna, sem Alþingi tekur ákvörðun um en ekki ríkisstjórnin. Morgunblaðið sýndi fram á það á sunnudaginn, að ríkisstjórnin stefnir að skerðingu verðbóta á laun á næsta ári, ef marka má þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarpið. Flestir hefðu búist við því, að yfirlýsingaglaðir ráðherrar Alþýðubandalagsins og Þjóðviljinn hefðu áhuga á að tala tæpitungulaust um þetta mál opinberlega. Félagsmálaráðherra Svavar Gestsson bregst hins vegar þannig við, að hann neitar að hlusta á spurningar blaðamanns Morgunblaðsins um málið. Miðað við lítið gildi yfirlýstra markmiða kommúnista hljóta menn að álykta sem svo, að þeir vilji það, sem þeir þegja yfir. Alþýðubandalagið hefur á marga lund leitt verkalýðshreyfing- una á villigötur með blekkingum sínum, hálfsannleik og beinum ósannindum. Víst er, að kjör manna verða ekki bætt með slíkum aðferðum, hins vegar virðast þær duga ótrúlega vel til að komast í pólitískar áhrifastöður. Launþegar verða að átta sig á því, hve miklu tjóni þessir stórorðasmiðir valda þeim. Um síðustu helgi sýndu sjómenn hug sinn til þeirra í verki, þegar þeir felldu flesta skjólstæðinga Alþýðubandalagsins úr stjórn Sjómannasambands íslands. Hvaö segja þeir um niður- skurðinn á loðnuveiðunum Óskar Vigfússon: „Gefur manni til- efni til að tortryggja fiskifræðingana“ SAMKVÆMT ákvörðun sjávar- útvegsráðherra hefur kvóti loðnuflotans verið minnkaður um 30%, sem þýðir verulegt tekjutap sjómanna. Mbl. leitaði í gær álits Óskars Vigfússonar, formanns Sjómannasambands ís- lands á þessari ákvörðun og rannsóknum fiskifræðinga, ug fer umsögn hans hér á eftir. „Þær rannsóknir, sem íslenskir og norskir fiskifræðingar stóðu að í sumar, gáfu tiiefni til rúmlega 600 þúsund tonna veiði, og þess vegna koma þessi tíðindi nú eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta gefur manni tilefni til að tor- tryggja, ekki aðeins þessar niður- stöður, heldur niðurstöður fiski- fræðinga yfirleitt. Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi fyrir sjómenn og reyndar alla landsmenn, þá eiga svona vinnubrögð ekki að eiga sér stað. Þeir sem hagnast jú á þessu eru Norðmenn, sem nú hafa veitt sinn kvóta allan og nú verðum við að taka á okkur minni veiði en ekki þeir! Við tókum það fram á fundi með ráðherra, ekki aðeins Sjómanna- sambandsmenn heldur og full- trúar Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og LÍU, að krefjast þess af ráðherra, að frekari rann- sóknir færu nú þegar fram til þess að ganga úr skugga um réttmæti þessarar niðurstöðu fiskifræðinganna. Við tökum því ekki þegjandi, að vera hálfgerðir leiksoppar í þessum málum, svo miklir hagsmunir eru í veði fyrir okkar umbjóðendur og þjóðina alla,“ sagði formaður Sjómanna- sambands íslands. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðmgur: „Ilefði viljað að kvótinn yrði takmarkaður meira“ SVO SEM við var að búast hafa niðurstöður mælinga fiskifra’ðinga á stærð íslenzka loðnustofnsins sætt nokkurri gagnrýni. Morgun- blaðið ræddi í gær við Hjálmar Vilhjálmsson og var hann meðal annars spurður hvort fiskifræð- ingar væru sáttir við þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skera kvóta loðnuskipa niður um 30%, hvort það væri nóg ef í Ijós kemur að niðurstöður mælinganna stand- ast fulikomlega. „Ég hefði viljað að kvótinn yrði takmarkaður meira en nú hefur verið ákveðið," sagði Hjálmar Vil- hjálmsson. „Af ýmsum tæknilegum ástæðum skilst mér þó að einfaldast sé að stoppa við þessa hlutfallstölu. Ef okkar mæling reynist rétt í hvívetna verða innan við 100 þúsund tonn eftir af hrygningarstofninum þegar íslendingar verða búnir að veiða þau 70% af upphaflegum kvóta, sem nú er talað um. Við teljum lágmark að 300 þúsund tonn af loðnu fái að hrygna næsta vor.“ — Því hefur verið hreyft, að ekki sé gagn í því að fara til stofnstærð- armælinga í janúar eins og Haf- rannsóknastofnunin ráðgerir. í því sambandi benda menn á, að norskir fiskifræðingar hafa haldið því fram að ekki þýði að mæla stærð loðnu- stofnsins á þeim tíma því loðnan sé þá komin í torfur. Er þetta rétt? „Þessu vísa ég beinustu leið heini til föðurhúsanna. Norðmenn sögðu þetta í fyrra og þá miðuðu þeir við aðstæður í Barentshafinu. Nú vita þeir betur og segja þveröfugt. Ég veit ekki betur, en þeir séu sammála okkur um að langbezt sé að mæla þetta á okkar svæði í janúar. Ástæðan fyrir því, að við erum að brasa við þetta svona snemma er sú, að þegar kemur fram í janúar óttumst við að búið verði að taka of mikið af loðnunni og ganga of nærri hrygningarstofninum." — Skipstjórnarmenn hafa rætt um nauðsyn þess að senda 2—3 loðnuskip til rannsókna fljótlega og ályktun þessa efnis var samþykkt á þingi Sjómannasambandsins. Yrði slíkt til bóta? „Okkar svar við þessu er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að taka hvorki eitt, tvö né þrjú loðnuskip og senda þau til rannsókna. Til þess er tækjakostur þeirra ekki gerður og þessi hugmynd er því óframkvæm- anleg." —Þá hefur verið gagnrýnt að þið voruð ekki nema 11 daga við þessar rannsóknir og þar af aðeins 2 daga á norðursvæðinu. Á því svæði telja einhverjir skipstjórar að meira sé af loðnu heldur en þau 85 þúsund tonn, sem þið funduð. „Það er rétt, að við vorum ekki nema 11 daga við þessar berg- málsmælingar, þ.e. frá því að við byrjuðum á nyrzta svæðinu og þar til við enduðum. Þetta svæði er ekki ótakmarkað, þennan tíma var blíðu- veður og það er hægt að komast yfir mikið svæði á þessum tíma þegar skilyrði eru góð. Þegar við mældum á nyrzta svæð- inu var veiði í fullum gangi þar, en ég get hins vegar fullyrt að þar var lítið af loðnu. Enda brá svo við skömmu eftir að við mældum, að loðnan breytti hegðan sinni og enginn fékk neitt. Þá skildist mér á skipstjórum, sem leituðu þarna, að sáralítið hefði verið að finna á þessu svæði og þannig er algjörlega óraunhæft frá mínum bæjardyrum séð að gera ráð fyrir miklu af loðnu þar. Hvort tonnatalan er endilega 85 þúsund eða kannski í grennd við 100 þúsund er ekki mergur þessa máls. Það svæði, sem ekki var undir ís var ailt kannað mjög vel. Eini verulegi skekkjuvaldurinn, sem ég get látið mér detta í hug gæti verið af völdum íss á grænlenzka land- grunninu. Hins vegar var það sam- dóma álit okkar fiskifræðinganna, að þegar á heildina væri litið væru ekki líkur til að svo mikið væri undir ísnum, að það skipti sköpum,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson að lok- um. Þá spurði Morgunblaðið Jakob Jakobsson, fiskifræðing, að því í gær hvort til greina kæmi að fresta fyrirhuguðum viðgerðum á hafrann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni til næsta árs og senda skipið á ný til mælinga á loðnustofninum. „Mér finnst lítið vit í því og ekki nauðsyn, Ef slíkt yrði gert kæmi það niður á rannsóknum næsta árs, en þetta er þó til athugunar," sagði Jakob Jakobsson. MORGUNBLAÐIÐ ræddi við nokkra skip- stjóra vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðu- neytisins, að loðnuskipum skuli ekki heimilt að veiða nema sem nemur 70% af áður ákveðnum kvóta þar til annað verður ákveðið. Þessi ákvörðun ráðuneytisins er tekin i framhaldi af leiðangri íslenzkra og norskra fiskifræðinga til mælinga á íslenzka loðnustofninum. í stað 660 þúsund tonna er íslenzkum loðnuskipum heimilt að veiða aðeins 460 þúsund tonn. Þá er fyrirhugað að mæla loðnustofninn að nýju í janúar. Svör nokkurra skipstjóra fara hér á eftir: Nokkurra daga leiðangur gef ur ekki endilega rétta mynd af ástandi loðnustofnsins „Það er að sjálfsögðu rétt að fara að öllu með gát. Það er fremur lítið af stórri loðnu en ég held að nokkurra daga leiðangur gefi ekki endilega rétta mynd af ástandi loðnustofnsins," sagði Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Óla Óskars RE. „Það er nú svo að einn daginn getur verið góð veiði á svæði, þegar loðnan myndar torfur við sérstök skilyrði en að nokkrum dögum liðnum er síðan engin veiði. Það sem ég er að segja er, að það verður að kanna málið betur — rannsaka ástand loðnustofnsins mun betur áður en jafn afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Við hér á miðunum vonum að ástand stofnsins verði endurmetið sem fyrst og það gert á raunhæfan hátt,“ sagði Eggert ennfremur. Engum dylst að minna er af loðnu „Engum dylst að það er minna af loðnu en verið hefur, en ég vil gagnrýna vinnubrögð í þessu máli,“ sagði Örn Erlingsson, á Erni KE. „í sjálfu sér get ég ekki dæmt um fræðileg vinnubrögð en það segir sig sjálft, að skreppa út á miðin í nokkra daga til rann- sókna getur varla talist nægilegt. Ég met ekki sjálfur hvort niður- stöðurnar eru réttar eða rangar en handahófskennd vinnubrögð hafa leitt til stórtjóns. Skip frá EBE-ríkjum veiddu í ágúst góða og feita loðnu á meðan íslenzk skip biðu í höfn — mun betri loðnu en nú fæst. I upphafi vertíðar var kvótinn settur við 660 þúsund tonn og nú hefur þessi kvóti verið minnkaður um 30%. Það er ekki hægt að reka útgerð við svona aðstæður og greiða mönnum laun. Þessi mál hefðu átt að athugast fyrr — það Bjarni Bjarnason á Súlunni. „ Að skreppa út á miðin til rannsókna í nokkra dagageturvarlatalist nægilegt“ var nægur tími til stefnu. Það að fara í tvær hálfsmánaðar rann- sóknarreisur á ári er allt of lítið. Þetta kalla ég handahófskennd vinnubrögð. Það er agalegt að fá þetta á sig nú, og ég ítreka að það er brýnt að fylgjast betur með ástandi loðnustofnsins en verið hefur, svo skipin séu ekki stöðvuð þegar verst lætur," sagði Örn ennfrem- ur. Meira norður í hafi en 81 þúsund tonn „Það er minna af loðnu hér en verið hefur — það dylst ekki. Það hafa verið nefndar tölur í þessu sambandi. Að stofninn hér fyrir vestan sé 572 þúsund tonn og 81 þúsund tonn norður í hafi. Það er meira norður í hafi en 81 þúsund tonn — sú tala stenst ekki,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA. „Það þarf að rannsaka ástand stofnsins betur en gert hefur verið og það er of seint að gera það í janúar. Ég tel að meira magn sé norður af landinu — það er mikil víðátta. Það er stórt atriði að sjávarlífið þar hefur verið ólíkt því sem var fyrir 2—3 árum. Hiti hefur verið norður fyrir Kolbeinsey — og það forð- ast loðnan. Er ekki hugsanlegt, að loðnan leiti undir ísinn við Grænland? Hún hefur oft falið sig þar — hún gerði það í fyrra og kom síðan á miðin. Það sem ég legg áherzlu á er að ástand stofnsins verði rannsakað betur — mér finnst það gagnrýnisvert, að svo skuli ekki hafa verið gert, vegna þess hve mikið er í húfi. Þá vil ég benda á, að erlend skip — dönsk og færeysk hafa Pétur Stefánsson á Pétri Jónssyni. verið að veiðum. Og ég hef heyrt því fleygt, að þeir ætli sér stærri hlut en hingað til — jafnvel senda bræðsluskip þegar á næsta ári. Þetta er ákaflega alvarlegt mál og verður að taka föstum tökum. Þá er það slæmt fyrir okkur Islendinga að geta ekki vitað fyrirfram um endanlegt magn eins og nú hefur sannast. Norðmenn fá sinn fasta kvóta — við veiðum síðan það sem telst ráðlegt. Það er mesta furða, að ekki skuli vera þyngra hljóðið í mönnum. Sjómenn eru orðnir ýmsu vanir og þetta hefur í för með sér mikið tekjutap — þeir voru búnir að treysta á kvóta upp á 660 þúsund tonn. Það er því brýnt, að þessi mál verði tekin föstum tökum — rannsaka ástand stofnsins betur en gert hefur verið hingað til. Það þarf að kanna gaumgæfi- lega hvort ekki megi auka kvóta á síldinni vegna þessa og bæta mönnum það þannig upp,“ sagði Bjarni Bjarnason ennfremur. Þórarinn Ólafsson á Albert. Örn Erlingsson á Erni. Handahófs- kennd vinnubrögð „Vinnubrögð hafa verið handa- hófskennd og gagnrýnisverð. Hér er allt of mikið í húfi til að svo megi standa að málum. Það þarf að rannsaka loðnustofninn mun betur og oftar,“ sagði Pétur Stefánsson, skipstjóri á Pétri Jónssyni RE. „Ég er í sjálfu sér sammála því, að minna er af loðnu en verið hefur en ég held að mun meira sé af loðnu norður af landinu en fiskifræðingar telja, enda komst Eggert Þorfinnsson á óla Óskars. rannsóknarskipið ekki yfir stór- an hluta svæðisins vegna íss. Svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir að loðna sé undir ísnum en dæmi eru fyrir að svo hafi verið. Þá tel ég, að of seint hafi verið farið af stað til veiða þegar loðnan var feit og góð, og skip frá EBE-ríkjum voru við veiðar. Það er anzi hart að þurfa að sæta svona vinnubrögðum. Það var búið að ákveða kvóta, sem síðan reyndist ekki á rökum reistur að mati fiskifræðinga. Framundan? Við tökum þetta sem heimilt er, síðan veiðum við þessar síldarpöddur sem eru til skiptanna. Hvað síðan tekur við veit enginn — sjálfsagt enn ný boð og bönn frá ráðuneytinu,“ sagði Pétur ennfremur. Brjálæði að senda skip í janúar — þörf að senda skip nú þegar „Það er slæmt að fá þetta á sig, en það bendir allt til að minna sé af loðnu á miðunum. Hitt er svo, að mér finnst hálf illa að þessum málum staðið — það er svo mikið í húfi,“ sagði Þórarinn Ólafsson á Albert GK. „Það er ekki nógu vel fylgst með loðnustofninum. Það getur svo sem vel verið að einhvers staðar sé loðna. Um það get ég ekki spáð — og svo kann einnig að vera að hún sé ekki til staðar. Ef til vill kann hún að vera dreifð fyrir Norðurlandi. Það væri betur. Það er því brýn nauðsyn að senda skip til rannsókna á ástandi stofnsins. Það er brjál- æði að gera það í janúar — það er þörf að senda skip nú þegar. Raunar þvrfti skip að vera við leit nú. Þetta er kjaftshögg en sjálf- sagt verður að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Ekki viljum við sjómenn verða til þess að veiða síðustu loðnuna. Hvað framundan er nú? Ég veit svo sem ekki. Ollum þesum veiðum er nú orðið fjarstýrt úr Reykjavík. Það er náttúrulega vetrarvertíðin, svo þessi síld sem er til skiptanna og auðvitað er hvorki fugl né fiskur. En verkefni eru nóg fyrir þessi skip,“ sagði Þórarinn ennfrem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.