Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 UmHORP Umsjón: Gústaf Níelsson Atök um framkvæmdastjora og frétt Morgunblaösins Vesna ummæla Júns MaKnússonar, formanns SUS, i MorKunblaðinu 11. nóvember þess efnis að Hannes Hólmsteinn Gissur- arson hafi ekki treyst sér til að icæta hlutleysis í starfi framkva-mdastjóra SUS, cn um það sótti Ilannes. ásamt mörgum öðrum ok var hafn- að, hefur hann óskað eftir, að bréf hans til SUS-stjórnar verði birt. „Mér hefur verið sagt svo frá skýrslu Jóns Orms Hall- dórssonar á fundi stjórnar SUS um viðræður við mig vegna umsóknar minnar um starf framkvæmdastjóra SUS, að ég tel nauðsynlegt að bæta við skýrsluna nokkrum orðum. Ég treysti að sjálf- sögðu sannsögli Jóns Orms eins og allir aðrir, en vera má, að hann misminni um eitt og annað. Jón Ormur spurði mig, hvort ég hygðist gæta „hlut- leysis" í starfi, ef ég yrði ráðinn. Ég spurði: Hlutleysis við hvað? Og við hverja? Forsenda þessarar spurn- ingar er sú, að tvær (eða fleiri) fylkingar berjist innan SUS, með öðrum orðum, að SUS sé klofið — þrátt fyrir forystu Jóns Magnússonar, því að Jón Magnússon hefur hvað eftir annað sagt, að það beri ekki vitni um trausta forystu Sjálfstæðisflokksins, að Sjálfstæðismenn séu sundraðir. Og það hlýtur eins að eiga við um SUS og sjálfan flokkinn, að sundrung sé til marks um veika og umdeilda forystu (að minnsta kosti langvarandi sundrung). Þessi spurning Jóns Orms, sem er þannig ásökun á Jón Magn- ússon, kom mér mjög á óvart, Hannes skrifar bréf Gunnars betur en aðrir stjórnarmenn SUS, skildi þetta svar mitt þannig, og ég trúi því ekki að óreyndu um Kjartan Gunnarsson Hannes H. Gissurarson Gústaf Níelsson því ég hélt, að Jón Ormur og Jón formaður væru góðir vinir. Ég svaraði þessari spurn- ingu Jóns Orms svo, að ég hygðist í þessu starfi fara að dæmi dr. Gunnars Thorodd- sens, núverandi forsætisráð- herra og yfirmanns Jóns Orms, að taka sannfæringu mína fram yfir einhverjar vinnureglur. Þetta sagði hann á frægum flokksráðs- fundi í febrúar sl. Þetta má að sjálfsögðu ekki skilja þannig — nema menn efist um heillindi dr. Gunnars — að ég hyggist verða hinn versti framkvæmdastjóri, hlutdrægur og undirförull. Ég var mjög undrandi, þegar ég heyrði, að Jón Ormur, sem ætti að þekkja vinnubrögð dr. Jón Orm, að hann vegi svo að yfirmanni sínum. Enn eru undrunarefnin ekki öll talin. Ég varð mjög hissa, þegar ég heyrði, að forysta SUS hefði á áður- nefndum fundi sínum frestað ráðningu framkvæmdastjóra og að einhverjir úr henni hefðu efazt um, að ég gæti orðið framkvæmdastjóri, því að ég væri ekki hollur henni. Mér hafði skilizt, að forysta SUS hefði gagnrýnt formann flokksins sjálfs — í fimm- dálka forsíðufréttum — fyrir að fresta um of ráðningu framkvæmdastjóra og að hafna manni í starfið, því að hann væri ekki hollur sér — hvort sem sú gagnrýni á við rök að styðjast eða ekki. Ég vona, að SUS-forystan slái ekki að þessu sinni á útrétta sáttahönd." Athugasemdir ritstjóra Umhorfs Þetta bréf Hannesar, sem lagt var fyrir SUS-stjórnar- fund 8. nóv., er vitaskuld eins og hvert annað grín og útúr- snúningur, enda höfðu menn það á orðspori í lok fundar- ins, að bréfið hefði lífgað mjög upp á fundinn og virkja ætti starfskrafta Hannesar, ekki sem framkvæmdastjóra, heldur SUS-stjórn til skemmtunar. Það er mesta firra hjá Hannesi að verið sé að slá á útrétta „sáttahönd" hans. Um starf framkvæmdastjóra SUS sóttu fjölmargir hæfir og duglegir menn, svo engin ástæða er fyrir Morgunblaðið og Hannes sjálfan, að láta líta svo út að honum hafi verið hafnað á annarlegum forsendum. Málið snerist ein- vörðungu um það að velja einn úr hópi margra umsækj- enda, umsækjenda, sem eru síst lakari að andlegu atgervi en Hannes Gissurarson. Hannes má þó eiga það að hann er með afbrigðum iðinn, — en engan veginn ómiss- andi. Það er í hæsta máta sér- kennileg blaðamennska hjá Morgunblaðinu, að gefa Hannesi lausan tauminn til að túlka eigin viðhorf til forystu SUS og skrumskæla staðreyndir mála að vild, meðan mikilvægum atriðum, sem formaður SUS, Jón Magnússon, minntist á við fréttamann, , er sleppt. Fréttamaður virðist ekki sjá ástæðu til að geta þess, að eftir að formaður nefndar þeirrar, sem falið var að ræða við umsækjendur, hafði gert tillögu um Einar Gunnar Einarsson í starf fram- kvæmdastjóra SUS, bar framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins Kjartan Gunnarsson, upp tillögu um Hannes, en Kjartan situr SUS-stjónarfundi með mál- frelsi og tillögurétt. Var því gengið til atkvæða um þá tvo og fékk Einar Gunnar öll atkvæði fundarmanna, en Hannes ekkert. Þótti sumum stjórnarmanna SUS óeðlilegt að framkvæmdastjóri flokks- ins væri á þennan hátt að reyna að hlutast til um innra starf ungliðahreyfingarinn- ar. Þessar staðreyndir þykja e.t.v. ekki fréttnæmar á síð- um Morgunblaðsins. Eitt atriði í þessu maka- lausa eintali Hannesar H. Gissurarsonar um Samband ungra sjálfstæðismanna og forystumenn þess, sem birt- ist í títtnefndri frétt Morgun- blaðsins, langar mig að minnast lítillega á. Það fjall- ar um það að menn í stjórn SUS hafi reynt að fella Ingu Jónu Þórðardóttur og Skafta Harðarson úr stjórn Varð- bergs á síðasta aðalfundi félagsins, „þó að vit væri haft fyrir þeim á fundinum sjálf- um“. Taldi Hannes þetta vera til marks um það að menn vildu frekar sundrung en sættir. Það er rétt að nokkrir stjórnarmenn í SUS eru og hafa verið óánægðir með eitt og annað í starfi Varðbergs og töldu rétt að skipt væri um nokkra stjórnarmenn. Vildu þeir láta reyna á það með kosningum, hvort breyt- ingar gætu orðið. Kosningar fóru ekki fram, þar sem forystumenn SUS gengu fram í því að ná samkomu- lagi. En grundvallarspurn- ingin er hins vegar sú, hvort óeðlilegt sé, að kosningar fari fram um menn í stjórn Varð- bergs. Og skýtur það ekki svolítið skökku við, þegar reynt er að hindra kosningar i samtökum, sem þó kenna sig við lýðræði. G.N. Ný kjördæmaskipan og breytt kosningalöggjöf Drög aö tillögum stefnumörkunar- nefndar SUS Eftirfarandi tillogur voru flestar lagðar fyrir stefnu- mörkunarnefnd SUS 3. nóv. og hlutu þar nokkra umfjöll- un. Jóni Ormi Halldórssyni var falið að fullvinna þær og hafa þær tekið nokkrum breytinKum. en nefndin var samþykk mcginefni þeirra. Frá einum nefndarmanna kom þó fram sú veigamikla tillaKa til breytingar. að Kevkjavík vrði sklþt f þrjú kjorda'mi. \ð oðru leyti eru tilbigurnar þessaft I Þingfnonnum í verði. fjölgað úr 60 í 70. 2. Þingmenn sitji allir í einni deild. 3. Kjördæmin verði 9 í stað 8. 4. I kjördæmin verði kosn- ir 63 þingmenn en 7 uppbót- arsætum úthlutað. 5. Við úthlutun uppbótar- sæta komi aðeins til greina þeir flokkar, sem náð hafa þingsæti i kjördæmi. 6. Uppbótarsætum verði úthlutað til jöfnunar milli flokka og við úthlutun þeirra ráði atkvæðamagn alfarið. 7. Flokkur getur hlotið fleiri en einn uppbótarmann í sama kjördæmi hagi at- kvæðastyrkur málum svo. 8. Skipting þingsæta milli kjördæma, svo og landamörk kjördæma, verði ákveðin í kosningalöggjöf en ekki í stjórnarskrá. 9. Núverandi kjördæmi haldist óbreytt, hvað landa- merkjum viðvíkur, nema Reykjaneskjördæmi, sem skipt verði í tvennt, Suður- nesjakjördæmi, sem nái að Hafnarfirði og Reykjanes- kjördæmi, sem nái yfir þétt- býlissvæðið umhverfis Reykjavík og Kjósarsýslu. Skipting þingsæta milli kjördæma ýrði eft irfarandi: Fyrir úthlutun Eftir úthlutun uppbótasaúa upphótasæta (miðað víð síðustu kosningar) Reykjavík 17,3317 23,2452 Reykjanes 8, 2737 9, 2432 Norðurl. e. 7, 2189 7, 2189 Suðurland 6, 1960 6, 1960 Vesturland5, 1736 5,1736 Austurlandð, 1536 5, 1536 Suðurnes 5, 1523 5, 1523 Norðurl. v. 5,1312 5,1312 Vestfirðir 5,1230 5,1230 Rökstuðningur með tillögunum 1. Flestum eða öllum mun það ljóst, að ekki verður lengur búið við það ósam- ræmi, sem nú gildir, hvað varðar fjölda kjósenda að baki hverjum þingmanni. Munurinn er allt að fjórfald- ur. Núgildandi kjördæma- skipan var spor í rétta átt, hvað þetta varðar á sínum tíma. En síðan hún var lög- leidd, hefur átt sér stað mismikil fjölgun kjósenda í einstökum kjördæmum. Þannig hefur kjósendum á Reykjanesi fjölgað um 143% á tólf árum, en um 8% á Vestfjörðum og 13'Æ á Norð- urlandi vestra. Ekki virðist grundvöllur fyrir því að fækka kjördæmakosnum þipgmönnum í neinu kjör- dæmi og virðist því fjölgun þeirra í heild, ásamt breyt- ingum á úthlutun uppbóta- sæta vera eina færa leiðin til að draga verulega úr þessum mun. Þannig má benda á, að til þess að fullur jöfnuður næðist, þyrfti að fækka þing- mönnum Vestfjarða í 2—3 og sömuleiðis þingmönnum Norðurlands vestra. Sú leið, sem farin er í framangreind- um tillögum tryggir alls ekki fullan jöfnuð atkvæðisréttar, en er byggð á því sjónarmiði, að ungir sjálfstæðismenn eigi Kinar G. Kinarsson Stcfán II. SteíánHHon Vnders Hansi*n Nýr framkvæmdastjóri SUS Á fundi stjórnar SUS 8. nóv. sl. var Einar Gunnar Einarsson ráðinn framkva'mdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Mun hann jafnframt taka við ritstjórn Stefnis. Um leið og stjórn SUS býður Einar velkominn til starfa, þakkar hún Stefáni Stefánssyni fv. framkvæmdastjóra og Anders Ilansen fv. ritstjóra Stefnis vel unnin störf I þágu Samtaka ungra sjálfstæðismanna. að reyna að sameinast um tillögur, sem eru mögulegar, hvað varðar framkvæmd og nauðsynlegar málamiðlanir, en ekki halda til streitu stefnu, sem er fyrirfram vonlaus til árangurs. 2. Reynsla annarra þjóða sýnir, að unnt er að tryggja eðlilega meðferð þingmála með einni málstofu í stað tveggja. 3. Eðlilegt virðist vera að skipta Reykjaneskjördæmi upp, með tilliti til mismun- andi atvinnuhátta innan þessa stóra kjördæmis, sem í reynd skiptir því í tvennt. 4. Með jöfnun milli at- kvæðastyrks og þingmanna- tölu í huga virðist eðlilegt að halda kerfi uppbótasæta, þó þeim sé fækkað nokkuð sam- kvæmt tillögunum. 5. Til þess að hamla gegn fjölgun flokka á þingi virðist þessi regla ekki óeðlileg. 6. Til frekari jöfnunar milli landshluta er lagt til, að lilutfallsreglan verði afnum- in, en hún hefur stuðlað að l'rekara ójafnvægi til þessa. 7. Hér á það sama við og um lið 6. 8. Ekki er óeðlilegt að reikna með mishraðri fjölgun kjósenda í einstökum kjör- dæmum. Stjórnarskrárbreyt- ing þarfnast tveggja Alþing- iskosninga með stuttu milli- bili og er því erfið í fram- kvæmd, en kosningalögum má breyta án þess að til þingrofs komi. 9. Sjá lið 3. Þessar tillögur verða vænt- anlega lagðar fyrir næsta Sambandsráðsfund, mef smávægilegum breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.