Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 17 Gjólur umheimsins I>«rstcinn frá Hamri: IIAUST í SKÍRISSKÓGI Skammdegisprójekt IlelKafell 1980 Ekki þykir mér sanngjarnt að meta skáldsögur Þorsteins frá Hamri eingöngu samkvæmt því að þær séu verk ljóðskálds, leikur að orðum og hugmyndum, andstæð- um teflt fram í því skyni að skapa stemmningu. Kannski má þó segja að skáld- sögur Þorsteins séu eins konar hlé frá ljóðagerðinni. Að minnsta kosti leyfir hann sér meira í þeim en í ljóðunum, er opinskár og oft beinskeyttur í viðhorfum sínum til samtímans. Skáldsögur Þorsteins: Himinbjargarsaga eða Skógar- draumur (1969) og Möttull kon- úngur eða Caterpillar (1974) og nú Haust í Skírisskógi eru með ein- kenilegum hætti til vitnis um söguþráð sem er í senn flókinn og einfaldur, en þó einkum dæmi um það sem leitar útrásar þegar fagurfræði ljóðsins sleppir. Við skulum til dæmis líta á upphaf fimmtánda kafla í Haust í Skírisskógi: „Þegar gjólur umheimsins hvína sem hæst og telja sig allar í senn eiga jafnan rétt til íhlutunar í sálum mannanna, hví skyldi það þá endilega vera af hinu illa þegar ein og ein rödd heldur uppi veðruðu merki hinna fornií dyggða, íhaldssöm kannski, og gefin fyrir að varðveita fleira en vert er, en ekki gleypigjörn, gín ekki við hverri flugu og situr vel á sínu, sem ekki er endilega pen- íngar — og rekur erindi sitt á þann veg að menn eiga eftir að meta og skilja gildi þess seinna, þótt augnablikið virði hana ekki viðlits fremur en sauðkindin vel hlaðna vörðu ... Kennirðu eingan þef af fjallkonurómantík og for- tíðarþrá, lesandi góður?“ Þorsteinn frá Hamri er skálda best að sér í þjóðsögum og ævin- týrum. í Haust í Skírisskógi er skírskotað til Hróa hattar og kappa hans; þar eru meðal ann- arra Vilhjálmur skarlat, Litli-Jón, Hrói sjálfur og Maríanna. Þetta fólk er að vísu staðsett í reykvísk- um veruleik, og er ekki fjarri því að maður þykist kannast við ýmislegt í fari þess. Islenskum þjóðsagnaheimi gleymir Þorsteinn vitanlega ekki. Lesandanum fylgir kliður munnmæla og sagna gegn- um síðurnar uns hann, ölvaður af draumum um ódáinsakur og upp- ljómunum ferðamanna á íslenskri heiði, er skyndilega staddur í hversdagsheimi dagsins i dag og skáldið jafnvel farið að gerast aðfinnslusamt um fánýta hluti eins og það muni ekki orð predik- arans. Þessi aðferð opins forms í skáldsögu er vandasöm, en tekst stundum ágætlega hjá Þorsteini frá Hamri. Honum er lagið að gera okkur í senn þátttakendur í nostalgíu og napurleik líðandi stundar. Þorsteinn frá Hamri Bókmenntlr eltir JÓHANN HJÁLMARSSON Ég get ekki neitað því að Haust í Skírisskógi minnir að vissu marki á ævintýralegar skáldsögur eins og Kristnihald undir Jökli og gildir það bæði um heilbrigða íhaldssemi höfundar og yndi hans af að segja kynlegar sögur. Glæsi- leikur stíls og máls er áberandi í Hausti í Skírisskógi. Ég nefni sem dæmi annan kafla um þá menn sem búa í orðahreiðrum, „þar sem veggirnir eru kvikir af öðrum orðum, fólki og margskyns hlut- verkum". Ekki má samt gera of mikið úr því sem kalla mætti dýrkun orða hjá Þorsteini frá Hamri og lýsir sér m.a. í trúnaði við gamla arfleifð. Sögurnar af félögunum í Hausti í Skírisskógi eru margar skemmtilegar í búrleskum frá- sagnarhætti sínum, samanber gistingu þeirra félaga hjá Halli bónda. Haust í Skírisskógi má lesa sem ævintýri og einnig er að finna í sögunni samtímaspegil manns sem finnur til og eftirlætur þjóð- inni skammdegisprójekt til að hún geti glöggvað sig betur á hvar hún stendur og hvert stefnir í villum heimsins. Gálaus verða prójekt þessi varla dæmd. yepii. STÖPVUN A PH1I1PS UTSJONVARPS TJEKJUM! Staðgreiðsluverð heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 BSI HEIMSMEISTARAR KOMA H.S.Í. ísland — Vestar-Þýskí aland Laugardalshöll Föstudag kl. 20.00. áfbí:«. Sunnudag kl. 15.00. H.S.Í. FORSALA í HÖLLINNI FÖSTUDAG FRÁ KL. 17, SUNNUDAG FRÁ KL. 13. H.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.