Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 11 STOÐIN VIÐ HAMRABORG Simi:45490 Bætt þjónusta vió Kópavogsbúa: Bensínstöö ÆT m • _ ihjarta 'aríns Jólakort FEF komin út JÓLAKORT Félags einstæðra foreldra í ár eru komin út. Eru það tvær splúnkunýjar gerðir, hvorutveKRja barnateikninKar. Auk þess gefur FEF út all sérstætt hringlaga kort, sem Rósa Ingólfsdóttir gerði og tvær eldri tegundir eru einnig á boðstólum. Jólakortin eru til sölu hjá mörgum félagsmanna og á skrifstofu FEF. Þau verða einnig víða úti á landi og í nokkrum bókaverzlunum í Reykjavík. A næstunni er einnig ýmis- legt annað á döfinni hjá FEF, barnabingó verður haidið á Hótel Heklu á laugardaginn kl. 2.30 e.h. og í bygjun desember verður efnt til árlegs jóla- markaðar félagsins og um svipað leyti verður svo jóla- fundurinn að venju í Átthaga- sal Hótel Sögu. (Fréttatilkynning) Nýr hæstaréttar- lögmaður SKARPIIÉÐINN Þórisson lögíræð- ingur hefur frngið róttindi til að flytja mál fyrir Ilæstarétti tslands. Skarphéðinn er fæddur 16. nóvember 1948 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1968. Embætt- ispróf í lögfræði tók hann haustið 1973. Skarphéðinn var fulltrúi á lögfræði- skrifstofu Benedikts Sveinssonar frá 1974 til 1979. Héraðsdómslögmaður varð hann 1975 og nú 8. október hæstaréttarlögmaður. Skarphéðinn hefur rekið eigin lögmannsstofu frá 1. júní 1979. Eiginkona Skarphéðins Þórissonar er Sigrún I. Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins: Árviss viðburður og einn af mikilvægari þáttum flokksstarfsins fundasköp væru stór þáttur í skólahaldinu og margir þeirra, sem sótt hefðu skólann og stigið sín fyrstu spor í ræðustól þar, væru nú forystumenn i hinum ýmsu félagasamtökum. Nemendur skólans undanfarin ár hafa komið víða að af landinu og færi aðsókn vaxandi með ári hverju. Meðal þess sem er á dagskrá skólans að þessu sinni fyrjr utan ræðumennsku og fundarsköp eru almenn félagsstörf, fjallað verður sérstaklega um utanríkis- og ör- yggismál, stjórn efnahagsmála, form og uppbyggingu greina- skrifa, um sjálfstæðisstefnuna, kjördæmamálið og starfshætti og sögu íslenskra stjórnmálaflokka o.fl. Þá verður einnig sérstök æfing í að koma fram í sjónvarpi og fjallað um þátt fjölmiðla í stjórnmálabaráttunni. Þá má geta þess að farið verður í heimsókn á Morgunblaðið og munu ritstjórar þess ræða við gesti. Þá verður og farið í heimsókn á Alþingi og sjónvarpið. Mjög er vandað til allrar skipu- lagsvinnu við skólann og fyrirles- arar allir í fremstu röð. Meðal þeirra eru Jónas H. Haralz, Björn Bjarnason, Indriði G. Þorsteins- son, dr. Gunnar Thoroddsen og Sigurður Líndal. Formaður Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hallgríms- son, setur skólann formlega ár- degis mánudaginn 17. nóv. Guðni sagði, að reynslan þeirra nemenda, sem setið hefðu skólann undanfarin ár, væri sú, að skóla- setan hefði orðið til að gera herslumuninn á að þeir hæfu virka þátttöku í almennu félags- starfi eða stjórnmálum og væri skólahaldið nú árviss viðburður og einn af mikilvægustu starfsþátt- um flokksins. Þeim sem hyggja á þátttöku í skólahaldinu að þessu sinni skal bent á að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll hið fyrsta, en þátttaka er heimil öllum stuðningsmönnum flokksins, án tillits til búsetu. Guðni Jónsson ekki um að ræða flokkspólitískan áróðursskóla heldur fyrst og fremst fræðsluskóla um ýmsa þætti þjóðmála og kennslu í fé- lagsmálastörfum og ræðu- mennsku. Ræðumennska og Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins hefst á mánudaginn, þann 17. nóvember. Skólinn, sem er heils dags skóli, stend- ur í eina viku, og lýkur honum með skólaslitum laugardaginn 22. nóv. Þetta er í níunda sinn sem skólinn er starfrækt- ur eftir að hann var endurreistur fyrir nokkr- um árum. Formaður skólanefndar Stjórn- málaskólans er Guðni Jónsson, en aðrir í skólanefndinni eru þau Kristín Thorarensen, Kristín Sig- tryggsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Margrét Arnórsdóttir og Sigurður Pétursson. Mikil aðsókn hefur verið að skólanum undanfarin ár og er svo einnig nú, að sögn Guðna Jónsson- ar, og eru síðustu forvöð að láta skrá sig á laugardaginn. Skráning þátttakenda fer fram í Valhöll við Háaleitisbraut, sími 8 29 00. Guðni sagði í samtali við Mbl. að rétt væri að ítreka, að hér væri Olís hefur opnaö nýja og glæsilega bensínstöð viö Hamraborg í Kópavogi. Þar bjóðum viö bensín, olíur og allskonar smávörur fyrir bílinn. Viö höfum opiö virkadagafrákl. 7:30-21:15. Verið velkomin á nýju Olís-stöðina viö Hamraborg. Greiö innkeyrsla frá Álfhólsvegi. Hamraborg Verslunarmiðstöð L,... > hm.a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.