Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 35 Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Það fer ekki hjá því að kvik- myndagagnrýnandinn staldri einstaka sinnum við og íhugi þá framleiðslu sem honum er gert að rýna. Líti yfir sviðið, akurinn með hinum marglitu blómum, ekki bara einstakar krónur líkt og hvunndags. Við slíka skoðun vakna ýmsar spurningar varð- andi þá framleiðslu sem við nefnum kvikmyndir. Sú spurn- ing brennur þá gjarnan heitast hvert sé hlutverk þessarar fram- leiðslu. Er hér eingöngu um að ræða skemmtiiðnað? Eru kvik- myndirnar barasta hjálpartæki í þeirri viðleitni mannsins að flýja veruleikann. Vissulega er hér að finna eitthvert mikilvægasta hlutverk þessarar listgreinar. Efnisheim- inn, eða það sem við kölium veruleikann, ber ekki ætíð sam- an við hugarheim. Tæknilega er kvikmyndinni fært að brúa það bil sem ríkir milli hugarheims og efnisheims. Hún getur skapað veröld þar sem lögmál hins stirða, þvermóðskufulia efnis- heims víkja eða beygja sig undir hin kviku lögmál hugarheimsins. Þannig fmnur maðurinn sam- svörun og fullnægju síns hugar- heims í heimi kvikmyndarinnar. Þetta köllum við að skemmta okkur. Að sjálfsögðu væri æskilegast að við þyrftum ekki á slíkum tilbúnum veröldum að halda til að njóta hugsýna okkar. Við leitum auvitað öll að fullkomnu jafnvægi milli hugar og efnis- heims. En hvenær verður slík hugsjón að veruleika, þegar eðli hugans er slíkt að hann lýtur hvorki takmörkunum tíma né rúms. Hugurinn hlýtur ætíð að þjást í búri hinna efnislegu aðstæðna, hemji hann ekki sitt óstýriláta eðli, „sætti sig við orðin hlut“, eins og sagt er. Kvikmyndin verður þarna eins- konar öryggisventill, þar sem hugurinn leikur frjáls innan ímyndaðra efnislegra marka. Ýmsir taka vafalaust ekki undir þessa skoðun mína og telja að kvikmyndin eigi að vera eitt af þeim tækjum sem beita má til umsköpunar efnisheimsins til samræmis við hugsjónir. Kvik- myndin er þá hvöt til fram- kvæmda, líkt og mynd Sergei Eisenstein um Beitiskipið Pot- emkin sem sumir telja þúfuna er velti hlassi Rússnesku byltingar- nnar. Séð frá þessu sjónarhorni verður kvikmyndin fyrst og fremst áróðurstæki. Ég held að íslenskir bíó-stjórar geri sér ekki grein fyrir þessu hlutverki kvikmyndarinnar; þeir eru af eðlilegum ástæðum fyrst og fremst bundnir í skemmtihlut- verkið (til allrar hamingju má segja). En auðvitað geta áróð- ursmyndir verið skemmtilegar, til dæmis mynd sú sem nú er sýnd í Háskólahíói og plægir á lúmskan hátt akurinn fyrir verð- andi eiturlyfjamarkað hér á landi. (Hvernig er þetta annars? Lítur kvikmyndaeftirlitið aldrei upp fyrir nafla?) Önnur mynd um sama efni er íinnig sýnd í Regnboganum. Sú er varla eins skemmtileg, ein- faldlega vegna þess að hún sýnir okkur raunveruleika fíkniefn- anna. Þessi mynd er raunar eins konar gægjugat sem gerir okkur fært að kíkja á raunveruleika sem er okkur framandi dags daglega. Hún gerir okkur fært að svífa um í tíma og rúmi, ekki á falskan hátt eins og í hinum hreinræktuðu skemmtimyndum, heldur raunverulega að svo miklu leyti sem við getum kallað filmun efnisheimsins raunveru- lega. En nú held ég að kvikmyndin sé að taka við nýju hlutverki í heiminum sem yfirstígur í senn áróðurs- og skemmtihlutverkið. Élg á við að heimur framtíðar- innar VERÐI kvikmyndin. Kafka sagði eitt sinn um kvik- myndina: Bio Slepcu. Sérhvert kvikmyndahús ætti að ganga undir þessu nafni. Flögrandi myndir þess blinda skynjun mannsins á raunveruleikann. Hvernig uppgötvar þú ekki á bíó að þú ert í húsi hinna blindu. Við erum í dag á mörkum nýrra tíma þar sem efnisheimurinn verður æ fjarlægari, því hann verður á valdi véla. Þessi efnisheimur skiptir okkur æ minna máli og hvað skiptir okkur þá máli? Ekki raunveruleiki Kafka, heldur sá raunveruleiki, sem við eigum sameiginlegan með öðru fólki og sá raunveruleiki er á valdi kvik- myndarinnar. Sameiginlegt sjónvarpskerfi fyrir jörðina er í nánd, mögu- leikar á samskiptum fólks innan þessa kerfis eru í sjónmáli, þrívíðar myndir eru tæknilega mögulegar. Næstum ótakmark- aður frítími bíður okkar, Hvern- ig ætlum við að verja þessum tíma nema í samskiptum við þann heim sem við lifum í? Hin fornu hellamálverk sýndu náin samskipti manna við dýrin. Er talið af mörgum fræði- mönnum að dýramyndirnar hafi verið gerðar fyrst og fremst í þeirri von að sigrast mætti á skepnunum. Nú stjórnum við dýrum jarðarinnar. Þau skipta okkur ekki máli nema sem stofu- stáss og fæðueiningar í plast- umbúðum. Hvert beinum við sjónum okkar ef efnisheimurinn allur er okkur undirgefinn nema til hugarheims? Sumir munu vafalaust leggjast í jóga en meirihluti manna mun beina sjónum þangað sem hugur hans fær fullkomnasta samsvörun: til heims kvikmyndarinnar. Slepku Kynntu þér nýjan heim gólfdúka frá GAFSTA Fjölbreytt munstur. - Fleiri litir. - Aukin þægindi. Glæra vinilhúðin á Gafstar dúkunum heldur þeim sem nýjum, litirnir eru alltaf jafn ferskir, auðvelt að þrífa og má segja að þeir hrindi frá sér óhreinindum. Veljið dúka frá Gafstar, þá getið þið verið örugg um gæðin. Breidd 2m-2,75m- 3,65m-4m. V Síðumúla 15 * sími 3 30 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.