Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 29
Jón Ingi Einarsson oddvífí:
Vamir Víkurkauptúns
Á því hausti sem nú er að líða
hefur Kötludraugurinn enn risið
upp, í þetta sinn á þann hátt að
mikið hefur verið ritað um eldgos
í Kötlu og hættu þá sem af því
myndi leiða fyrir lifandi verur og
mannvirki.
Ekki ætla ég með þessum línum
mínum að gerast spámaður um
það hvenær Katla gýs, hversu
stórt gosið verður né hvert flóðið
fer, það eftirlæt ég mér vitrari og
reyndari mönnum. Ætlun mín er
hins vegar að greina frá því
hverju hreppsnefnd Hvamms-
hrepps er að reyna að koma í verk
til að tryggja öryggi hreppsbúa og
eignir þeirra.
Hætta í Víkurkauptúni vegna
Kötlugoss skiptist í tvennt að því
að talið er:
1. Hætta vegna flóðöldu af hafi
sem skylli á kauptúninu.
2. Hætta vegna flóðs sem kæmi
vestur með Víkurhömrum og
flæddi vestur yfir neðri hluta
kauptúnsins.
Varðandi fyrri liðinn þá er það
að segja að í skýrslu sem Þorbjörn
Karlsson, verkfræðingur vann
fyrir Almannavarnir ríkisins og
skilaði í ágúst 1974, þá kemst
hann að þeirri niðurstöðu að ekki
sé líklegt að flóðaldan nái nema
um þriðjung af þeirri vegalengd
sem er frá fjöruborði að byggð-
inni. Von mín er að sú niðurstaða
verkfræðingsins sé rétt og sé því
ekki ástæðu til að fjölyrða meir
um það.
Um seinni liðinn sýnist mér
aftur á móti, eftir að hafa lesið
skýrslur sérfræðinga þar um, að
menn greini meira á um hversu
mikið flóð vestur með hömrum
gæti orðið. Sjálfsagt getur enginn
sagt fyrir um það með neinni vissu
og því verður að sýna ýtrustu
varkárni, hvort sem menn vilja
trúa eða ekki að þessi hætta sé
fyrir hendi.
Um varnir vegna þessa flóðs eru
menn að ég hygg nokkuð sammála
um, að öflugur varnargarður milli
Höfðabrekkujökuls og fjalls og
annar garður frá Víkurkletti til
sjávar myndu auka mikið öryggi
Víkurkauptúns. Árið 1964 var
gerður varnargarður, 5 metra hár,
milli Höfðabrekkujökuls og fjalls
og síðan gerðist það að árið 1972
fluttu þingmenn Suðurlands til-
lögu til þingsályktunar á Alþingi
um varnargarða vegna Kötlu-
hlaups og skilst mér að þá hafi
verið veittar 2 milljónir króna til
verksins, en þær fóru í mælingar
og ekkert fé varð þá eftir til að
framkvæma fyrir.
Síðan hefur mikið verið rætt um
Kötlu og Kötlugarða, en ekkert
þokast í áttina ennþá svo sjáan-
legt sé. Haustið 1979 ákvað
hreppsnefnd Hvammshrepps að
reyna til þrautar að þoka þessu
áfram og vinna að því að útvega
fjármagn til framkvæmda og
koma þessu máli af umræðustigi
til raunveruleikans.
í marsmánuði sl. var svo farið
með þingmenn Suðurlands á stað-
inn og þeim kynnt málið og gerð
grein fyrir því að umsókn um
fjárveitingu yrði send til fjárveit-
inganefndar. I maímánuði var
síðan farið fram á kostnaðaráætl-
un frá Vegagerðinni vegna hækk-
unar á varnargarðinum við Höfða-
brekkujökul og barst fljótlega
svar þar sem áætlun frá árinu
1974 var umreiknuð á verðlag
1980. í júnímánuði óskaði hrepps-
nefndin eftir umsögn Almanna-
varna ríkisins um þessa fram-
kvæmd. í ágúst barst svar frá
Almannavarnaráði og segir þar
orðrétt: „Almannavarnaráð mælir
eindregið með að veitt verði fé til
styrkingar og hækkunar á varn-
argarðinum við Höfðabrekkujök-
ul, vegna þýðingar hans sem vörn
við Vík.“ I ágúst er síðan sótt um
fjárveitingu til Alþingis og jafn-
framt var farið þess á leit við
Viðlagatryggingu íslands að hún
leggði fram fé til framkvæmda. Á
fundi með fjárveitinganefnd 3.
okt. sl. var beiðnin um fjárveit-
ingu ítrekuð. Um svipað leyti
barst jákvætt svar frá Viðlaga-
tryggingu með því skilyrði að fé
fengist einnig annars staðar frá.
Það síðasta sem gerist svo í þessu
máli er að 16. nóv. sl. birtist grein
um þetta efni í Morgunblaðinu og
þar segir orðrétt: „Við höfum átt
marga duglega og framsýna at-
orkumenn ekki síður en aðrir, en
það er eins og þessi hætta gagn-
vart Víkurþorpi hafi verið og sé
þeim að mestu hulin." Skemmtileg
tilviljun er það að sama dag og
þetta birtist þá heiðruðu þing-
menn Suðurlands okkur sveitar-
stjórnarmenn í Mýrdal með heim-
sókn sinni, og enn var þetta mál
rætt ítarlega með tilliti til kom-
andi fjárlaga og var enn farið á
staðinn og málið rifjað upp með
þingmönnum og skorað á þá að
reyna að tryggja fé í þessa fram-
kvæmd.
Þegar hér var komið og mér
varð ljóst hversu lítið heimamenn
vissu um í hvaða stöðu þetta mál
nú er, þá taldi ég nauðsynlegt að
upplýsa hvernig hreppsnefndin
hefur reynt að koma málinu
áfram. Ég held að þessar línur
sýni vissulega að við heimamenn
gerum okkur grein fyrir hættunni
og reynum að tryggja okkur gagn-
vart henni, en hitt er svo annað
mál að ég held að erfitt sé að segja
um hvar hættan sé mest, það
hefur gosið í Vestmannaeyjum og
Mývatnseldar sýnt okkur, og sem
betur fer er það ekki eina leiðin
fyrir Kötluflóð að flæða vestur til
Víkur og vissulega hlýtur bjart-
sýni okkar á því að flóðið geri það
ekki að eiga rétt á sér samhliða
því að efla varnir kauptúnsins ef
svo illa færi að flóðið færi í
vesturátt.
Að lokum vil ég taka undir
áskorun Brands Stefánssonar í
grein hans í Morgunblaðinu 16.
nóvember sl. á þingmenn okkar og
vona eindregið að varnir Víkur-
kauptúns verði efldar í tæka tíð,
því enginn veit hvenær Katla ber
næst að dyrum og eftir tuttugu
ára umræðu af og til, þá hlýtur að
fara að verða tímabært að ráðast í
svo nauðsynlega framkvæmd sem
þessa.
Vík í Mýrdal,
21. nóv. 1980,
Jón Ingi Einarsson. oddiviti.
smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Fíladelfía
Suöurnesjum
Laugardaga- og sunnudagaskól-
ar Fíladelfíu: Hafnarskóli laugar-
dag kl. 2, Njarövíkurskóli sunnu-
dag kl. 11, Grindavfkurskóli
sunnudag kl. 14. Muniö svörtu
börnln. Öll bðrn velkomin.
Kristján Reykdal
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
___ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferð sunnudag
30. nóv. kl. 11 f.h.
Eklö aö Kaldárseli, síöan genglö
á Stórabolla (551 m) v/Grinda-
skörö. Fararstjórl: Siguröur
Kristjánsson. Fariö frá Umferö-
armiöstööinnl austanmegln.
Fram. v/bfl. Verö kr. 3.500.
Heimatrúboöiö
Óöinsgötu 6A. Almenn sam-
koma á morgun kl. 20.30. Allir
velkomnir.
ÚTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 30.11. kl. 13
Lsekjarbotnar — Rauöhólar.
Létt ganga fyrir alla. Verö 3000
kr. Frítt f. börn m. fullorönum.
Farlö frá BSÍ vestanveröu.
Happdraatti Útivistar. Drættl
frestaö til 23. des. Heröiö söl-
una.
Útivist
Kökubazar
Systrafélag Fíladelfíu heldur
kökubazar f dag 29. þ.m. kl.
14.00 aö Hátúni 2.
Stjórnln
Kristniboössambandið
Samkoma annaökvöld kl. 20.30
f húsl KFUM og K vlö Amtmst.
Samkoman veröur helguö minn-
ingu Gunnars Slgurjónssonar.
Alllr hjartanlega velkomnlr.
Til sölu
stálgrindarsperrur, breidd 12 m.
Vegghæö 4 m. Uppl. s. 99-4475.
Ódýrar bækur
Útnesjamenn, Marína, Sval-
helmamenn og Ijóömæli systr-
anna. Fást á Hagamel 42, sími
15688.
húsnæöi
í boöi
Keflavík
2ja herb. íbúö, 81 fm í mjög
góöu ástandi á góöum staö.
3ja herb. íbúö viö Lyngholt.
Björt og skemmtlleg íbúö.
3ja herb. íbúö auk riss viö
Ásabraut. Sér inngangur. Laus
strax.
3ja herb. (búö f fjórbýlishúsi
ásamt bílskúr Sér inngangur.
Glæsileg eign.
3ja herb. íbúö vlö Skólaveg. Sér
Inngangur.
Urvaliö er hjá okkur.
Eignamiölun Suöurnesja, Hafn-
argötu 57 Keflavík, síml 3868.
M (.I.VSINI. VSIMINN KK:
22480
JflorjjttnhUttitö
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
bilar |
kennsla
Tilboö óskast
í eftirtaldar bifreiöar, sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum:
Range Rover árg. 1974
BMW 320 árg. 1976
Datsun 120Y árg. 1977
VW 1200 árg. 1974
Mazda 323 árg. 1978
Cortina árg. 1970
Daihatsu árg. 1979
Austin Mini árg. 1974
Bifreiðarnar verða til sýnis aö Skemmuvegi
26, Kópavogi, mánudaginn 1. desember
1980 kl. 12—17.
Tilboöum sé skilað til Samvinnutrygginga gt.,
Ármúla 3, Reykjavík, fyrir kl. 17, 2. des. ’80.
Hússtjórnarskóli
Reykjavíkur
Sólvallagötu 12
Umsóknir um hússtjórnardeild, sem hefst 5.
jan., þurfa að berast sem fyrst eða eigi síðar
en 15. des.
Öll námskeið í matreiðslu, fatasaumi, vefnaði
og jurtalitun eru fullskipuö til jóla. Námskeiö
eftir áramót verða auglýst í byrjun janúar.
Upplýsingar í síma 11578 kl. 10—14.
Skólastjóri.
Vélar og áhöld
Til sölu vélar og áhöld til aö steypa alls konar
gúmmíhluti.
Uppl. í síma 54287 eftir kl. 7 í kvöld og næstu
kvöld.
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al GLYSINGA-
SÍMLNN KR:
22480