Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 41 Hulda Forberg - Minningarorð Fa'dd 22. áKÚst 1911. Dáin 12. nóvember 1980. 12. nóvember sl. lézt í Banda- ríkjunum móðursystir mín og góða frænkan, Hulda Forberg. Forberg-nafnið fékk hún, þegar hún giftist á efri árum, seinni manni sínum, Tryggva Forberg, verkfræðingi. Tryggvi er dáinn fyrir nokkrum árum, en saman áttu þau mörg ánægjulegar og mynduðu sér fallegt heimili í Bandaríkjunum. Þau ferðuðust mikið saman, bæði um Bandaríkin og Evrópu og komu oft til íslands. Þegar ég bjó í Svíþjóð, heimsóttu þau mig þangað og gistu i Lundi og saman skoðuðum við Dóm- kirkjuna og Byggðasafnið. Bæði voru þau fróðleiksfús og félags- lynd, alls staðar velkomin og alltaf veitendur. Hulda fæddist í Keflavík 22. ágúst 1911, dóttir hjónanna Guð- finnu Andrésdóttur og Júlíusar Petersen. Þau hjón áttu heimili við Klapparstíg 3, en það hús var á sínum tíma með elztu húsum í Keflavík. Guðfinna, amma mín, lagði mikla rækt við heimilið og börnin 5, sem upp komust, en afi minn stundaði barnakennslu og vann auk þess eitthvað við verzlun og útgerð. Á heimilinu var alltaf margt um manninn, þar bjó alltaf eitthvað af nánum venzlamönnum og margir komu í heimsókn. Hulda frænka mín átti án efa góða bernsku og æsku hjá um- byggjusamri móður og duglegum föður, innan um systkinin fjögur, sem öll döfnuðu vel — Jakobínu Mathiesen, hina myndarlegu hús- freyju í Hafnarfirði, Ólaf Peter- sen, sem nú býr við Lönguhlíð 3 í Reykjavík, fyrrum sjómaður og aflasæll skipstjóri, Sigurjón, sem lengstum bjó í Keflavík, en er látinn, hæfileikamaður til allra verklegra starfa og Guðrúnu Ág- ústu Ellingsen, yngsta systkinið og móður mína. Hulda giftist ung þeim góða manni, Guðjóni Guðjónssyni, rak- ara, ættuðum úr Vestmannaeyj- um, og bjuggu þau í Keflavík, þar sem Gaui vann við iðn sína á meðan Hulda annaðist börnin, sem urðu fjögur, Júlíus (Bússa), Þórhildi, Björg og Gunnar. Þegar yngsta barnið, Gunnar, var 10 ára, fluttist fjölskyldan búferlum til Bandaríkjanna. Mér er enn í fersku minni kveðjustundin á heimili foreldra minna við Laufásveg, það var um miðja nótt, og ég var 8 ára. Þau voru að fara eitthvert út í busk- ann, svo óralangt, ég held að enginn hafi vitað hvert né í hvaða tilgangi. Ég held að líf þeirra í Bandaríkjunum hafi lengstum verið erfitt og Gaui lifði ekki lengi. Eftir að Hulda varð ekkja, kom hún heim til íslands og vann hér m.a. við saumaskap. Fjárráðin voru þá lítil, en þrautseigjan mikil. Hún hélt aftur utan til Bandaríkjanna, kynntist Tryggva, giftist honum, og bjó honum gott líf, sem hún sjálf hafði gleði af. Um síðustu jól var Hulda stödd hér heima á íslandi, þá orðin sjúklingur. Hún bjó hjá Bússa, syni sínum, og Betu, tendadóttur- inni, í Fossvoginum. Þar átti hún glaðar og góðar stundir í fjöl- skyldu- og vinahópi og naut til fullnustu hinnar ástríku um- hyggju tengdadótturinnar. Víða Þessar vinkonur eiga heima i Breiðholtshverfinu og heita Rakel Kristinsdóttir. Hulda Maggý Kristófersdóttir og Hafdis Guð- mundsdóttir. Þær héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Afríkusöfnun RKÍ og söfnuðu 2900 krónum. Þessar skólastúlkur: Guðrún Árnadóttir, Áslaug Björk Björns- dóttir, Klara Friðriksdóttir og Inga Dís Árnadóttir söfnuðu á hlutaveltu 10.000 krónum til Afrikusöfnunar Rauða krossins. Þær Ágústa Sigrún Þórðardóttir og Erna Rós Ingólfsdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir „sundlaugasjóð“ Sjálfsbjarg- ar, að Jófriðarstaðavegi 8A i Hafnarfirði. Þær söfnuðu þar 25.000 kr. til sjóðsins. fór hún til vina og vandamanna, alls staðar aufúsugestur og alls staðar veitandi. Margt var þá spjallað og allt sem Hulda sagði var jákvætt og fallegt, eins og allt það, sem hún aðhafðist. Það fal- legasta, sem hún þó sagði var „að yndisleg voru árin með honum Tryggva mínum og vel skildi hann við mig, en stærsta fjársjóðinn gaf Guðjón, fyrri maðurinn minn mér, mín fjögur góðu börn.“ Jólasokkurinn, sem hún saum- aði handa syni mínum fyrir síð- ustu jól, þá þegar orðin sjúkling- ur, mun hanga uppi á heimili okkar næstu jól og öll jól framveg- is, eins lengi og hann endist, til minningar um þessa góðu konu. Steinunn Olafsdóttir SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG heyrði predikara segja. að allir hermenn, sem berðust á móti kommúnistum. mundu verða hólpnir. Teljið þér, að þetta sé rétt? Alls ekki! Þetta er það, sem leiðtogar í her Japana kenndu í síðari heimstyrjöldinni: Ef maður félli, þegar hann væri að verja ættjörð sína, mundi hann öðlast hylli guðanna. Þetta er heiðin kenning, ekki kristin, og í Biblíunni er ekkert, sem styður slíka kenningu. En annað fólk hefur aðra heiðnar hugmyndir um það, hvernig við verðum hólpin, og þær eru ekki í samræmi við Biblíuna. Margir ætla, að þeir verði hæfir til vistar á himnum, ef góð verk þeirra vega þyngra á metaskálunum en ill verk. Menn héldu til forna, að Guð legði góðu verkin á skál og vond verk á skálina hinu megin, og væru góðu verkin þyngri en þau vondu, lægi leiðin til himins, eða öfugt. En Biblían kennir ekki á þann veg. Hún segir: „Þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endurfæðingar ... sem hann úthellti yfir oss ríkulega fyrir Jesúm Krist, frelsara vorn“ (Tít. 3,5-6). Við frelsumst ekki vegna ættjarðarástar, vegna siðsemi, gæsku, kurteisi eða mannasiða. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Vió minnum á vetrar skoóunina eigendur SKODA og ALFA ROMEO Auk mælingar á 28 gangstigum vélarinnar með fullkomnum mælingartækjum er vélarþvottur, vélarstilling, Ijósastilling og athugun á 26 öðrum atriðum bifreiðar- innar innifalið í skoðuninni, sem er seld á föstu gjaldi, kr.38.000 með söluskatti og gildir fram til 1. desember n.k. Með fullkomnum rafeindamælitækjum sem tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má mæla oll gangstig af mikilli nákvæmni. Markús Úlfsson. móttökustjóri þjónustu- deildar, tekur við bókunum og veitir allar frekari upplýsingar um vetrarskoðunina. Auk þess sem „Vetrarskoðunin" ætti að fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er ástæða til að vekja athygli bifreiöa- eigenda á þeim bensínsparnaði sem rétt stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt vél getur hæglega kostað eigandann tug- þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað á tiltölulega skömmum tíma. JÖFUR AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600 ib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.