Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 47 • Björifvin Björiívinsson skorar ulæsiloiía í landsleiknum fræua gegn Frökkum í Laugardalshöll um árift. bá vann ísiand frækinn 13 marka sigur. Björgvin er einn af leikreyndustu landsliðsmönnum íslands og hann verftur enn í eldlínunni á föstudaginn. er ísland mætir heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja. Siðast er þýska liðift sótti Island heim, reið það ekki feitum hesti heim á ný, tapaði tvívegis, 14 — 18 og 8—10. Verður síftari leikurinn einkum lengi i minnum hafður. Tekst að sigra heimsmeistarana ? Aston Villa með fimm stiga forystu Urslit leikja í ensku knatt- spyrnunni < í gærkvöldi urðu þessi: 1. DEILD: Leicester City — Everton 0 — 1 Leeds — Middlesbrough 2—1 Man. Utd. — Wolverhampt. 0—0 Norwich — Aston Villa 1—3 Sunderland — Man. City 2—0 Tottenham — Crystal P. 4 — 2 2. DEILD: Cardiff — Wrexham 1—0 Chelsea — Derhy County 1—3 3. DEILD: Chestcr — Plymouth 1—0 Exeter City — Oxford 1 — 1 Reading — Gillingham 0—1 SKOSKI DEILDARBIKARINN: Dundee llnited — Celtic 1 — 1 Aston Villa hefur nú fimm stiga forystu í 1. deild. Villa var undir í hálflcik gegn Norwich 1—0. en siðustu 28 mínútur leiksins skoraði liðið 3 mörk. Táningurinn Gary Shaw skoraði fyrsta markið og ba'tti skömmu siðar öðru marki við. og varnar- maðurinn Allan Evans innsiglaði sigur liðsins. Shaw hcfur nú skorað 12 mörk í 1. dcild. Og Aston Villa hefur 27 stig eftir 17 leiki. Liverpool er í öðru sa'ti með 22 stig eftir 16 leiki. Garth Crooks skoraði „hat trick“ þrjú mörk gegn C. Palace, Steve Archibald skoraði fjórða markið. Hilaire og Ian Walsh skoruðu fyrir Palace. Kevin Hird skoraði bæði mörk Leeds, sem náði sér á strik eftir sla'ma útreið gegn Arsenal er liðið tapaði 5—0. Kevin Arnott og John Cooke skoruðu mörk Sunderland gegn Man City. Eftirtaldir leikir fóru síðan fram í fyrrakvöld: 1. deild: Birmingham — N. Forest 2-0 Brighton — Ipswich 1-0 Liverpool — Coventry 2-1 Southampton — Arsenal 3-1 2. deild: Bristol Rov. — QPR 1-2 Cambridge — Orient 1-0 N. County — Newcastle 0—0 Oldham — Blackburn 1—0 Sheffield W. — Bolton 2—0 Shrewsbury — Swansea 2—0 Watford — Luton 0—1 West Hain — Bristol C. 5—0 Víða óvænt úrslit, einkum þó í Brighton og Birmingham. Mick Robinson skoraði sigurmark botnliðsins Brighton gegn Ipswich og Frank Worthington skoraði bæði mörk Birmingham gegn For- est. David Johnson skoraði bæði mörk Liverpool gegn Coventry og þeir Steve Moran, Dave Watson og Nick Holmes skoruðu fyrir South- ampton, eftir að Graham Rix hafði náð forystunni fyrir Arsen- al. Jafntefli ÍSRAEL og Svíþjóð gerðu marka- laust jafntefli í Tel Aviv í ga*r- kvöldi. Landslið þjóðanna í knattspyrnu mættust í riðla- keppni heimsmeistarakeppninn- ar. Lið ísrael skoraði mark rétt fyrir leikslok en markið var da*mt af vegna þess að dómarinn taldi leikmanninn hafa hrotið á varnarmanni Svía. Nú eru írland og ísrael efst í riðlinum með 3 stig. En Svíþjóð og Portúgal eru með 1 stig. Cibona í undanúrslit KÖRFUKNATTLEIKSLIÐIÐ Ci- bona Zagreb sem mætti Val í Evrópukcppni bikarhafa í körfu- knattlcik sigraði í ga'rkvöldi lið Kloster Neuburg frá Austurríki 84—75. Cibona er þar með komið i undanúrslit keppninnar, þar sem liðið sigraði í fyrri leik liðanna með 10 stigum. Austur- ríska liðið tefldi fram þremur Bandarikjamönnum og allt kom fyrir ekki. Leikið var í Zagreb. ÍSLAND á sigurmöRuleika þrátt fyrir að heimsmeist- arar séu á ferðinni. Vest- ur-Þjúðverjar eiga bezta lið í heimi. Hápunktur íþróttaviðburða hérlendis á þessu ári verða tví- mælalaust tveir landsleikir í handknattleik við heimsmeistara Vestur-Þjóðverja, sem fram fara í Laugardalshöll, föstudaginn 14. nóvember og sunnudaginn 16. nóv- ember. Verður þetta jafnframt góð prófraun á landslið okkai sem undirbýr sig nú af miklum krafti undir B-heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í febrúar á næsta ári. Þar verður úr því skorið hvort íslendingar eru enn í hópi beztu handknattleiksþjóða heims og fá Rumenigge valinn Spánskir íþróttafréttamenn hafa valið Karl Heinz Rummenigge besta knatt- spyrnumann heimsins fyrir árið 1980. Rummenigge tek- ur við veglegum verðlaunum úr hendi Spánarkonungs þann 24. nóvember na'st- , komandi i tilefninu. Þróttur Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn á mið- vikudaginn 19. nóvember og hefst hann klukkan 21.00. Fund- arstaður verður félagsheimili Þróttar. þátttökurétt til A-heimsmeistara- keppninnar sem fram fer svo ári síðar í Vestur-Þýskalar.di. En þar verður keppt um eftirsóttasta titil sem unnt er að vinna til í íþrótt þessari. Mótherjar íslendinga í lands- leikjunum sem nú eru framundan eru ekki af verri endanum. Það er ekki á hverjum degi sem heims- meistarar í knattieiksíþrótt sækja okkur heim. Vestur-Þjóðverjar hafa nú um langt skeið verið í langfremstu röð handknattleiks- þjóða í heiminum. Uppgangur landsliðs þeirra hófst er Vlado Stenzel tók við þjálfun landsliðs þeirra og gerði þá síðan að heims- meisturum. Það er oft sagt að þýska liðið hafi til að bera „tækni Júgóslava", „aga Sovétmanna", leikskipulag eins og best gerist hjá Austur-Þjóðverjum og að sjálf- sögðu hina frægu og margumtöl- uðu hörku Þjóðverja. Þegar þetta allt fer saman ætti blandan að vera góð. Þá er rétt að benda á að vestur-þýsk félagslið hafa alltaf verið í fremstu röð, og nú eiga Vestur-Þjóðverjar bæði Evrópu- meistarana og Evrópubikarmeist- arana. Það sem verður því hér á boðstólum er toppurinn í heimin- um í dag, varðandi handknattleik. Óhætt aö spá líóðum loik Það er óhætt að spá góðum leikjum gegn Vestur-Þjóðverjum. íslenska liðið er í stöðugri sókn, og í liðinu eru leikmenn sem gjör- þekkja þýskan handknattleik. Og rétt er að minna á að síðast er leikið var hér á landi töpuðu Þjóðverjar báðum sínum leikjum en voru þó undir stjórn hins fræga þjálfara Vlado Stenzels. Áhorfendur þurfa að veita stuðninR Búist er við að aðsókn verði góð að leikjum helgarinnar enda ekki á hverjum degi sem heimsmeist- arar eru á ferðinni. Vonandi veita áhorfendur íslenska liðinu góðan stuðning í leikjunum, og H.S.Í. fjárhagslegan stuðning því ekki veitir af, þar sem mjög fjárfrek verkefni eru framundan. Með því að fjölmenna á leikina sýnir fólk það í verki að það styður við bakið á landsliðsmönnum, og það eiga þeir fyllilega skilið. Þeir leggja hart að sér við hið veigamikla verkefni að komast í A-keppnina sem fram fer í Vestur-Þýskalandi og þurfa því á stuðningi að halda. Til þess að ná þeim áfanga þurfa þeir stuðning áhorfenda og það veður gert meðal annars með því að fylla Laugardalshöllina báða leikdagana og hvetja ís- lensku landsliðsmennina. • Phil Boyer (annar f.v.) varð markakóngur í 1. deild á síðasta keppnistimabili. „Klúbbur 150“ Ted MacDougall — Blackpool Bryan Robson — Sunderland Tony Brown — West Bromwich Dixie McNeil — Wrexham Mike Channon — Southampton Kevin Randall — York Bob Hatton — Sheffield United John Toshack — Swansea Martin Peters — Sheffield United Bob Latchford — Everton Bruce Bannister — Hull City Alan Ball — Blackpool Peter Lorimer — York Frank Worthington — Birmingham Phil Boyer — Southampton Ken Beamish — Tranmere Alan Buckley — Walsall 256 228 218 213 188 180 174 172 169 168 168 161 159 155 154 153 150 17 LEIKMENN cnsku knatt- spyrnunnar hafa skorað 150 mörk eða meira. Mun fleiri hafa auðvitað náð sama árangri í gegn um árin. en þessir 17 sem um ræðir eru enn á fleygiferð á knattspyrnuvöllum Englands. Þeir kalla það að vera meðlimir í „Klúbb 150“ og eru hreiknir af afreki sínu. Markakóngurinn er Ted MacDougall. sem viða hefur stigið niður fæti. m.a. hjá York, Bournemouth, Manchester Utd, West Ilam. Norwich, Southamp- ton og nú siðast Blackpool. Einn þessara manna. Phil Boyer. varð markakóngur i 1. deildar keppn- inni á síðasta keppnistimabili. Annars er „Klúbbur 150“ skipað- ur eftirtöldum úrvalskörlum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.