Morgunblaðið - 29.11.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
25
Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ:
ASÍ-stjórnin ekki í neinum
tengslum við ríkisstjórnarmynstrið
„JÚ, ÞAÐ verða að teljast
timamót, þe>tar sjálfstæðismað-
ur og verzlunarmaður er kjör-
inn varaforseti Alþýðusam-
bands lsiands,u sagði Björn
Þórhallsson, er Morgunblaðið
ræddi við hann undir lok ASÍ-
þings i gær, „og þá einkum og
sér i lagi þegar það er haft i
huga að það eru ekki svo mörg
ár siðan verzlunarmenn þurftu
að ieita til féiagsdóms til að
verða teknir hingað inn. Ég
held þó að það sé ekkert öðru
visi fyrir sjálfstæðismann að
taka við þéssu embætti en
flokksmann einhvers annars
flokks. Ég hef unnið lengi i
verkalýðshreyfingunni og því
verður engin byltingarkennd
breyting.“
Morgunblaðið spurði Björn,
hvað hann vildi segja um þær
fullyrðingar alþýðuflokks-
manna, að í ASÍ hefði verið
kjörið sama stjórnarmynstrið og
í landsmálunum. Björn sagði:
„Þessi stjórn í ASI er ekki í
neinum beinum tengslum við
ríkisstjórnarmynstrið. Hér var
leitazt við að mynda samstarf á
sem breiðustum grundvelli, en
menn reyndust mismunandi trú-
verðugir í því efni. Samsetning
miðstjórnar Alþýðusambandsins
er þannig að hver flokkur fær
sinn hlut eftir því sem menn
komast næst að ráða í styrk
flokkanna. En guði sé lof, hér er
þó ekki allt flokkapólitík."
Hvað viltu segja um þær
efnahagsráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar, sem svo oft hefur verið
minnzt á í umræðum hér á
þinginu?
„Eg veit ekki hvernig þær
verða, þessar fyrirhuguðu efna-
hagsráðstafanir. Hið eina, sem
allir þykjast vita, er að það verði
að taka á þeim málum. Alþýðu-
samband Islands getur varla
snúizt gegn þessum ráðstöfun-
um, fyrr en sést í þær og það
hefði vitaskuld verið æskilegast,
að eitthvað hefði getað legið
fyrir þinginu af þessum áform-
um. Þá hefði miðstjórn að sjálf-
sögðu haft eitthvað í nesti um
það, hvernig hún skyldi bregðast
við og það hefði auðveldað störf
hennar. Hins vegar hafa ráð-
herrar lýst því yfir að leitað
verði samráðs og þær aðgerðir
sem að væri verið að vinna
kynntar. Hafa þeir lýst því yfir
að miðstjórn ASÍ verði ekki látin
standa frammi fyrir gerðum
hlut.“
Karvel Pálmason, fulltrúi á ASÍ-þingi:
Björn verður sterki
maðurinn í stjórninni
„ÉG ER sannfærður um. að i
Ijósi þessara kosninganiður-
staðna var búið að binda þessi
mái fyrir löngu. Mest hefur mér
þó komið á óvart, að þetta hefur
komið forystuliði sjáifstæð-
ismanna hér á þinginu jafnmik-
ið á óvart, hversu þrælbundið
þetta var,“ sagði Karvel Pálma-
son, varaformaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða, i samtali
við lok ASÍ-þings i gær, en hann
var i framboði til forseta. en
tapaði. „Hér hefur því myndazt
útvikkað ríkisstjórnarmynstur,
kannski sameiningarmynstur
fyrir rikisstjórnina og Sjálf-
stæðisflokkinn.*4
„Mér sýnist, og það kæmi mér
ekki á óvart, að Björn Þórhalls-
son hafi verið og verði sterki
maðurinn í þessu samstarfi. Ég
ræð það fyrst og fremst af því,
hversu gjörsamlega hann hefur
handjárnað allt sitt lið og ég er
viss um að nýkjörinn forseti
sambandsins hefur sett fram
það skilyrði til sinna manna, að
Björn yrði með sér sem varafor-
seti. Þetta gefur vísbendingu um
að það verði Björn, sem ráði í
þessum herbúðum.
Hvað ætlazt Alþýðuflokkurinn
fyrir?
„Alþýðuflokkurinn mun fyrst
og fremst berjast málefnalegri
baráttu, eða við skulum segja, að
ég telji að þeir fulltrúar innan
verkalýðshreyfingarinnar eigi
að berjast málefnalega. í ljósi
þess, sem gerzt hefur, hefði verið
ástæða til þess að það lið, sem
berðist málefnalegri baráttu,
væri fjölmennara. Greinilegt er
að ríkisstjórnin hefur nú sett
upp forystusveit fyrir Alþýðu-
sambandið og því mun ekki veita
af málefnalegum málflutningi í
því sem framundan er, efna-
hagsaðgerðir og kjaraskerðing-
aráform ríkisstjórnarinnar."
Að lokum sagði Karvel Pálma-
son: „Ég veit ekki, hvort menn
hafa gert sér grein fyrir því, að
Alþýðubandalag og Sjálfstæðis-
flokkur þurfa ekkert á Fram-
sóknarflokknum að halda. Nú
hafa hins vegar þau öfl, sem
beittu sér í að útiloka sjálfstæð-
ismenn frá áhrifastöðum innan
ASÍ á þinginu 1976, tekið hönd-
um saman, svarizt í fóstbræðra-
lag og munu þeir með þessum
sömu aðilum ráða ferðinni."
Sigurður Óskarsson, formaður verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins:
Er sannfærður um að þetta
verður góð miðstjórn
„ÞETTA þing hefur verið til-
tölulega friðsælt i innri störf-
um, en greinilegt er að menn
eru óánægðir með kjör sín og
þá löngu samningaiotu, sem var
fyrir kjarasamningana. Teija
menn að ríkisstjórnin hafi ekki
sýnt þessa alþýðuelsku og
verkalýðsást, sem hún hefur
verið að predika," sagði Sigurð-
ur Óskarsson, formaður Verka-
lýðsmálaráðs Sjáifstæðisfiokks-
ins og fulltrúi Rangæinga á
ASÍ-þingi. „Þó kemur mér á
óvart, hvað lítið hefur verið
drepið á þessar fyrirhuguðu
efnahagsráðstafanir.“
Morgunblaðið spurði Sigurð,
hvort um væri að ræða sama
stjórnarmynstur innan ASÍ og í
landsmálum. Hann sagði: „Þetta
er ósköp notalegur áróður krata,
að halda því fram að sjálfstæðis-
mönnum í verkalýðshreyfing-
unni sé stjórnað af forystu
Sjálfstæðisflokksins. Ég tók
sjálfur þátt í því að velja þá
forystumenn sem hér hafa verið
kjörnir og það voru engir spurðir
ráða í þeim efnum. Það get ég
upplýst, að hafi formenn stjórn-
málaflokkanna verið hér í bak-
herbergjum, þegar uppstilling
var ákveðin, voru þeir ekki í
Sjálfstæðisflokknum. Við þurf-
um ekki á neinni línu að halda.
Það þarf heldur enginn að segja
mér að miðstjórnarmennirnir
Guðmundur Hallvarðsson og
Hilmar Jónasson séu stjórnar-
sinnar í landsmálunum og þeir
eru þekktir af öðru en pólitísk-
um hrossakaupum. Þetta eru
fyrst og fremst góðir verkalýðs-
sinnar."
„Ég er ánægður með hlut
okkar hér í þessu stjórnarkjöri
og tel að miðstjórn sambandsins
sé saman sett af sönnum verka-
lýðssinnum. Ég þekki þessa
menn í starfi og kannski þá helzt
fyrir að hafa orðið fyrir aðkasti
fyrir að hafa stutt „erkióvininn"
í stjórnmálunum. Ég hef góða
reynslu af samstarfi við þessa
menn og er sannfærður um að
þetta eigi eftir að verða góð
miðstjórn," sagði Sigurður
Óskarsson.
Kosningaúrslit
á ASÍ-þingi
EINS og skýrt var frá í
Morgunblaðinu í gær var
Ásmundur Steíánsson kjör-
inn forseti Alþýðusambands
íslands til næstu fjögurra ára
í fyrrakvöld á ASÍ-þingi.
Jafnframt var Björn bór-
hallsson kosinn varaforseti
og fengu þeir báðir mikinn
meirihluta atkvæða. Er kjöri
forsetanna var lokið hófust
kosningar í miðstjórn, sam-
bandsstjórn og varamanna í
hvorttveggja.
Kosning í miðstjórn hófst
eftir forsetakjörið og gekk
heldur brösuglega og stóð
talning fram til klukkan 06.30.
Kjörnir voru í miðstjórn: Að-
alheiður Bjarnfreðsdóttir
(óháð), hlaut 52.675 atkvæði;
Benedikt Davíðsson (Abl.),
hlaut 48.475 atkvæði; Guðjón
Jónsson (Abl.), hlaut 51.950;
Guðmundur J. Guðmundsson
(Abl.), hlaut 48.025 atkvæði;
Guðmundur Hallvarðsson
(Sj.fl.), hlaut 35.375 atkvæði;
Guðmundur Þ. Jónsson (Abl.),
hlaut 48.800 atkvæði; Hilmar
Jónasson (Sj.fl.), hlaut 44.550
atkvæði; Jón Helgason (Afl.),
hlaut 49.875 atkvæði; Jón Agn-
ar Eggertsson (Fr.fl.), hlaut
51.200 atkvæði; Karvel Pálma-
son (Afl.), hlaut 36.825 at-
kvæði; Óskar Vigfússon (óháð-
ur), hlaut 52.800 atkvæði;
Þórður Ólafsson (Fr.fl.), hlaut
50.725 atkvæði og Þórunn
Valdimarsdóttir (Afl.), hlaut
50.125 atkvæði. Auk þess hlutu
atkvæði, en komust ekki í
miðstjórn: Bjarnfríður Leós-
dóttir (Abl.), hlaut 24.900 at-
kvæði; Magnús Geirsson
(Sj.fl.), hlaut 27.175 atkvæði
og Ólafur Emilsson (óháður),
hlaut 27.275 atkvæði. Ógildir
seðlar voru 1.175 og auðir
seðlar 425.
Þá voru kjörnir varamenn í
miðstjórn og var uppstilling
kjörnefndar samþykkt sam-
hljóða. Kosningu hlutu: Bjarn-
fríður Leósdóttir, Bjarni Jak-
obsson, Guðmundur M. Jóns-
son, Guðríður Elíasdóttir,
Halldór Björnsson, Karl
Steinar Guðnason, Magnús
Geirsson, Ólafur Emilsson og
Sigurður Guðmundsson.
í sambandsstjórn voru
kjörnir: Bárður Jensson, Birg-
ir Hinriksson, Dagbjört Hösk-
uldsdóttir, Einar Karlsson,
Friðrik Jónsson, Guðrún
Ólafsdóttir, Gunnar Þórðar-
son, Hákon Hákonarson, Jó-
hanna Friðriksdóttir, Jón
Ingimarsson, Jón Karlsson,.
Magnús E. Sigurðsson, Krist-
ján Ásgeirsson, Kristján
Ottósson, Sigfinnur Karlsson,
Pétur Sigurðsson, ísafirði,
Sigurður Sigmundsson og
Skúli Guðjónsson. Varamenn í
sambandsstjórn voru kjörnir:
Ása Helgadóttir, Björgvin
Jónsson, Bragi Haraldsson,
Flóra Baldvinsdóttir, Guð-
mundur Friðgeir Magnússon,
Guðmundur V. Sigurðsson,
Guðrún Sigfúsdóttir, Hálfdán
Kristjánsson, Haraldur Borg-
ar Pétursson, Hilmar Jósefs-
son, Hlaðgerður Oddgeirsdótt-
ir, Jóhann Möller, Jón Ó.
Kjartansson, Jónas Stefáns-
son, Kristján Jóhannsson,
Ragna Bergmann, Sverrir
Guðnason og Vilborg Jóns-
dóttir.
Kosning varð um stjórn
Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu og var kjörin
uppstilling kjörnefndar. Kosn-
ingu hlutu: Guðmundur Hilm-
arsson, Helgi Guðmundsson,
Karl Steinar Guðnason, Krist-
ín Eggertsdóttir og Sigfinnur
Sigurðsson. Auður Guð-
brandsdóttir hlaut ekki nægi-
legt atkvæðamagn til þess að
ná kjöri.
Þá var og samþykkt tillaga
kjörnefndar um menn í skipu-
lagsnefnd fyrir næsta kjör-
tímabil. Kosningu hlutu: Grét-
ar Þorsteinsson, Gunnar
Kristmundsson, Gunnar Már
Kristófersson, Hákon Hákon-
arson, Hannes Þ. Sigurðsson,
Jón Kr. Ágústsson og Þórir
Daníelsson.