Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NOVEMBER 1980 31 BRÆÐURNIR ORMSSON h/f LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Arndís Björnsdóttir: Af hverju hafa skattgreiðendur ekki eftirlit með fyrirtækjum sínum? sónulega- og efnahagslega fjötra eins og nú er. Það ber þessu fólki að hafa í huga. Staðreyndin er nefnilega sú, að við viljum sjálf fá að ráðstafa krónunni okkar, en ekki láta mislitan hóp nefnda og nefndanefnda taka þann rétt af nkkur. Gamlir sem nýir... allir þurta ljósastillingu Verið tilbúin vetrarakstri með vel stillt Ijós, það getur gert gæfumuninn. Sjáum einnig um allar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla, samlokur o.fl. f flestar gerðir bifreiða. „Hvers vegna greiðum við svo háa skatta“? Það er ekki spurning, að allir einstaklingar verða að greiða skatta af launatekjum sínum. Spurningin er miklu frekar sú, hversu mikinn hluta launanna er eðlilegt að greiða til ríkisins. Þegar málið er athugað nánar, er alveg ljóst, að skattbyrði hér á landi er alltof mikil. í skjóli opinberra afskipta hefur skatt- heimta aukizt verulega undanfar- in ár og gildir einu hvort stjórnir hafa heitið „hægri“ eða „vinstri" stjórnir. Almenningur hefur tekið hinum síauknu skattaálögum með ótrúlegu jafnaðargeði, sennilega vegna þess að fólk áttar sig oft ekki á, að það eru til aðrir skattar en tekjuskattar. Stjórnmálamenn eru leiknir með tölur og þeim hefur tekizt merkilega vel að halda því fram, að hér á landi greiði fólk umtalsvert lægri skatta en víða annars staðar í Evrópu. Hvers vegna eru skattar svona há- ir hér á landi? Svarið er einfalt: Ríkið tekur of mikið í sinn hlut. Opinber afskipti eru langt umfram eðlileg mörk og í engu hlutfalli við stærð eða getu þjóðarbúsins. Opinberir starfs- menn eru of margir, ríkisfyrirtæki of mörg, opinberar framkvæmdir of miklar og arðbærni þess fjár, er í þessa liði fer, er alltof lítill. A hverju ári eykst skuldasúpan, því að stjórnmálamenn okkar hafa undanfarin ár svo sannarlega samþykkt víxla, sem fallið hafa á skattgreiðendur í landinu. Af því ábyrgðarleysi, sem einkennir ríkisrekstur hefur verið ráðskast með fjármuni okkar í alls kyns vafasömum framkvæmdum og við ekkert haft þar um að segja. Það er mikið rætt um nauðsyn strangs neytendaeftirlits með verðhækkunum. Þó má benda á, að það er ríkið sjálft, sem veldur mestum hækkunum í formi óbeinna skatta, eins og tolla og þess háttar. Hitt heyrist sjaldnar, en það er nauðsyn strangs eftirlits skattgreiðenda með ríkisstofnun- um, óendanlegum fjáraustri þeirra og óarðbærum fram- kvæmdum. Ríkisstofnanir bólgna út, þær seilast inn á æ fleiri svið, ráða fleira og fleira starfsfólk og allt er þetta á kostnað okkar skattgreiðenda. Svo virðist, sem forstöðumenn ríkisstofnana þurfi yfirleitt ekki að bera ábyrgð á þeim fjármunum, sem skattgreið- endur veita í reksturinn og þeir þurfa hvergi að standa frammi fyrir skattadómstól og tiunda nauðsyn úgjalda fyrirtækisins eða sýna fram á arðbærni þess. Þó eru þetta fyrirtæki okkar skattgreið- enda. Við höfum greitt fyrir bygg- ingu þeirra, greiðum starfsfólkinu laun og sjáum því fyrir húsnæði, vinnuaðstöðu og tækjum. Við skattgreiðendur verðum einnig í mörgum tilfellum að greiða niður fæði þessa starfsfólks, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Höfum við t.d. haft eitthvað að segja í sambandi við ríkismötuneytin? Hvers vegna þurfum við að greiða niður matinn hans Jóns í ráðu- neytinu meðan Jón hafnarverka- maður nýtur engra slíkra fríð- inda? Aðgerðarleysi almonnings Þessi atriði og mörg önnur eiga skattgreiðendur að láta sig varða. Við viljum geta gert kjarakaup, þegar framboðið leyfir og sam- keppnin er til staðar og þess vegna viljum við líka geta fengið meira fyrir skattpeninga okkar en nú er. Ríkisfyrirtæki eiga að þurfa að sanna tilverurétt sinn og gera á forstöðumenn þeirra ábyrga rétt eins og aðra, sem reka fyrirtæki. Þar sem ekki er þörf á ríkisrekstri eiga einkaaðilar að taka við. Við eigum ekki að horfa þegjandi á þegar fyrrverandi stjórnmála- menn tryggja áfram laun sin hjá okkur skattgreiðendum með því að stofna enn eitt ríkisfyrirtækið án þess að séð verði að þörf sé á. Almenningur í landinu á ekki að sitja aðgerðarlaus eða í mesta lagi rífast heima í eldhúsi yfir bruðl- inu, ráðdeildarleysinu og virð- ingarleysinu fyrir peningum skattborgaranna. Einungis eitt getur snúið dæminu við og það er öflug samstaða okkar. Við verðum að endurheimta ráðstöfunarréttinn yfir launum okkar. Það er sjálfsögö réttlætis- krafa, að skattheimtan sé ekki svo mikil, að hún letji duglegt fólk til vinnu. Þingmenn okkar kjósum við í þeim tilgangi að þeir starfi fyrir okkar af hollustu og auki frelsi okkar og velmegun. Við höfum ekki kosið þá til þess að þeir reyni að gera okkur fjárhagslega ómyndug og hneppa okkur í per- Hver er hin raunverulega skattbyrði? I þessu tilliti er auðvitað ekki sagt nema brot af staðreyndum. Vel kann að vera, að við greiðum eitthvað örlítið lægri beina skatta en þær Evrópuþjóðir, sem mest greiða. Ef við lítum á fjárlög ríkisins, komumst við að raun um, að beinir skattar nema þar ekki nema lítilli fjárhæð, eða um 18%. Hin raunverulega tekjulind ríkis- sjóðs eru óbeinu skattarnir, þ.e. tollar, vörugjald og söluskattur, sem nema hvorki meira né minna en um 80%. Fólk almennt hugsar ekki út í það, að í hvert skipti sem það greiðir fyrir vöru og þjónustu, er það að greiða háa skatta til ríkisins. Af hverjum útlogöum 100 kr. eru 19 kr. söluskatturinn einn. Méð þessari gífurlegu skatt- heimtu skipum við okkur á bekk með þeim þjóðum, sem sífellt ganga meir á rétt einstaklingsins yfir eigin aflafé. Launþegi hefur ekki til frjálsrar ráðstöfunar nema hluta af þeim krónum, sem eftir eru í launaumslaginu að frádregnum beinum sköttum. Við skulum líka hafa í huga, að launþegi gæti haft allt að 30% hærri brúttólaun, ef vinnuveitandi hans þyrfti ekki að greiða þann hluta í ótalmörg „launatengd gjöld“, sem raunar koma launþeg- anum meira og minna ekki til góðg, enda mörg þeirra hluti af „félagsmálapakkanum" fræga, sem launþegasamtökin hafa látið stinga upp í sig eins og dúsu. Þegar launþegi fer að verzla fyrir sínar afgangskrónur er ríkið í hverju horni og reynir að komast yfir sem flestar þeirra. Ef laun- þeginn kaupir sér bíl, fær ríkis- sjóður um % hluta verðsins í sinn hlut. Þar að auki greiðir bíleig- andinn bílaskatt, þungaskatt, söluskatt af iðgjöldum o.s.frv. til ríkisins, að ekki sé talað um að ríkið fær 55,09% af hverjum bensínlítra. Hið sama gildir um nánast allar vörur. Nýr ævintýraheimur fyrir böm á aldrinum 3-7 ára . i'TJT'i 344 ■ II II »■* 128 LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi VASAÚTGÁFA AF „ALVÖRUT/EKI“ Cybernet — Þaö er tóntækí sem púður er í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.