Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
27
Hátíð hjá Lang-
holtssöfnuði
Fyrsta sunnudag í aðventu
fagnar Langholtssöfnuður því, að
kirkjan er risin. Yfir mörg torleiði
hefir verið að sækja, en það tókst,
og skuldabaggalaust er staðnæmst
við merkan leiðarstein. Okkur
langar til þess að fagna þessu með
þér, langar til að hafa samráð við
þig um framhaldið. Vissulega er-
um við ósköp stolt, trúum því, að
borgin okkar verði meiri og betri
eftir, þegar þetta hús, sem nú er
risið, breytist í gróðurreit þeirrar
framtíðar, er börn okkar eiga í
vændum. Hér hljóta hjörtu okkar
að slá í takt, bæn okkar að vera
ein og hin sama. Því höfum við
undirbúið komu þína á gleðidegi.
Við hefjum daginn með því að
fagna með börnunum. Það er kl.
11, og eins og venjulega verður þar
margt til fróðleiks og skemmtun-
ar. Barnastarfið hefir gengið
ákaflega vel, afar og ömmur,
pabbar og mömmur koma með
börnum sínum, eru þeim til
trausts og haids, og trúi menn því
Basar Kvenf élags
Hallgrímskirkju
I DAG, laugardaginn 29. nóv.
heldur Kvenfélag Hallgríms-
kirkju basar i safnaðarheimilinu
til ágóða fyrir kirkjuna, hefst
hann kl. 14.
Margt góðra muna verður þar
á boðstólum, eins og venja hefir
verið, sem seldir verða á hag-
stæðu verði, svo að þeir, sem
timanlega koma geta gert góð
kaup.
Konurnar í kvenfélaginu hafa
verið mjög duglegar við fjáröflun
fyrir kirkjuna, og lagt stóran
skerf til kirkjubyggingarinnar, þá
hafa þær einnig lagt sitt að
mörkum í safnaðarstarfi. Ég vil
þakka hin óeigingjörnu og fórn-
fúsu störf.
Ég vil hvetja velunnara kirkj-
unnar til þess að fjölmenna á
basarinn, gera þar góð kaup og
styrkja gott málefni.
Ragnar Fjalar Lárusson.
ekki, að söfnuður geti verið virkur
í starfi, þá ættu þeir hinir sömu að
líta inn og sannfærast um hið
gagnstæða.
Nú, kl. 2, er guðsþjónusta, og í
henni eigum við erindi við fólk
sem lætur sig framtíðina varða,
fólk sem skilur, að lífshamingjan
verður aldrei af öðrum mönnum
keypt. Við væntum tónunnenda,
og það mun koma í ljós, hvaða
erindi við eigum við þá. Eftir
guðsþjónustuna verður gengið til
nýrisinnar kirkju og hún skoðuð.
Kl. 3 efnir Kvenfélagið til kaffi-
sölu, og verður ágóðanum varið til
kirkjubyggingarinnar.
Síðan, um kvöldið kl. hálfníu,
hefst aðventuhátíð. Til hennar er
mjög vandað. Einn af orðsnjöll-
ustu mönnum íslenzkrar þjóðar,
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri,
fiytur ræðu. Leikarinn Jón Gunn-
laugsson les upp. Listahjónin Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og Jón Stef-
ánsson flytja, í tónum, þýzkan
ljóðflokk, og svo mun Jón stjórna
kór Langholtskirkju.
Við hikum ekki við að fullyrða,
að frábær mun sú dagskrá vera,
sem tekur þessa kvölds fram.
Enginn þarf að sakna kvöld-
kaffis, því að Bræðra- og Kvenfé-
lag munu renna á könnuna og
bjóða gómsætt meðlæti þeim er
þess óska.
Komdu, þú sérð að við eigum
von á þér, og gleðjumst saman.
Sóknarnefndin
Italskt
andrúmsloft
f m m m JT m
i eldhusinu
ítalir eru sérfræöingar í matargerð og þaö eru þeir einnig í eldhúsum og
eldhúsinnréttingum.
Höfum tekið upp mikið úrval af eldhúsinnréttingum.
KOMIÐ, SJAIÐ OG SANNFÆRIST
Opið kl. 10—12.
ÚSGAGNA-
MIÐSTÖÐIN
SKAFTAHLÍÐ 24, SÍMI 31633.
'U/J
HVERJU MA EG TRUA? eftir Harold Sherman
Þetta er einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskil-
vitlegum fyrirbærum, höfund bókanna DULARMÖGN HUGANS,
LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN og AÐ SIGRA ÓTTANN. - Þeir sem glata trúnni lifa í
ótta og óvissu um framtíðina, þá skortir öryggi. En er mögulegt að endurheimta
það, sem glatazt hefur? Og hvernig vita menn hverju þeir mega trúa? Þessi bók er
hreinskilið, presónulegt svar Harold Sherman við þessum brennandi spurningum.
SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU eftir Halldór Pjetursson
Frá örófi alda hafa draumar og vökusýnir fylgt mannkyninu. Draumurinn er
margslungið ævintýri, sem menn ráða á ýmsa vegu, jafnvel hefur hver ráðandi sína
eigin lausn, sinn eigin lykil að leyndardóminum.
Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá
á sinn sérstæða hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega og forvitnilega
bók, sem stór hópur lesenda mun fagna.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
HÉRERBÓKIN!