Morgunblaðið - 29.11.1980, Síða 7
SGS
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
7
BÆKUR
SEMHITTA
ÍMARK
Asgeir
Sigurvinsson
Knattspyrnuævintýri Eyjapeyjans eftir Sigmund Ó. Steinarsson
og Guðjón Róbert Ágústsson. Þetta er sérstæðasta íþróttabók
sem gefin hefur verið út á íslandi, þar sem Ijósmyndir og texti,
vinna sameiginlega að kynningu á hinum þekkta knattspyrnu-
kappa Ásgeiri Sigurvinssyni, allt frá því aö hann var lítill peyi í
Vestmannaeyjum og hafði með sér bolta til þess að geta æft sig
í kaffitímunum.til þess aö hann veröur einn þekktasti og besti
knattspyrnumaöur Evrópu. Þetta er sannarlega óskabók allra
íþróttaunnenda, ungra jafnt sem aldinna.
Komin er út ný bók í bókaflokknum Frömuðir landafunda,
bókin um hinn mikla sæfaranda og landkönnuö KÓLUMBUS.
Bókin er prýdd af Kristínu R. Thorlacius, en umsjón meö útgáfunni
hafði Örnólfur Thorlacius. Þetta er bók um eitt mesta
landkönnunarafrek mannkynssögunnar, um mikilmenni sem lét
ekki skilningsleysi og þekkingarleysi samtíma síns setja sér
skorður, heldur lagði út á hin óþekktu miö, og markaöi þar meö
óútmáanleg spor í sögu mannkynsins.
Fjallakúnstner
segir frá
Stefán frá Möörudal rekur sögu sína eftir Pjetur Hafstein
Lárusson. Sérstæð bók um sérstæðan listamann, sem ekki
bindur bagga sína sömu hnútum og samferöamennirnir. Stefán
hefur lifaö margbreytilegu lífi og ber svip uppruna síns, hinna
hrikalegu Möörudalsöræfa, þar sem bjarndýr hafa sótt
bæjarfólkiö heim meö óskemmtilegum afleiöingum, og Mööru-
dals-Manga gerir sig heimakomna, löngu eftir aö jarövlstardögun-
um er lokiö. Stefán Jónsson, fjallakúnstner, segir frá á sinn
skemmtilega og sérstæöa máta, og kemur í bókinni, eins
og í myndum sínum, til dyranna eins og
hann er klæddur.
SNORRI JÓNSSON OG ÁSMUNDUR STEFÁNSSON
Miöað viö þaö, hve lengi Snorri Jónsson hefur veriö í
forystusveit Alþýöubandalagsins í verkalýðsmálum, má búast
viö forystu Ásmundar Stefánssonar til 2018. — Hvernig væri að
„sérfræðingar" Alþýöubandalagsins í „þjóöfrelsismálum"
kynntu sór endurnýjun flugvóla varnarliösins síðan flokkur
þeirra komst í ríkisstjórn?
Ihaldssemi
VIA kjör nýs og unga
manns i forsetaembætti
Alþýðusambands ís-
lands úr röðum þeirra
Alþýðubandalatrs-
manna er ekki úr vegi
að leiða hugann að þvi,
hvernig háttað er
endurnýjun i þessari
fylkingarsveit Alþýðu-
bandalagsins. Hverfa
verður allt aftur til árs-
ins 1942, ef rekja á feril
Snorra Jónssonar, sem
nú lætur af forystust-
örfum fyrir Alþýðu-
bandalagið innan ASI.
Þann 15. febrúar það ár
var hann kjörinn form-
aður Félags járniðnað-
armanna i Reykjavik og
um þær sömu mundir
komst Eðvarð Sigurðs-
son i forystu Dagsbrún-
ar. Þetta var á striðsár-
unum, þegar kommún-
istar stóðu fyrir þvi,
sem þeir köliuðu
„skæruhernaðinn“ fyrir
réttindum verkafólks
og minnast nú sem sið-
ustu stórátaka sinna.
Um þá Snorra og Eð-
varð hefur jafnan verið
sagt af samherjum
þeirra, að þeir hafi ver-
ið „hertir“ i átökum við
auðvaldið og þvi haft
dýpri skilning en flestir
aðrir á hag verkalýð-
sins.
Þessir menn hafa nú i
38 ár verið 1 framvarð
arsveit Alþýðubandal-
agsins í verkalýðsmál-
um ásamt þeim Birni
Bjarnasyni i Iðju, sem á
jafnvel enn fleiri ár að
baki, Benedikt Daviðss-
yni og Guðmundi J.
Guðmundssyni. sem
ekki hafa starfað að
verkalýðsmálum eins
lengi og þessir aldurs-
forsetar, þótt feril
þeirra megi rekja
marga áratugi aftur i
timann. Eina nýja nafn-
ið, sem hefur verið
kynnt til forystustarfa
af hálfu Alþýðubandal-
agsins siðustu ár er
Guðmundur Þ. Jónsson
formaður Landssamb-
ands iðnverkafólks og
borgarfulltrúi i Reykja-
vik. Var Guðmundi
treyst til forystu af
flokknum, eftir að hann
hafði dvalist i Sovétrikj-
unum til að kynnast
„verkalýðsmálum“.
Um alla þessa menn
má segja, að þeir hafi
verið i tengslum við
„grasrótina“ i verka-
lýðshreyfingunni. Það
verður hins vegar ekki
sagt um Ásmund Stef-
ánsson nýkjörinn for-
seta Alþýðusambands
lslands. Hann kemur
inn í verkalýðshreyfing-
una „ofan frá“, ef þann-
ig má að orði komast.
Eftir að hafa starfað
sem hagfræðingur
Alþýðusambandsins og
lektor við viðskipt-
afræðideild Háskóla Is-
lands var hann ráðinn
framkvæmdastjóri ASI,
þegar Snorri Jónsson
lét af þvi starfi og tók
við forsetaembættinu
við veikindi Björns
Jónssonar. sem kosinn
var forseti ASÍ á þing-
inu 1976. Miðað við þá
ihaldssemi. sem rikir i
Alþýðubandalaginu og
vali þess á mönnum til
forystu í verkalýðs-
hreyfingunni, geta
menn þvi reiknað með
þvi að Ásmundur
Stefánsson verði full-
trúi flokks sins i foryst-
usveit ASt að minnsta
kosti til ársins 2018.
Flugvélamar
og Alþýðu-
bandalagið
Athyglisvert er, hve
mikla áherslu talsmenn
Alþýðubandalagsins i
utanrikismálum leggja
nú á það. að tæknibú-
naður varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli
skapi ógnvekjandi
hættu fyrir land og
þjóð. Virðast óljós um-
mæli um þetta atriði
eiga að vera kjarni
þeirrar „samfelldu um-
ræðu“ og „hræðslu-
áróðurs“, sem boðað er
að skuli hefjast i kjölfar
landsfundar flokksins.
Greinilega hafa komm-
únistar sannfærst um
það i umræðunum um
kjarnorkuvopn i sumar.
að slik vopn sé ekki að
finna hér á landi, þvi að
ekki er þvi lengur ha-
ldið á loft af þeim. Nú
beinist athyglin hjá
„sérfræðingum“ flokk-
sins i þessum efnum
einkum að flugvélakosti
varnarliðsins.
Með hliðsjón af því,
sem gerst hefur á því
sviði siðan Alþýðuband-
alagið komst i rikis-
stjórn 1. september
1978, hljóta menn að
draga þá ályktun, að
„sérfræðingar“ komm-
únista á þessu sviði hafi
tekið alltof seint við sér.
21. mars 1978 hófst
endurnýjun á orrustu-
þotum varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli.
Þann dag lentu tvær
fyrstu McDonnell
Douglas F 4E Phant-
om-þoturnar á
Keflavikurflugvelli. Á
næstu þremur mánuð-
um bættust tiu vélar af
sömu gerð i hópinn og
endurnýjuninni lauk
með komu 13. vélarinn-
ar 14. desember 1978,
sem sé þremur og hálf-
um mánuði, eftir að
ráðherrar
Alþýðubandalagsins
settust i rikisstjórn. 23
dögum eftir að Alþýðu-
bandalagsráðherrarnir
tóku til starfa, þ.e. 23.
september 1978, lenti
fyrsta Boeing E 3A
Sentry (AWACS)
óvopnaða ratsjárþotan
á Keflavikurflugvelli
og sú siðari kom fjórum
dögum siðar. Dagana
23. til 28. febrúar 1979
komu siðan á Keflavik-
urflugvöll niu Lockheed
P-3C Orion kafbátaleit-
arvélar af nýjustu og
fullkomnustu gerð, sem
nefnd hefur verið „Up-
date II“.
Hvernig væri, að
„sérfræðingarnir“
vektu athygli á þessum
staðreyndum á sam-
felldum umræðufund-
um sinum og minntust
um leið þessarar setn-
ingar úr áliti starfs-
hóps Alþýðubanda-
lagsins um
þjóðaratkvæðagreiðslu,
sem dreift var á lands-
fundi flokksins: „Flokk-
urinn ber ábyrgð á
stefnu ríkisstjórnarinn-
ar i utanrikismálum
eins og öðrum málum.“
Furumarkaður
í Nýborg
Viöarþiljur: Panel 19x100 mm. Verö 6700 pr. ferm.
Límtré: 3—4 cm. þykkt. Vara fyrir þá er vilja smíöa og
hanna eigin húsgögn.
Furuparkett: 18x38x2400 mm. Kr. 19.980 pr. ferm.
Baðhúsgögn frá Svedberg í Svíþjóö.
Boröstofuhúsgögn, rúm og hlaörúm: Verölaunuö húsgögn á
alþjóölegum sýningum.
— Gott úrval
Nýborgp
Armúla 23 — Sími 86755
Hagstætt verð
Opið til kl. 4
laugardag.