Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 3 Ragnhildur Helgadóttir: Leiðigjarnar persónudeilur og myndun núverandi ríkisstjórnar hvíla eins og mara á öllu starfi Sjálfstæðisflokksins FORMANNSKJÖR ok stjórn- arkosninx á aóallundi Lands- málafélagsins Varðar sl. fimmtudaKskvöld hafa vakið nokkra athygli ok umraður. MorKunblaðið sneri sér í gær til Raicnhildar Helgadóttur. fyrrv. alþingismanns, sem var í fram- boði til formanns Varðar, en náði ekki kjöri, og ræddi við hana um úrslit kosninganna. Fyrsta spurningin, sem beint var til RaRnhildar. var sú, hvort hún liti á úrslit formannskosn- invcarinnar, sem persónulegt áfall fyrir sig. Ragnhildur sagði: — Nei, alls ekki. Ég fann mikinn einlægan stuðning, sem mér þótti vænt um, frá þeim hópi, sem mig kaus, þótt hann lyti í lægra haldi með örfárra atkvæða mun á þessum fundi. Sá maður, sem kosinn var, er ekki persónu- legur andstæðingur minn, svo ég viti til, né ég hans, síður en svo. Enda kemur á daginn, svo ein- kennilegt sem það má virðast, að kosið var á fundinum milli allt annarra aðila en þeirra, sem boðnir voru fram til stjórnar- kjörs. — Hvaða aðilar voru það? — Það er Ijóst, að hin marg- fræga fylkingabarátta í Sjálf- stæðisflokknum var öllu yfir- sterkari á þessum fundi. Ég held, að það sé rangt mat, að þessi kosning endurspegli styrkleika- hlutföll milli Gunnars og Geirs. Þar kemur Gunnari til liðsstyrk- ur, sem skýrist af eftirfarandi ummælum nýkjörins formanns Varðar í Þjóðviljanum á föstu- dag. Þegar hann er spurður um þetta atriði segir hann: „Ég hef í þessum átökum verið maður sátta og ekki tekið afstöðu með öðrum aðila í deilunni. Aftur á móti hef ég alla tíð verið stuðn- ingsmaður Alberts Guðmunds- sonar og ef til vill blandast ég þannig inn í þessar deilur sem stuðningsmaður Gunnars." — Þú ert sem sagt ekki þeirrar skoðunar, að þessi úrslit séu sigur Gunnars Thoroddsens? - Nei. — En líturðu þá á úrslitin, sem sigur Alberts Guðmundssonar? — Sem sameiginlegan sigur Alberts og Gunnars á þessum fundi. — Hvað veldur að þínum dómi þessum sameiginlega styrk þeirra? — Það vita aðrir betur en ég. — Því hefur verið haldið fram, að þú hafir verið boðin fram af „flokksapparatinu". — Það er nokkuð til í því, þar sem kjörnefnd Varðar stóð að mínu framboði. Hvað er „flokks- apparatið"? Er það formaður og varaformaður flokks og einstakra félaga? „Flokksapparatið" er að mínu mati sameiginlegt afl allra hinna ólíku flokksmanna, ekki sízt félögin sjálf, m.a. Vörður. Til að vinna að einingu í „flokksapp- aratinu" Verði í þessu tilfelli, kjósa menn á almennum félags- fundi uppstillingarnefnd til að gera tillögur um stjórnarkjör er liggja frammi viku fyrir aðal- fund. Á fundinum sjálfum geta menn svo að sjálfsögðu komið með aðrar uppástungur, ef þeim sýnist svo. — Hver var aðdragandinn að þínu framboði? — Menn teija það nokkru varða að gera tilraun til að ná sem víðtækastri samstöðu um stjórnarkjör í pólitískum félögum til þess að efla sameiginlega baráttu út á við. Uppstillingar- nefnd var kosin hálfum mánuði fyrir aðalfund. Formaður Varðar, sem ákveðið hafði að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og var því samkvæmt hefð formaður nefndarinnar, spurði mig hvort hann mætti gera tillögu um mig, sem næsta formann Varðar. Mér skildist, að starfsreynsla fyrrver- andi alþingismanns væri talin líkleg til að koma að notum við þetta verkefni. Að athuguðu máli svaraði ég því, að ég mundi gera þetta, ef samstaða yrði um það í uppstillingarnefnd. Viku fyrir að- alfund tilkynnti formaður nefnd- arinnar mér um samhljóða niður- stöðu nefndarinnar og stóð þá þessi ákvörðun óhögguð. Kjörnefndin lagði til að auk mín skipuðu eftirtaldir aðilar stjórn Varðar næsta starfsár: Ester Guðmundsdóttir, Geir Haarde, Gísli Jóhannsson, Gunnar Hauksson, Gústaf B. Einarsson og Júlíus Hafstein, og varastjórn: Bjarni Ólafsson, Kristinn Jóns- son, og Sveinn Jónsson. Ég taldi niðurstöðu nefndar- innar gefa vísbendingu um, að eining kynni að verða um hana. En varaformaður félagsins ákvað síðar að bjóða sig fram gegn tillögu nefndarinnar. — Hverjar voru ástæður þess, að þú gafst kost á þér til formennsku í Verði? — Þær voru tvær: eftir að ég féll út af þingi í fyrra er tími minn að sjálfsögðu rýmri. Þau ár, sem ég sat á Alþingi, var því miður minni tími en ég hefði viljað til að sinna innri félags- málum flokksins. Þá er það svo, að þingmenn og kjörnir fulltrúar flokksins sæta oft miklu ámæli af hálfu flokksmanna fyrir að taka ekki nægan þátt í störfum flokks- félaganna. Þar sem ég er ekki lengur þingmaður taldi ég, að ég gæti á vettvangi Varðarfélagsins unnið að því að koma í framkvæmd ýmsum hugmyndum mínum um félagsstarf Sjálfstæðisflokksins, sem þarf í mun ríkari mæli að - fara fram með þeim hætti, að mönnum takist að lyfta huganum yfir þær leiðigjörnu persónudeil- ur, sem ásamt myndun núverandi ríkisstjórnar hvíla eins og mara á öllu starfi Sjálfstæðisflokksins. Fjöldi flokksmanna er orðinn svo þrúgaður af þessum flokka- dráttum, að menn eiga erfitt með að trúa því, að nokkur þingmaður eða fyrrverandi þingmaður vilji beita sér að fróðlegri og skemmti- legri verkefnum og brjóta upp á nýjum leiðum, sem sjálfstæð manneskja. Það einstæða stjórnmála- ástand, sem nú ríkir á íslandi, veldur því að höfuðandstæður allra landsmála, stuðningsmenn ríkisstjórnar og andstæðingar, sameinast í Sjálfstæðisflokknum. Þessi staðreynd veldur því vitan- lega, að allt stjórnmálastarf flokksfélaganna verður mun erf- iðara en ella. Þess vegna er sérstök ástæða til þess að óska Landsmálafélaginu Verði, þess- um gamla og virðulega vettvangi pólitískra umræðna í Reykjavík, velgengni í mikilvægu hlutverki sínu og nýkjörnum formanni þess til hamingju með kosninguna, sagði Ragnhildur Helgadóttir að lokum. Um árabil hefur London veriö nokkurskonar „nafli“ álfunnar — heimsborg — sem býöur eitthvaö viö allra hæfi: leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaöa — knattspyrnuleiki — söfn — verzlanir og fjölbreytt skemmtanalíf. Skammt er til sögufrægra staða s.s. Windsor, York, Hastings ofl.( til háskólaborganna Oxford og Cambridge eöa til Stratford-upon-Avon, borgar skáldjöfursins Shakespeares, þar sem leikrit hans eru flutt af beztu leikurum hins enskumælandi heims. Verkefnaskrár leik- húsa og tónleikaóperuhúsa liggja jafnan fyrir meö nokkrum fyrir- vara og ef feröin er vel skipulögö fyrirfram má tryggja sér miöa á uppfærslur heimslistamanna, sem því miöur alltof sjaldan stíga fæti sínum á íslenzka jörö. Til London með Útsýn Starfsmaður Útsýnar Kristín Hauksdóttir, tekur á móti farþeg- um á flugvelli og verður þeim til að- stoðar meðan á dvölinni stendur. ÚTSÝN býður enn sem fyrr hagstæðustu kjör vegna margra ára víðskipta og hagkvæmra samninga við gististaði í hjarta borgar- innar. REGENT PALACE HOTEL Ódýrt hótel við Piccadilly Circus. Örskammt í öll helztu leikhúsin. Herbergi án baðs. Enskur morgun- veröur. CLOUCESTER HOTEL Atar vistlegt, þægilegt hótel við Harrington Gardens meö Gloucester Road stöðina við hóteldyrnar. Öll herbergi meö einkabaði, sjónvarpi. útvarpi, síma og loftkælingu. Rúm- góö setustofa og Par. GOTT HÓTEL A GÓÐU VEROI. Enskur morgunverð- ur. GROSVENOR HOUSE HOTEL er 5 stjörnu hótel við Hyde Park. Á hótelinu eru öll þægindi, 2 veitinga- salir, 2 barir, sundlaug, sauna, leik- fimisalur, ráðstefnusalur, hár- greiðslu- og snyrtistofa! Öll herbergi meö einkabaöi, síma og sjónvarpi. Enskur morgunverður. CUMBERLAND HOTEL Mjög vinsælt hótel við Marble Arch nálægt Oxford Street og Hyde Park. Herbergi með einkabaði, sjónvarpi og síma. Enskur morgunverður. Vetraráætlun Útsýnar 1980—19811 er komin út og liggur frammi á skrifstofunni Ótrúlega ódýr ferö - 29. nóv. - 2. des. Verö aðeins kr. 187.700 m/gistingu, morgunveröi. Ferö til og frá flugvelli ásamt fararstjórn. Vikuferöir: Verö frá kr. 302.200. Brottför alla laugardaga. Helgarferðir. Verð frá kr. 225.800.-. Broltför annan hvern fimmtudag. Hvert sem ferðinni er heitið getur Útsýn sparað yöur fé og fyrirhöfn Gjaldeyrisyfirvöld hafa nú aftur heimilaö sölu á ferðum með erlendum feröaskrifstofum og eykur það á fjölbreytni ódýrra ferða, sérstaklega yfir veturinn, þegar minna er um hópferðir frá Islandi. ÚTSÝN hefur að jafnaði upplýsingar um hópferðir með dönskum og enskum feröaskrifstofum og hefur einkaumboð á íslandi fyrir stærstu ferðaskrifstofu á Noröurlöndum Ferðaskrifstofan \ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17, SÍMAR 26611 OG 20100. ÚTSÝN fer meö einkaumboö á íslandi fyrir umfangsmestu ferðaþjón- ustu heimsins ■■■■ sem hefur eigin skrifstofu eöa urnboösskrifstofu í flestum stórborgum veraldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.