Morgunblaðið - 29.11.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
47
Torfi Magnússon átti góðan leik í gærkvöldi.
Enn tapar UMFL
EINN ieikur fór fram i úrvals-
deildinni i blaki í fyrrakvöld,
Framarar sóttu UMFL heim að
Laugarvatni og höfðu heim með
sér bæði stigin. Þetta var mikill
hörkuleikur og leika varð fimm
hrinur áður en að úrslit fengust.
Laugdælir unnu íyrstu hrinuna
örugglega 15—3 og var þar
sterklega byrjað. En allur vindur
var þar með úr UMFL i bili og
Fram vann næstu tvær hrinurn-
ar, 15-11 og 15-6. UMFL
jafnaði leikinn i fjórðu hrinunni
með því að sigra 15—5, en
úrslitahrinuna vann Fram á mun
öruggari hátt heldur en lokatal-
an 15—11 gefur til kynna. Má
geta þess. að Fram komst í 14 —2,
en UMFL sótti sig áður en yfir
lauk.
Einkunnagjðfln
Lið ÍR:
Kolbeinn Kristinsson 7
Sigmar Karlsson 5
Jón Jörundsson 4
Kristinn Jörundsson g
Jón Indriðason 4
Kristján Oddsson 4
Stefán Kristjánsson 4
Steinn Logi Björnsson 4
Lið KR:
Garðar Jóhannsson 7
Bjarni Jóhannesson 4
Jón Sigurðsson 7
Ágúst Líndal 7
Geir Þorsteinsson 5
Eiríkur Jóhannesson 4
Ásgeir Ilallgrimsson 4
Willum Þórsson 5
UMFN
Gunnar Þorvarðarson 7
Jónas Jóhannesson 6
Guðsteinn Ingimarsson 6
Valur Ingimundarson 8
Þorsteinn Bjarnason 5
Árni Lárusson 5
Sturla Örlygsson 5
Brynjar Sigmundsson 5
Júlíus Valgeirsson g
Lið Vals:
Kristján Ágústsson 7
Torfi Magnússon 7
Ríkharður Hrafnkelsson 6
Jóhannes Stefánsson 7
Jón Steingrímsson 4
Gylfi Þorláksson 4
Þórir Magnússon 6
Gústaf Gústafsson 4
Guðmundur Jóhannsson 3
Lið Ármanns:
Davið Arnar 5
Atli Arason 4
Valdemar Guðlaugsson 4
Kristján Rafnsson 4
Guðmundur Sigurðsson 4
Björn Christiansen 5
Hörður Arnarson 4
Hallgrimur Gunnarsson 4
ÍS:
Jón Oddsson 4
Bjarni Gunnar 6
Gísli Gíslason 5
Pétur Hansson 3
Þórarinn Sveinsson 3
Ingi Stefánsson 5
Jón Óskarsson 3
Árni Guðmundsson 5
Höfuðlaus her Armanns
var Val engin hindrun
VALSMENN voru ekki í vandræðum að tryggja sér sigur gegn
höfuðlausum her Ármanns í Hagaskólanum í gærkvöldi. Lokatölur
leiksins urðu 113—85, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 52—49
fyrir Val. Sem sagt stórsigur og ef Ármenningar ætla sér að fá fleiri
stig á mótinu, þarf að kippa stjórninni af bekknum i liðinn. Þvílík
della reið þar súðum, að ekki var furða að Valur ynni stórt.
Ármenningar bókstaflega sendu Val rauðan dregil að körfu sinni. En
nóg um það i bili.
Forsmekkurinn að því sem
koma skyldi frá Ármanni og
hernaðarsérfræðingum þeirra
kom strax í byrjun, er byrjunarlið
félagsins trítlaði inn á gólf. Eftir á
bekknum sátu menn eins og
Valdemar Guðlaugsson, Davíð Ó.
Arnar, Hörður Arnarson og
Kristján Rafnssop. Hefur Ár-
mann engin efni á áð halda slíkum
leikmönnum utan vallar. En þó
gekk þetta ekkert afleitlega fram-
an af, enda léku Valsmenn þá afar
illa. Jafnræði var allan fyrri
hálfleik og aðeins þriggja stiga
munur Val í hag í leikhléi.
En í síðari hálfleik sprakk allt
saman, Valsmenn skoruðu tíu stig
í röð og þar skildi með liðunum.
Lokatölur urðu sem áður segir
113—85 og verður ekki eytt fleiri
orðum í gang leiksins. Lið Vals
verður ekki dæmt af þessum leik,
því andstæðingurinn brotnaði al-
ValunArmann
113:85
gerlega. En Jóhannes Magnú§son
átti einn af sínum betri dögum og
Þórir bróðir átti spretti. Auk
þeirra voru þeir sterkir að venju,
Ríkharður, Torfi og Kristján. Mil-
ey var þokkalegur.
En Ármanns-liðið var sér kapít-
uli. Þar lék enginn af eðlilegri
getu. Stoðin mikla, James Breeler,
var þreyttur, skaut mikið og hitti
illa. Var hann um tíma í seinni
hálfleik hreinlega ekki með. Og
innáskiptingar Ármenninga voru
með óiíkindum og hvernig Ár-
menningar telja sig geta farið með
lykilmenn sína, er ótrúlegt. Áður
er getið byrjúnarliðsins. Þar vant-
aði fjóra bráðefnilega unga menn.
Síðan voru örar innáskiptingar og
á þann veg, að þessir umræddu
ungu menn komust aldrei inn í
leikinn svo heitið gat. Og þegar
þeir komu inn á, virtust þeir
þrúgaðir á taugum. Liðstjórn eins
og Ármenningar framkvæma
hana, er til lítils annars nýt, en að
brjóta niður sjálfstraust sumra
leikmanna liðsins. Ef að Ármenn-
ingar ættu betri leikmenn í her-
búðum sínum væri lítið við þessu
að segja, en það er það sem
Ármenningar hafa ekki, þ.e.a.s.
betri leikmenn.
Stig Ármanns: James Breeler
34, Davíð Arnar 12, Atli Arason
11, Björn Christiansen 10, Guð-
mundur Sigurðsson 6, Hallgrímur
Gunnarsson og Valdemar Guð-
laugsson 4 hvor og Kristján
Rafnsson 2 stig.
Stig Vals: Jóhannes Stefánsson
22, Torfi Magnússon og Kristján
Ágústsson 19 hvor, Brad Mil.ey 18,
Ríkharður Hrafnkelsson 17, Þórir
Magnússon 10, Gylfi Þorkelsson 4,
Jón Steingrímsson og Gústaf
Gústafsson 2 stig hvor. — gg
UMFN átti léttan dag
NJARÐVÍKINGAR unnu stóran
og fremur auðveldan sigur á
stúdentum i úrvalsdeildinni í
körfubolta á heimavelli í gær-
kveldi. Lokatölur leiksins urðu
119—75, eftir að 24 stiga munur
hafði verið í hálfleik, 61—47.
Úrslitin eru dæmigerð fyrir þann
getumun sem er á liðunum,
Njarðvíkingar voru í algjörum
sérflokki.
Og þótt Njarðvíkingar hafi
gengið sigurvissir til leiks, sýndu
þeir festu og ákveðni í leik sínum
allt frá upphafsmínútunum. Þeir
léku hraðan og skemmtilegan
körfubolta og gengu vel flestar
sóknir þeirra upp. Danny Shouse
var áberandi sem fyrr, skoraði alls
38 stig, þar af 29 í fyrri hálfleik,
en hann sat á bekknum mest allan
seinni hálfleik, er óreyndari menn
í Njarðvíkurliðinu fengu að
UMFN:ÍS
119:75
spreyta sig. Auk Dannys sýndu
þeir Valur Ingimundarson og Júlí-
us Valgeirsson skemmtilegan leik,
og Jónas Jóhannesson, Guðsteinn
Ingimarsson og Gunnar Þorvarð-
arson voru sterkir.
Njarðvíkingar voru á köflum,
einkum í fyrri hálfleik, sterkir í
vörn, og ef eitthvað var athuga-
vert við leik þerra var það van-
ræksla í vörninni. Þeir hefðu
getað komið í veg fyrir að stúd-
entar skoruðu 75 stig með meiri
ákveðni í vörninni allan leikinn.
Það er erfitt að fjalla um lið ÍS.
Það virtist aldrei ná sér atstrik, en
samt eru margir ágætir einstakl-
ingar í liðinu, einkum byrjunarlið-
inu, en skiptimenn eru ekki marg-
ir né sterkir. Og það segir sína
sögu að mark Coleman skorar yfir
40% af stigum liðsins. Það hlýtur
að verka illa að fá á sig svo stórt
tap, en vonandi er að tapið verði
frekar til að stappa stálinu í
stúdenta. Liðinu virðist henta
betur að leika rólegan körfubolta
en hraðan, því mikil ónákvæmni
var í sendingum þegar skyndiupp-
hlaup voru reynd eða hraðar
sóknir.
tS:
Mark Coleman 31, Jón Oddsson. 4, Bjarni
Gunnar 17, Gisli Gislason 6, Injfi Stefánsson
6, Árni Guðmundsson 11.
UMFN:
Danny Shouse 38. Gunnar Þorvarðsson 16,
Jónas Jóhannesson 10. Guðsteinn Invjimars-
son 6, Valur ln^imundarson 19. Þorsteinn
Bjarnason 5, Arni Lárusson 4, Sturla
örlygsson 4, Brynjar Sigmundsson 6, Július
Valgeirsson 11.
KA í engum vandræóum
KA VANN auöveldan sigur á Þór
i 2. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik á Akureyri i gærkvöldi.
Eftir að Þór hafði skorað tvö
fyrstu mörkin, svaraði KA með
fimm i röð og gaf liðið engann
höggstað á sér eftir það. Lokatöl-
ur leiksins urðu 23—16 KA í hag.
eftir að staðan i hálfleik hafði
verið 12-7.
Það var einkum og sér í lagi
stórleikur Gunnars Gíslasonar,
sem Þórsarar réðu ekkert við,
Gunnar skoraði tólf mörk og lagði
grunninn að stórsigri KA. En það
var einnig sterkari liðsheild KA
sem átti sinn þátt í hinum góða
sigri. KA-liðið er einfaldlega betra
lið en Þór um þessar mundir. Hjá
Þór bar enginn af nema ef vera
skyldi Ragnar markvörður, sem
stóð sig mjög bærilega í fyrri
hálfleik, en síðan ekki söguna
meir. Er best að hafa sem fæst orð
um Þórs-liðið, það lék illa að þessu
sinni.
Mörk KA: Gunnar Gíslason 12,
3 víti, Friðjón Jónsson 4, 1 víti,
Erlendur Hermannsson 3, Magnús
Birgisson 2, Þorleifur Ananíasson
og Guðmundur Guðmundsson eitt
hvor.
Mörk Þórs: Sigurður Sigurðsson
5, Benedikt Guðmundsson og Sig-
tryggur Guðlaugsson 3 hvor, Sig-
urður Pálsson 2, Guðmundur
Skarphéðinsson, Ragnar Sverris-
son og Árni Gunnarsson eitt hver.
sor./ — gg
Stuðningsmenn
Víkings í
handknattleik
HVATNINGARFUNDUR verður
haldinn í Félagsheimili Víkings
laugardaginn 29. nóvember kl.
14.00. Yfir kaffibolla leggjum við
á ráðin um hvernig við getum
náð markmiði okkar. Fjölmennið
og takið með ykkur gesti.
Sjáumst á leiknum á móti Val.
Arni Sveinsson
í atvinnumennsku?
Skagamaöurinn Árni Sveinsson
kunni að fara i atvinnu-
mennsku i knattspyrnu áður en
langt um iiður. Mbl. reyndi að
ná tali af Árna i gærkvöldi til
að fá staðfestingu á þessum
orðrómi, en það tókst ekki. En
Morgunblaðið telur sig hafa
áreiðaniegar heimildir fyrir því
að vissir aðiiar séu að kanna
jarðveginn hjá 1. deildar-liði i
Sviþjóð, auk þess sem þýski
umboðsmaðurinn Willy Reinke
sé að garfa í málinu meðai
þýskra og niðuricnskra liða.
Mbl. hefur það fyrir satt, að
Árni hafi mikinn hug á að reyna
fyrir sér ytra. Hann er ekki með
öllu ókunnur knattspyrnu á er-
lendri grund, hann lék m.a. um
tíma með hollenska liðinu Ex-
celsior, sem nú er í úrvalsdeild-
inni hollensku, en var þá i 1.
deild. Væntanlega skýrist mál
þetta á næstunni.
-gg-