Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 15 hratt og telur nú um 150 nemend- ur og við hann starfa 14 kennarar. I hinu nýja húsnæði eru 9 kennslustofur svo og góður salur fyrir samæfingar og hljómleika (ca. 120 manns) ennfremur rúm- góð aðstaða fyrir kennara. Bókasafn Seltjarnarness hefur um árabil búið við þröngt hús- næði, sem hefur háð þessu mest notaða bókasafni landsins mjög. Bókasafnið mun 1982 flytja starf- semi sína í nýtt húsnæði við Melabraut, sem nú er liðlega fokhelt. Hið nýja húsnæði er um 500m' að stærð og mun verða vandað mjög til innréttinga þann- ig að þær falli að því hlutverki, sem bókasöfnum er ætlað í nú- tímasamfélagi. Hafin er bygging sundlaugar, sem er lokaáfangi íþrótta- og félagsmiðstöðvar Seltjarnarness. Á þessu ári verður steyptur kjall- ari búningsklefa og gólfplötur alls mannvirkisins, 1981 er áætlað að ljúka allri uppsteypu og laugin síðan tekin í notkun 1982. íþróttasvæði bæjarins er til "bráðabirgða við Melabraut én framtíðaríþróttasvæði verður staðsett sunnan Valhúsaskóla við Suðurströnd. Unnið er að hönnun svæðisins í vetur og hafin verður vinna við völlinn á næsta ári. Áætlað er að íþróttasvæðið verði tilbúið til notkunar í árslok 1982 og tengist það að hluta frágangi lóða við Valhúsaskóla og sund- laug. Framkvaimdir við miðba' Sel- tjarnarness ganga vel og er fram- kvæmdin óðum að taka á sig fastar skorður. Reynt verður að gera miðbæjarsvæðið þannig úr garði, að þar verði eitthvað við sem flestra hæfi og fólki líði vel á svæðinu. Hin eiginlega uppbygg- ing viðskiptahluta miðbæjar mun hefjast í vetur og verður þá hafist handa við markaðshús og banka- hús, sem svo eru nefnd, þótt þau hýsi margskonar starfsemi aðra. Síðari tvö húsin í miðbæ eru á áætlun 1982—1983. Miðbæjartorg verður yfirbyggt en við það skap- ast ótal möguleikar á fjölbreyttu torglífi. Rétt er að geta hér fram- kvæmdar, sem hafin verður í byrjun næsta árs og lokið fyrir árslok, en það er dagheimili og leikskóli við Suðurströnd. Húsið verður um 400m2 einingahús frá Trésmiðju Sigurðar Gumundsson- ar, Selfossi, og verður væntanlega fokhelt í maí nk. og mun í framtíðinni hýsa um 70 börn á dagheimili og leikskóladeildum. Ekki hefur verið ákveðið með nýtingu hiuna leikskóla bæjarins, Fögrubrekku (60 börn) og Litlu- brekku (10 börn), en óæskileg afskipti stjórnvalda af daggjöld- um gera rekstur þeirra lítt eftir- sóknarverðan. Gatnagerð. Varanleg gatnagerð fylgir fast eftir byggðum götum og hefur í ár verið lokið við allar götur sem unnt er vegna bygg- ingaframkvæmda. Lokið var við lagningu malbiks á Suðurströnd að Heilsugæslustöð og verður lok- ið við götuna á næsta ári og hringnum lokað við Bakkavör. Ilitaveita. Stefnt er að borun í vetur á 2000—3000 metra holu við B.vgggarða til þess að tryggja rekstraröryggi veitunnar. Undan- farin ár hafa tvær holur verið virkjaðar en aðrar tvær hafa ekki gefið nægilegt vatnsmagn til þess að þótt hafi borga sig að virkja þær. Álag er nú orðið það mikið á kaldasta tíma ársins, að hver hola um sig gefur ekki nægilegt vatn til þess að hægt sé að halda fullum þrýstingi á efstu hús í bænum. Stjórn veitunnar hefur því ákveðið að láta bora í vetur eina holu til þess að tryggja rekstraröryggi allt árið. Reiknað er með að hækka þurfi afnotagjöld veitunnar nokk- uð, enda er hún nú samkv. plögg- um iðnaðarráðuneytins sú ódýr- asta í þéttbýli. íbúöir aldraöra eru næst á myndinni, þá heilsugæzlustööin og íþróttahúsiö. Séö inn í kennslu- álmu nýja tónlistar- skólans. Bókasafniö flytur úr 80 m2 kjallara í 500m2 sér- hannaö bókasafnshús. BÖKASAFN Patrick Gervasoni: Opið bréf til dómsmála- ráðherra Morgunblaðinu hefur borist þýðing á opnu bréfi Patrick Gervasonis til Friðjóns Þórðar- sonar dómsmálaráðherra. og fer bréfið hér á eftir: Herra ráðherra! Ég leyfi mér að skrifa yður opið bréf, í von um skilning og að ráðuneyti yðar svari beiðni minni um hæli á íslandi. Tilgangur bréfsins er að fá svar við eftirfarandi: a) Er brottvísun mín frá Islandi ennþá ákveðin 2. desember, eða hefur henni verið aflétt? b) Ef þér úrskurðið að ég eigi ekki rétt á að búa hér og starfa, eigi ekki tilkall til þeirra persónu- skilríkja sem frönsk stjórnvöld neita mér um, til að gera mér ókleift að lifa löglega í útlegð — þá þætti mér betra að vita það strax. Þar sem ég hef áður orðið fyrir dapurlegri reynslu af starfs- mönnum yðar, kysi ég heldur að hún endurtæki sig ekki, þannig að 2. desember yrði ég afhentur lögreglu útlendingaeftirlitsins og færður út á flugvöll án þess að hafa haft svo mikið sem tækifæri til að pakka. Þótt ég eigi viðbrögðum stórs hluta íslensku þjóðarinnar að þakka tímabundið frelsi mitt, þá hljótið þér að fallast á, að það er bæði erfitt og ógnvekjandi að lifa og starfa án þess að vita hvort í næstu framtíð bíður m^nns fang- elsi eða frelsi. Herra ráðherra, hver er ákvörð- un yðar: fangelsi eða frelsi? Ég fullvissa yður um að ég er reiðu- búinn að beygja mig fyrir ákvörð- un yðar, en uni ekki lengur stöðugu óöryggi og ótta. Síðan 8. maí 1980 bíð ég svars frá yður. Biðin er að verða óbærileg og ég væri yður þakklátur ef þér gerðuð mér kunnuga ákvörðun yðar. Reykjavík. 11. nóvember 1980. Patriek Gervasoni. Sovézk korn- uppskera minni en áætlað var? WashinKton. 11. nóvcmher. — AP. BANDARfSKA landbúnaðar- ráðuneytið hefur verulega dregið úr fyrri ágizkunum sinum á kornuppskeru Sovétmanna í ár. Spáir ráðuneytið því að uppsker- an verði 185 milljónir smálesta í ár, en í síðasta mánuði spáði ráðuneytið þvi. að uppskeran yrði 205 milljónir smálesta. Sovetmenn höfðu gert sér vonir um að uppskeran í ár yrði a.m.k. 230 milljónir smálesta og ef síð- asta spá bandarískra landbúnað- arráðuneytisins reynist á rökum reist, vantar þá 54 milljónir smá- lesta upp á að svo verði. „Þeir eru í miklum vandræð- um,“ sagði Howard Hjort, helzti sérfræðingur bandarískra stjórn- valda í landbúnaðarmálum í dag. „Biðraðirnar verða lengri, en í fyrra og sovézkir þegnar eiga eftir að verða órólegri og órólegri vegna ástandsins, og þeir munu fyllast gremju í garð stjórnvalda," bætti hann við. í fyrra nam kornupp- skera Sovétmanna aðeins 179 milljónum smálesta vegna þurrka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.