Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
Magnús H. Magnússon:
Þorskseiði ræktuð í
stórum stíl í Noregi
Magnús II. Magnússon
(A) mælti sl. mánudag
íyrir frumvarpi um rann-
sóknir í þágu atvinnuveg-
anna. sem að meginefni
fjaliar um fiskirækt.
þ.á m. ræktun nytjafiska í
sjó. Ma^nús hóf mál sitt á
söRulegu yfirliti um fiski-
rækt. allar götur frá fiski-
rækt í sjó (ostrur) í Aust-
urlöndum fyrir upphaf
tímatals okkar ojj til
norskrar fiskiræktar í
da«, sem gefur norsku
þjóðarhúi feikimikinn arð.
Varðar undirstöðu
efnahagslegrar
afkomu okkar
MaKnús fjallaði fyrst um sögu-
legt yfirlit fiskiræktar, síðan lax-
eldi í sjó, þá fiskeldi í hafinu
umhverfis Island og þau skilyrði
og þær líkur, sem hann taldi á
ræktun helztu nytjafiska okkar.
Um það atriði sagði Magnús m.a.:
„Vitað er, að skilyrði í sjónum
við strendur landsins fyrstu vikur
og mánuði eftir hrygningu skipta
algerum sköpum um það, hvort
hrygning skilar góðum árangri
eða ekki, en það hefur aftur
afgerandi áhrif á aflabrögð 4—8
árum síðar. Ástæður þessa eru
aðallega taldar vera sveiflur á
hita, seltu og svifi í sjónum, auk
veðurfars o.fl.
Þorskseiði leita botns 5 mánuð-
um eftir klak og eru þá úr mestri
hættu. Norðmenn telja, að 60%
þeirra seiða sem ná 5 mánaða
aldri nái því að verða kynþroska,
nái með ö.o. 3ja ára aldri. Talið er
að 10 seiði eða minna af hverri
milljón eggja, sem út klekjast, nái
5 mánaða aldri. Þetta er þó mjög
breytilegt frá ári til árs. Jafnvel
hefur verið talið að sveiflurnar
geti verið 1 á móti 40. Giskað
hefur verið á að u.þ.b. 400 milljón-
ir þorskseiða ná þessum áfanga
hér við land í meðalhrygningarári.
I bestu árum, 4. til 5. hvert ár að
jafnaði, er þessi tala margfalt
— Undirbúnings-
rannsóknir við
Náttúrugripasafn
Vestmannaeyja
Magnús H. Magnússon
hærri, en getur í verstu árum
farið niður fyrir 100 milljónir
seiða.
Síðustu tvo áratugina, eftir að
fullkomnari rannsóknaraðferðir
og tækni komu til sögunnar, er
meðaltal þeirra þorska, sem ár-
lega ná 3ja ára aldri, 230 milljónir
og munur á bestu og verstu árum,
að þessu leyti, allt að fimm á móti
einum.
Hér við land hagar þannig til,
að fiskur, sem klekst út við landið,
er þar allt sitt æviskeið, nema
hvað lítið eitt af seiðum berst til
Grænlands og kemur gjarnan það-
an aftur sem fullvaxta fiskur til
að hrygna við Island.
Nú höfum við fengið full yfirráð
yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni
og njótum því svo gott sem einir
alls þess árangurs, sem af fiski-
rækt verður."
Eldi þorsks í
stórum stíl
„Nú hin síðustu ár hafa Norð-
menn einbeitt sér að rannsóknum
og undirbúningi að eldi þorsks í
stórum stíl, enda þorskur þýð-
I ingarmesta fisktegund Norð-
manna eins og Islendinga. Norð-
menn eru bæði með í huga eldi í
markaðsstærð, en þó miklu frem-
ur hafbeit í stórum stíl, en út á
slíkt fiskeldi gengur það frum-
varp, sem hér er til umræðu.
Norðmenn haga rannsóknum
sínum þannig, að þeir ala u.þ.b.
100 þorskhrygnur til undaneldis.
Eldi þeirra er engum erfiðleikum
háð. Sjúkdómar þekkjast varla,
öfugt við það, sem á við um laxinn.
Vandinn hefur fyrst og fremst
verið sá, að finna heppilegt æti
fyrir seiðin þegar þau koma af
kviðpokaskeiði nokkurra vikna
gömul. Yfir 90% eggjanna klekj-
ast út, en flest þeirra hafa dáið
fljótlega eftir klak.
Með stanslausum tilraunum
hefur Norðmönnum tekist að
draga verulega úr þessum seiða-
dauða og tilraunir, sem gerðar
voru á sl. ári, marka nokkur
tímamót í þessum efnum. Þá var
reyndur nýr búnaður til að safna
æti úr sjónum og til að ala seiði í
fram yfir kviðpokaskeiðið. 1%
seiðanna lifðu til 5 mánaða aldurs.
Vísindamenn telja að mun betri
árangurs sé að vænta. Bæði var,
að við þessar tilraunir, sem fyrst
og fremst voru gerðar til að prófa
nýja tækni, vantaði um tíma æti
fyrir seiðin, og drápust þá mörg
þeirra, og sjórinn var, þennan
vetur, miklu kaldari en í meðalári,
fór alveg niður í 0,5 gráður á
Celsius.
Norskir vísindamenn telja, að
þeir hafi komist yfir þá erfiðleika,
sem hingað til hafa verið taldir
óyfirstíganlegir. Vísindamenn
annarra þjóða, sem fylgst hafa
með tilraunum Norðmanna eru á
sama máli.
Norðmenn telja sig nú geta
framleitt 5 mánaða þorskseiði í
mjög stórum stíl, hvort sem vill til
eldis í markaðsstærð eða til haf-
beitar.
Þótt miðað sé við að 1% seið-
anna lifi til 5 mánaða aldurs, en
Norðmenn fullyrða að þessi tala
eigi eftir að stórhækka, þá fást
30—40 þúsund 5 mánaða gömul
þorskseiði undan hverri hrygnu,
sem alin er, eða a.m.k. 1000
sinnum meira en í sjálfri náttúr-
unni.
Norðmenn telja, að 60% þeirra
5 mánaða gömlu þorskseiða, sem
sleppt er í hafið muni ná kyn-
þroskaaldri, þ.e. 3ja ára aldri.
Hver hrygna, sem alin er til
undaneldis, gæti gefið af sér allt
að 18000 fullvaxna fiska árlega og
á sú tala eftir að hækka verulega
að inati vísindamanna.
Haustið 1976 slepptu Norðmenn
í hafið 5 mánaða gömlum merkt-
um þorskseiðum. Þeir hafa nú
þegar fengið yfir 10% merkjanna
til baka. Hafa verður í huga að
ekki koma öll merki af veiddum
fiskum til skila og mörg ár enn á
eftir að veiða úr árganginum frá
1976. Allt bendir þetta til þess, að
vísindamenn hafi rétt fyrir sér,
þegar þeir segja að 60% þeirra
seiða, sem sleppt er 5 mánaða
gömlum, nái kynþroskaaldri.
Dag Möller, yfirmaður þessara
rannsókna við tilraunastöð Norð-
manna á Austevoll nálægt Bergen,
býður íslenskum fiskifræðingum
og öðrum hér á landi, sem áhuga
hafa á þessum málum, aðgang að
öllum sínum tilraunum og býðst
til að veita allar upplýsingar, sem
hann hefur yfir að ráða. Hann
telur, að fiskveiðihagsmunir Norð-
manna og Islendinga séu svo
samtvinnaðir, að þeir eigi að hafa
fulla samvinnu um þessi mál.
Fyrsta skrefið, ef þetta frum-
varp verður samþykkt, verður það,
að íslenskir fiskifræðingar kynni
sér reynslu Norðmanna og ann-
arra þjóða, sem að þessum málum
hafa unnið, og noti reynslu þeirra
til að hanna tilrauna- og eldisstöð.
Strax á næstu vertíð gætu hafist
undirbúningsrannsóknir við Nátt-
úrugripasafn Vestmannaeyja.
Ef gengið er út frá því, að 1%
seiða nái 5 mánaða aldri, en
Norðmenn telja að það hlutfall
eigi eftir að stórhækka, þá þyrfti
u.þ.b. 10 þúsund hrygnur eða
40—50 tonn af þorski, svipað og
fiskibátur kemur með að landi
eftir 1 góðan veiðitúr, til að fá
4 —500 milljónir 5 mánaða gömul
seiði, eða álíka mikið og meðal-
hrygningarárgangur gefur af sér.
Þetta er vel framkvæmanlegt.
Auðvitað verða ýmsar rannsóknir
og tilraunir að fara fram áður en
hafist verður handa við stórfram-
leiðslu, en reynsla Norðmanna
mun auðvelda okkur undirbúning-
inn mjög.
Birgir Hermannsson, ritstjórn-
arfulltrúi Ægis, blaðs Fiskifélags-
ins, fór á þessu ári í stutta
heimsókn í tilraunastöð Norð-
manna á Austevoll. Hann kynnti
sér starfsemi stöðvarinnar, m.a.
tilraunirnar með þorskeldi. Um
þetta skrifar hann í 9. hefti Ægis,
m.a.:
„Hvað sem öllu líður, þá er það
orðin staðreynd, að í framtíðinni
munu menn grípa æ meir inn í
vistkerfi sjávarins og koma nátt-
úrunni til hjálpar þar sem hún fer
halloka vegna ágengni okkar
mannanna."
Það er einmitt þetta, sem flutn-
ingsmenn þessa frumvarps vilja
beita sér fyrir að strax verði
hafist handa um hér við land.
Það er tilgangur þessa frum-
varps að hrinda af stað fiskeldi í
stórum stíl og leitast þannig við
að auka fiskgengd verulega í
framtíðinni og tryggja að engir
hrygningarárgangar misfarist.
Það er eindregin skoðun flutn-
ingsmanna þessa frumvarps, að
efnahagsleg afkoma íslensku þjóð-
arinnar í framtíðinni byggist öðru
fremur á ræktun nytjafiska i sjó.
Stærstu framfaraspor mann-
kyns hafa verið stigin þegar veiði-
mennska (rányrkja) hefur vikið
fyrir hjarðmennsku og svo mun
einnig verða um fiskirækt í sjó.“
Pétur Sigurðsson
Fyrirbyggjandi
aðgerð:
Viðvörun-
arskilti
ef bifreið
stöðvast
á akrein
PÉTUR Sigurðsson (S) kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár i neðri
deild í ga-r og gerði að umtals-
efni umferðarslys, sem verið
hefðu tíð undanfarið. Benti
hann á. að gefnu tilefni nýlegs
slyss, að víða erlendis vaeri í
umferðarreglugerðum. jafnvel
lögum. ákva'ði um. að ökumenn
hefðu i nkutækjum sínum aðvör-
unarskilti, sem þeim ba'ri að
setja upp aftan við hifreiðar, ef
þær hiluðu og stæðu í vegi
annarra á akreinum. Sagði Pét-
ur að hann hefði rætt þetta mál
við Bjarka Eliasson. yfirlög-
regluþjón. sem teldi. að mjög
va'rí til bóta að taka þennan
fyrirhyggjandi hátt upp hér-
lendis.
Pétur Sigurðsson sagði að nú
væri starfandi sérstök umferðar-
nefnd, undir forsæti Sigurjóns
Sigurðssonar, lögreglustjóra, til
endurskoðunar á umferðarlögum
og reglum. Mæltist hann til þess
við dómsmálaráðherra, að hann
kæmi því á framfæri við þessa
nefnd, hvort ekki væri ráð að
taka upp þessa fyrirbyggjandi
reglu, ef verða mætti til þess að
forða vá.
Friðjón Þórðarson, dómsmála-
ráðherra, þakkaði ábendinguna
og kvaðst koma henni á framfæri
við umferðarnefndina, sem nú
starfaði af kappi miklu.
Frumvarp
sjálfstæðismanna:
Hlutfalls-
kosningar í
verkalýðs-
félögum
PÉTIIR Sigurðsson og fimm
aðrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks hafa lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um hlutfalls-
kosningu innan stéttarfélaga
með 300 félagsmenn eða fleiri til
stjórnar og trúnaðarstarfa, við
kosningar til landssamhands-
þinga og þinga heildarsamtaka.
Á þingum heildarsamtaka skal
og viðhafa hlutfallskosningu.
í langri greinargerð, þar sem
forsendur og aðdragandi frum-
varpsins eru rakin, kemur fram,
að það er flutt að tilmælum
verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðis-
flokksins, sem telur, að sú lýð-
ræðiskrafa verði ekki lengur
sniðgengin, að taka upp þesshátt-
ar kosningar í verkalýðshreyfing-
unni, að hver meðlimur hafi
sama atkvæðavægi í áhrifum á
framvindu mála.
Þingmenn úr öllum flokkum:
Kjaradómur ákveði þingfararkaup
JÓN llelgason. forseti Sameinaðs
Alþingis. mælti í ga'r fyrir frum-
varpi. sem þingmenn úr öllum
flokkum flytja. um þingfarar-
kaup alþingismanna. Ilelzta
hreytingin. sem frumvarpið felur
í sér. er sú. að Kjaradómur
ákvarði þingfararkaup alþing-
ismanna. en nú njóta þeir launa
samkvamt ákveðnum flokki í
launakerfi opinherra starfs-
manna. Verði frumvarpið að lög-
um lýtur ákvörðun um kaup
þingmanna sömu meðferð og
laun hastaréttardómara og ráð-
herra. Kjaradómur ákveður laun-
in fyrir eitt ár í senn, frá 1.
októher til 30. september næsta
ár. Þá er í frumvarpinu ákvæði
um að verði verulegar almennar
hreytingar á launum opinherra
starfsmanna. húsaleigu eða dval-
arkostnaði á gildistíma ákvörð-
unar Kjaradóms skuli hann taka
ákvörðun sína til endurskoðunar.
Annað nýmæli, sem er í frum-
varpinu, er að Kjaradómi er falin
ákvörðun varðandi dvalarkostnað
— og önnur kjör
alþingismanna
þingmanna, sem lögheimili eiga
utan Reykjavíkur, en hafa dvalar-
stað í Reykjavík um þingtímann,
svo og hliðstæða þóknun til þing-
manna, sem ekki eru búsettir í
viðkomandi kjördæmi, en gegna
þingmennsku í kjördæmi utan
Reykjavíkur og Reykjaness. Þá er
Kjaradómi falið að ákveða upp-
hæð ferðakostnaðar, sem þing-
mönnum er greiddur á ári hverju
vegna ferða í kjördæmum. Þing-
fararkaupsnefnd hefur til þessa
haft ákvörðunarvald í þessum
efnum.
í 5. grein frumvarpsins er tekið
fram, að alþingismaður eigi rétt á
að fá endurgreiddan póst- og
símakostnað vegna þingstarfa
sinna, en um það er ekki ákvæði í
gildandi lögum, en löng fram-
kva*mdavenja. Gert er ráð fyrir að
skrifstofustjóri Alþingis úrskurði
slíka reikninga.
í 11. gr. frumvarpsins er gert
ráð fyrir breytingu á 2. gr. gild-
andi laga, eins og hún var orðuð
með lögum nr. 57/ 1971. Er nú lagt
til að alþingismaður, sem gegnir
starfi hjá ríki eða ríkisstofnun
með þingmennsku, skuli aðeins
njóta launa frá vinnuveitenda
sínum samkvæmt ákvörðun ráðu-
neytis, þó skuli þau laun eigi nema
meiru en háifum föstum launum
sem greiða skal fyrir starfann.
Með lögum nr. 111 20. desember
1978 voru sett ákvæði um biðlaun
alþingismanna. Ákvæði þeirra
laga eru felld inn í frumvarpið,
sbr. 8. gr., þar sem þau þykja eiga
heima í lögum sem fjalla um
launakjör þingmanna. Um eftir-
laun þingmanna er hins vegar gert
ráð fyrir að sé fjallað í sérstökum
lögum, svo sem gert hefur verið
hingað til, sbr. 9. gr. frumvarps-
ins.