Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 17 tíma (á sama tíma á hverjum degi), og fara á fætur þegar hún hringir, án tillits til þess hve lengi þú hefur sofið. Reyndu að fara í háttinn á sama tíma á hverju kvöldi, virka daga a.m.k., og forðastu að fá þér blund á daginn. Líklegt er að fyrstu dagana finnist þér að þú hafi sofið of lítið og sért dauðþreyttur að morgni. Best er að hafa ekki of miklar áhyggjur af því og líta á þessi óþægindi sem afleiðingu fyrri óreglu. Reyndu þetta í tvær til þrjár vikur og taktu eftir því hvort svefninn verður ekki reglulegri. II. BEITING ÍMYNDUNAR- AFLSINS Gott ráð gegn svefnleysi er notk- un ímyndunaraflsins. Hér á eftir fylgja leiðbeiningar í því efni. Imyndaðu þér umhverfi eða staði þar sem er ró og næði, til dæmis: ... að þú sért i ánægjulegri helgar- ferð með fjölskyldunni ... að liggja á árbakka, horfa á himininn og hlusta á nið árinn- ar ... að horfa á fjall eða jökul í fjarska ... að sitja í heita pottinum í sundlaugunum Mörgum finnst það róandi að ímynda sér vatn, ár og læki, stöðuvötn eða eitthvað slíkt. Lok- aðu augunum og ímyndaðu þér þessa staði, ilm gróðursins, fugla- söng, árnið o.s.frv. Reyndu að ímynda þér staðhættina svo vel að þér finnist þú vera staddur þar. Því meira valdi sem þú nærð á slökun og ímyndun, þeim mun líklegra er að hugurinn taki á rás þegar slaknar á vöðvunum. Réttast er að lofa huganum að reika að vild. Flestir kannast við dagdrauma, en þeim svipar mjög til þess ástands sem hér var lýst. Algengt er að fólk óttist að gefa huganum lausan tauminn. Þegar svo stendur á er ráðlegt að venja sig fyrst við slíkt hugarástand með dagdraumum. Það er oft svæfandi að leyfa huganum að reika að vild, en við þurfum að forðast hugsanir um störf og kvíða líðandi stundar. Mörgum er minnisstætt hve'rnig þeir voru svæfðir með sögum eða vísum þegar þeir voru börn, og hvernig ímyndunaraflið tók á rás inn í land svefns og drauma. ímyndaðu þér, eða láttu þig dreyma um, hvað þú myndir kaupa þér ef þú fengir stóran happdrættisvinn- ing, eða hvernig þú myndir innrétta íbúðina ef þú ættir nóg af pening- um. III. EKKI FARA MEÐ ÁHYGGJ- URNAR í RÚMIÐ Athugaðu hvað þú ert að hugsa um þegar þú byltir þér og ert að reyna að sofna. Ertu þá að hugsa um fjárhagsvandræði, samskipta- erfiðleika, vandamál í skólanum eða vinnunni? Því miður kemur það stundum fyrir að óleyst verk- efni dagsins séu geymd þangað til um hægist, þegar við erum að reyna að festa blund. Þráhugsun eykur oft kvíða. í stað þess að tönnlast á sömu hugsununum skaltu ákveða að gefa þér fimm til tíu mínútur til um- hugsunar. Hafðu augun opin og hugsaðu um vandamálin í sínu rétta samhengi. Best er að viður- kenna tilvist þeirra og slá frekar úrlausnunum á frest. Hugsaðu eitt- hvað á þessa leið: „Ég redda þessum víxli ... á morgun." Reyndu að hugsa jákvætt og hindr- aðu frekari þráhugsun. Segðu við sjálfan þig t.d.: „Það stoðar ekkert að hafa áhyggjur af þessu, ég finn einhver ráð.“ Ekki nota þessar mínútur til þess að leysa vanda- málin, heldur til að raða þeim skipulega til úrlausnar næsta dag. Eftir tæpar tíu mínútur skaltu hætta þessum undirbúningi fyrir svefninn. Því næst er oft gott að skrifa minnisatriðin niður á blað. Síðan skaltu beita kerfisbundinni slökun* og/eða ímynda þér rólegt og kyrrlátt umhverfi, til að hjálpa þér að sofna. Ef óvissa næsta dags sækir enn á hugann, og gerir þér erfitt fyrir við slökunina, þá skaltu aftur beina athyglinni að því að skipuleggja næsta dag, svo þú sért betur undir amstur dagsins búinn, en láttu svo þar við sitja. IV. EIGI HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ LIGGJA ANDVAKA Hugsun eins og: „Ég verð að sofa í nótt“ eykur kvíðann og gerir þér erfiðara fyrir að sofna. Reynirðu að þvinga þig til að sofna, endarðu með því að spenna þig upp; þér finnst þú vera kvíðinn og yfirbug- aður. Til að stýra hjá þess konar kvíða skaltu reyna að gera ekki of miklar kröfur um að festa strax svefninn. Leggstu bara fyrir og reyndu að láta ekki truflanir umhverfisins hafa áhrif á þig. Beittu kerfisbund- inni slökun til að minnka spennu, svo að svefninn geti sótt að þér. Ef þú sofnar er það ágætt, en náir þú ekki að sofna gerir það ekkert til. Hafðu hugfast að það tekur tíma að venja sig af slæmum svefnvenj- um og að þú mátt búast við vökum fyrst í stað þegar þú byrjar að beita þessum ráðum. Það hefur komið fyrir oft áður að þú hefur legið andvaka, án þess að bíða verulegt tjón af. Óttinn við að sofa illa í nótt leiðir einungis til aukins kvíða, sem eyðileggur svefninn. Forðastu þennan vítahring. Það eina sem þú þarfi að gera er að leyfa slökuninni að breiðast út um líkamann án þess að reyna að neyða þig í svefn. Það er ekki svo skelfilegt að ná ekki fullum svefni. Getirðu sigrast á kvíðanum, sem er samfara baráttunni við svefnleys- ið, er björninn unninn. s • Kerfisbundin slökun er oft kennd við upphafsmann sinn, Jacobsan. Slökunaraðferö þessi er í grundvallaratri|ium í því fólgin að fara á kerfisbundinn hátt#yfir vöÖva líkamans og spenna þá fyrst en slaka síðan á þeim. Á þessari aðferð hafa miklar rannsóknir verið gerðar og sýna þœr fram á að hún gefur góða raun. Mikilsvert er að hún sé aðeins lærð undir handleiðslu fagfólks sem fengið hefur viðeigandi þjálfun í kennslu þessarar slökun- ar. Ef þú liggur andvaka og byltir þér í sífellu, er best að fara fram úr. í hvert sinn sem þú snýrð þér á hina hliðina, eykur þú aðeins kvíð- ann sem gerir þér enn erfiðara fyrir að sofna. Rjúfðu þennan vítahring. Farðu út á svalir og teygaðu næturloftið, gerðu kerfisbundnar slökunaræf- ingar, lestu eða fáðu þér hunangs- drykk. Farðu aftur í rúmið og notaðu kerfisbundna slökun til að hjálpa þér að sofna. Lofaðu von- leysi ekki að ná tökum á þér, það sem þú þarft að gera er að læra að sofna á eðlilegan hátt. SVEFN: HVÍLD EÐA STJÓRN- LEYSI? Það er mikilsvert að gera sér grein fyrir því að margir þeirra sem þjást af svefnleysi hræðast beinlínis svefninn vegna samspils svefns og ótta; óttast svefnleysið. Hvað gerir þú áður en þú leggst til svefns? Athugar þú hvað eftir annað hvort öllum gluggum hafi verið lokað, hvort örugglega hafi verið slökkt á öllum ljósum, hvort börnin séu sofandi o.s.frv.? Ligg- urðu andvaka og hefur áhyggjur af því hvort útidyrahurðin sé örugg- lega læst? Áttu erfitt með að sofna ef sonurinn eða dóttirin koma seint heim eða eitthvert barnanna er veikt? Ef þér finnst að þessar spurningar höfði til þín, þá ert þú sennilega einn þeirra sem hafa ýkta þörf fyrir að vera á varðbergi, hafa allt í röð og reglu og eiga erfitt með að sætta sig við að kunna ekki ráð við öllu sem upp kann að koma. Fólk með þessa eftirlitsþörf hugsar oft undir niðri: ... ég verð að hafa stjórn á öllu, annars fer allt í vaskinn ... áður en ég sofna verð ég að vera viðbúinn öllu sem úrskeið- is getur farið Þessum vanda má mæta m.a. með þeim aðferðum sem bent var á hér að framan. Epictetus sagði eitthvað á þá leið að það sem ruglaði menn í ríminu væru ekki atburðir heldur mat manna á atburðunum. Mótsögn svefnleysingjans er sú að honum finnst hann verði að sofa en óttast að sofna. Hann hefur á sér andvara alla nóttina, en til hvers? Þetta viðheldur vítahring svefnleysisins. Ráð til bóta í meðfylgjandi grein er rætt um hvernig ná má valdi á svefnleysi. Hér eru talln upp helstu atriöin. Rétt er að nota fyrst ráö 1—5 f tvær vikur, en skili þau ekki árangri skal reyna ráð 6—10 í tvær vikur. Ef ekki miöar sem skyldi er ástæöa til að leita aöstoöar fagfólks. 1. Skipuleggja daginn. 2. Hætta aö fi sér smáblund á daginn. 3. Neyta ekki gosdrykkja sem koffein er í, kaffis, tes, áfengis, tóbaks eöa örvandi lyfja eftir kvöldmat. 4. Stunda líkamsrækt á hverjum degi. 5. Fá sér heitan hunangsdrykk og brauðsneið (annars staöar en í svefnherberginu) áöur en háttaö er. 6. Leggjast ekki til svefns nema maður sé syfjaöur. 7. Reyna aö tengja ekki rúmið ööru athæfi en svefni, t.d. ekki áleitnum hugsunum, lestri, krossgátum, sjónvarpi eöa áti. S. Þegar þú ferö í háttinn á kvöldin þá skaltu stilla vekjaraklukkuna og láta hana vekja þig á eölilegum fótaferðartima (á sama tíma á hverjum degi) og fara á fætur þegar hún hringir án tillits til þess hve lengi þú hefur sofiö. 9. Sé erfitt aö festa blund er rétt aö fara fram úr og út úr svefnherberginu, vera á fótum eins lengi og mann lystir en fara síðan inn í svefnherbergið til aö sofa. Enda þótt foröast beri að fylgjast meö hvaö tímanum líöi er áríöandi aö fara fljótlega fram úr, gangi erfiölega aö sofna. Haföu hugfast aö markmiöið er aö tengja rúmiö því aö sofna strax og lagat er til svefns. Liggír þú vakandi 10 mínútum eftir aö þú hallar höföi gefur þaö til kynna aö þú fylgir ekki þessum ráöum sem skyldi. 10. Ef maöur á enn erfitt meö aö sofna ber aö endurtaka liö 9 eins oft og nauðsyn krefur. Einn komst til manns SKÍRNIR. Tímarit Hins islenska bók- menntafélags. 154. ár. Ritstjóri: Ólafur Jónsson. Reykjavik 1980. Eflaust verður það sagt að Skírnir nái yfir fremur þröngt svið að þessu sinni, hann fjallar nær eingöngu um leikritun og leiklist. Ekki get ég samt séð að jætta sé galli á Skírni, en að því má finna að höfundarnir hafi of líkar skoðanir á leiklist, að mestu samhljóma kór komi fram í ritinu. Ég undanskil Svein Einarsson sem skrifar Um leikstjórn. Margt eiga þeir aftur á móti sameiginlegt Jón Viðar Jónsson, Páll Baldvin Bald- vinsson og Ólafur Jónsson. En hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á því sem upp úr jæim þremenningum veltur verður því ekki neitað að þeir freista þess að rökstyðja mál sitt og hafa síður en svo kastað höndunum til rit- gerða sinna. Jón Viðar Jónsson þykir víst ekki mikill húmoristi í skrifum sínum. Þau eru yfirleitt löng og ítarleg og alvörugefin í meira lagi. í ritgerðinni, Loftur á leiksviðinu sem ber undirtitilinn Galdra- Loftur Jóhanns Sigurjónssonar í íslensku leikhúsi og er upphaflega prófritgerð í leikhúsfræðum, fjall- ar Jón Viðar um ýmsar túlkanir á Lofti. Einkum styðst hann við það sem þeir Gunnar Eyjólfsson og Arnar Jónsson hafa að segja um hlutverk Lofts, en Gunnar hefur leikið Loft tvisvar (1948 og 1967), en Arnar einu sinni (1%8). Það verður að teljast meira en lítið hæpið að skrifa um leiktúlk- anir sem maður þekkir aðeins af afspurn eins og raunin er hvað varðar Jón Viðar Jónsson. Hann verður að byggja mat sitt að mestu á blaðaskrifum og frásögn- um annarra. Sýning Leiksmiðjunnar á Galdra-Lofti 1%8 sem átti að vera andóf gegn hefðbundnum aðferð- um við túlkun leikritsins er Jóni Viðari ofarlega í huga, enda hefur hann drukkið í sig skýringar þeirra Arnars Jónssonar og Þór- hildar Þorleifsdóttur á sýning- unni. Tilgangur þeirra mun hafa verið að gera Loft mannlegan, en alls ekki þann afburðamann sem birtist hjá Gunnari Eyjólfssyni. Jón Viðar gefur í skyn að Gunnar hafi reynt að fá áhorfendur til að fyllast aðdáun á hinum volduga einstaklingi Lofti, en telur að slíkt sé ekki í samræmi við „þá kristi- legu lífsskoðun sem kemur víða fram hjá Gunnari". Það eru semsagt móralskir kvarðar á lofti hjá Jóni Viðari Jónssyni og ekkert við því að segja. Og þú skalt sofa í hundrað ár heitir ritgerð eftir Pál Baldvin Baldvinsson og segir frá revíum í Reykjavík. Páll Baldvin er helst á því að revían sé vopn í höndum borgarastéttarinnar vegna þess að hún breiðir yfir það sem miður fer: „Hún kyndir undir fordóma í stað þess að eyða þeim". Aftur á móti eru revíuhöfundar byltingar- seggir með hliðsjón af skilgrein- ingu Dario Fos um frelsunargildi skopgervingar borgaranna, þ.e.a.s. frelsið í hlátrinum. Líklega hefur Páll Baldvin rétt fyrir sér í því að margar revíurnar eru í eðli sínu íhaldssamar og ádeila þeirra marklítil. ólafur Jónsson ritstjóri Skírnis. Ritgerð Ólafs Jónssonar Leikrit og leikhús. Um íslenska leikrita- gerð eftir 1950 er svo viðamikil að henni verða varla gerð skil í stuttri umsögn. Ég á engu að síður erfitt með að skilja hve miklu púðri Ólafur eyðir í íslenska leikritahöfunda þegar þess er gætt að „í rauninni hefur ekki nema einn höfundur, Jökull Jakobsson, enn í dag farið heilan höfundar- feril, komist til manns, ef svo má segja, í leikhúsinu," svo að stuðst sé við orð Ólafs sjálfs. Gaman hef ég af þeirri tilgátu Ólafs að leikrit Halldórs Laxness séu „líkastil djarflegasta tilraun til formlegrar nýsköpunar í leik- ritum sem hér hefur verið gerð; en Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON að öðru leyti hefur nýstefna, módernismi í leikritagerð að svo komnu varla orðið meira en til- hlaup, tilraunir." Eins og Ólafur bendir á er mikið um raunsæilega frásagnarhefð í íslenskri leikritun, öðru nafni bók- menntalega leikhefð. Hann telur að leikhúsið þurfi að brjóta af sér fjötra þessara hefðar, en leik- skáldið þurfi að vera „heimamað- ur í leikhúsinu“. Án leikskáldsins komist leikhúsið ekki af. Sveinn Einarsson er eins og ljóst ætti að vera bjartsýni um framtíð íslensks leikhúss. Þetta kemur greinilega fram í erindi hans Um leikstjórn. Sveinn segir: „Ég hygg að það sé nær sanni, að íslenskt leikhús hafi aldrei fyrr búið yfir jafn miklu listrænu áræði, sjálfstæðum frumleika og sköpunarkrafti." Sveinn telur að leikstjórarnir eigi hlut að máli hvað snertir eflingu íslenskrar leikritunar og er auðvelt að vera honum sam- mála um það. Ekki síst má hafa gagn af samanburði Sveins á hinum ýmsu leikstjórum og að- ferðum þeirra, en erindið er fyrst og fremst uppörvandi lestur fyrir það hve gagnsýrt það er gleði leikhúsmannsins sem er jákvæður í viðhorfum sínum þótt vissu aðhaldi sé ekki gleymt. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.