Morgunblaðið - 13.11.1980, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980
Með
morgunkaffinu
TM Reg U.S Pat Off — all nghts reserved
®1977 Los Angeles Times
Ast er...
HÖGNI HREKKVlSI
( 6^ÁladA 'B'ina stal háfnom i "
... að hafa öxl til
að gráta við í bíó.
Nei, ég bað ekki um viðKorð-
armann. það hlýtur að vera hjá
fólkinu á efri haóinni.
'» 1980
Mr.NauRht Syud . Inr
~áb.
í)>? er búinn aó fara hér í stæðið
mitt í 30 ár ok aldrei flautað,
kemur ekki til mála að éx byrji
á því nú!
■ ".'>Y
COSPER
Næsta sumar skulum við taka á leigu sumarbústað
með eldhúsglugganum mót suðri!
COSPER
Uppfinning „heilasmárra
f jandmanna skaparans44?
Finnur Lárusson og Haraldur
ólafsson skrifa:
„Reynir Valdimarsson, læknir á
Akureyri, skrifar grein í Mbl. 4.
nóv. 1980 sem svar við greinar-
korni okkar frá 30. f.m. Virðist nú
fokið í flest skjól fyrir þessum
fjandvini skaparans, þegar hann
hefur ekkert málefnalegra til um-
ræðunnar að leggja en að við,
andstæðingar hans, höfum „lítil
heilabú“ og „gösprum í ungæðis-
hætti“.
Skyldi niðurstaða læknisins um
stærð heilabúa vorra vera byggð á
undangenginni læknisfræðilegri
rannsókn, eða er hún bara örþrifa-
ráð til að halda fram úreltum
kenningum sem einstaka maður
finnur enn í dag hjá sér hvöt til að
verja, þegar rannsóknir færustu
vísindamanna hafa fyrir löngu
sýnt fram á algert staðleysi
þeirra. Viljum við benda læknin-
um á, að við erum ekki einir um
þær vangaveltur sem leitt hafa
þær niðurstöður af sér að sæmi-
lega haldbær rök séu fyrir sann-
leiksgildi þróunarkenningarinnar.
í augum bakteríunnar
Þá nefnir læknirinn að okkur
hafi farið sem öðrum „fjand-
mönnum skaparans" („Dæmið
ekki svo þér verðið ekki sjálfir
dæmdir“H!) og tölum aðeins um
aukaatriði en minnumst ekki á
aðalatriðið, en það telur þessi
langskólagengni maður vera orð
Sóleyjar Jónsdóttur: „Enn hefur
engin sönnun fundist fyrir því að
ein tegund hafi breyst í aðra.“ Sá
grunur læðist að manni að frú
Sóley hafi leitað til læknisins,
trúbróður síns og andlegs sam-
herja, og beðið hann liðsinnis í
baráttu sinni við guðleysið. En í
stað þess að reyna að lækna
Sóleyju af blekkingu sinni sneri
hann sér að okkur. Minnast mætti
af því tilefni þess að jafnan er
heilbrigðin hinn hroðalegasti
sjúkdómur í augum bakteríunnar.
Getur læknirinn hrakið
þessar röksemdir?
Reynir verður að gera sér grein
fyrir því að lögmál lýsingarvís-
inda verða ekki sönnuð beinni
sönnun á sama hátt og lögmál
raunvísinda, heldur með saman-
burði og mati á röksemdum sem
að málinu lúta. Þannig er með
þróunarkenninguna. Að henni
hníga svo veigamikil rök, að þau
mega teljast óyggjandi.
Þessi rök hafa fundist við rann-
sóknir og samanburð á:
1. Steingervingum (tegundir
þróast til aukinnar fullkomnunar
og fjölbreytni með tímanum).
2. Líffærum (samanburður á
gerð líffæra hinna einstöku teg-
unda).
3. Þróun einstaklinganna (at-
hugun á þroska ýmissa fóstra
hefur leitt til þeirrar kenningar
þróunarfræðinnar að skýring á
hliðstæðum í fósturþróun mis-
munandi tegunda, sé sú, að þær
hafi átt sameiginlegan forföður).
4. Útbreiðslu tegundanna (því
lengur sem lífsvæði, eins og Gala-
pagoseyjar, er einangrað, því sér-
stæðara er lífið þar. I þessu styður
jarðfræðin þróunarfræðina).
Getur læknirinn hrakið þessar
röksemdir, og þá, hvernig? Skýrt
svar óskast! Engan guðfræðilegan
orðaflaum, þökk!
Eítir að þessu fargi linnti
Þegar rök trúarinnar mæta rök-
um vísindanna, vaknar sú spurn-
ing hvers virði tillag trúarinnar til
þekkingar og framfara hafi verið i
gegnum aldirnar. Svarið er: halda
lítið, ekki neitt. Kirkjan hefur
ævinlega verið dragbítur á allar
andlegar sem veraldlegar fram-
farir og ofsótt og jafnvel drepið
andstæðinga sína, þ.e. boðbera
hins nýja frjálsa, hugsandi tíma.
Hún hefur ráðist á þessa menn,
t.d. Darwin, með sínum hlálegu
rökleysum sem eru því miður við
lýði enn í dag. Gleggsta dæmið um
áhrif hins ægilega fargs á hugsun
og framfarir í Evrópu og víðar,
eru hinar stórkostlegu framfarir
sem orðið hafa í tækni, vísindum
Dýraverndunarfélög:
Ættu að rísa upp og
mótmæla kröftuglega
Sigríður G. skrifar:
„Ég vil þakka Indíönu Alberts-
dóttur fyrir hennar ágætu grein í
Velvakanda 25. október síðastlið-
inn, þar sem hún gerist málsvari
blessaðrar rjúpunnar okkar. Það
veitir ekki af því núna þegar menn
þyrpast upp í fjöllin til að elta
hana og drepa. Rjúpan er mikil
prýði fjallanna okkar og það er er
mikil grimmd að elta uppi jafn
yndislegt dýr og sækjast eftir lífi
þess. Og sumir veiðimennirnir eru
svo blindaðir af drápsgirni að þeir
gerast lögbrjótar og nota hagla-
byssur. Svo særa þeir fleiri dýr en
þeir drepa, en enginn veit hvað
sært dýr getur kvalist lengi í
vetrarkulda.
Eru þá löKÍn okki
meira virt en þetta?
Nú nýlega var það upplýst í
útvarpi að sumir þeir sem eiga að
gæta laga í landinu gefi sjálfir út
veiðileyfi til handa útlendingum
út á ólöglegár haglabyssur, og hafi
gert það í mörg ár. Eru lögin þá
ekki meira virt en þetta? Hér ættu
dýraverndunarfélög og lands-
samtök þeirra að rísa upp og
mótmæla þessu kröftuglega."
Karl Helgason.
Hinn gullni
meðalvegur
Karl Ilelgason skrifar:
„Kæran Velvakanda vil ég biðja
að koma á framfæri í dálkum
sínum, nokkrum ábendingum til
Ríkisútvarpsins, sem ég hygg að
fleiri en ég vildu gjarnan að hætt
yrði að bæta inn í dagskrána
þættinum „Á öldum ljósvakans."
Það kemur eins og rökkurmóða
inn á milli fagurra tónverka, sem
bæði eru á undan og eftir. Sagt er
að það séu frumort ljóð sem
höfundur lesi sjálfur. Hvorki virð-
ist það bundið né óbundið mál.
Þetta er sagt að bæði sé prentað
og óprentað. Ég held að ég muni
rétt, að viku áður hafi svona
„óskapnaði" verið skotið inn á
milli tónlistarþátta. Ég vona að
þetta hafi orðið fyrir óheppilega
tilviljun og komi ekki oftar fyrir.
Eins vil ég benda á, sem mína
persónulega skoðun, að algjörlega
er óþarft að kynna dagskrá sjón-
varpsins fyrir alla vikuna. Sjáend-
ur og hlustendur fá hana daglega í
blöðum og ættu því að hafa