Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 3 Valdatafl í Valhöll komin út: Fjallar um átök í Sjálf- stæðisf lokknum á liðn- um árum og áratugum vakið hafa þjóðarathygli, en tilefni þess að við tókum að skrifa bókina er stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens í vetur, sögðu höfundarnir Anders Han- sen og Hreinn Loftsson. — Við höfum gert okkur far um að skrifa hlutlaust um aðdraganda stjórnarmyndunarinnar, en átökin í Sjálfstæðisflokknum, sem leiddu til myndunar ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens, verða ekki skýrð né skilin án þess að rifjaðir séu upp margir viðburðir síðustu fimm áratuga og er því stiklað á stóru í sögu flokksins allt frá stofnun árið 1929. Við teljum okkur ekki draga fjöður yfir neitt eða leyna neinu, en hér kemur ýmislegt fram, sem ekki hefur birst áður. Ekki kváðust höfundar kom- ast að niðurstöðu í bók sinni, en láta lesendum það eftir að dæma um sekt eða sakleysi manna. Þeir hafa báðir starfað í Sjálf- BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur gefið út hókina Valdatafl í Valhöll eftir blaða mennina Anders Hansen og Hrein Loftsson. Fjallar hún um „átök i Sjálfstæðisflokknum á liðnum árum og áratugum og hvernig menn hafa þar skipst i fylkingar. Sagt er frá tog- streitu þeirra Gunnars Thor- oddsens og Geirs Ilallgrimsson- ar, sem náði suðumarki við stjórnarmyndun hins fyrr- nefnda í febrúar á þessu ári“, segir m.a. í frétt forlagsins. — Bókin er tvímælalaust tímamótabók bæði í íslenskri bókaútgáfu og íslenskri blaða- mennsku. Ekki hefur áður verið skrifað á þennan hátt um sam- tímaviðburði, kunnur atburður er hér rakinn fram á mitt sumar, sögðu þeir Örlygur Hálfdánar- son og Steinar J. Lúðvíksson er — Tilgangur bókarinnar er sá þeir kynntu bókina fyrir frétta- ~einn að segja frá atburðum er mönnum. gerst hafa á síðustu árum og Höfundar Valdatafls í Valhöll ásamt útgefanda frá vinstri: Hreinn Loftsson. Örlygur Ilálfdánarson og Anders Hansen. i.j<wm. Kmíha. stæðisflokknum og töldu að það hefði gefið þeim innsýn og tæki- færi til að nálgast betur en ella efni bókarinnar. Hafa þeir rætt við nærri sjötíu manns er tengst hafa málum með einum eða öðrum hætti, þeir hafa haft aðgang að gömlum og nýjum fundargerðum stjórnmálaflokka og fyrirtækja, jafnframt því sem þeim hefur verið leyft að sjá sendibréf og dagbækur manna bæði lífs og látinna. Valdatafl í Valhöll skiptist í sex aðalkafla og fjölmarga und- irkafla. Margar ljósmyndir eru í bókinni og hafa sumar ekki birst áður. Þá inniheldur bókin skrá yfir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins frá upphafi, ráðherra og ráðuneyti frá 1904—1980 og nafnaskrá. Bókin er sett, brotin um og filmuunninn í Prent- smiðjunni Hólum og bundin hjá Arnarfelli. Kápumynd hefur Sigurþór Jakobsson hannað. Margir og tíð- ir fundir hjá sáttasemjara ríkisins ALLMIKILL erill var í húsakynn- um sáttasemjara ríkisins í ga*rdag og voru þar fjölmargir aðilar á fundum. í gærmorgun snemma voru á fundum farmenn og full- trúar Verkalýðsfélagsins Rang- æings. Þá voru flugfreyjur á fundi og bifreiðastjórar af Suðurlandi og úr Borgarfirði. Einnig voru áadlunarhifreiðastjórar úr Sleipni á fundi... Hljómlistarmenn voru á fundi og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa þeir og viðsemjendur þeirra mjög nálgast hvorir aðra og má jafnvel búast við því að sam- komulag geti orðið einhvern næstu daga. Þá hafa vélstjórar hjá Hita- veitu Suðurnesja aflýst boðuðu verkfalli 17. nóvember og munu þeir eiga samleið með starfs- mönnum ríkisverksmiðjusamn- inganna, Áburðarverksmiðju og Sementsverksmiðju, þegar samn- ingar nást þar. Samninganefnd Rafiðnaðarsam- bands Islands var í gær á fundum með viðsemjendum sínum og hafði Mbl. þær spurnir af gangi mála, að tilboð væru farin að ganga á milli aðila. Þá voru prentiðnaðarfélögin þrjú á fundum með Félagi íslenzka prentiðnaðarins og buðu vinnuveit- endur þar 8% kauphækkun, en það er hreyfing úr um það bil 4%, er upp úr slitnaði fyrir helgina. Þó munu vinnuveitendur þá hafa viðr- að við bókagerðarmenn, hvort 6% hækkun kæmi til greina sem við- ræðugrundvöllur. Allmargir sáttafundir eru boðað- ir hjá sáttasemjara í dag, þ. á m. er fundur með samninganefnd Blaðamannafélags íslands, sem hefst klukkan 14. Yiðey seldi i Grimsby ÞAU FISKISKIP, sem landað hafa í Bretlandi í þessari viku hafa yfir- leitt fengið lægra verð fyrir afla sinn, en fengizt hefur undanfarið. Viðey seldi 171,3 tonn í Grimsby í gær fyrir 117,7 milljónir, meðalverð 686 krónur. Fiskurinn fór í 2. flokk að mati umboðsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.