Morgunblaðið - 29.11.1980, Page 48
^Síminn á afgreiöslunni er
83033
JHtrgunblnbib
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JRflreunblfltlib
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
Flugmenn ósammála
um sáttatillöguna
ATKVÆÐAGREIÐSLU fluKmanna-
félaeanna og FluKleiða um miðlun-
artillöKU i málefnum fluKmanna
lauk I K<»'r t>K Iúku niðurstöður
fyrir í KBerkvöld. Fór atkvæða-
Krciðslan á þann veK, að Félag
LoftleiðafluKmanna samþykkti til-
löKuna með yfirgna'fandi meiri-
hluta atkvæða, Flugleiðir sam-
þykktu tillöKuna. en Félag ísl.
atvinnufluKmanna hafnaði tillöK-
unni með miklum meirihluta at-
kvæða.
— Ég tel, að þessi niðurstaða sýni
vel, að hér hefur ekki verið farið bil
beggja, Loftleiðaflugmenn sam-
þykkja en ekki við og sýnir það að
hér hefur ekki tekizt að miðla
málum, sagði Kristján Egilsson
formaður Félags ísl. atvinnuflug-
manna í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi. Kvaðst hann að öðru leyti
ekki vilja ræða niðurstöðurnar eða
tillöguna.
Öllum flugmönnum Flugleiða hef-
ur verið sagt upp störfum frá næstu
mánaðamótum og þarf því fyrirtæk-
ið að ákveða hvernig endurráðning-
um verður hagað um helgina. For-
ráðamenn Flugleiða hafa boðað full-
trúa flugmannafélaganna á sinn
fund fyrir hádegi í dag, en í
gærkvöldi ræddu félagsmenn FÍA
stöðu mála.
Samið um sölu á
reyktri síld fyr-
ir rúman milljarð
SÖLUSTOFNUN lagmetis og Norð-
urstjarnan i Hafnarfirði gerðu
fyrir nokkru samning um sölu á
verulegu magni af reyktum síldar-
flökum til Bandaríkjanna á næsta
ári. Væntanlega verður um 3—4
milljónir dósa að ræða og áætlað
útflutninsgverðmæti er rúmlega
elnn milljarður króna, en í samn-
ingnum náðist um 10% meðaltals-
hækkun.
Óvenjulegt er, að slíkir samningar
séu gerðir svo snemma, en það
auðveldar hráefnisöflun og eykur
hagkvæmni í rekstri. Stærsti kaup-
andinn er fyrirtækið Chr. Bjelland,
sem selur undir vörumerkinu King
Oscar, en talsverður hluti þessa
samnings verður seldur undir vöru-
merki SL, þ.e. Iceland Water. Þá eru
verulegar líkur taldar á því að
fyrirtækið muni setja á Bandaríkja-
markað á næsta ári fleiri vöruteg-
undir frá Islandi en það áður hefur
gert.
Um helmingur þess, sem Banda-
ríkjamenn neyta árlega af „kippers"
eða reyktum sílJarflökum, er fram-
leitt hér á landi og ráða íslendingar
dýrasta hluta þessa markaðar. Sam-
keppnin við Kanadamenn er þó
mjög hörð á þessu sviði eins og svo
víða annars staðar. Sá samningur,
sem nú hefur verið gerður er um
svipað magn og Norðurstjarnan
framleiddi í ár fyrir Bandaríkja-
markað.
FYRSTA skóflustunga að nýjum grunnskóla i Vestmannaeyjum
var tekin sl. laugardag, en skólinn á að rúma um 750 börn
fullbúinn. Skólinn er staðsettur í nýju byggðinni vestur í Hrauni.
Áætlað er að skólinn verði byggður i fjórum áföngum og þarna
var tekin skóflustunga að þeim fyrsta sem er um 1200 fermetrar
og á að vera tilhúinn í byrjun skólaárs 1981. Væntanlegir
nemendur i skólanum tóku fyrstu skóflustunguna.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir
Skipstjórarn-
ir vopnaðir
í siglingum
til Nígeríu
SKIPSTJÓRARNIR á Háafossi
og Laxfossi, sem þessa dagana
eru í Nígeríu, fóru á fund
Bjarka Eliassonar, yfirlög-
regluþjóns, áður en þeir létu úr
höfn og fengu í hendur
skammbyssur að láni. Ástæða
þess, að skipstjórarnir voru
vopnaðir er ótti við bófaflokka
i Nígeríu, sem hafa ráðist um
borð í skip og m.a. létu tveir
skipverjar á dönsku skipi lífið i
átökum við slíkan flokk fyrir
tveimur árum.
Nú nýlega hefur ekki verið
tilkynnt um slíkar árásir, en í
öryggisskyni þótti rétt að vopna
skipstjórana. Auk þess að hafa
eina skammbyssu hvor, er
haglabyssa um borð í öðru
skipinu en lítill rifill í hinu.
Yfirmenn á öðrum skipum Eim-
skipafélagsins eru ekki vopnaðir
og íslenzk farskip eru það yfir-
leitt ekki. Þess má geta að
Laxfoss kom til Nígeríu um
síðustu helgi, en Háifoss hefur
verið þar í um mánuð og lauk
losun á skreið í Lagos í fyrra-
dag.
Verðlagsgrundvöllur sexmannanefndarinnar tilbúinn:
20% hækkun búvöruverðs
- æskilegt aö mæta hækkunum á búvörum með auknum
niöurgreiðslum, segir Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra
ÁSKRIFTAR-, lausasolu- og
auglýsingaverð Morgunblaðs-
ins hækkar frá og með 1.
desember nk.
Mánaðaráskrift verður þá
kr. 7.000, lausasöluverð kr.
350 eintakið. Grunnverð aug-
lýsinga kr. 4.200 pr. eindálka-
sentimetra.
SEX manna nefndin hefur sent
ríkisstjórninni niðurstöður sínar
um hækkun verðlagsgrundvallar
landbúnaðarins. sem er um 14%,
en það þýðir allt að 20% hækkun
útsöluverðs búvara að óbreyttum
niðurgreiðslum. Pálmi Jónsson,
landbúnaðarráðherra. sagði i
samtali við Mbl. i gærkvöldi, að
hann teldi æskilegt að mæta
hækkunum á búvöru með aukn-
um niðurgreiðslum. en málið
hefði aðeins verið kynnt í ríkis-
stjórninni og yrði rætt frekar á
ríkisstjórnarfundi síðdegis á
mánudaginn. Pálmi sagði því
Ijóst, að nýtt búvöruverð gæti
ekki tekið gildi 1. desember, en
vonandi liðu ekki allt of margir
dagar af desembermánuði áður
en nýja verðið kæmi.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér í gær hækkar
launaliður búvörugrundvallarins
um 21%; 10,6% vegna kjarasamn-
inganna frá 27. október og ofan á
það kemur 9,52% vísitöluhækkun
1. desember. Launaliðurinn mun
vera um 47% í búvörugrundvellin-
um, en meðaltalshækkun annarra
liða er um 8%.
Pálmi Jónsson sagði ríkisstjórn-
ina stefna að því að niðurgreiðslur
yrðu fast hlutfall af útsöiuverði
búvara, en menn hefðu veigrað sér
Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins:
Um 300 manns eiga
rétt til fundarsetu
FLOKKSRÁÐS- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins verður
haldin nú um helgina, og hefst hún klukkan 10 árdegis i dag með ræðu
formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar. Að sögn
Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra flokksins eiga um 300
manns rétt til setu á ráðstefnunni, hvaðanæva að af landinu. Helstu
mál ráðstefnunnar, auk almennra umræðna um stjórnmálaviðhorfið,
verða kjördæmamálið og kosningalöggjöfin, og rætt verður um efnið
ísland til aldamóta.
Að lokinni ræðu formanns í dag,
verður kjörin stjórnmálanefnd.
Eftir hádegi hefst ráðstefnan svo
aftur með ræðum alþingismann-
anna Matthíasar Bjarnasonar og
Matthíasar Á. Mathiesens um
kjördæmaskipan og kosninga-
löggjöfina. Þá mun Kjartan Gunn-
arsson framkvæmdastjóri flytja
ræðu um val frambjóðenda og
prófkjör. Að því loknu mun svo dr.
Gunnar G. Schram mæla fyrir
álitsgerð starfshóps um efnið „ís-
land til aldamóta" og að því loknu
verða almennar umræður.
Á sunnudag hefst ráðstefnan
með því að starfshópar vinna að
stjórnmálaályktun um kosninga-
löggjöf, kjördæmaskipan og val
frambjóðenda, og ennfremur
starfar starfshópur að efninu ís-
land til aldamóta. Eftir hádegið
verða síðan almennar umræður og
afgreiðsla nefndaálita og stjórn-
málayfirlýsingar.
Ráðstefnan hefst sem fyrr segir
í dag klukkan 10 og verður hún
haldin að Hótel Esju. í gær var
haldinn sérstakur fundur í Valhöll
með formönnum hinna ýmsu
sjálfstæðisfélaga á landinu, og
sóttu þann fund um 50 formenn.
Þar var einkum rætt um skipulag
og innra starf Sjálfstæðisflokks-
ins.
Flokksráðs- og formannaráð-
stefna Sjálfstæðisflokksins verður
ekki opin fjölmiðlum, samkvæmt
einróma samþykkt miðstjórnar
síðdegis í gær, að því er Kjartan
Gunnarsson framkvæmdastjóri
tjáði Morgunblaðinu.
Ætla að rækta
rauðsprettu í
Kelduhverfi
FYRIRHUGAÐ er að byrja til-
raunir með rauðspretturækt I
Lóni i Kelduhverfi næsta sumar.
Það eru Fiskifélag íslands og
Hafrannsóknastofnun, sem ætla
að gera þessar tilraunir.
Ingimar Jóhannsson, fiski-
fræðingur hjá Fiskifélaginu,
sagði í gær, að fyrir allmörgum
árum hefði verið talsvert um
rauðsprettu í lóninu og bændur í
nágrenninu hefðu veitt ágætlega.
Brimið hefði kastað seiðum yfir
sjávarkambinn inn í lónið og þar
hefði rauðsprettan lifað góðu lífi.
Með breyttum staðháttum hefði
náttúran hætt þessum seiða-
flutningum. Aðalsteinn Sigurðs-
son fiskifræðingur kannaði rauð-
sprettuna þarna á sínum tíma og
komst þá m.a. að því, að vaxtar-
hraði rauðsprettunnar þarna var
um helmingi hraðari en t.d. í
Faxaflóa.
Sagði Ingimar að næsta sumar
væri ætlunin að safna kolaseið-
um fyrir utan Lón og koma þeim
innfyrir, líkt og náttúruöflin
gerðu í eina tíð. Hann sagði að
menn væru spenntir að sjá
hvernig til tækist. Ekki væri þó
verið að hugsa um meiri háttar
atvinnurekstur, heldur aðeins
svolítið forvitnilega tilraun.
við að stíga skrefið til fulls. Hann
kvaðst þeirrar skoðunar, að aukn-
ar niðurgreiðslur á vörum í upp-
hafi verðlagstímabils ættu að
koma jafnharðan inn í vísitöluút-
reikninga og væri slíkt fyrirkomu-
lag forsenda þess að framan-
greindu stefnumiði ríkisstjórnar-
innar yrði náð. Pálmi kvaðst
þegar hafa gert ráðstafanir til að
kannað yrði, hvernig niður-
greiðsluliðurinn stæði og horfur á
því, hvernig fjárlagaliðurinn ent-
ist til áramóta. Sagðist hann vona,
að niðurstöður lægju fyrir eftir
helgina og ríkisstjórnin gæti í
framhaldi af því tekið ákvörðun
um tilhögun niðurgreiðslna í sam-
bandi við nýtt búvöruverð.
Mokveiði hjá
loðnuskipunum
EFTIR mikla tregðu í 10 daga
kom góður kippur í loðnuveið-
arnar i fyrrinótt og „kom þá
mjög sterk veiðihrota“ eins og
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd orðaði það. Ellefu skip
voru á miðunum og fylltu 10
þeirra sig yfir nóttina, en 11.
skipið vantaði litilræði til að ná
fullfermi. 10 skip tilkynntu
Loðnunefnd þvi um afla. samtals
10.540 lestir.
Aflinn fékkst á Kolbeinseyjar-
svæðinu, 70-80 mílur norður af
Siglufirði, en þar veiddist mikið af
loðnu í fyrrahaust. Þarna virtist
vera mikið af loðnu og var loðnan
stærri heldur en sú sem fengizt
hefur undanfarið. Flest skipanna
fóru til Siglufjarðar og var áætlað
að landa þar um 7 þúsund tonnum.
Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu-
nefnd um afla: Júpiter 1250, Hrafn
650, Gígja 730, Hilmir 1350,
Rauðsey 580, Náttfari 530, Eld-
borg 1600, Óli óskars 1370, Sig-
urður 1400, Bjarni Ólafsson 1080.