Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 26
26 / MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980 Veiði- og vinnslutækni þróuð, en fjárhagslegur grundvöllur er hæpinn — Rætt viö Björn Dagbjarts- son um norrænar rannsóknir á kolmunna til manneldis SÍÐASTLIÐIN tvö ár hafa íslendingar, Færeyingar og Norðmenn unnið að sameiginlegu verkefni um kolmunnaveiðar og vinnslu með nýtingu til manneldis i huga. Einnig hafa Danir og Svíar lagt nokkuö af mörkum í þessu sambandi, en verkið hefur verið unnið undir stjórn og með aðstoð Nordforsk, sem er rannsóknaráð Norðurlanda. Þessu kolmunnaverkefni er nú lokiö, en i því tóku þátt hafrannsóknastofn- anirnar í Noregi, Færeyjum og íslandi. rannsóknastofnanir fiskiðnað- arins í þessum löndum auk hliðstæðra stofnana í Danmörku og Svíþjóð og nokkur einkafyrirtæki í löndunum. Formaður verkefnis- stjórnar 'var Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, og ræddi Morgunhlaðið við hann um þctta verkefni, en lokafundurinn var haldinn í Reykjavik um síðustu helgi. „í ársbyrjun 1978, þegar uppá- stungan um þetta verkefni kom fram, var þegar i gangi nokkur rannsóknavinna við kolmunna- vinnslu á Norðurlöndunum. Þegar hugmyndin um samvinnu í þessu máli kom frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins þótti mönnum skynsamlegt að setjast niður og ræða þessa hluti, skiptast á upplýsingum og skipta með sér verkefnum ef hægt væri. Það kom fljótt í ljós, að ýmis atriði í sambandi við veiðarnar, meðferð aflans og: geymslu voru óljós og fjarri því að vera leyst á fuílnægjandi hátt. Það varð því að ráði að boða til enn víðtækari sam- vinnu, þar sem fiskifræðingar og veiðarfærasérfræðingar og fleiri væru til kvaddir í leit að heildarlausn, sem miðaði að því að nýta kolmunnastofninn í N-Atlantshafi sem mest til manneldis. Sótt var um styrk til Norræna iðnþróunarsjóðsins og lagði hann fram 1,4 milljónir danskra króna eða um 140 milljónir íslenzkra króna, en Nordforsk stóð straum af ferðalögum og ráðstefnuhaldi. Heildarkostn- aður við verkefnið er talinn hafa orðið um 25 milljónir danskra króna eða um 2,4 milljarðar ísl. króna. Kostnaðarsamasti hlut- inn var útgerð skipa, en með sérstökum fjárveitingum sjáv- arútvegsráðuneytisins til kol- munnarannsókna var staðinn straumur af leit, veiði- og veiðarfæratilraunum hérlendis og þá um leið hráefnisöflun fyrir vinnsluna, en þessi verk- efni tóku einnig drjúgan skerf af fjárveitingum til annarra vinnslutilrauna og af rekstrarfé stofnunarinnar. Sérstakar stúrmöskvavörpur Það lá beint við, að stofnan- irnar héldu áfram rannsókna- vinnu á þeim þáttum, sem þær höfðu mest unnið að í sambandi við kolmunnann og kom reyndar í ljós, að þar voru nokkuð hrein skil að því er vinnslutilraunir varðar. Þannig þótti sjálfsagt, að á Islandi yrði áfram unnið að þurrkun, í Færeyjum að flökun og frystingu og Norðmenn héldu áfram tilraunum með marnings- og farsframleiðslu þó að þeir hefðu reyndar verið byrjaðir að skoða ýmsar aðrar afurðir. Að því er varðar veiðarfæra- og vinnslutilraunir virtist hag- kvæmast, að Norðmenn og Fær- eyingar ynnu saman að þróun og endurbótum á stórmöskvavörpu, en íslendingar tóku að sér að prófa kaðalvörpu, botnvörpu og íslenzkar vörpur, sem verið var að þróa. Meðferð afla, flutningi 98 geymslu var þannig skipt, að íslendingar tóku að sér að prófa flutning í litlum gámum með ís og sjó til samanburðar við kassaísun meðan Norðmenn ein- beittu sér að tankaflutningi í kældum sjó. íslenzku vinnslu- og geymslu- tilraununum stjórnaði Sigurjón Arason, en Guðni Þorsteinsson veiðarfæratilraununum. Að því er varðar veiðarfæra- tilraunirnar er óhætt að segja, að þessar stórmöskvavörpur hafa verið þróaðar og prófaðar í þessari samvinnu. Nú er svo komið að allir, sem stunda kolmunnaveiðar á djúpslóð, nota þessar vörpur. Hampiðjan setti upp nokkrar slíkar vörpur í ár og þess má geta að Guðni Þorsteinsson reyndi þessa vörputegund á veiðum fyrir austan land í sumar og gekk það allvel. Um vinnslu Færeyinga á frystum afurðum er það að segja, að sölufyrirtækið Chaldur hefur selt roðlaus flök í blokk til Bretlands. Verðið hefur verið um 70% af þorskblokk og er varla við því búist að það verði hærra. Norðmenn tóku fyrir farsvinnsluna og þeir telja, að þessi marningur geti gengið í fiskibollu- og fiskstautafram-' leiðslu, en verðið er lægra en fyrir slíka vöru unna úr þorski. Einnig hafa þeir heilfryst kol- munna og selt í Afríku. Norð- mennirnir telja að þessar vörur eigi báðar framtíð fyrir sér, en þó aðeins að um 1. flokks hráefni sé að ræða. Danskt fyrirtæki vann mikið verk við prófun á vélum fyrir Færeyinga og einnig rannsóknastofa fisk- iðnaðarins í Danmörku. Sænska rannsóknastofnunin vann að geymsluþols- og gæðarann- sóknum fyrir Norðmennina. Manncldisfiskur með hra‘Ösluhrácfni í sambandi við vinnsluna var okkar hlutverk tvískipt, annars Dr. Björn Dagbjartsson. for- stjóri Rannsóknastoínunar Fiskiðnaðarins. vegar var um að ræða meðferð hráefnis um borð, en hins vegar skreiðarvinnslu. Um borð í skip- unum beindist athugunin að því að athuga hvort skipin gætu flutt manneldisfisk með bræðsluhráefni. í því skyni ein- beittum við okkur að gámaflutn- ingum og notuðum litla 1—2 tonna gáma. Við notuðum íssjó, sem hefur gefist vel og ekki síður heldur en að ísa kolmunn- ann í kössum. Við þessar athug- anir kom í ljós, að togtíminn og aflamagn í hverju hali hefur afgerandi áhrif á gæði fisksins. Einnig athuguðum við átuinni- hald og ýmis líffræðileg atriði, sem áhrif hafa á gæði kolmunn- ans. í sumar voru þessar til- raunir gerðar um borð í haf- rannsóknaskipinu Hafþóri, í fyrrasumar var nótaskipið Óli Óskars leigt til þessa verkefnis og Grindvíkingur árið þar á undan. Fiskinn er ekki hægt að þurrka beint nema þegar hann er magrastur á vorin og því voru prófaðar ýmsar tegundir af slægingarvélum, t.d. frá Baader, Areneo, Jutland, Traust hf. og eins vél, sem við höfum hannað hér sjálfir. Yfirleitt hefur þetta verið þannig, að viss fyrirtæki hafa tekið að sér slægingu og önnur séð um þurrkunina. Mest hefur verið þurrkað í þremur fyrirtækjum, Hverá í Hvera- gerði, Þörungavinnslunni á Reykhólum og hjá Þorsteini Ingasyni að Laugum í Reykja- dal. í sambandi við þurrkunina höfum við bæði staðið fyrir breytingum á venjulegum salt- fiskþurrkklefum og einnig hannað og smíðað sérstakan eftirþurrkunarbúnað, sem stytt- ir þurrkunartímann verulega. Nú síðast var síðan hannaður og smíðaður færibandaþurrkari fyrir sérstaka fjárveitingu Sjáv- arútvegsráðuneytisins. Hann verður reyndur nú næstu daga og Hverá hf. kaupir þetta tæki síðan ef það reynist vel. Við höfum framleitt hérlendis á annað hundrað tonn af þurrk- aðri kolmunnaskreið. Norðmenn hafa verið enn stórtækari og hafa trúlega framleitt hátt í þúsund tonn. Þessari vöru okkar hafa íslenzkir söluaðilar komið á framfæri í Nígeríu og hún fengið góðar viðtökur. Á fundin- um um síðustu helgi kom fram, að eitthvað af kolmunnanum, sem Norðmenn notuðu til skreiðarframleiðslunnar, hafði verið keypt af Rússum. Sá kol- munni var með lifrarbroddum í og líkaði ekki eins vel. Því er vöruvöndunin mjög nauðsynleg. Verð á þessari kolmunna- skreið hefur verið nálægt 70% af verði venjulegar skreiðar. Með okkar kostnaðarút- reikningum væri með því verði hægt að greiða 60—100 krónur fyrir kílóið af kolmunna til manneldis. Ekkert verð er til á kolmunna til manneldis, en rúmar 20 krónur eru greiddar fyrir kílóið til bræðslu. Það verð er ekki hægt að umreikna yfir á manneldisfisk, en ef menn geta minnkað fyrirhöfnina um borð, t.d. með gámum, lækkað verð- hugmyndir sínar, má vera að seljendur og kaupendur geti sætzt á verð, en eins og staðan er í dag þurfa seljendur að fá Unnlð við vinnslu kolmunna hjá Sæbergi hf. á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.