Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1980 15 Harðnandi afstaða Austur-Þjóðverja Borlín. 28. október. — AP. STJÓRNIN í Austur-Berlín hef- ur ákveðið. að enginn sérstakur sumartími verði á næsta ári þrátt fyrir samkomulag við Vestur-Þjóðverja um sameÍKÍn Veður víða um heim Akureyri 1 alskýjað Amsterdam 20 skýjað Aþena 18 skýjað Berlin 16 heiðskirt Brússel 14 heiðskírt Chicago 6 heiðskírt Feneyjar 19 léttskýjað Frankfurt 12 skýjað Færeyjar vantar Genf 11 heiöskírt Helsinki 5 rigning Jerúsalem 28 heiðskírt Jóhannesarborg 25 heiðskirt Kaupmannahöfn 9 rigning Las Palmas 26 léttskýjað Lissabon 23 heiðskirt London 16 rigning Los Angeles 23 heiðskirt Madrid 22 heiðskírt Malaga 22 skýjað Mallorca 22 skýjað Miami 26 skýjað Moskva 2 skýjað New York 13 skýjað Osló 4 skýjaö París 20 heiöskirt Reykjavík 2 alskýjað Ríó de Janeiro 40 heiðskirt Rómaborg 20 heiöskirt Stokkhólmur 8 skýjaö Tel Aviv 27 heiðskírt Tókýó 20 heiöskirt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 10 heiöskirt legt kerfi. Þetta er talin enn ein vísbendinK um harðnandi af- stöðu Austur-Þjóðverja Ke>?n Vesturlöndum. Að sögn austur-þýzku frétta- stofunnar ADN hefur sú ráðstöf- un að taka upp sumartíma ekki haft í för með sér þann sparnað, sem til var ætlazt, og því hafi verið ákveðið að leggja hann niður. Þótt lengi hafi tíðkazt að hafa sumartíma í allri Vestur-Evrópu hafa Vestur-Þjóðverjar haft sama meðaltíma allt árið, þar sem þeir vilja að allir Þjóðverjar búi við sama tímakerfi. Vestur- Þjóðverjar sögðu, að ólík tíma- kerfi yllu vandamálum í hinum tveimur hlutum Berlínar. En í fyrra samþykktu Austur-Þjóð- verjar að taka upp sumartíma í ár. Talsmaður Bonn-stjórnarinn- ar, Klaus Bölling, sagði, að málið yrði borið upp við fulltrúa aust- ur-þýzku stjórnarinnar. Hann sagði, að ákvörðun Astur-Þjóð- verja væri ekki aðeins tæknilegs eðlis heldur „hápólitískt mál“. Ýmsir vestur-þýzkir embættis- menn telja, að Austur-Þjóðverjar vilji draga úr samskiptum við vestræn ríki til að koma í veg fyrir útbreiðslu hugmynda eins og þeirra, sem urðu kveikja ólgunnar meðal verkamanna í Póllandi. Faðir ber á brott lík sonar síns sem beið bana í loftárás íraka á barnaskóla í Khorramshahr að sögn irönsku fréttastofunnar. íraskar þyrluárásir á gervallri viglínunni STÓRSKOTAÞYRLUR íraka gerðu árásir á öllum hlutum vígstöðvanna í fyrsta skipti í stríðinu sem hófst fyrir sex vikum að því er Bagdad-útvarpið til- kynnti í gær. Hvorugum aðila varð nokkuð Larsen og Karpov gerðu jafntefli Buenos Aires. 28. okt. — AP. DANSKI stórmeistarinn, Bent Larsen. og heimsmeistarinn Ana- toly Karpov. gerðu jafntefli í 24 leikjum i áttundu umferð Clarin- skákmótsins, sem fram fór i dag. Karpov þurfti að vinna þessa skák til þess að eiga verulega möguleika á að vinna mótið en Kosningar á Jamaica Ocho Rios. Jamaica. 28. október. — AP. MICIIAEL Manley, íorsætisráð- herra Jamaica, spáði því í dag á lokastigi kosningabaráttunar á eynni. að flokkur hans. þjóðlegi alþýðuflokkurinn, (PNP) færi með sigur af hólmi og óánægðir fullrúar hins frjálsa framtaks mundu taka þátt í tilraunum hans til að reisa við bágborinn efnahag landsins. Nokkrir leiðtogar kaupsýslu- manna sögðu seinna, að eina vonin um efnahagsbata á Jamaica væri sú, að Verkamannaflokkur Jam- aica sigraði í kosningunum í dag. Manley keppir að því að stjórna landinu þriðja kjörtímabilið í röð og sagði á blaðamannafundi að flokkur sinn væri fylgjandi „lýð- ræðislegum sósíalisma“. Hann vísaði á bug sem „vitleysu" ásök- unum andstæðinga, um að PNP sé að snúast á sveif með kommún- isma og vinstri sinnar séu við völd. Báðir aðilar segja, að þetta verði mikilvægustu kosningarnar siðan Jamaica fékk sjálfstæði frá Bretum 1962. Morð og líkamsárás- ir hafa sett svip sinn á kosninga- baráttuna. Rúmlega 400 pólitísk morð hafa verið framin á árinu, þar af átta um helgina. Aðalkosningamálið er efnahag- ur landsins. Verðbólga er 30%, þriðjungur vinnufærra manna er atvinnulaus og erlendur gjaldeyrir er af svo skornum skammti, að aðeins lífsnauðsynjar eru fluttar til landsins. Larsen er nú efstur með 7 vinn- inga. Yfir þúsund manns komu til að fylgjast með skákinni, en henni lauk eftir tæpar tvær klukkustund- ir og átti hvor leikmaður þá aðeins eftir tvo hróka, biskup og þrjú peð á kóngsvæng. Hafði Larsen þá aðeins notað 20 mínútur af umhugsunar- tíma sínum en Karpov 85 mínútur. Staða Larsens styrktist enn í þessari umferð því helsti keppi- nautur hans, Timman, tapaði óvænt fyrir hinum sjötuga Najdorf frá Argentínu. Ljubojevic sigraði Panno í 25 leikjum og Svíinn Anderson gerði jafntefli við Balas- hov frá Sovétríkjunum. Aðrar skák- ir fóru í bið. Staðan á mótinu er því þessi: Larsen er með 7 vinninga, Ljuboj- evic 5, Kavalek og Najdorf með fjóra og biðskák, Hort 3Ví> og biðskák, Quinteros með 2'k og tvær biðskákir, Panno, Friðrik og Giar- delli eru með 2'k og biðskák, Balashov með 2 og Browne 1 'k. ágengt við Abadan, en íranar sögðu að her íraka hefði sótt til staðar 24 km suðaustan við borgina og stækkað yfirráðasvæði sitt við ósa Shatt al Arab. Irakar höfðu áður tilkynnt, að þyrlurnar hefðu grandað skrið- drekum, brynvörðum liðflutninga- bílum, stórskotaliði og ratsjárstöð. YFIR BRÚ Teheran-útvarpið sagði, að á Abadan-Khorramshahr-vígstöðv- unum við suðurenda víglínunnar hefði liðsafli íraka frá Khorramshar reynt að sækja yfir brúna á ánni Karun suðaustanmegin við hafnar- borgina og sækja til Abadan, sem er 16 km í suðaustri, en byltingarverðir hefðu hrundið árásinni. íranar sögðu í tilkynningu, að þotur þeirra hefðu ráðizt á skrið- drekasveitir og stórskotaliðssveitir íraka nálægt Khosrowabad, 2 km suðaustur af Abadan, íranmegin Shatt al Arab. Hluti íraska liðsaflans, sem um- lukti Abadan úr austri í síðustu viku og lokaði síðustu aðflutningsleiðun- um, virðist halda áfram að sækja niður eftir Shatt al Arab og mun vera aðeins 24 km frá Persaflóa. AÐGERÐIR í LOFTI Annars bárust aðallega fréttir af aðgerðum í lofti. írakar sögðu, að MIG-þotur þeirra hefðu ráðizt á bifreiðageymslu í Dezful, aðalbæki- stöð iranska hersins í héraðinu Khuz- estan, og á höfnina í Bandar Mashur fyrir austan Abadan. Flugvélarnar munu hafa hæft hafnarmannvirki. Jafnframt sprengdu hersveitir íraka olíuleiðslu frá borginni Degloran í Vestur-íran í loft upp. Teheran-útvarpið sagði, að þotur og stórskotalið íraka hefðu haldið uppi árásum á Ahwaz, höfuðstað Khuzest- ans, 120 km fyrir norðan Abadan, og eyðilagt stjórnarbyggingu. Útvarpið sagði, að ein MIG-þota íraka hefði verið skotin niður, en aðrar flugvélar þeirra, sem reyndu að sprengja upp olíuútskipunarhöfnina á Kharg-evju, 240 km suðaustur af Abadan, hefðu verið reknar á flótta. íranar sögðu líka frá loftbardögum yfir vígstöðv- unum og kváðust hafa grandað tveim- ur flugvélum, en misst eina sjálfir. Heimildir í Amman herma, að Hussein Jórdaníukonungur hafi farið til Bagdad til viðræðna við Saddam Hussein forseta. Sjö manna nefnd óháðra ríkja kemur til fundar í New York í dag til að skipuleggja sátta- tilraunir. Maðurinn, sem mun hafa skipulagt byltingu hersins i Tyrk- landi, Haydar Saltik hershöfðingi, bauðst til að miðla málum í deilunni í dag. Uppreisn í fang- elsi á Sardiníu Þetta geróist 29. október 1977 — Hollenzka auðmanninum Maurits Caransa rænt. 1972 — Palestínskir skæruliðar ræna þýzkri flugvél og fá sleppt mönnum sem voru teknir fyrir morðin á Ólympíuleikunum í Múnchen. 1962 — Bandaríkjamenn aflétta hafnbanninu á Kúbu. 1961 — Sýrland segir sig úr Arabíska sambandslýðveldinu. 1957 — Fulgenico Batista nemur stjórnarskrá Kúbu úr gildi. 1956 — ísraelskt herlið gerir innrás í Sinai-skaga. 1929 — Verðhrunið mikla í Wall Street og heimskreppan mikla hefst. 1923 — Tyrkland lýst lýðveldi. 1889 — Stofnskrá Brezka Suður- Afríkufélagsins samþykkt. 1888 — Samningurinn um Súez- skurð undirritaður í Konstantín- ópel. 1618 — Sir Walter Raleigh tekinn af lífi í Lundúnum, ákærður fyrir landráð. 1567 — Samsæri Húgenotta í Meaux leiðir til annars trúar- stríðsins í Frakklandi. 1268 — Konradin, síðasti Hohen- staufer, hálshögg\-inn í Napoli. Afmæli. Edmund Halley, enskur stjörnufræðingur (1656—1742) — James Boswell, skozkur rithöf- undur (1740-1795). Andlát. 1911 Joseph Pulitzer, blaðaútgefandi. Innlent. 1838 Dómur Landsyfir- réttar í tvíkvænisniáli Sigurðar Breiðfjörð — 1956 Tiilaga Jóns Hjaltalíns um lækningar í kláða- málinu — 1904 d. síra Arnljótur Ólafsson 1907 Verkamannasam- band íslands stofnað — 1919 „Alþýðublaðið" hefur göngu sína — 1941 Ritstjórar „Nýs dagblaðs“ og „Þjóðviljans" dæmdir í varð- hald — 1%4 Fyrsta umræða danska þingsins um handritalögin - 1965 d. Níels Dungal - 1884 f. Sigurjón Á. ólafsson — 1898 f. sr. Sigurður Einarsson. Orð dagsins. Sönn vinátta er eins og góð heilsa. Við kunnum sjaldan að meta hana fyrr en hún er glötuð. — C.C. Colton, enskur prestur og rithöfundur (ca. 1780-1851). Nuoro. Sardiniu. 28. októbcr. — AP. UM 50 pólitiskir fangar gerðu uppreisn undir forystu tveggja af leiðtogum Rauðu herdeildanna í rammgerðu fangelsi i bænum Nuoro á Sardiníu í gær og myrtu tvo fanga. sem þeir töldu njósn- ara. Fangarnir lögðu undir sig hina pólitísku deild fangelsisins og kröfðust þess að þeir yrðu fluttir í ýmis fangelsi á meginlandi Ítalíu. Uppreisninni lauk að tíu tímum liðnum, þegar yfirvöld féllust á kröfur fanganna. Leiðtogar uppreisnarinnar voru Valerio Morucci og Roberto Ogni- bene úr Rauðu herdeildunum, sem voru handteknir vegna gruns um þátttöku í ráninu og morðinu á Aldo Moro forsætisráðherra 1978. Yfirvöld segja, að fundist hafi lík tveggja glæpamanna, sem hafi ver- ið myrtir í klefum sínum. Annar þeirra var kyrktur, en hinn skorinn á háls. Uppreisnarmenn myrtu þá af því að þeir töldu þá uppljóstrara lögreglunnar að sögn yfirvalda. Fangarnir kröfðust þess einnig, að fangelsið á Asinara-eyju, norð- austur af Sardiníu, yrði lagt niður. Asinara er talin Djöflaeyja eða Alcatraz Ítalíu, og þar eru margir hryðjuverkamenn úr Rauðu her- deildunum í haldi. Sovétmenn styðja Eþíópíu efnahagslega Moskva. 28. okt. — AP. BRESHNEV. forseti Sovétríkj- anna. fullvissaði i dag lciðtoga Eþíópíu. Mengistu Meriam. um að Sovétmenn myndu halda áfram efnahagsaðstoð sinni við Eþtópíu. Breshnev sagði, að aðstoðin fæli í sér þjálfun inn- lends vinnuafls auk hjálpar á sviði visinda. menningar- og heilhrigðismála. Tveggja daga fundi leiðtoganna i Moskvu er nú lokið. Vestrænir fréttaskýrendur telja að Meriam hafi falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Sov- étmönnum, en í yfirlýsingu Breshnevs var ekki minnst á hermál. Sovétmenn hafa veitt Eþíópíumönnum verulega hern- aðaraðstoð á undanförnum ár- um, en samband ríkjanna hefur verið náið síðan Haile Selassie var steypt af stóli 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.