Morgunblaðið - 29.11.1980, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
• Hinn leikreyndi fyrirliði Vikings á tvíi erfið verkefni framundan. Á
sunnudagskvðldið ieiðir hann lið sitt á móti Val i íslandsmótinu i
handknattieik og næstkomandi miðvikudag mætir Páli ásamt félögum
sinum unKversku meisturunum i Evrópukeppninni i handknattleik.
„Getum vel unnið
ungverska liðið"
- segir Páll Björgvinsson
„Í»AÐ ER Vals að brjóta okkur
niður. En okkar að standa undir
nafni og haida si>fur>fönKu okkar
áfram. Við höfum nú leikið 22
ieiki í íslandsmótinu i hand-
knattleik án þess að tapa leik og
ætlum okkur að sjálfsögðu að
hækka þá tölu“ sagði fyririiði
Víkings er Mbl. ræddi við hann i
gærdag.
Víkingar eiga nú tvo erfiða leiki
framundan. Á sunnudagskvöld
leika þeir gegn Val í íslandsmót-
inu í handknattleik og næstkom-
andi miðvikudag mæta þeir ung-
versku meisturunum Tatabanya í
Laugardalshöll og hefjast báðir
þessir leikir kl. 20.00. Er Mbl.
spurði Pál út í möguleikana gegn
Ungverjunum sagði hann:
„Þetta ungverska lið er senni-
lega eitt sterkasta félagslið í
heiminum í dag. Leikmenn Ung-
verja búa yfir mikilli leiktækni
eru fljótir og góðir skot- og
gegnumbrotsmenn. Engu að síður
tel ég að okkar sterka lið geti
unnið hér á heimavelli með einu
til tveimur mörkum takist okkur
vel upp. Við erum í góðri æfingu
um þessar mundir og búum yfir
mikilli leikreynslu og með góðri
hjálp áhorfenda ætti okkur því að
takast vel upp.“ — þr.
Handknattleikur um helgina:
Valur - Víkingur
mætast á morgun
TVEIR leikir eru á dagskrá i 1.
deild karla i handknattieik um
helgina og fara þeir báðir fram i
Laugardalshollinni á morgun.
En þá eru fimm leikir í röð á
dagskrá i 1. deild karia og
kvenna. auk 2. deildar karla.
Fyrsti leikurinn hefst klukkan
14.00, en þá mætast Fylkir og
Haukar í 1. deild karla. Strax að
leik loknum mætast ÍR og HK í 2.
deild karla. Að þeim leik loknum,
eða um klukkan 17.15, leika Ár-
mann og Afturelding í 2. deild
karla. Þá verður dálítið hlé, en
síðan hefst gamanið að nýju og
klukkan 20.00 mætast Víkingur og
Valur í 1. deild karla. Að þeim leik
loknum, fer loks fram síðasti
leikurinn, Víkingur — FH í 1.
deild kvenna. Sem sagt nóg að
gera á sunnudag.
En í dag er aðeins einn ieikur á
döfinni. Sá leikur fer fram í
Hafnarfirði og er það viðureign
Hauka og Fram í 1. deild kvenna.
Norskt liö hefur
augastað á Guðmundi
og Sigurkarli
NORSKT lið. VEB, er nú á
höttunum eftir isienskum knatt-
spyrnumönnum. Lið þetta er i 2.
deild þar í landi og hefur ekki
farið með veggjum i ieit sinni að
islenskum ieikmönnum. Má þar
nefna, að liðið setti sig i samband
við iþróttasiðu Mbl. og spurði um
frammistöðu hinna og þessara
leikmanna á siðasta keppnistima-
bili. Þeir sem að félagið hafði
greinilega mestan áhuga á voru
þeir Guðmundur Þorbjörnsson
hjá Val og Sigurkarl Aðalsteins-
son, sem lék með Þrótti. Að sögn
talsmanna VEB, stóð til að ræða
við þessa pilta á næstunni með
næsta keppnistimabil fyrir aug-
um....
„Víkingar eicja góða
möguleika her heima“
- segir Jóhann Ingi
„VÍKINGAR eiga án nokkurs
vafa að skipa sterkasta félagsliði
á íslandi i dag. Bogdan Kowai-
czyk er ákaflega fær þjálfari og
hann hefur mótað mjög sterka
heiid. Ef Vikingar spila eðlilega
að getu og verði óhræddir — fara
með því hugarfari að allt sé að
vinna og engu að tapa þá eiga
þeir góða möguleika gegn Ung-
verjum,“ sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, fyrrum landsliðs-
þjálfari.
„Ungverjar hrepptu bronzið á
OL í Moskvu í sumar. Þeir eiga í
dag á að skipa einu af 4 sterkustu
félagsliðum heims og einnig
landsliöi. FH lék hér um árið
eftirminnilega leiki gegn ung-
verska liðinu Honved og ég er
sannfærður um, að viðureign Vík-
ings og Tatabanya verður hörku-
viðureign tveggja sterkra liða,“
sagði Jóhann Ingi ennfremur.
Valsmenn mæta UMFN
á mánudagskvöldið
EKKERT verður keppt í úrvals-
eildinni i körfuknattleik um helg-
ina, en á mánudagskvöldið dreg-
ur hins vegar til tiðinda. Þá fer
fram stórleikur i Laugardalshöll-
inni, er Valur og Njarðvik eigast
við. Lið UMFN er sem kunnugt
er enn án taps, en Valsmenn hafa
dregist nokkuð aftur úr. Víst er,
að tapi Valsmenn, eru möguleik-
ar þeirra á þvi að verja titil sinn
litlir og má þvi fastlega reikna
með hörkuleik þar sem ekkert
verður gefið eftir. Leikurinn
hefst klukkan 20.00.
Tveir leikir fara fram í 1.
deildinni. í Borgarnesi leika
Skallagrimur og ÍBK i dag
klukkan 14.00 og á morgun leika
i Hagaskólanum Fram og Þór.
Hefst leikur þeirra klukkan
14.00.
• Guðmundur Þorbjörnsson, Val.
Einkunnagjöfin
Lið Þróttar:
Kristinn Atlason 7
Sigurður Ragnarsson 6
Páll Ólafsson 6
Sigurður Sveinsson 9
ólafur H. Jónsson 6
Jón Viðar Jónsson 6
Magnús Margeirsson 7
Lárus Lárusson 6
Einar Sveinsson 6
Gísli Ásgeirsson 6
Lið KR:
Pétur Hjálmarsson 6
Konráð Jónsson 8
Haukur Geirmundsson 6
Haukur Ottesen 6
Björn Pétursson 6
Friðrik Þorbjörnsson 6
Jóhannes Stefánsson 6
Brynjar Kvaran 6
Þorvarður Guðmundsson 5
Körfuboltalið ÍBK
enn án taps í 1. deild
ÍBK sigraði Grindavik i 1. deild
íslandsmótsins i körfuknattleik i
fyrrakvöld, en leikurinn fór fram
i Keflavik. Lokatölur leiksins
urðu 95—73, eftir að staðan í
háifleik hafði verið 47—36. Þetta
var ágætur leikur hjá ÍBK, sem
hefur ekki tapað leik enn sem
komið er.
Stigahæstir hjá ÍBK voru Axel
með 22 stig, Read með 21 stig og
þeir Viðar og Einar með 14 stig
hvor. Stigahæstir hjá Grindavík
voru Hreinn með 19 stig, Ólafur og
Bandaríkjamaðurinn Fraswella
( HandKnalllelKur
STAÐAN
Staðan í 1. deildar-
keppninni í körfuknatt-
leik er nú þessi:
Fram 5 4 1 425-408 8
ÍBK 3 3 0 267-228 6
Þór 4 2 2 326-334 4
Borgarnes 5 1 4 401—422 2
UMFG 5 1 4 401-432 2
með 18 stig hvor.
S/þr.
Ef eitthvert íslenskt
lið á möguleika þá
er það Víkingur
- segir Axel Axelsson
„VÍKINGAR eiga á að skipa
sterkasta liðinu á íslandi i dag og
Ungverjar eru geysiskemmti-
legir.
Ég er sannfærður um, að
það verður enginn svikinn sem
fer i Höllina á miðvikudag — ef
eitthvert isienzkt lið á möguleika
gegn Tatabanya þá er það Vík-
ingur,“ sagði Axel Axelsson en
hann spiiaði nokkuð oft gegn
Tatabanya þegar hann iék með
liði sínu, Dankersen i V-Þýzka-
landi.
„Tatabanya er geysisterkt lið og
leikur mjög skemmtilegan hand-
knattleik. Hins vegar veit ég ekki
nákvæmlega hvernig liðið er nú.
Síðast þegar ég þekkti til, þá voru
3—4 leikmanna liðsins komnir
yfir þrítugt svo það kann að verða
Víkingum til framdráttar ef eitt-
hvað er,“ sagði Axel Axelsson
ennfremur.
'J
I
J