Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 31 r r Að loknu Þessi myndsjá er frá lokaathöfn Noröurlandamótsins i hand- knattleik. en þvi lauk formlejta með leik íslands og Noreifs um þriðja sætið á mótinu. Á mynd- inni hér að ofan má sjá öll liðin saman komin á hallargólfinu i KonKsvinKe. Öil liðin þ.e.a.s. nema sænska liðið. en leikmenn þess voru ekki ánægöir með tap sitt i úrslitaleiknum K<‘un Dönum ok létu ekki sjá sig fyrir vikið. Á myndinni er verið að afhenda dönsku leikmönnunum verð- launapeninKa. Lengst til hægri eru Færeyinsar. en úr þeirra hópi var kjörinn besti leikmaður mótsins. Það var Ilanus Joensen og kom val hans skemmtilejia á óvart. Var hann vel að titlinum kominn. fslensku piltarnir eru í hvítu yfirhöfnunum á miðri mynd. Lengst til vinstri er Viggó Sigurðsson í góðum félagskap tveggja Islendinga sem létu mikið NM-móti til sín taka á áhorfendapöllunum. Viggó var manna bestur í liði íslands gegn Noregi, skoraði 7 mörk úr átta skotum. Loks er hér til vinstri mynd frá verðlaunaafhendingu til handa ís- lenska liðinu, en leikmenn þess fengu verðlaunagripi fyrir að hafna í þriðja sætinu. Á myndinni má þekkja frá hægri, Gunnar Lúðvíksson, Steindór Gunnarsson, sem lék sinn 50 landsleik í ferð- inni, Bjarna Guðmundsson, Björgvin Björgvinsson og Alfreð Gíslason. Myndirnar tók Baldur Svavarsson. Leikir í kvöld Á íslandsmótinu i handknatt- leik mætast í kvöld FH og Haukar i Ilafnarfirði. í úrvals- deildinni i körfu eigast við KR og Ármann i Hagaskólanum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Á NÝLOKNU Norðurlanda- móti i handknattieik, lék ólaf- ur Benediktsson sinn hundrað- asta landsleik fyrir ísland og sýndi fram á að hann hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Með þessum áfanga varð Ólafur fimmti íslendingurinn sem nær þessu markmiði. Hinir eru Geir Ilallsteinsson. Viðar Símonar- son, Björgvin Björgvinsson og Ólafur H. Jónsson. en tveir siðast nefndu léku með landslið- inu í Noregi. Áfanganum náði Ólafur er hann var annar Óli Ben um 100. leikinn: „Vildi ekki leika“ tveggja markvarða Islands gcgn Færeyjum í næst siðasta lcik mótsins. Kom hann aðeins inn á i lokin. en Island vann 33-11. „Mér fannst blómaleikurinn frekar ómerkilegur og úr því sem komið var vildi ég alls ekki fara inn undir lok leiksins. Ef ég hefði mátt ráða, hefði ég kosið að hvíla þann leik og eiga blómaleikinn inni þar til í leikn- um gegn Noregi“ sagði Ólafur í samtali við Mbl eftir leikinn gegn Noregi, þar sem hann varði stórkostiega. „Ég hef aldrei æft meira á ferli mínum en nú og þó ég segi sjálfur frá, finnst mér ég aldrei hafi verið yfirvegaðri og ákveðnari. Meðan ég er inni í myndinni hjá landsliðsþjálfar- anum mun ég gefa kost á mér í landsliðið" bætti Ólafur við og samkvæmt því má fastlega bú- ast við því að Ólafur fari langt yfir tíu tugi landsleikja, því hann kom vart inn á á NM án þess að verja eins og berserkur. Var það raunar einn af björtustu þáttum landsliðsins í Noregi, hversu vel markverðirnir allir stóðu sig, Ólafur, Kristján Sig- mundsson og Pétur Hjálmars- son. Mbl spurði ólaf um minni- stæðan leik á ferlinum. „Það er eiginlega enginn sérstakur leik- ur, nema ef til vill leikurinn gegn Dönum í keppninni nú og þá fyrir þær sakir, að aldrei áður hef ég leikið landsleik klukkan níu að morgni" svaraði Ólaf- ur... — g«. „Verðum að nýta tímann fram að B-keppninni vel“ - segir Hilmar Björnsson að loknu NM-móti Að loknu Norðurlandamóti í handknattleik er eðlilegt að staldrað sé við og lagt mat á frammistöðu íslands i keppninni, ekki sist þar sem B-keppnin er á næstu grösum. Eftir að íslendingar höfðu sigrað Norðmenn 20—15 í siðasta leiknum og tryggt sér þar með þriðja sætið í keppninni, lagði Mbl nokkrar fyrirspurnir til Hilmars Björnssonar landsliðsþjálfara. Var Hilmar fyrst spurður hvort hann væri sáttur við hvernig leikar fóru. „Eg er náttúrulega ekki sáttur við leikinn gegn Svíum, en hann sýndi mér þó svart á hvítu hvað þurfti helst að lagfæra við leik íslenska liðsins og í næstu leikjum gekk bærilega að lagfæra þá þætti þó að langt sé frá því að um fínpússun hafi verið að ræða,“ svaraði Hilmar. En hvað þarf að lagfæra? Varnarleikurinn er enn of gloppóttur þó að hann hafi batnað mikið, þá þarf að fínpússa sókn- arleikkerfin og bæta nýtinguna í hraðaupphlaupum. Oft voru leik- menn komnir á auðan sjó en létu síðan verja frá sér. Þá þurfum við að nýta betur hornaspilið." Hvar stendur ísland nú gagn- vart Norðurlandaþjóðunum? „Þessi lörttí sem við vorum að leika gegn eru mjög misjafnlega á vegi stödd í undirbúningi sínum. Danirnir eru í góðri þjálfun og komu á mótið beint úr mjög sterkri fjögurra landa keppni þar sem þeir stóðu sig mjög vel. Svíarnir eru með hávaxið og þungt lið og eru erfiðir þó ekki væri nema fyrir þær sakir einar. Eins og er erum við heldur á eftir þessum löndum tveimur, en hvort við náum þeim fer eftir því hvernig við nýtum tímann fram að B-keppninni. Norðmennirnir eru of litlir að líkamsburðum til að standa sig verulega og þeir hrein- lega sprungu gegn okkur í síðasta leiknum." Hver var besti leikur íslands í ferðinni að þínu mati? „Fyrri hálfleikurinn gegn Dön- um var það besta sem við sýndum í keppninni og afleitt að geta ekki fylgt þeim leikkafla eftir. Leikur- inn gegn Norðmönnum var þokka- legur af okkar hálfu. Ég átti von á Norðmönnum sterkari, eða að minnsta kosti grimmari, en eins og ég sagði áður þá hreinlega höfðu þeir hvorki líkamlegt þrek eða líkamsburði til að standa í okkur að þessu sinni.“ Hvaða leikmenn komu að þinu mati best frá keppninni? „Það er frekar erfitt að gera upp á milli leikmanna, þó vil ég segja að Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson komu mjög vel frá keppninni og Páll Ólafsson kom skemmtilega á óvart. Annars vil ég ekki gera upp á milli manna.“ Loks. Er þetta hópurinn sem á að byggja á fyrir B-keppnina? „Ég breytti landsliðshópnum hans Jóhanns Inga nokkuð og varð því að byrja að nokkru leyti upp á nýtt með undirbúning fyrir B-keppnina. Það er varla hægt að ætlast til að úr verði liðsheild strax í byrjun, en ég tel að kjarninn sé góður og á þessum kjarna beri að byggja liðið sem keppir í Frakklandi í febrúar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.