Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 Emil Magnússon, Grundarfirði: Þinn hagur og minn Við heyrum stundum talað um það, að kaupmaðurinn á horninu sé að hverfa og eigi að hverfa. Verzlunin sé öll að færast á hendur hinna stóru markaða og eigi að gera það. Vera má, að svona verði þróunin í þéttbýlinu, um það er ég ekki dómbær. Hvorttveggja er, að mér er málið of skylt og svo hitt, að af eigin raun þekki ég mjög takmarkað til hinna stóru verzlana og raunar sakna þess ekki. Fyrir um það bil einu ári gaf ég mér tíma til þess að vera á vakki í einni af glæsilegustu matvöru- verzlunum í Reykjavík á milli kl. tíu og tólf fyrir hádegi dag einn í miðri viku. Ég var ekki að verzla, heldur grandskoðaði vöruval og verðlag og bar saman við mína eigin verzlun. Vænti ég þess, að verði ekki talið mér til fordildar. þótt ég segi frá því hér, að þessi samanburður var mér enganveg- inn svo óhagstæður, sem ég óttað- ist. Ef frá er skilið hið stóra og girnilega kjöt-kæliborð, þá fannst mér, að ég mætti vei við una. Enda þótt starfsfólk þessarar stóru verzlunar sýndi mér fulla kurteisi og léti það óátalið þótt ég seddi þarna forvitni mína, þá get ég ekki varizt því, að mér fannst afköst þess og annríki vera í engu samræmi við stærð verzlunarinn- ar, og hefði ég mátt þar einhverju um ráða hefði ég vérið búinn að segja helmingnum af upp störfum fyrir hádegi þennan dag. Þetta fannst mér renna stoðum undir þá skoðun, að of víða væri of mikið vinnuafl bundið við þennan at- vinnurekstur. Ég er ekki þeirrar trúar, að kaupmaðurinn á horninu hverfi, allra síst úti á landi. Þar er hann þegar orðinn hluti af um- hverfinu og vonandi kemur þar maður í manns stað. Ekki verður því neitað að vissulega skiptast á skin og skúrir í lífi kaupmannsins eins og annarra þegna þessa þjóðfélags. En hér eins og svo víða í atvinnulífinu veldur hver á heldur. Verzlun verður ekki rekin á litlum stöðum öðruvísi en með þeim hætti, að kostnaði öllum sé haldið í lágmarki og mikil vinna eigandans er óumflýjanleg. Hafi ekki eigandinn fingurinn á púlsi sins fyrirtækis, tekur það ekki nema nokkra daga að allt snúizt til hins verri vegar. Ég hef stundum sagt, að mikil vinna í þágu síns fyrirtækis gefi lífinu aukið gildi, enda verði þá árangur- inn í samræmi við það. Hinu er ekki að neita, að stundum finnst manni skilningur stjórnvalda svo Emil Magnússon sljór í garð þessarar atvinnugrein- ar, að nánast nenni ég ekki að tala um það. Nýlega lét núverandi viðskipta- ráðherra þau orð falla á Alþingi að gefnu tilefni, að hann gæti ekki betur séð en að réttur neytenda í þessti landi væri bezt tryggður með því fyrirkomulagi, sem hér hefur gilt um áratugi, að hlið við hlið væru reknar verzlanir á 13 vegum einstaklinga annarsvegar og samvinnufélaganna hinsvegar. Ég er ráðherra alveg sammála að þessu leyti og óttast ekki þessa samkeppni. Sjálfur hef ég átt gott samstarf við samvinnuverzlun í gegnum árin og vegna þess, að ég hef áður unnið á þeim vettvangi, veit ég, að báðir eiga við sömu örðugleika að etja og báðir vilja sigrast á þeim. Og enn vík ég að myndinni hans Gunnlaugs Schev- ings. Sú mynd segir manni mikla sögu. Hún sýnir þann tíma í þessu þjóðfélagi, þegar stéttaskipting var veruleg, þegar allur almenn- _ ingur var illa upplýstur, þegar æðri menntun var séreign tveggja eða þriggja manna í hverri sýslu. Hún sýnir og þann tíma, þegar allur almenningur var fátækur og peningar aðeins á fárra höndum, vöruval nánast ekki neitt og hver og einn varð að taka því, sem að honum var rétt. Nú er öldin önnur, nánast allir lifa i vellystingum pragtuglega, atvinna næg og stór- ar fúlgur fjár fara um hendur manna í viku hverri. — Ég sé enga ástæðu til að taka undir svartsýni, barlóm og bölsýni. Gifta einstakl- ingsins ræðst ekki hvað sízt af því, með hvaða hugarfari hann gengur að verki. VETURINN 80-81 Litir: Beige, grátt, dökkblátt. Stæröir: S, M, L, og XL. Tegund: Trinet, Finniand. Litur: Dökkblátt. Stæröir: 46-54. Tegund: Melka, Sviþjóö. Litir: Grátt, beige, millibrúnt, dökkblátt. Stæröir: 46-56. Tegund: Redpoint, V-Þýskaland. Litir: Grátt, gulbrúnt. Stæröir: 46-56. Tegund: P - trail, U.S.A. dúnvatteraö vendivesti. Litir: Grátt/blátt og grátt. Stæröir: S, M, L og XL. Tegund: Trinet, Finnland. Litir: Dökkblátt, grátt. Stæröir: 46-54. herra húsið. 7.124 Bankastrani 7 og Aðalstracd 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.