Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981 23 Blaðamenn Sunday Times gera óskalista Lundúnum, 16. janúar. AP. Útgáfustjórn Lundúna- blaðsins The Sunday Times lét í dag blaðamenn blaðsins hafa seðla með nöf num þeirra fimm aðila, sem hugsanlega munu kaupa blaðið og áttu þeir að skrifa nafn þess aðila sem þeir kjósa helst að taki við blaðinu. The Sunday Times hefur verið til sölu síðan í október síðastliðnum. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið er Rupert Murdoch, en hann á blöðin News of the World og The Sun, James Goldsmith, eigandi Now og franska blaðsins L'Express, Robert Maxwell, eigandi Perga- mon-útgáfufyrirtækisins og Rothermere lávarður, stjórnar- formaður Associated Newspap- ers, en sú samsteypa gefur m.a. út The Daily Mail. Veður víða um heim Akuroyn 1? halfskyiað Amsterdam 4 skýjað Aþena 14 skýjað Berlín -1 skýjað BrUssol 5 heiöskirt Chicago -2 skýjaö Feneyiar 6 heiðskírt Frankfurt 3 snjókoma Færoyiar -3 alský|að Gonf 1 hoiðskírt Helsinki 0 sniókoma Jerusalom 15 skýjaö Jóhannosarb. 29 heiðskirt Kaupmannahöfn 2 hoiðskirt Las Palmas 17 skýjað Lissabon 10 skyjað London 5 snjókoma Lo» Angelea 23 skýjað Madrid 12 skýiað Malaga 16 léttskýiað Mallorka 13 skýjað Miami 23 skýjað Moskva 2 skýiað Mbw Yorfc -1 snjokoma Oslo -2 hoiðskirt París 6 skýjáö Reykiavík -5 snjókoma Rió de Janeiro 33 skýiað Rómaborg 8 heiöskirt Stokkhólmur 6 skýjað Tel Aviv 21 skýiað Tókýó 8 heiðskírt Vencouver 4 skýjað Vinarborg 6 skýiað á eftir. Einn þessara' manna bug- aðist í yfirheyrslum og tjáði lög- reglunni frá dreifingarkerfi og leiddi það til þess að 20 þúsund eintök af Biblíunni voru gerð upptæk. Hins vegar neitaði einn Rúménanna að hafa í nokkru samstarf við lögreglu eða gefa upplýsingar. Honum var mis- þyrmt svo hrottalega að hann beið bana. Þá skýrði Fritzon frá því, að skömmu síðar hefðu drukknir lögreglumenn ráðist inn í íbúð Pavel nokkurs Crisan í bænum Pluj en hann hefur aðstoðað við dreifingu Biblíunnar. Hann neit- aði að svara spurningum lögreglu- manna og var honum misþyrmt. Nágrannar hans reyndu að koma honum til aðstoðar en þá mættu lögreglumenn á staðinn og hindr- uðu það. Fritzon sagði, að nú væru sjö manns í varðhaldi í Rúmeníu og yrðu þeir leiddir fyrir rétt innan skamms fyrir að dreifa Biblíunni. Þetta er óskastarf Erik Sönderholm, forstöðu- maður Norræna hússins, og Traute kona hans eru á förum héðan eftir fjögurra og hálfs árs starf f þágu norrænnar menn- ingar á lslandi. — Venjan er sú að forstöðumaður sé hér i f jögur ár, segir Erik Sönderholm er fréttamaður Mbl. litur inn til hans. — Ég fékk framlengingu um hálft ár, þvi Inger dóttir okkar var að Ijúka stúdentsprófi i Menntaskólanum við Hamra- hlið nú fyrir jólin og víð vildum biða eftir henni. Það kemur því fram í upphafi samtalsins að börnin þeirra tvö eru bæði fædd á íslandi, Martin 1956 og Inger 1962, þegar Erik yar sendikennari við Háskóla íslands. En samtals hefur hann dvalið á íslandi um helming af starfsæfi sinni eftir að námi lauk. Hver voru þá tildrög þess að Daninn Erik Sönderholm átti eftir að tengjast svo íslandi? — Kannski mest tilviljun, seg- ir hann. Ég kom hér fyrst sem stúdent á sumarnámskeið og fannst það fjarska skemmtilegt. Svo sá ég seinna auglýsingu um sendikennarastöðu við Háskól- ann, sótti um af rælni og fékk hana. Ætlaði þá bara að vera í 3 ár, en þau urðu 7 og hálft í það sinn. Þá fór Erik Sönderholm heim og gerðist lektor í norræn- um bókmenntum við Hafnar- háskóla. Fékk svo leyfi þaðan til að veita forstöðu Norræna hús- inu. Hann tekur því aftur til þar sem frá var horfið og byrjar að kennar aftur við Hafnarháskóla núna í febrúar. Kona hans, Traute, sem er tónlistarkennari, gat aftur á móti ekki haldið sinni stöðu meðan á íslandsdvölinni — segir Erik Sönderholm, forstöðumaður Norræna hússins, sem er á förum gaman að geta beðið Vagn Halm- bo, sem var búinn að vera hér, um að semja kórverk við íslenzkan texta eftir Halldór Laxness. Hamrahlíðarkórinn æfði það og flutti, og einnig frumflutti kórinn verk Jóns Nordals. Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að fá að reyna það, sem einungis út- varp og heilar stofnanir einar gera venjulega. Hvaða einstakl- ingur getur fengið svona tækifæri annars staðar? Þetta er því óskastarf. — Mér hefur þótt ákaflega vænt um að geta gert átak í tónlistarmálunum, og byggja hér upp músikbókasafn við Norræna húsið, sem ekki var til áður. Þá getur kammermúsikfólk og ein- leikarar komið hér og séð hvað er til af Norðurlandaefni fyrir viss hljóðfæri eða hljómsveitir og skoðað það og notað. Og fólk hefur aðgang að músikbókum. — Hefur þér sem sagt þótt ánægjulegast að fást við tónlist- ina? — Auðvitað var skemmtilegast að undirbúa þessar stærri hátíð- ir, eins og listahátíðina og afmæl- isvikuna, sem er verið að flytja um þessar mundir. Sigríður Ella var fyrst með tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi, þrátt fyrir slæmt veður. Þá verður strengja- kvartett frá Danmörku með ingarnar einar á lítilli sýningu, eins og Munch sýningin er með 7 málverkum og 30 grafíkblöðum, fer upp í 10 milljónir norskra króna. Mér finnst það vera röng stefna listasafna að þau virðast líta á það sem einhvers konar stöðutákn að fá verk sín sem hæst tryggð. Það er hvort eð er ekki hægt að bæta slík sígild verk, ef flugvél ferst með þau eða skip sekkur. — En þið hafið þá sýnt í anddyrinu? — Já, ég byrjaði á því að hafa grafiksýningar á göngunum. Það var svo leiðinlegt að húsið hefði engar sýningar. Og við höfum haft grafiksýningar nær samfellt í anddyrinu sl. 3 ár. Þar skoða margir myndirnar, enda kostar það ekkert, og þær hafa selst mjög vel. Til dæmis seldi danski málarinn Palle Nielsen um 100 grafikblöð, svo dæmi sé nefnt. Þetta hefur því reynst mjög ánægjulegt. — En samkomusalurinn er mikið notaður? — Já, við leigjum salinn út, þegar við erum ekki að nota hann og yfir annatímann er hann upptekinn öll kvöld — nema föstudagskvöld, því þá vilja ís- lendingar ekki fara út á fundi og fyrirlestra. En húsið er í rauninni of lítið, bæði bókasafnið og salur- inn. Það var í upphafi hugsað eingöngu sem háskólastofnun. Salurinn ætlaður fyrir fyrirlestra og bókasafnið meira sem lektora- safn. Fyrsti forstjórinn, Ivar Eskeland breytti starfseminni og opnaði hana meira fyrir almenn- ing, sem var mjög gott. Annars hefði þetta orðið rétt eins og aðrar stofnanir við háskólann. pólitík eða trúarbrögðum þá finn- ur maður þennan þátt í Halldóri, þetta er hann alltaf að fjalla um. Og það vantar mikið til að skilja skáldið Halldór ef maður hefur ekki Vefarann. Þegar ég hafði lokið þýðingunni og Halldór fór yfir hana, þá stytti hann bókina nokkuð, strikaði út endurtekn- ingar. Steinn Elliði veður elginn — um trúmál, pólitík og bók- menntir — og segir oft það sama, og það vildi Halldór nú losna við. Það var mjög góð samvinna milli okkar um þetta. Þegar rithöfund- ur er að fara yfir þýðingar, þá er eins og að maður fái að sjá inn í verkstæði skáldsins. Ég hefi haft mikla ánægju af þessu verkefni. Ég var að ljúka við Grikklandsár- ið og Halldór er nú að byrja að fara yfir þýðinguna. Lentu í eldgosi — Þið hjónin hafið kynnst íslandi vel á svo löngum tíma? — Já, við höfum verið næstum alls staðar á landinu. Tókum það sem eftir var siðastliðið sumar Þá fór ég á Hornstrandir með vinafólki og við Traute fórum til Hornafjarðar og upp á Hérað, Öræfasveitin var ekki í vega- sambandi, þegar við vorum hér í fyrra skiptið. Það vildi svo skemmtilega til að við tjölduðum í þeirri ferð við rætur Heklu 16. ágúst og 17. ágúst byrjaði að gjósa. Okkur tókst að fella tjaldið á 12 mínútum, og þegar við komum þarna aftur eftir 6 tíma var þykkt öskulag yfir öllu. Þetta var það skemmtilegasta sem ég hefi séð og heyrt, allt annað en að sjá gos ofanfrá, eins og við sáum Öskjugosið úr flugvél, þá heyrir maður ekkert. Sonur minn, sem stóð. En hér hefur hún kennt við tónlistarskólann í Garðabæ. — Ég býst raunar við að breyt- ingar hafi orðið í þessi fjögur ár, segir Erik. Hafnarháskóli er núna nær allur fluttur út á Amager, aðeins lögfræðideildin og guðfræðideildin enn við Frú- artorg. Þegar ég fór var mín deild í miðborginni, en er nú komin í nýju bygginguna, svo ég þekki ekki vinnustaðinn. Þegar ég fór var mikill órói í háskólum al- mennt og erfitt að kenna þar, sem líka var í Danmörku. En mikið hefur dregið úr því, og kannski á það sinn þátt í því að háskólinn er svo langt frá miðborginni. Stúdentarnir nenna ekki að safn- ast þar saman að kvöldi. — Mér líkar þetta starf hér ákaflega vel, segir Erik ennfrem- ur. Þegar kennt er, þá er svo hætt við að maður falli í fastan farveg. Og það er alveg einstakt að fá tækifæri til að koma að stofnun eins og Norræna húsinu, þar sem hægt er að gera það sem mann langar til. Langi mann til að fá einhvern tónlistarmann, söngv- ara eða skáld, þá er það gert. Dæmi? Jú, á listahátíð 1978 pantaði ég tvö tónverk, eitt danskt hjá Vagn Halmbo og íslenzkt hjá Þorkeli Sigur- björnssyni. Á afmæli Norræna hússins sama ár gat ég pantað eitt tónverk frá hverju Norður- landanna og þar sem ég fékk tvö frá Danmörku, urðu þau sex talsins. Eftir að hafa fengið eitt píanóverk frá Danmörku, var Erik og Traute Sönderholm í bóka- safni Norræna hússins, ásamt Inger dóttur sinni. sem bæði er fædd á íslandi og var að ljúka hér stúdentsprófi. LJosm. Krístján tvenna tónleika, síðan kemur finnskur píanóleikari og loks sænsk söngkona. Frá Noregi verður sýning á grafik og mál- verkum eftir Edward Munch í anddyrinu og forstjóri safnsins kemur og flytur fyrirlestur um Munch. Mér hefur þótt mjög gaman að geta undirbúið þetta eins og nokkurs konar lokaþátt í starfinu. Það verður mest í næstu viku og svo förum við 30. janúar. Þetta leiðir talið að öðrum þætti af starfsemi Norræna húss- ins, sem eru sýningar. — í rauninni ættum við að hafa fé til þess að geta haldið árlega 4 sýningar frá Norðurlöndunum á okkar eigin vegum í salnum, alveg eins og við höfum þar íslenzku sumarsýninguna. Og hana væri svo líka gaman að senda út. Þá yrðu sýningarnar sex á ari og við notuðum sjálf sýningarsalinn að hálfu, en hann svo leigður út á móti. En við höfum ekkert fé til þess. Frakt og tryggingar á listaverkum eru svo dýrar. Til að gefa hugmynd um þetta, má segja frá því að trygg- Bók um Laxness — Þú hefur haft fleira gagn- legt fyrir stafni en að reka Norræna húsið meðan þú varst hér, Erik? — Þú átt við þýðingarnar. Já, ég hefi þýtt endurminningabæk; ur llalldórs Laxness á dönsku. I túninu heima er komin út í Danmörku. Líka smásagnasafn eftir hann, sem ég þýddi og tók saman, sem nefnist Flautuleikar- inn. En Ungur ég var og Sjö- meistarasagan koma út núna í marz. Og nú síðast var ég að þýða Grikklandsárið, hefi haft svo góðan tíma um jólin. Sú bók kemur væntanlega líka út í Dan- mörku. — Um leið og endurminninga- bækurnar kemur líka í marz út stór bók um Halldór Laxness, sem ég hefi skrifað, segir Erik ennfremur. Til að geta skrifað hana fyrir danska lesendur, þá fannst mér ég verða fyrst að þýða þessa löngu bók hans Vefarann frá Kasmír. Hún hefur ekki verið þýdd á neitt annað mál. Þetta er svo mikil lykilbók í æfi skáldsins og mér fannst alveg nauðsynlegt að hafa hana til þess að skilja hvernig Halldór var í æsku og hvernig hann breyttist án þess kannski að breytast mikið. Já, já, það er vel hægt að sjá að það er sama skáldið sem skrifaði Vefar- ann og seinni bækur hans. Steinn Elliði er ekki ólíkur bóndanum í Paradísarheimt. Þeir vilja báðir finna trúna. Hvort sem er í er að nema jarðfræði og var rétt farinn utan, var alveg sjúkur af öfund, þegar hann frétti hvað við höfðum upplifað. Við óskuðum eftir að Traute væri með Erik á myndinni, sem nota skyldi í þetta viðtal, enda hefur hún tekið þátt í störfum hans í Norræna húsinu. — Já, þetta er í rauninni tveggja manna starf, sagði hann. — Það þarf að hugsa svo mikið um gesti hússins sem hingað koma. Ég hefi reynt að búa svo um hnútana að fyrirlesarar og listamenn frá Norðurlöndum stanzi hér í viku, svo að þeir geti náð sambandi við íslendinga og kynnst landinu. Við höfum reynt að fara alltaf með þá í ferðalag þangað sem hægt er að komast á hverjum tíma. Ég veit ekki hve oft ég hefi verið við Gullfoss og Geysi. Mér finnst aðsókn að því, sem þeir hafa fram að færa, ekki skipta öllu máli, heldur er ekki síður gagnlegt að þetta fólk hafi samband við íslendinga í sinni grein og kynn- ist bæði landi og fólki. ísland liggur svo úr leið fyrir flesta að það er mjög mikilvægt að koma á kynnum. Og samskipti við Há- skólann, þegar fyrirlesarar hafa komið, í ýmsum greinum, hafa verið mjög gagnleg og góð. Þegar við kveðjum Erik Sönd- erholm, segir hann: — „Þetta hafa verið skemmtileg ár á ís- landi. Við hjónin höfum bæði haft'ánægju af dvölinni. Traute ekki síður en ég. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.