Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 21 Sjötta helgarmótið: I>rír efstir í N eskaupstað SJÖTTA helKarskákmótið var háð á Neskaupstað nú um helg- ina. Þátttakendur voru að vísu með færra móti, enda 20 talsins, en enRU að síður var það í alla staði mjöK vel heppnað. Svo sem kunnugt er. átti mótið að fara fram einni viku áður. en þá gat ekkert orðið úr því vegna fárviðr- isins, sem Kekk yfir Austurland. Sú frestun varð til þess, að þátttakendum fækkaði um helm- inK, enda skiIjanleKt að crfitt hafi verið fyrir marKa að Kera aftur nauðsvnleKar ráðstafanir til þess að Keta verið með, svo sem að fá frí úr vinnu o.s.frv. Fæstir af okkar sterkustu skákmönnum létu sík þó vanta, að stórmeisturunum undanskild- um, ok keppnin var bæði hörð ok tvísýn. Aldrei var nokkur kepp- enda einn í efsta sæti, enda fór svo að lokum, að þrír urðu efstir og jafnir, þeir Margeir Péturs- son, Sævar Bjarnason og Jón L. Árnason, sem hlutu allir fimm vinninga af sex mögulegum. Mar- geir var síðan úrskurðaður sigur- vegari á stigum (þ.e. samanlagð- ur vinningafjöldi andstæðing- anna), hann hlaut I8V2 stig, síðan kom Sævar með 17'/2 og þá Jón með 17 stig. Hálfum vinningi á eftir þessum þremur komu síðan þeir Ásgeir Þór Árnason, Helgi Ólafsson og Benóný Benediktsson. Helgi leiddi lengst af mótið, vann fjórar fyrstu, en óvænt tap í síðustu umferð fyrir Sævari þýddi hrap niður í fimmta sæti, því Ásgeir var honum hærri á stigum. Árangur Benónýs var mjög ánægjulegur og hann lætur engan bilbug á sér finna, þótt hann hafi þrjá vetur um sextugt. Benóný byrjaði illa í sumar á mótinu í Keflavík, en á Akureyri stóð hann sig með mikilli prýði og nú var hann aðeins hársbreidd frá verð- Iaunasæti. Röð annarra þátttakenda varð þessi: 7.-9. Hilmar Karlsson, Jó- hann Hjartarson og Jónas H. Jónsson 4 v. 10,—11. Benedikt Jónasson og Sturla Pétursson 3'/2 v. 12.—14. ðli Valdimarsson, Við- ar Jónsson og Páll Baldursson 3 v. 15.—18. Eiríkur Karlsson, Ingi- mundur Sigurmundsson og feð- garnir Þorvaldur Logason og Logi Kristjánsson U'/fe v. Þeir Ingi- mundur og Þorvaldur háðu harða baráttu um unglingaverðlaunin, sem eru þátttaka á námskeiði í skák á Kirkjubæjarklaustri næsta sumar. Samkvæmt stigaútreikn- ingi reyndist Þorvaldur hlut- skarpari. 19.—21. Jón B. Lorange, Friðþjófur M. Karlsson og Ólöf Þráinsdóttir, sem hlaut kvenna- Fengu ekki að funda Managua. 11. núv. — AP. YFIRVÖLD í Nicaragua komu í veK fyrir að nokkuð Kadi orðið af útifundi hreyfinKar hófsamra demókrata í borginni Nandaime á sunnudaK, en húist var við að um fiO.OOO manns kæmu til fund- arins, að söKn áreiðanleKra heim- ilda. Leiðtogi samtakanna er fyrrver- andi meðlimur í fimm manna junta-ráði er fór með völd í landinu, en ein af ástæðum þess að hann sagði sig úr ráðinu, var að honum fannst frelsishreyfing Sandinista, er hrakti Somoza ein- ræðisherra frá völdum í júlí 1979, hefði of mikil völd í raun. Einn fimmmenninganna í junta-ráðinu sagði í dag, að fund- urinn hefði verið bannaður „af öryggisástæðum." eftir MARGEIR PÉTURSSON verðlaunin, 2 vinningar. 22.-24. Helgi Hansson, Úlfhéðinn Sigur- mundsson og Kristján Halldórs- son l'/2 v. 25. Grétar Guðmunds- son 1 v. 26. Eysteinn Kristinsson 0 v. Aðstæður á Neskaupstað voru allar hinar bestu. Á föstudag og sunnudag var teflt í Egilsbúð, þar sem helmingur aðkomumannanna bjó, en á laugardaginn í gagn- fræðaskólanum. Mótinu var síðan slitið á sunnu- dagskvöldið með kvöldverði í Eg- ilsbúð, þar sem þeir Kristinn Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar, og Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákblaðsins og frumkvöðull helgarmótanna, af- hentu verðlaunin og heiðruðu fimm viðstadda fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu skáklist- arinnar, þá Karl Marteinsson, Eirík Karlsson og Karl Hjelm, fyrir störf sín fyrir Taflfélag Neskaupstaðar í fortíð og nútíð og auk þess þá Sturlu Pétursson og Ola Valdimarsson, sem er reyndar gamall Norðfirðingur, en þeir stóðu að útgáfu Skákblaðsins á stríðsárunum. Það olli nokkrum vonbrigðum, að utan Neskaupstaðar, var aðeins einn þátttakandi af Austurlandi, Viðar Jónsson frá Stöðvarfirði, en margir áttu styttri leið að fara til mótsins en hann. Sjöunda helgarskákmótið verð- ur haldið um næstu helgi í Vest- mannaeyjum, ef veður leyfir og hefst samkvæmt venju á föstudag- inn klukkan tvö, þannig að hjá mörgum verður stutt á milli stríða. Mótið verður nánar auglýst í vikunni, en þeim á rheginlandinu, sem' ætla sér að vera með, skal bent á að snúa sér til Jóhanns Þóris í síma 15899. Fyrir tap sitt í síðustu umferð á Neskaupstaðarmótinu, hafði Helgi Ólafsson teflt 46 skákir í röð án taps, en hann náði langbestum samanlögðum árangri í fimm fyrstu mótunum og hlaut fyrir það einnar milljón króna verðlaun. Eftir tíunda helgarmótið verður ný milljón afhent, þannig að í þeim mótum, sem eftir eru af næsta hring, verður áreiðanlega mjög hart barist. Nú skulum við líta á hvernig Helgi var að velli lagður: Hvitt: Sævar Bjarnason Svart: Helgi ólafsson Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rffi. 2. c4 - efi, 3. Rc3 - Bb4, 4. Bg5!? (Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari, notaði þennan leik mikið á yngri árum, ■ en nú er hann talinn fremur vafasamur.) — hfi, 5. Bh4 — c5, 6. d5 - Bxc3, 7. hxc3 - dfi. 8. e3 - e5, 9. f3 (Þessi leikur er framlag hollenska stórmeistarans Timman til afbrigðisins.) — e4, 10. f4 — g5, 11. Bg3 (Hæþnara var 11. fxg5 — Rg4.) — De7.12. h4?! (Betra er að öllum líkindum 12. Be2 — Hg8, 13. Rh3, en þannig tefldist skák þeirra Timmans og Smyslovs í Teeside 1975.) - gl. 13. h5 - I)d7,14. Bh4 - Rxh5,15. Dc2 - Df5, lfi. Re2 — Hg8? (Mun betra var 16. — Rd7, og hvítur hefur engar teljandi bætur fyrir peðið.) ALLT f PLATI!, i« ■ 4 17. Bg5!! (Upphafið á glæsilegri fléttu. Eftir 17i — hxg5, 18. Hxh5, hótar hvitur óþyrmilega 19. Rg3.) — DgG, 18. Hxh5! (Hugmyndin. Nú er svartur glataður.) — Dxh5, 19. Dxe4+ - Kf8, 20. De7+ - Kk7. 21. BÍ6+ - Kh7, 22. Rk3 - Dg6, 23. Bd3! og svartur gafst upp. SIGRÚN ELD.JARN „Allt í plati!“ Ný barnabók eftir Sigrúnu Eldjárn ÚT ER komin barnabókin Allt í plati!, saga og myndir eftir Sig- rúnu Eldjárn. Þetta er fyrsta bók Sigrúnar, en hún er kunnur myndlistarmaður, hefur oft sýnt myndir sínar og einnig skreytt allmargar bækur, meðal annars barnabækur. Allt í plati! er ævin- týri, sem segir frá tveim börnum sem heita Eyvindur og Halla. Þau fara í hugsanaleik, leggja síðan leið sína niður um gat á götunni og lenda í ýmsum ævintýrum neðanjarðar, hitta einkennilegar skepnur sem kallast krókófílar og fara í leiðangur með einum þeirra vítt um borgina og upp í Hall- grímskirkjuturn. Allt í plati! er 48 síður, á hverri síðu teikningar. Oddi prentaði. Skoðið glæsilega ARISTON Meó Ariston gædi og Ariston útlit verdur valió auðvelt á Ariston þvottavélinni. Sparnaður: hún tekur inn heitt og kalt vatn, eða ein- göngu kalt sem gerir mögulegt að leggja í bleyti við- kvæmt tau við rétt hitastig. Annað for kerfi ffyrir suðu- þvott, mikil stytting á vinnutíma. A: Sérstakur sparnaóar- rofi (tvær vatnshæðir fyrir3eða5kfló). B: Vindur á milli skolana. C: Er meó þrem sápu- hólfum (þvottaefni má setja í öll hólfin í upphafi þvottar ásamt mýkingarefni). D: Stöðva má vélina þótt hún sé í miðju þvottakerfi með því aó ýta á valrofann, hægt er að láta hana byrja aftur á sama staó án þess að rugla kerfið. þvottavél E: Sérstakt kerfi fyrir ullarfatnað. Ljósmerki kemur meðan vélin er í gangi og annað Ijós þegar hún hitar vatnið. G: Þvottakerfi eru 15 og vinduhraði 600 snún- ingar á mínútu. H: Barnalæsing er á hurð og valrofi er líka með öryggisbúnaði gagnvart börnum. RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 Verzlid við fagmenn Viðgerðar■ og varahluta- þjónusta Smiðjuvegi 10 Kópavogi Sími: 76611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.