Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
5
Ný ljóðabók eftir
Vilmund Gylfason
ÚT ER komin ljóðabók eftir
Vilmund Gylfason alþingismann
og nefnist hún „Ljóð“. Útgefandi
kunnarorð og Aðfararorð, þar sem
höfundur ræðir um ljóð og stíl.
Þar segir hann að ljóð sé ekki
raunverulegt, heldur „endurskin
tilfinninga kannske ástríðna".
Bókinni er skipt í fjóra kafla, sem
heita: Myndir I, II og III og
Ljóðabrot I. I fremsta kafla bók-
arinnar er ljóðaflokkur um ástina
og hefur höfundur þar ort ný
kvæði inní eldri ljóð úr fyrri bók
sinni. í síðasta kaflanum eru
meðal annars prósaljóð.
Þessi nýja ljóðabók Vilmundar
Gylfasonar er 64 blaðsíður að
stærð og í lok bókarinnar er sagt,
að hún sé ort í Reykjavík og víðar
á árunum 1966 og 1980.
Vilmundur Gylfason
er Iðunn. „Þessi ljóðabók min
skýrir sig sjálf.“ sagði höfundur í
stuttu spjalli við Mhl.
„Fyrir 10 árum gaf ég út
ljóðabók — var þá að dunda við að
yrkja í menntaskóla en var í hópi
lakari skólaskálda. Á andvöku-
nóttum hef ég dundað við að
semja ljóð. Ég skil nú vel heiti á
heildarsafni Stephans G.,“ sagði
Vilmundur ennfremur.
Framan við þessa nýju ljóðabók
Vilmumjar Gylfasonar eru ein-
NORRÆNA
HÚSIfX
Sýning á
dönskum
skartgripum
í DAG verður opnuð í bókasafni
Norræna hússins sýning á
skartgripum eftir dönsku gull-
smiðina Thor Selzer (f. 1925) og
Ole Bent Petersen (f. 1938).
Báðir hafa þeir getið sér góðan
orðstír á alþjóðlegum vettvangi
bæði hvað snertir frábæra tækni
og óvenjumikla hugmyndaauðgi við
mótun og gerð skartgripa. Þeir
hafa báðir haldið sýningar á fjöl-
mörgum stöðum víðsvegar um
heiminn. Á sýningunni í Norræna
húsinu, sem Thor Selzer hefur sett
upp, koma sérkenni listamannanna
tveggja vel í ljós. Thor Selzer
vinnur mikið með steina, einkum
opala, en Ole Bent Petersen hefur
sérhæft sig í gerð eins konar
skúlptúra úr gulli og silfri.
Sýningin er opin á venjulegum
opnunartíma bókasafnsins, mánu-
daga—laugardaga kl. 13—19,
sunnudaga kl. 14—17 og stendur til
5. janúar.
Stjórn Heimdallar:
Stalínistar allsráðandi
i Alþýðubandalagi
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun. sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi i Ileim-
dalli í fyrradag:
Engum dylst lengur, að ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsens hefur
mistekist í glímunni við verðbólg-
una. Hin svonefnda „niðurtalning"
framsóknarflokksins hefur reynst
óskhyggja og blekking, enda eru
Framsóknarmenn að ókyrrast í
valdastólunum og tala um 20%
gengisfellingu um áramót og 70%
verðbólgu á næsta ári. En sýnu
alvarlegra er það, að stalínistar
sitja nú í ríkisstjórn á íslandi. Þeir
eru allsráðandi í Alþýðubandalag-
inu, og þeir eru valdamestir ' í
ríkisstjórninni. Þeim er ekki að-
eins að takast að koma í veg fyrir
allar raunhæfar aðgerðir gegn
verðbólgunni. Þeir tefja einnig
framfarasókn þjóðarinnar með
íhaldssemi sinni og andstöðu við
stóriðju og stórvirkjanir og nauð-
synlegar framkvæmdir á Svlandi.
Ungt fólk hlýtur að snúast gegn
þessari ríkisstjórn af alefli. Unga
fólkið sem stendur í húsbygging-
um, stynur undan vaxtabyrðinni,
sem afleiðing verðbólgunnar. Það
horfir á verðbólguna éta upp ávöxt
ráðdeildarsemi sinnar og dugnað-
ar. Og nú síðast er því gert
erfiðara fyrir en áður að eignast
þak yfir höfuðið, því að stjórnvöld
hafa markað þá stefnu að reisa
einkum „félagslegt" húsnæði. Þessi
stefna er þvert á stefnu Sjálfstæð-
isflokksins undir kjörorðunum:
„Eign handa öllum" og „Hjálp til
sjálfshjálpar". Ríkisstjórnin neitar
ekki aðeins að virkja fallvötnin,
heldur líka það, sem mestu máli
skiptir — hugvit og framtakssemi
einstaklinganna. Það er krafa
Heimdallar, að þessi ríkisstjórn
fari frá.
Aðventuknmsar
aðventu- og #
jólashvytingar
Nú er aðventan að hefjast.
Margir halda þeim gamla, góða sið að
skreyta hjá sér af því tilefni.
Komið við í Blómavali við Sigtún.
Skoðið hið stórkostlega úrval okkar af
aðventukrönsum og skreytingum,
smáum sem stórum. Eigum jafnframt
fyrirliggjandi allt efni til aðventu- og
jólaskreytinga.
Allskonar jólaskraut, jólaskreytingar og
efni til slíks.
Fallegt úrval af blómstrandi jólastjörnum
rauðum og hvítum.
btómouQf^á
Gróðurhúsinu við Sigtún:Simar36770-86340