Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 Þór Magnússon þjóðminjavörður: Lyftan í Þjóðminjasafns- húsinu og annað henni tengt fatlaðir farið úr bíl Suðurgötu- megin og umhverfis húsið, sem er nokkru lengri leið, en öll á jafn- sléttu. Þetta yrði mun hagkvæm- ari lausn á allan hátt en sú, sem fyrst var fundin. Ef vel tekst til ættu þessar framkvæmdir að komast í kring fyrir næsta sumar, bæði lyftan og inngangur fatlaðra. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ekkert sér- stakt salerni fatlaðra er í húsinu og þarf að útbúa það sérstaklega. En þá kemur þar á ofan, að allar frárennslislagnir undir gólfum hússins eru ónýtar, og þarf oft á ári að fá hreinsunarmenn til að taka úr stíflur. Verður því að leggja allar þær lagnir að nýju í sambandi við fyrirhugaðar breyt- ingar á vinnuaðstöðu. Þetta eru aðeins fáein atriði til að sýna, hve erfitt er að sinna þörfum þessa húss, sem mjög var vanbúið í upphafi. Sífellt koma til stóraðgerðir, sem oft ber bráðan að og er í rauninni fjarri, að fyrir endann á þeim sjái. Vera má, að hér hafi þetta mál ekki verið tekið fastari tökum vegna þess, að fatlaðir leggja í rauninni sárasjaldan leið sína hingað í safnið, sem aftur kann að stafa af því, hve erfitt húsið er fötluðum. Þjóðminjasafnið á hjólastól, sem mér er tjáð, að Gísli Sigurbjörnsson hafi gefið. Sá stóll hefur mjög sjaldan verið notaður. Hins vegar er hann ætíð tiltækur ef um er spurt, og ekki getur það verið hann, sem Magnús segir að í Morgunblaðinu 5. nóv. spyr Magnús Kjartansson um það, hverju sæti dráttur sá, sem orðið hefur á því, að lyftan, sem svo lengi hefur verið beðið eftir að kæmi í hús Þjóðminjasafnsins, sé ekki komin enn á sinn stað. Grein Magnúsar er mér kærkomið tilefni til að gera grein fyrir því máli og jafnframt ýmsu öðru, sem kreppir að í safninu og starfi þess. Um mörg undanfarin ár hefur mikið verið unnið að endurbótum á húsi safnsins, þar sem hvaðeina hefur þurft lagfæringa við og annað hefur aldrei verið fengið í húsið, sem gert var ráð fyrir í upphafi. Meðal þess var lyftan, en lyftustokkur var steyptur neðan af neðstu hæð og upp í turn. A þeim árum er húsið var byggt, voru erfiðleikar á öflun byggingarefnis og hvers kyns útbúnaðar og þurfti leyfi Fjárhagsráðs fyrir hverju einu, sem keypt var eriendis frá. Meðal þess, sem ekki fékkst að kaupa, var lyftan. Þess vegna kom hún ekki í húsið í upphafi. Þegar farið var að ræða opin- berlega um vandamál fatlaðra á Islandi og ekki sízt hindranir þeirra á að komast um opinberar byggingar, kom Þjóðminjasafnið þar til umræðu. Hefur Magnús Kjartansson verið einna einbeitt- astur í að benda á vandkvæðin hvarvetna í því sambandi. Á árinu 1979 voru veittar kr. 15 milljónir á fjárlagalið safnsins gjaldfaTður stofnkostnaður, og af honum skyldi kr. 12 milljónum varið til lyftu. Eg fæ hins vegar ekki séð neins staðar þær 33 milljónir, sem Magnús talar um í þessu sambandi. Arið áður, 1978, var talið, að lyfta í húsið mundi kosta um 23 millj. kr. Þessi fjárveiting var því um helmingur þess, sem uppsett lyfta kostaði árið áður. Að höfðu samráði við verkfræðing og Innkaupastofnun ríkisins var ekki talið ráðlegt að panta lyftuna, þar sem fé það, sem til hennar væri ætlað, hrykki engan veginn fyrir kostnaði. En þá komu einnig til óvænt en óhjá- kvæmileg útgjöld í sambandi við var ráð fyrir, þótti einsýnt, að ekki var hægt að ráðast í lyftukaupin á því ári, þótt illt þætti, enda hefur oftlega verið talað hér í húsinu um nauðsyn lyftunnar. Okkur safn- fólkinu er ljósast óhagræðið að lyftuleysinu, því að oft þarf að flytja þunga og ómeðfærilega hluti milli hæða, sem erfitt er að fara með um stigana. A árinu 1980 eru veittar 24 millj. kr. til gjaldfærðs stofn- kostnaðar. Þar af er gert ráð fyrir endurnýjun sendibifreiðar safns- ins, en því er nauðsyn að eiga góða ferðabifreið. Hún er notuð allt sumarið við fornleifarannsóknir og þar að auki til hvers kyns flutninga og ferða, en gamla bifreiðin var svo af sér gengin, að Innkaupastofnuninni hefur ekki tekizt að selja hana. Varð því að fjármagna bifreiðakaupin alger- lega af þessum lið, gjaldfærðum stofnkostnaði, að öðru leyti en því, að nokkur fjárveiting fékkst úr endurnýjunarsjóði. En þrátt fyrir þetta hillir þó undir, að lyftan komi innan tíðar. Hún var pöntuð snemma á sl. sumri og hefur safnið greitt inn á hana sem svarar innkaupsverði. Skv. nýlegu bréfi Innkaupastofn- unar ríkisins mun lyftan verða tilbúin tii afhendingar í fjórðu viku ársins 1981, það er í lok janúar. Eg vonast til, að þá verði strax hægt að taka hana í notkun. En hins vegar kemur nú í ljós, að ýmis tiikostnaður við þá fram- kvæmd verður meiri en gert var ráð fyrir. Lyftuhúsið reynist ekki nógu hátt til að koma megi fyrir mótor og lyftubúnaði ofan við lyftuna og verður að taka til bragðs að byggja ofan á það, og kemur hér til ófyrirsjáanlegur kostnaður. En þótt iyftan komist í gagnið og geti flutt bæði fólk og safn- gripi, eru samt ekki allar hindran- ir úr vegi fyrir því, að fatlaðir geti Þór Magnússon veldlega inn í húsið. Á neðstu hæð þess er íbúð, sem þjóðminjavörður hefur haft til afnota þar til á sl. ári. Gert er ráð fyrir að breyta henni í skrifstofur og vinnustofur safnfólks strax og fé verður fyrir hendi á hinum margumtalaða lið, sem nefndur er gjaldfærður stofnkostnaður. Einn af stórum göllum þessa húss er sá, að hvergi virðist hafa verið gert ráð fyrir skrifstofum, vinnustofum eða geymslum þegar það var hannað. Helzt virðist svo sem húsið hafi ailt átt að vera sýningarsalir. Þess vegna hefur orðið að hola starfs- fólki niður hér og þar í húsinu, skrifstofur eru á fyrstu hæð, vinnustofur á jarðhæð, á annarri loftræstikerfi hússins. Kaupa þurfti nýjan rafmótor fyrir loft- blásara og gera miklar og kostn- aðarsamar breytingar á raflögn- um og öðrum útbúnaði í því sambandi. Þetta kom til af því, að Rafmagnsveitan breytti spennu á bæjarkerfinu. Þetta varð að gera án tafar og engin sérstök fjárveit- ing var ætluð til þess, þannig að taka varð af því fé, sem ætlað var til gjaldfærðs stofnkostnaðar, þar á meðal lyftu. Þegar þetta kom í Ijós, svo og það, að öll föst og nauðsynleg útgjöld stofnunarinnar fóru langt fram úr þeirri áætlun, sem gert með góðu móti notfært sér safnið. Magnús Kjartansson minnist á hinar hrikalegu tröppur við húsið, sem engum vegfaranda dyljast og fæla kannske ýmsa frá að freista inngöngu. Framan af var svo ráð fyrir gert, að fatlaðir gætu komið inn í húsið bakdyramegin, frá Suður- götunni, þar sem eru stórar dyr á jarðhæð til vöruflutninga. Hins vegar kemur í Ijós, að þetta er slæm lausn, þar sem þá þyrfti að hafa einhvers konar vörzlu við dyrnar. Nú er því hallazt að annarri lausn til að fatlaðir komist auð- hæð og í turni. Sama er að segja um geymslur, þær eru víðs vegar um húsið og sumar í rauninni allsendis óforsvaranlegar. — Þetta er kannske mál óviðkom- andi lyftunni en sýnir þó, hve öll vinnuaðstaða hér í húsinu er bagaleg. Hugmyndin er nú að gera inn- ganginn í íbúðina, þar sem fram- vegis verða skrifstofur, þannig úr garði, að fatlaðir komist þar inn í húsið í hjólastól. En til þess þarf einnig að gera skábraut neðan af bílastæðinu við húsið og upp lóðina, sem að vísu yrði nokkuð brött, og að dyrunum. Einnig gætu sé notaður til flutninga listaverka hér í húsinu og hálfónýtur þess vegna. Fjárveitingar til Þjóðminja- safnsins hafa alla tíð verið afar- knappar, en hafa verður í huga, að þessi stofnun hefur á hendi lang- mestan hluta minjaverndar alls landsins, fornleifarannsóknir, fornleifaeftirlit, viðgerðir og við- hald gamalla bygginga og forn- minja og hvers kyns umönnun menningarminja. Þar að auki kemur til safnstarfið innan veggja hússins. Má þá og nefna, að Þjóðminjasafninu er ætlað að sjá byggðasöfnunum fyrir hluta af rekstrarfé og útvega þeim framlög til nýbygginga eða standsetningar sýningarhúsnæðis að hluta. Hins vegar hefur sú fjárveiting, sem til þess hefur fengizt, hvergi nærri hrokkið fyrir þörfinni. Má nefna, að í fjárlagafrumvarpi fyrir 1981 er gert ráð fyrir sömu upphæð í krónutölu til byggðasafna og veitt var á fjárlögum ársins 1980, kr. 38 millj., en ég hafði farið fram á kr. 60 millj. í fjárbeiðni í þessu skyni. í þessu sambandi má geta, að heildarfjárbeiðni mín fyrir safnið á árinu 1981 nemur kr. 526 millj., og er Örnefnastofnun þá ekki meðtalin, en í fjárlagafrumvarp- inu nýja er talan 275 millj., Örnefnastofnun heldur ekki með- talin. Hins vegar fær safnið sjálft nú í ár 213 millj. kr. á fjárlögum. Eg var nýlega staddur í Færeyj- um á fundi safnmanna. Við Is- lendingarnir þar kipptumst við er við heyrðum, að Forngripasafn Færeyja fær 2 milljónir færeyskra króna nú í ár, sem er nánast sama upphæð og Þjóðminjasafn Islands hefur, þegar fjárveiting Örnefna- stofnunar er dregin frá. Þetta er í rauninni stórfurðulegt, þar sem ísland er margfalt stærra land og menningarminjar hér mörgum sinnum fleiri og fjölbreyttari en þar. Færeyingum hefur líka tekizt að gera marga hluti stórvel í minjavernd og rannsóknum, enda hafa þeir á að skipa miklu starfs- liði við safn sitt, mun fjölmennara en Þjóðminjasafnið hefur fengið. A undanförnum árum hefur oft verið bent á, hve illa margar menningarstofnanir hérlendis eru haldnar fjárhagslega. Þjóðminja- safnið hefur ekki farið varhluta af niðurskurði fjárveitinga og veit ég satt að segja ekki, hvernig farið hefði, ef safninu hefði ekki áskotnazt sá hvalreki, sem er fjórðungur af úthlutunarfé Þjóð- hátíðarsjóðs. Hann hefur verið notaður til ýmissa verkefna, ein- kum úti um landið, og hefur þannig verið hægt að framkvæma ýmis stórbrýn verkefni, sem ann- ars væru óunnin með öllu. Á það bæði við um fornleifarannsóknir, viðhald fornra bygginga, forn- leifaskráningu og viðgerðir forn- minja. Að lokum vildi ég mega nefna það, sem fáir vita líklega, að Þjóðminjasafnið hefur ekki aðeins um sjálft sig að sjá og byggðasöfn- in að hluta, heldur stendur það að nokkru undir rekstrarkostnaði Listasafns Islands. Listasafnið býr ókeypis í húsi Þjóðminja- safnsins, greiðir hvorki húsaleigu, rafmagn, hita né ræstingu né neitt annað það, sem húsið lætur í té. Sama má að mestu segja um Örnefnastofnun, en hún er þó að nafninu til deild í Þjóðminjasafn- inu þótt hún hafi sérstakan fjár- hag. Er það líklegast einsdæmi, að opinber stofnun fái þannig ókeyp- is húsaskjól hjá annarri og að það komi hvergi fram reikningslega, jafnvel þótt um beinar greiðslur væri ekki að ræða. En lengi hefur verið nokkurt fararsnið á Lista- safninu og hefur því ekki verið gengið eftir að það greiddi húsa- leigu. En fyrir vikið verður Þjóð- minjasafnið að sjá um útvegun fjár, sem að hluta til notast af öðrum stofnunum. En það vill til, að sambýlið hér í húsinu er gott og fari nú svo, að Listasafnið hverfi héðan innan tíðar eins og loks hillir undir, tekur því vart héðan af að breyta þessu fyrirkomulagi. Nú mun ýmsum þykja, að komið sé langt frá upphaflegu efni, lyftunni í Þjóðminjasafnshúsinu og þeirri töf, sem orðið hefur á að hún kæmi. En allt hangir þetta á sömu spýtunni. Stofnunin er sí- fellt í peningahraki til nærfellt allra þeirra verkefna, sem hún á að sinna. Fengjust meiri fjárveit- ingar árlega, væri betri vinnuað- staða fengin í húsinu, gömlu byggingarnar í betra standi, Við- eyjarstofa komin í lag, meiri fornleifarannsóknir og betra forn- leifaeftirlit og lyftan komin. Þannig mætti lengi telja fram verkefni, sem vinnast svo grátlega seint. En allar okkar framkvæmd- ir eru háðar fjárveitingum. Séu nægir peningar til má margt gera. En þar kreppir skórinn tíðum að. Þór Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.